Tíminn - 05.10.1972, Page 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 5. október 1972.
Bréf frá
lesendum
ólætin i Helga halda áfram i
Timanum, enda er Timinn svo
eftirlátur viö Helga, að enn um
sinn getur hann ólátazt. Heilli
opnu, og meira til, offrar hann nú
undir ólæti Helga, og er þetta
jafnglórulaust af beggja hálfu,
sem hér kemur fram i ólátum.
Timinn vildi aftur á móti ekki
birta grein eftir mig, sem er full
af fróðleik, sem Helgi þurfti að
vita, ef hann var að gera annað en
p ólátast. Nú hefur Þjóðviljinn birt
þessa grein, en það vissi ég ekki,
; að hann hefði gert sökum fjar-
veru minnar. Þessi fróðlega grein
var samin i marzmánuði, en
I kemur fyrst út 6. ágúst, — svo
I yfirþyrmandi er rit- og málfrelsi
II á tslandi.
Frá Námsflokkum Reykiavikur
Arbær - Breiðholt
Innritun i ensku, barnafatasaum, kjóla-
sauui; verður fimmtudag kl. 8-10 e.h. i Ár-
bæjar- og Breiðholtsskóla.
Hálfnað
erverk
þá hafið er
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
UR OG SKAHTGRIPIR
KCRNELÍUS
JONSSON
SKOlAVÖRGUSiire
BANKASTRATI6
186OO
atlanti
Magnús
E. Baldvinsson
Laugavegi 12 - Sfmi 21
ARISTO
léttir námið
Með aukinni stærðfræðikennsiu og vaxandi
kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum
námsmanni nauðsyniegt að vera búinn full-
komnum hjáipargögnum við námið.
Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms-
fólk með kröfur skólanna í huga.
Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla-
tösku.
PENNAVIÐGERÐIN
Ingólfsstræti 2. Sími 13271.
Eftir að Helgi er búinn að lesa
þessa grein, er Helgi eflaust eitt-
hvert „patent” fyrir Timann i
vissu efni. En um Helga dettur
mér i hug, að stuttu eftir alda-
mótin skar Guðmundur læknir
Hannesson upp vopnfirzka
kerlingu. Enda þótt kerling greri
vel sára sinna, fann Guðmundur
ástæðu til að segja henni, að hún
mundi hafa það minnsta vit, sem
hægt væri að komast af með! Mér
finnst þetta nokkuö merkilegt, þvi
eftir þvi sem Timinn birtir fleiri
myndir af Helga, er meiri hjóna-
svipurinn með Helga og kerling-
unni. Ég held, að kerlingin hafi
verið skárri, þvi að svo vitlaus
hefði hún ekki reynzt að halda
það, að bóndinn á Hrafnsfjarðar-
eyri i Jökulfjörðum 1763, sem
hefur vottorð sóknarprests um
dvöl sina og hegðun i kristnu
samfélagi, væri stærsti sauða-
þjófur landsins, og i Árnessýslu
upp við jökla haustið áður, 1762.
Þetta heldur Helgi, og hvað mikill
fróðleikur, sem honum er birtur i
þessari grein um Eyvind Jónsson,
sveitunga hans, þá skal hann alla
daga vera mesti sauðaþjófur i
landinu og þar af leiðandi með
nokkrum hætti mestur allra
Sunnlendinga, er lifað hafa, — að
dómi Helga.
Svona vitlaus var ekki
kerlingin, en hún var afar drýldin
eins og HeTgi, og alltaf að basla
við að fá sér mann, en fann aldrei
Helga. Þetta sýnir það, að úti-
lokað er að Helgi geti lært, en ég
vil alltaf vera að fræða menn, og
þakka margir fyrir m.a. upp-
lýsingarnar um Eyvind. Og þess
vegna sagði ég Helga, hvað væri
vitlaust i bókinni, sem Helgi
ritaði, og ég var svo vitlaus að
láta mig máli skipta i nokkrum
orðum um bókina, jafnvel þótt
hún bæri með sér háðið á
höfundinum. Nú er lika komið
svo, að Helgi er þunnur i vis-
dóminum og kveður sér til
fylgdar 4 menn, og eru 2 dauðir,
en 2 lifandi, og ætla ég að minnsta
kosti, að annar sá, sem er lifandi,
geti lært og taki nú litið mark á
Helga, en spyrji frekar
kerlinguna. Og eflaust hefði hún
komið þvi viti fyrir Helga, að það
er ekki til neins að koma með
þjófasögu upp úr bókum sýslu-
manns Árnesinga til að steinrota
mig i fræðum, fyrst Eyvindur er
ekki nefndur á nafn við
þjófnaðinn.
