Tíminn - 12.09.1972, Side 6

Tíminn - 12.09.1972, Side 6
TÍMINN Þriöjudagur 12. september 1972 Norður-írsku börnin á ferð Norður-irsku börnin, sem sluppu um stundar sakir úr ógn- vekjandi umhverfi i heimkynnum sinum, una hag sinum vel i menntaskólaselinu austan fjalls. Þar er friður og ró og milli hárra fjalla, og hvergi neinn, sem liggur i leyni. Raunar hafa þau ekki haldið svo mjög kyrru fyrir, þvi að mörgu er að hyggja að og sitt- hvað, sem þau vilja sjá og aðrir vilja sýna þeim. Þau fóru austur i menntaskólasel beint af flugvell- inum. Þegar var farið með þau upp á Þingvöll, að Laugarvatni, Gullfossi og Geysi og i Skálholt . Þetta var niu klukkustunda ferð, og börnin ljómuðu af ánægju. Á sunnudag i fyrri viku voru þau við messu i Hveragerði hjá séra Tómasi Guðmundssyni, en siðari hluta dagsins léku drengir úr hópnum knattspyrnu viö jafn- aldra sina i Hveragerði. Á mánudag brugðu börnin sér til Reykjavikur til þess að skoða höfuðborgina, kaupa minjagripi og annað þess háttar. Flest eru þau með myndavélar, og islenzkt fyrirtæki gaf þeim hverju fyrir sig tvær filmur. Mun það hafa komið sér vel, þvi börnin eru ekki fjáð. Að sjálfsögðu munu börnin leita kunningsskapar við jafnaldra sina i Hveragerði, og er það einn þáttur heimsóknarinnar, að þau hitta stúlkur og drengi úr ný- endurreistu skátafélagi Hver- gerðinga og skemmta sér með þeim. Á fimmtudagskvöld höfðu irsku börnin kvöldvöku fyrir ibúa Hveragerðis. Þau skemmtu með irskum þjóðdönsum og sungu irsk þjóðlög, einnig tóku þau þátt i leikjum með ungskátum i Hvera- gerði. Að viö hellinn á Laugarvatnsvöllum Frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík Innritun nýrra og eldri nemenda verður i skólanum dagana 19. og 20. september. Nauðsynlegt er að þeir sem hafa ekki þeg- ar staðfest umsóknir, geri það þessa daga eða aðrir geri það fyrir þá. Námskeið i stærðfræði og islenzku fyrir þá sem náðu ekki framhaldseinkunum upp úr fyrsta bekk s.l. vor hefjast 15. september. Þeir, sem ætla að reyna við inntökupróf upp i fyrsta bekk, geta sótt þessi nám- skeið. Skólastjórinn. liópurinn kominn aö Gullfossi. 'J ■ Nokkur barnanna viö Geysi Auglýs endur Ath. að auglýsingar þurfa aö berast eigi slðar en kl. 2 daginn áöuren þær eiga að birtast. Þeir, sem óska eftir aðstoð við auglýsingagerð þurfa að koma tneö texta með 2ja daga fyrirvara. Auglýsingastofa Tlmans er I Bankastræti 7 Slmar 19523 og 18300

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.