Tíminn - 12.09.1972, Page 19

Tíminn - 12.09.1972, Page 19
Þriðjudagur 12. september 1972 TÍMINN 19 Framhald af bls. 1. lega hafa komið til að taka vatn, oliu og vistir, enda búið að vera úti frá þvi nokkrum dögum fyrir útfærsluna. Bretarnir dreifðir. Eftir þvi að dæma, hvað brezku togararnir fyrir norðan og vestan eru stutt á hverjum stað, virðist sem litið fiskiri sé hjá þeim. Á föstudaginn var stærsti floti brezku togaranna vestur af Kol- beinsey að veiðum á og við 50 milna mörkin. Á sunnudaginn aftur á móti voru flestir brezku togararnir dreifðir út af Horni, og taldi Landhelgisgæzlan alls 33 skip þar að veiðum. bá var einn brezkur á Halanum, 2 út af Gerpi og 4 út af Hvalbak. Sex brezkir voru út af Barða. Allir þessir 46 brezku togarar voru að veiðum innan 50 milnanna. Auk þess voru 5 á siglingu við Austurland. Samkvæmt talningu Landhelg- isgæzlunnar þá voru 23 vestur- þýzkir togarar að veiðum við landið á sunnudaginn, flestir á og við 50 milna linuna suð-vestur af Reykjanesi. Nú þegar brezkir togarar áræða ekki að fara til islenzkra hafna, þrátt fyrir vélabilanir eða sjúkleika og slys sjómanna, verða þeir að vera sjálfum sér nógir, en njóta ekki aðstoðar Islendinga. Gott dæmi um þetta er, að á sunnudaginn var brezki togarinn Boston Explorer með systurskip sitt Boston Attacker FD-169 i togi á leiðinni til Englands. Alvarleg bilun hafði orðið i kælikerfi aðal- vélar um borði Attacker, og þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst hvorki skipsmönnum á Attacker né Explorer að gera við bilunina. Varð þvi að ráði, að systurskipið tæki Attacker i tog. Hætt við Framhald af bls. 1. hafði utan á virana, sleit þá niður á tveim stöðum. Það sama gerð- ist i illviðrinu i ágúst i fyrra. Við- gerðarmenn unnu að þvi i gær að tengja linurnar saman. A Grimsstöðum á Fjöllum er snjólagið orðið 20—30 sm þykkt á jafnsléttu, en mikið hefur blásið i skafla, sem eru allt að þvi mann- hæðarháir. Ahyggjur bænda vegna fjárins á afréttunum eru þvi miklar sem skiljanlegt er. Auk þeirrar hættu, að féð hafi fennt, hafa hættur við læki og vilpur stóraukizt. Framhald af 17. siðu. leikið tæplega fjörutiu landsleiki fyrir Pólland. 25 ára. Leslaw CMIKIEWICZ, fram- vörður, með tæpa tuttugu lands- leiki og lék á ólympiuleikunum i Miinchen. Hann er 24 ára, lágvax- inn og mjög leikinn með knöttinn. Ryszard BALCERZAK, 19 ára framvörður, sem talinn er i hópi efnilegustu leikmanna Póllands. Framtiðar landsliðsmaöur. Tadeusz CYPKA, tvitugur framvörður, mjög leikinn, en samt harður i návigum. Hár og sterklega byggður. Robert GADOCHA, aðalógn- valdur liðsins. Mjög marksækinn framherji, sem skoraði þrennu á Ólympiuleikunum i Miinchen gegn Kólombiu. Hann er þó lág- vaxinn, en mjög fljótur, og hefur leikið rúmlega þrjátiu landsleiki fyrir Pólland. Hann er 26 ára að aldri. Jan PIESZKO, snöggur fram- herji, en mjög lágvaxinn, talsvert innan við 1,70 á sokkaleistunum. Hann er þritugur að aldri — mjög leikinn. Tadeusz NOWAK.24 ára fram- herji, sem var með i ólympiuliði Póllands i Miinchen. Sterkur leik- maður og leikinn. Stefan BIALAS, hæsti maður framlinunnar, sex fet á hæð, og 24 ára gamall. Leikinn og marksæk- inn framherji. Legia, Varsjá, hefur alltaf getið sér orð fyrir frábæra