Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 14. september 1972 Sólaóir , HJÓLBARÐAR sj TIL SÖLU J x|::: FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBlLA iil ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 Bréf frá lesendum KAÐSTEFNUR OG HERMDARVERKAMENN Við höfum verið að tala um að gera fsland að ráðstefnulandi, láta þinga hér og semja um ýms ágreiningsmál i veröldinni eða kanna vísindaleg vandamál. Þetta væri auðvitað gott og bless- HUSNÆÐISMALASTOFNUN RIKISINS — PÓSTSENDUM — Stúlka óskast til simavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Laun skv. kjarasamningi opinberra starfs- manna. Eiginhandarumsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu stofnunarinnar eigi siðar en 15. september n.k. HÚSNÆÐISn/IÁLASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 að, ef fram næði að ganga, en fylgir þó böggull skammrifi. Atburðirnir i Míinchen sýna, að það er sitthvað, sem verður að axla, þar sem mörgu heimskunnu fólki er stefnt saman. Þeir, sem réðust inni ólympiuþorpið voru ekki neinir venjulegir glæpa- menn. Þetta var fólk i örvænting- arfullri baráttu — fólk, sem rænt hefur verið landi sinu og öllum mannlegum réttindum og eðlileg- um lifsvonum — menntað fólk, sem var reiðubúið að deyja sjálft, ef svo vildi verkast. Menn geta miklað sér, að þetta fólk hafi gripið til ægilegra óyndisúrræða og hefnd þess komið niður á sak- lausu fólki, og allt er það vissu- lega rétt. En verknaður þess var i engu hryllilegri, og náði til miklu færri, en gerðir flugmanna, sem sveima yfir byggðum og þorpum og varpa niður sprengjum, og herforingjanna og stjórnmála- mannanna, sem fyrirskipa slikt. En nú er komið út fyrir það, sem átti að vera inntak þessara orða, sem ég sendi Landfara. Það átti sem sé að vera mergurinn málsins, að örvæntingarfullt fólk, LEIKFIMIS búningar Ballettbúningar kvenna Verð frá kr. 340,00 Stutterma og langerma Margir litir Strigaskór Stuttbuxur — Bolir Sokkar. M Allt til íþrótta SP0RTVAL HLEMMTORGI sími 14390 Póst- sendum rænt og kúgað og ofsótt af þeim, sem meiri háttar eru, er viða i veröldinni: Norður-írlandi, Suð- ur-Afriku, Róde siu, Grikklandi, Portúgal og nýlendum þess lands, Vietnam og miklu, miklu viðar. Afleiðingarnar af þeirri meðferð, sem þetta fólk hefur sætt, eru þær, að þvi finnst um tvennt að velja: Að leggja árar i bát og gef- ast upp eða fremja sem geipileg- ust hermdarverk og deyja sjálft, ef svo vill verkast. Hvernig væru fslendingar við þvi búnir, ef á yrði komið ein- hverri ráðstefnu, þar sem menn væru, er t.d. Palestinumönn- um eða irskum hermdarverkaað- ilum þætti slægur i og ákvæðu að ryðja úr vegi? K.K. LÖGBROT OG SEKTIR „Til þess eru lögin að brjóta þau”,heyrirmaðurstundum sagt i ögrandi tón. Svo virðist sumum, sem okkur fslendingum hætti nokkuð oft til að lifa samkvæmt þessari „speki”. En flestum mun þó vitanlega ljóst, að hér er um öfugmæli að ræða. „Með lögum skal land byggja”. Hitt má aftur ekki henda, aðlögin séu þannig úr garði gerð, og þannig framfylgt, að til lögbrota laði. Landhelgisbrotin siðustu daga, islenzkir bátar innan- 12 milna markanna, eru i senn hörmuleg og stórhættuleg þjóðinni nú, þegar verið er, i trássi við marga og stóra, að færa út fiskveiðitak- mörkin — i 50 milur. t þvi verður þjóðin lika að sýna sterkan einhug i verki að virða landhelgi og friðun. — Annars mun gjarna á það bent, að fslendingar hafi ekki mikið með stækkaða landhelgi að gera, ef þeir sjálfir geta ekki einu sinni hlifzt við og hlýtt eigin lögum innan 12 milna markanna! — En þaulreyndur skipstjóri, sem ég átti tal við nýlega, fræddi mig á þvi, að sektir fyrir landhelgisbrot væru mjög litilfjörlegar, hverf- andi i hinum mikla útgerðar- kostnaði,„bara eins og að borða súpu úr diski”, komst hann að orði. Ég hafði álitið allt annað: sektina mikið fjárhagslegt áfall. Ætti það ekki svo að vera, þ.e.: sýnilegt öllum að brotið borgar sig ekki? Yrðu þau þá ekki fátið- ari? Sama virðist uppi á teningnum i áfengismálum okkar. Það sýnir ekki mikið aðhald, aga eða vald á vandanum, að um hverja helgi skuli menn teknir i hópum, svo að tugum skiptir jafnvel, i höfuö- borginni fyrir ölvun við akstur. Er ekki fráleitt að láta þetta lið- ast, eða eigum við að telja þetta óviðráðanlegt? Ég neita þvi alveg. Þessar staðreyndir benda ákveðið til þess, að ökumenn telji hér ekki hundraö i hættunni. Við vitum lika, að margir hinna brot- legu fá strax eða skjótt, að setjast á ný undir stýri, mál þeirra e.t.v. tekið fyrir einhvern tima seinna, eða smásekt greidd, sem þeir seku gera oft gys að! Ef þeir væru strax, við sannað brot, sviptir ökukeyfi, styttri eða lengri tima eftir atvikum, mætti svo fara, að skjótt fækkaði þessum lögbrot- um. Nú er ástandið stórhættulegt, — bæði þeim seku og saklausu. 1. sept. 1972. Jónas í „Brekknakoti” Hálfnað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðmsti Samvinnnbankinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.