Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.09.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. september 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn :• Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór í arinn Þórarinsson (óbm.), Jón Helgason, Tómas KarlssonJ > Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timáns)j Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasoni. Ritstjórnarskrif-, i: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306J :j Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald :• 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein^ takiö. Blaðaprent h.f. Sýnum þjóðarviljann Að frumkvæði ráðherranna og margra for- ustumanna annarra var i tilefni af útfærslu fiskveiðilögsögunnar hafin sérstök fjársöfnun til eflingar landhelgisgæzlunni. Fjársöfnunin hefur verið falin niu manna nefnd, sem vinnur nú að þvi að skipuleggja hana. Margir aðilar hafa þó þegar orðið til þess að leggja fram fé i þessu skyni, og virðist ekki sizt gæta mikils áhuga almennings. 1 ávarpi þvi, sem forgöngumenn þessarar söfnunar birtu i upphafi, segir m.a.: ,,Landhelgisgæzlan er traust okkar og hald i þeirri baráttu, sem framundan er, og hlutur hennar mun nú stóraukast að gildi og verk- efnum, ekki aðeins i átökum, sem kunna að verða við þau skip, sem ekki virða hin nýju fiskveiðitakmörk, heldur einnig i slysavörnum, eftirliti, björgunarstarfi og annarri þjónustu við innlenda sem erlenda sæfarendur á stækkuðu umsjónarsvæði. En til þess þarf hún fleiri skip og flugvélar, betri tæki: og meiri mannafla, og þessa framverði sina verður þjóðin að búa eins vel úr garði og nokkur kostur er. Með allt þetta i huga höfum við undirritaðir ákveðið að beita okkur fyrir almennri fjár- söfnun um land allt til eflingar landhelgis- gæzlunni — efna til Landssöfnunar til Land- helgissjóðs — þar sem öllum gefst kostur á að leggja fram skerf sinn til þessarar mikilvægu baráttu og verða með þeim hætti virkir þátt- takendur i þessari lifsbjargarstarfsemi þjóðarinnar.... Sýnum öðrum þjóðum með þessum hætti hina órofa samstöðu þjóðarinnar allrar. Sýnum það öllum, að i þessari baráttu vill hver einasti íslendingur leggja eitthvað i sölurnar. Það er einhugurinn i þessu máli, sem mun færa okkur sigur.” Undir þessi ummæli ber þjóðinni að taka kröftuglega. Einhugur hennar verður bezt sýndur i verki með þvi að sem allra flestir taki þátt i landhelgissöfnuninni. Það sýnir þjóðar- vilja, sem ekki verður minna tekið eftir er- lendis en heima fyrir. A - Osæmileg ummæli Vafalitið hafa margir orðið undrandi,þegar þeir sáu Mbl. i gær, en þar er ræðan, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra flutti 31. f.m. i tilefni af útfærslu fiskveiðilögsögunnar, kölluð striðsræða i áberandi fyrirsögn. Ekkert i þessari ræðu gefur tilefni til slikra ummæla, enda enginn maður stuðlað meira að þjóðar- einingu um landhelgismálið en Ólafur Jóhannesson. Tilefni þess, að Mbl. velur ræðu forsætisráð- herra þessi orð, mun vera það, að forsætisráð- herra gat ekki komizt hjá þvi i ræðu sinni að minnast á úrskurð Alþjóðadómstólsins og landhelgissamningana frá 1961 i þvi sam- bandi. Allt, sem forsætisráðherra sagði um það, var sannleikanum samkvæmt, og sagt á þann hátt, að það þurfti ekki að vekja neinar deilur. Þessi skrif Mbl. eru þvi eins óafsakanleg og verða má. þ þ Lord Carrington varnarmálaráðherra: Varnarstarf Evrópu- ríkja