leikni leik- manna sinna, nýtizkulega knatt- spyrnu, og sjálfsaga leikmanna er viðbrugðið. Þeir eru drengir góðir i leik, en gefa þó ekki eftir i heiðarlegri baráttu. Mesta morðmál í sögu Bandaríkjanna Washington-(NTB) Mesta fjöldamorðmál I banda- riskri sakamáiasögu er hafið i Fairfield i Kaliforniu, þar sem hinn 40 ára gamii Juan Wallejo Corona er ákærður fyrir að hafa myrt 25 hvita landbúnaðarverka- menn. Fregnir um likfundi i ávaxtaörkunum við bæinn Yba City birtust fyrst fyrir næstum 16 mánuðum, og eftir 10 daga gröft höfðu fundizt 25 lik. Mönnunum hefur öllum verið misþyrmt og drepnir með frum- stæðum vopnum. Höfðu þeir verið grafnir i hinum frjósama jarð- vegi meðfram ánni Feather Riv- er. Fórnardýrin voru menn, sem litt höfðu komizt áfram i lifinu. Þetta voru miðaldra hvitir menn, flökkumenn, alkóhólistar, án fjöl- skyldu og vina. Þeir vörðu tima sinum á skitugum börum i Yba City og biðu eftir tækifæri til þess að fá lausavinnu við uppskeruna. Corona, virtur bisnissmaður, sem hvorki reykti né drakk, hafði sem starfa að útvega verkamenn i vinnu við vinberja- og ferskju- uppskeruna i Sacramentodal. Meðan verið var að grafa upp lik- in, var Corona handtekinn. Hann hélt þvi statt og stöðugt fram, aö hann væri saklaus, en lögreglu- stjórinn á staðnum lagði fram heilmikið af sönnunum gegn hon- um. — Ég er viss um, að við höf- um tekið manninn, sem ber ábyrgða á þessum grimmilegu morðum. Seinna hefur komið i ljós, að rannsóknirnar höfðu verið mjög svo vafasamar, og rikir nú mikil óvissa um það, hvort sækjendum i málinu takist ab sanna sekt Cor- ona. Mótmæiaveikföll á N-írlandi — verður Belfast myrkvuð? Belfast-(NTB-Reuter) Yfir 200 starfsmenn við orkuver i Belfast fóru i verkfall i gær til að mótmæla þvi, að brezkir fali- hlifarhermenn standa á verði yfir þeim. Tvö orkuver voru stöðvuð, og verkfallsmennirnir hafa hótað að myrkva aila borgina. íbúunum hefur verið fyrirskipað að nota sem minnst rafmagn. Þriöji hermaðurinn, sem var i brezka herbilnum, er var sprengdur i loft upp á sunnudag- inn, lézt á sjúkrahúsi i gær. Tveir hermenn fórust, þegar billinn sprakk. Hafa nú alls 557 manns farizt af völdum óeirðanna i Norður-lrlandi, siðan þær byrj- uðu fyrir þrem árum. Meira en Fyrsta bílslysið í þrjátíu ár 60% af fórnarlömbunum hafa fallið i ár. Mótmælaverkfallið við orku- verið skeði samtimis greftrun tveggja mótmælenda, sem voru skotnir til bana i óeirðunum milli öfgaarms mótmælenda og brezkra herm. I Shankill Road á þriðjudaginn. Verkfalls- mennirnir 200 hafa ekki upplýst, hve lengi verkfallið muni standa, en þeir vilja fá heimavarnarher- menn i stað brezku fallhlifarher- mannanna. Æðstu stjórnmálamenn ka- þólskra á Norður-lrlandi mæta i dag til fundar við Edwar Heath til þess aö reyna að binda endi á fangelsun manna, sem grunaðir eru um, að tilheyra irska lýö- veldishernum. Kaþólikkarnir munu flytja Heath tilkynningu um, að þeir muni ekki taka þátt i fyrirhuguöum viðræðum margra stjórnmálaflokka, fyrr en 250 fangar hafa verið látnir lausir. Þjóðleikhúsið: Sýningar hefjast á laugardag Fyrsta sýning á nýbyrjuðu leik- ári hjá Þjóðleikhúsinu verður n.k. laugardag þann 16. september. Þá hefjast sýningar aftur á Sjálf- stæðu fólki, en leikurinn var sýndur 