Tíminn - 12.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.09.1972, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 12. september 1972 TÍMINN 7 Heimsmet i smáskrift Það er hægt að vera heims- meistari i fleiri greinum en skák og iþróttum. Nýlega var slegið heimsmetið i smáskrift. — Hvað er smáskrift? Það er að skrifa smátt, litla stafi, en samt læsilega. Nú- verandi heimsmeistari er þýzk kona Veronika Seider, i Stutt- gart. Heimsmet hennar er 327 þúsund stafir á eitt og sama póstkortið. Skriftin er ólesandi með berum augum, og reyndar er ekki hægt að lesa hana nema með hjálp smásjár. Fyrsta heimsmetið átti þýzk- ur stúdent. Árið 1928, tókst hon- um að rita 28 þúsund stafi á póstkort. Siðar sló brezkur verkfræðingur þaö met glæsi- lega og skrifaði 45 þúsund stafi á póstkort. Það met stóð ekki lengi, þvi Ungverjinn Lajos Ehmann gerði sér litið fyrir og ritaði 160 þúsund stafiá póstkort. En hvað er það á móti nýja heimsmetinu? Þess má geta að ekki má svindla 'og nota stór póstkort undir skriftina, þau verða að vera af þeirri venju- legu stærð, sem við þekkjum bezt og sendum heim frá Mallorca. Ef einhverjum finnst litið til koma, ætti hann bara að reyna að skrifa nokkur hundruð þúsund stafi á bakhlið á póst- korti, jafnvel þótt hann noti stóru sortina. Hver erfir auðinn Fyrir nokkru lézt i flugslysi i Bandarikjunum ungur maður að nafni Lance Rewentlov og þótt- sumum hann hafa lifað furðu lengi sé tekið tillit til þess, hve gálauslega hann hefur farið með lif sitt. Lance þessi hefur um árabil tekið þátt i glannaleg- ustu kappaksturskeppnum i heimi, og oft teflt á tæpasta vaðið á þvi sviði sem öðrum. Lance er sonur auðkonunnar Barböru Hutton og einkaerfingi ótölulegra fjármuna. En það hefur hann ætið látið sér i léttu rúmi liggja og ekkert sinnt fyrirtækjum fjölskyldunnar, en ekið kappakstursbilum og flogið sportvélum. Hann hefur verið kvæntur tveim kvikmyndaleik- konum. og fékk hin fyrri þeirra skilnað frá honum vegna ,,and- legrar grimmdar". Grimmdin var sú, að eiginmaðurinn sinnti kappakstursbilum sinum betur en eiginkonunni. Þegar Lance varð myndugur fékk hann litlar 26 millj. dollara til einkaafnota, til að hafa eitt hvað til að lifa á þangað til móö- ir hans gæfi upp öndina, en svo fór að hún lifir soninn. Er ekkert liklegra en að ungur Spánverji verði aðalerfingi. Hann heitir Angel Teruel, og er 12 árum yngri en Lance. Piltur- inn kvæntist nefnilega Barböru Hutton. sem nú er sextug, ekki alls fyrir löngu. Er hann sjöundi eiginmaður hennar, svo að vel má vera að hún eigi eftir að skilja við nautabanann og gift- íyrir fyrrverandi eiginmönnum sinum, enda hefur hún af nógu að taka. Á stóru myndinni er Lance i ein- um af kappakstursbilunum sin- um. Á tveim þeim minni ásamt eiginkonum sinum, og siöan mynd af Barböru Hutton og hinum 24 ára gamla eiginmanni hennar. ast nokkrum sinnum enn.Meöal fyrirrennara Spánverjans unga eru danski greifinn Reventlow, sem er faðir Lance. Gary Grant og diplomatinn og kvennagull ið Rubirosa. sem lézt af völdum slyss fyrir nokkrum árum. Það hefur verið álitinn góður bisniss að giftast Barböru Hutton. þvi hún hefur séð vel Hafið þér aldrei séð fótbrot- inn mann áður, eða hvað? Úr skólastil: — Pabbi minn er stórkostlegur. Hann getur klifið hæstu fjöll. synt yfir mestu fljót. barizt við villidýr i frumskóg- unum. handsamað glæpamenn, riðið trylltum hestum og frelsað ungar stúlkur frá eldspúandi drekum. En aðallega lætur hann sér nægja að fara út með rusla- fötuna... — Hefurðu séð ungu hjónin, sem eru flutt i húsið á móti. Þau eru svo hamingjusöm. Hann kyssir hana á tröppunum á hverjum morgni, áður en hann fer i vinnuna. Hvers vegna gerir þú það aldrei? — Ég væri svo sem alveg til i það. en ég þekki manneskjuna ekki nokkurn skapaðan hlut. Maður hringdi til dýraverzl- unarinnar og pantaði 5000 kakka- lakka. — Ég skal reyna að útvega þá, svaraði dýrasalinn. En má ég spyrja, hvð þér ætlið aö gera við þá? — Jú, ég er að flytja á föstu- daginn. og i leigusamningnum stendur. að ég eigi að skila ibúð- inni i sama ástandi og ég tók við henni. I DENNI DÆMALAUSI llún var búin til á italiu alveg eins og ég.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.