Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 13
Kimmtudagur 14. september 11172 TÍMINN 13 atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 228 Tilboð óskast i lóðarfrágang við Réttar- holtsveg 45-61, Reykjavik. Útboðsgögn verða afhent i verkfræöistofu vorri frá og með fimmtudeginum 14. september, 1972 gegn 3000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö þriðju- daginn 26. september, 1972 kl. 11.30 fh. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf. Ármúla 4, Reykjavik Gufuaflstöð Framhald af bls. 16. sem sé æskilegra að reisa jarð- gufustöð við Námafjall, þar sem háspennulina frá Kröflu yrði lengri, auk þess sem leggja yrði i talsverðan kostnað við gerð vegar úr byggð, ef aflstöðin yrði reist þar. Stofnkostnaður og framlciðsluverð 1 skýrslunni segir, að um þrjár megingerðir gufuaflstöðva hafi verið að velja, og er munurinn fyrst og fremst fólginn i mismun- andi nýtingu varmaorkunnar, og fer þá saman betri nýting, viða- meiri búnaður og hærri stofn- kostnaður. Stofnkostnaður er áætlaður 274,311 og 365 milljónir króna, og árlegur rekstrar- kostnaður 36,40 og 46 milljónir króna, miöað viö átta, tólf og sextán megavatta stöð. Stofn- kostnaður á kilóvatt yrði þvi 34,26 og 23 þúsund krónur eftir stærð stöðvanna, og sé miðað við full af- köst átta þúsund klukkutima á ári, yrði rekstrarkostnaður sextiu aurar, fjörutiu aurar og þrjátiu og átta aurar á kilóvattstund. Einingarverð raforkunnar fer þvi lækkandi eftir stærð stöðvar- innar, en hlutfallslega meiri munur er á milli átta og tólf megavatta stöðvar en tólf og sextán megavatta stöðvar. 55 megavatta stöð hagkvæmust fullnýtt Sé við fulla nýtingu miðað, er talið. að fimmtiu og fimm mega- vatta stöð myndi hagkvæmust. en sú athugun, er nú hefur verið gerð, nær ekki til slikrar stöðvar. enda all-afkastamikil stöð á is- lenzka visu. Þá segir að lokum. að fjörutiu og þrjá mánuði muni þurfa til þess að reisa slika stöð og koma henni i gagnið. frá þeim tima talið, er ákvörðun væri tekin. Aðalhöfundar skýrslunnar um gufuaflstöðvarnar eru Karl Kagnars. verkfræðingur hjá jarð- hitadeild Orkustofnunar. og Jónas Matthiasson, verkfræð- ingur hjá Verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns. en þessir aðilar unnu saman að könnuninni. Hin árlega Baccardi-keppni hjá Golfklúbbi Reykjavikur fer fram n.k. laugardag (16. september) og hefst kl. 13.00. Félagar eru beðnir um að fjölmenna. Fóstrur óskast Á Barnaspitala Hringsins Landspitalan- um, eru lausar tvær stöður fyrir fóstrur á föndurdeild spitalans. Umsóknir, með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf, sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna fyrir 25. sept. 1972. Yfirlæknir Barnaspitalans veitir nánari upplýsingar um stöðurnar. Umsóknareyðublöð fyrir hendi á skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5. Reykjavik, 13. september 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Menntun fullorðina Þeir, sem sóttu námskeið i menntaskólanum við Hamrahlið i fyrra vetur og hyggja á framhald, komi til við- tals iskólanumföstudaginnl5. september kl. 21.00. Ný.ir þátttakendur (21 árs eða eldri) verða skrásettir laugardaginn 16. sept- ember kl. 16.00 Skrásetningargjald er 1000 kr. Itektor. Ábghurt er ekki aðeins sælgæti Yoghuirt er þjóðarréttur í Balkanlönd- unum, þar sem menn ná hvað hæstum aldri í heiminum. Rannsóknir erlendra vísindamanna sýna að yoghurt auðveldar meltinguna og eykur heilbrigði jafnt meðal barna sem fullorðins fólks. Eitt er víst: Ávaxtayoghurt er ekki aðeins sælgæti, heldur líka hollur matur. Yoghurt fæst nú með: Ananasbragði, mandarínubragði og jarðarberjabragði í 180 gr. umbúðum. Auk þess með jarðarberjabragði i % ltr. sparnaðar- umbúðum. Mjólkursamsalan m með söxuðum jarðarberjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.