innan ramma Nato Sjö Evrópuríki eru þátttakendur í því EVRÓPSKI hópurinn kom saman að frumkvæði Breta i nóvember 1968, þegar i fyrsta skipti var efnt til nokkurra óformlegra kvöldverða, sem haldnir voru fyrir hina tvo árlegu ráðherrafundi Varn- armálaráðsins. Fyrsta ..evrópska kvöldverðinn”, eins og hann var kallaður, sátu varnarmálaráðherrar og fastafulltrúar Belgiu. Danmerkur, Þýzkalands, italiu, Hollands, Noregs og Bretlands. Til þessa kvöld- verðar var boðið með það i huga, að umræðurnar skyldu snúast um það, hvort hugsan- legt væri að leggja fyrir bandarisk stjórnvöld sameig- inlegt evrópskt álit um þarfir NATO á næstu árum, og einnig yrði tækifærið notað til að skiptast á skoðunum um helztu sameiginieg varnarmál- efni. Dagskráratriðin voru ekki fleiri, en fundargerð var rituð af óheppnum. brezkum embættismanni með gaffalinn i annarri hendinni og pennann i hinni. Annar kvöldverður sömu þátttakenda var haldinn 15. janúar 1969, þegar sam- þykkt var, að næstu fundir yrðu „opnir”, svo að sérhver annar evrópskur aðili NATO gæti tekið þátt i þeim^ef hann vildi. ÞANNIG varð evrópski hóp- urinn til, og siðan hefur sjálfs- traust hans vaxið samhliða auknum árangri af starfi hans. 011 evrópsk aðildarlönd bandalagsins hafa átt fulltrúa i hópnum, nema Frakkland, Portúgal og island , sem hefur verið boðin þátttaka og vita, að þau eru hjartanlega velkomin, þegar þau telja sér fært að koma. Ráðherrafund- ir eru haldnir reglulega daginn fyrir ráðherrafundi varnarmálaráðsins, en auka- fundir eru haldnir, þegar það er talið nauðsynlegt. Til dæmis komu ráðherrar evr- ópska hópsins saman til funda þrisvar sinnum bæði 1970 og 1971. Evrópsku kvöldverðun- um er haldið áfram, en þeir eru nú einkum til skemmtun- ar. Fastafulltrúar landanna i evrópska hópnum koma sam- an reglulega, en undir þeim starfar sérfræðinganefnd, skipuðfulltrúum úr einstökum sendinefndum. Undirnefndir sérfræðinga frá höfuðborgun- um hafa verið skipaðar til þessaðvinna að einstökum at- hugunum, sem miða að nán- ara varnarsamstarfi milli að- ildarlandanna. HAUSTIÐ 1970 tilkynnti Nixon Bandarikjaforseti, að skipting kostnaðar væri að hans mati fólgin i þvi, að Evr- ópulöndin ykju eigin herafla fremur en hann kæmi i stað bandariska heraflans. Hann gaf einnig eftirfarandi loforð, sem oft hefur verið vitnað til: ..Bandarikin munu viðhalda og efla herstyrk sinn i Evrópu, ef önnur bandalagslönd gripa til svipaðra aðgerða, og þau munu ekki draga úr honum, nema það sé liður i gagn- kvæmum aðgerðum austurs og vesturs.” Evrópski hópurinn var greinilega sá aðili, sem bezt var til þess fallinn að leysa þetta verkefni. Undir for- mennsku Den Toom (Hol- landi) gerði hann það skjótt og kröftuglega. Siðari hluta árs- ins 1970 samdi hann greinar- gerð, sem siðar varð þekkt undir nafninu Evrópska áætl- unin, um endurbætur á vörn- um bandalagsins (EDIP). Áætlun þessi var siðan sam- Carrington varnarmálaráðherra Breta (t.h.) þykkt og birt á fundinum i desember sama ár. Ef ég man rétt, var einnig öðrum áfanga náð á þeim fundi, þegar fyrsta sameiginlega yfirlýsing evr- ópska hópsins var gefin út, en útgála slikra yfirlýsinga er nú orðin að fastri venju. EVRÓPSKA áætlunin um endurbætur á vörnum banda- lagsins krafðist eins milljarð- ar dollara, sem greiddur skyldi á 5 árum, og helztu efnisþættir áætlunarinnar voru þrir: A) Aukinn herafli (t.d. fjór- ar flugsveitir til stuðnings i