21 á siðasta leikári og allt- af fyrir fullu húsi. Hlutverka skipan er óbreytt aö öðru leyti en þvi að nú leikur Erlingur Gislason hlutverk Ingólfs Arnarsonar Jónssonar i stað Gunnars Ey- jólfssonar.. Þjóðleikhúsið frum- flutti, sem kunnugt er, Sjálfstætt fólk i tilefni af 70 ára afmæli Hall- dórs Laxness og var leikurinn frumsýndur þann 23. april s.l. Sagan er færö i leikform af höf- undi og Baldvin Halldórssyni, en Baldvin er einnig leikstjóri verks- ins. Aðalhlutverkið er leikiö af Róbert Arnfinnssyni. Leikurinn mun á næstunni koma út hjá bókaútgáfu Helga- fells undir nafninu, Bjartur i Sumarhúsum og blómið. Myndin er af Arna Tryggvasyni og Guðrúnu Alfreðsdóttur i hlut- verkum sinum i leiknum. Enn veitzt að ísraelsmönnum Krjúl — Bolungavik. Sibdegis á laugardaginn varð 1 bifreiðarslys i Bolungavik. Þriggja ára drengur lærbrotnaði og hlaut auk þess sennilega ein- hver meiðsli innvortis. Það er i frásögur færandi, aö ekki hefur orðið umferðarslys i' Bolungavik, svo að nafn sé gef- andi i siðast liðin þrjátiu ár, en þá varð öldruð kona fyrir bil og lær- brotnaði einnig. I Bolungavik eru götur sumar þröngar en umferð mikil og vaxandi, og má þetta heita fágætlega vel sloppið. Slys í Hörgárdal Klukkan hálftvö, aðfaranótt sunnudagsins tiunda sept. varð það slys skammt frá Melum i Hörgárdal, að bill fór þar út af veginum. Tvennt var i bilnum, og meiddist hvort tveggja. Farþeg- inn, sem var stúlka, meiddist i andliti. Mun hún hafa nefbrotnað og auk þess misst tennur, en ann- ars voru meiðsl hennar ekki fv'l- könnuð, þegar blaðið hafði s? band vib lögregluna á Ak ,. Okumaður bifreiðarinnar am varkarlmaður, meiddist lika eit(- hvað, en fékk að fara '■’eim að lok- inni læknisrannsókn. BrUssel-(NTB-UPI/Reuter) Lögreglan i BrUssel sendi í gær út lýsingu á 29 ára gömlum Marakkóbúa i tengslum við morðtilraun á tsraeismanni, sem cr ritari í sendiráði ísraels I bæn- um. Skotið var á israelsmanninn og hann alvarlega særður á sunnudagskvöld. Maðurinn, sem lögreglan lýsir eftir, heitir Hass- an Ben Allah Ben Salah Joudat og er fæddur I Casablanca 1943. Fingraför þessa manns passa ná- kvæmlega við fingraför Araba nokkurs, sem áður hafði skotið ts- raelsmann að nafni Ophir Zacok i BrUssel. Þessir atburöir hafa vakið mikla reiði i ísrael og var þó ekki við bætandi. Ræddi rikisstjórnin málið á fundi i gær. Sýrlendingur og tveir vestur- þýzkir vinstri-öfgamenn voru handteknir á sunnudagskvöld á flugvellinum, er þeir voru að reyna að komast úr landi. Oryggisgæzla hefur verið efld mjög á vestur-þýzkum flugvöll- um, siöan morðin i Mifnchen voru framin fyrir viku. Þremenn ingarnir sem handteknir voru, eru grunaðir um að standa i sam- bandi við skæruliðaflokkinn, sem stóð að baki morðunum. Þjóð- verjarnir voru seinna látnir laus- ir. F/iA FLUGFE.L.ÆGÍ1VU Skrif stof ustú Ika í Glasgow Skrifstofustúlka óskast til starfa á skrif- stofu félagsins i Glasgow. Ráðningartimi frá 1. janúar 1973. Góð ensku og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum félagsins, sé skilað til starfs- mannahalds fyrir 20. sept. n.k. Flugfélag íslands h.f. Hugsum áöurenviö hendum ^ Auglýsingastofa Tímans er í Bankastræti 1 19523 ^18300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.