návigi, kaup á þyrlum til þungaflutnínga, end'urbætur á vörnum norðurjaðarsins og nýjar flugvélar til loftflutn- inga). Kostnaður 450 milljón dalir. B) 420 milljón dala sérstök fjárveiting til sameiginlegra varnarframkvæmda NATO til að hraða framkvæmdum við loftvarnakerfi Evrópuher- stjórnarinnar og við sameig- inlegt fjarskiptakerfi NATO (NICS). C) 80 milljónir dala til flug- vélakaupa. Evrópska áætlunin hvatti til sérstaksátaks. En sums stað- ar var ekki litið á hana sem slika, og þetta mikla átak Evrópurikjanna var ekki alls staðar jafn mikils metið. Um talsverðan tima hafa Evrópu- rikin kostað stærstan hluta varna sinna. Bandariska varnarmálaráöuneytið taldi i byrjun siðasta árs, að Evrópu- rikin létu i té 90% landliðsins, 75% flughersins og 80% flotans á Evrópusvæðinu. Og evrópski hópurinn vildi sýna, að hann vann stöðugt að endurbótum á þessum herafla. I SAMRÆMI við þetta vann hann að gerð skýrslu um endurbætur á heraflanum, sem var gefin út 7. desember s.l. Einnig var tilkynnt, að rikin ætluðu að auka framlög sin til varnarmála um meira en 1 milljarð dala árið 1972 i samanburði við árið 1971. Þetta þýðir, að 1972 munu framlög Evrópurikjanna til varnarmála hækka verulega i fyrsta skipti um nokkurt ára- bil. Þetta vakti athygli blað- anna og var þvi slegið upp i fyrirsögnum þeirra á kostnað endurbótanna á heraflanum. Var það slæmt, þvi að endur- bæturnar eru miklar og at- hyglisverðar. Á timabilinu 1971 til 1972 verða t.d. leknar i notkun 11 nýtizku orrustu- skriðdrekar, 400 nýtizku orr- ustuflugvélar, meira en 50 herskip og kafbátar og margs konar önnur ný ta'ki. Allar þessar endurbætur eru innan ramma áa'tlunarinnar AD-70 og tillagnanna, sem þar koma lram. Þær stafa að sjálfsögðu frá l'yrri áætlana- gerðum, en i raun marka þær öílugri varnir Evrópu. Nú þegar rannsóknum i sambandi við AD-70 áætlunina er lokið, þurfa löndin i evrópska hópn- um að gera sér grein fyrir, hvernig skipulagning þeirra getur orðið enn betri. 1 framkvæmd hefur sam- vinnan verið fólgin i þvi, að sérfræðingar frá höfuðborg- unum koma saman til fundar, og fulltrúi einhvers landsins i hópnum tekur að sér fundar- stjórn. Nú starfa nefndir að rannsóknum á þvi, hvort hugsanleg sé samvinna um la'knaþjónustu, þjálfun, birgðageymslur og íjarskipti á vigvellinum. Oll fjölþjóðleg samvinna á við margvisleg vandamál að glima, en þjálf- unarathugunin, sem stjórnað er af Þjóðverjum, hefur geng- ið mjög vel og leitt til sameig- inlegra þjálfunaráætlana. Nefndin, sem fjallar um fjar- skipti á vigvellinum undir stjórn Hollendinga, hefur náð talsverðum árangri með þvi að samþykkja ákveðnar regl- ur úm fjarskiptatækin og vinnur nú að gerð sameigin- legra loftneta fyrir nýja kerf- ið. Hinum nefndunum tveim miðar einnig vel áfram i rann- sóknum sinum. E-VRÓPSKI hópurinn hefur greinilega viö mörg viðfangs- efni að glima i framtiðinni og verður að halda áfram störf- um sinum undir stjórn nýja forrmsins, Helmut Schmidt. Enginn getur fullyrt neitt um árangurinn. Ég held, að vel- gengni hópsins stafi fyrst og fremst af þvi, að hann hefur verið fljótur að laga sig að breyttum aðstæðum og kröf - um. Fundir i evrópska hópn- um nú eru gjörólikir gömlu evrópsku kvöldverðunúm. Markmið okkar er æ nánara varnarsamstarf Evrópurikj- anna innan ramma NATO. og ég held, að evrópski hópurinn muni stuðla að þvi^ að það markmið náist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.