Svo segir Olfusvatnsannáll frá
hinu sama, en minnist ekki á
Eyvind i þvi sambandi. — Kemur
þá aftur að gáfum kerlingar um
manninn, sem hefur hegðunar-
vottorðið 1763. En i tilefni af bók-
um sýslumanns 1762, 21. október,
er rétt að spyrja þá, sem ekki eru
rannsóknarlausir kjaftaskúmar,
og er vonandi, að Timinn láti
Helga þegja um það, hvort það
séu jarðgræfir hólar uppi við
Hofsjökul? Hvort þar sé hris i
landi? Hvort þeir telji eðlilegt, að
4 eða 5 menn afli svo freklega til
fanga, sem upp er gefið, að þeir
hafi gert? Hvort það sé liklegt, að
þýfinu sé staflað á viðavangi
þegar hægt er að fela það i jöklin-
um? Og siðan, hvort það megi
láta sig gruna, að hér sé þjófa-
félag á ferðinni neðan úr byggð —
kannnski Danir á Eyrarbakka?
Og þar sem málið varö aldrei
opinbert, hvort sýslumaður hafi
látið búa til útileguþjófasögu til
að koma vissum mönnum undan
hegningu? Mér finnst sagan að
ýmsu lygileg, — eins og með jarð-
græfan hól upp við Hofsjökul.
Að siðustu vildi ég spyrja þessa
4 hjálparanda Helga, jafnt þá,
sem eru dauðir og hina, sem eru
lifandi, hvort þeim finnist ekki
mál til komið að gera sér þess
grein, að á tslandsfjöllum lifa
ekki menn i staðfastri búsetu
fyrir utan lög og rétt. Nógar
heimildir eru fyrir þvi, að það var
reynt en lánaðist aldrei. Aðeins i
Hvannalindum lifðu menn timum
saman i fastri búsetu, en það er
lika bújörð og hét til forna Herðu-
breiðartunga. Þar fundust lika
hús, mikill fjöldi beina, áhöld og
eldiviður 1880, en hvergi annars
staðar i landinu hefur slikt
fundizt.
Gaman væri nú að sjá eina
kerlingarmynd af Helga i viðbót,
en Timanum vil ég þó segja það,
að það er ekkert gagn i svona
Sölva með morgunkaffinu.
Ég var rétt búinn að gleyma
þvi, að Helgi hefur fengið sér
hirðskáld, enn á ný, til að yrkja
um mig. Það er ég viss um, að er
vitlaus kerling, eða Helgi sjálfur,
þvi að nú segir kerla, að ég sé
orðinn að athlægi uppi á hól hjá
Lögbergi. Hvernig á að hlæja að
mér á Lögbergi, hólnum, „lög-
mannsþúfunni”, en þar hef ég
fundið rétt Lögberg, sem kerling
Helga nú vottar? En hvar menn
hlæja að Helga, ætla ég ekki að
taka fram, enda ekkert visuefni.
Svo mun ekki þurfa að tala meira
um Eyvind.
Prentvillur sé ég að orðið hafa i
greinum minum: Sæmundur lög-
maður var Gissurarson ekki
Einarsson, fræðimönnum á að
vera ferðamönnum, snertir
manninn, á að vera svertii
manninn.
Svo bið ég velvirðingar á þvi að
ausa þesu slúðri, sem hér er um
að ræða.
25. 9. '12
Benedikt Gislason frá Hofteigi
Fyrsti fundur nýkjörinnar fram-
kvæmdastjórnar Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna var hald-
inn i gær.
Framkvæmdastjórnin skipti
með sér verkum þannig:
Formaður HalldórS. Magnússon,
varaformaður Kári Arnórsson,
ritari Vésteinn Ólason, og gjald-
MADURINN, SEM VILL
„SEGJA BÆNDUM UPP
STÖRFUM”
Björn Matthiasson, „hagfræð-
ingur” Seðlabanka islands!
Var að lesa fyrri grein þina i
Morgunblaðinu i dag. Svona grein
á maður, sem telur sig geðprýöis-
mann, ekki að skrifa. Að taka
notadrýgstu og beztu land-
búnaðarlönd heimsins til saman-
burðar við okkar land, sem þú
þekkir vonandi eitthvað i raun, er
ósvifið af visinda- og fræðimanni.
Orðalag eins og ,,að segja bænd-
um upp störfum” hefur varla
heyrzt á íslandi fyrr. Menn eru
fljótir að gleyma uppruna sinum
og hvað hefur haldið tórunni i
okkur á liðnum öldum. Mér er
sem ég sjái skrifstofubrækur i
Reykjavik segja fjárbændum á
Jökuldal eða kúabændum i
Hreppum upp störfum. Þú talar
um óarðbæra fjárfestingu. Þar
sem ég sit og horfi út um glugg-
ann, sé ég þrjár húsgagna-
verzlanir hlið við hlið að segja.
Það þarf varla að spyrja þig að
þvi, hvort það sé hagkvæmt.
Meðan land blæs upp og sand-
auðnir og flóafen blasa við er
nánast hlægilegt, að til séu menn,
sem velta þvi fyrir sér og halda
fram á prenti, að viðbótarræktun
sé óhagkvæm. Nei, segðu heldur,
að öll ræktun á Islandi sé óhag-
kvæm, og það hafi verið mjög
óhagkvæmt að forfeður vorir
steðjuðu hingað til 'landnáms.
Verst, að józku heiðarnar munu
allar vera byggöar nú. Þangað
hefði e.t.v. mátt flytja kúa-
bændurna úr Hreppunum, sem
sagt verður upp störfum sam-
kvæmt hagfræðinni.
Nú skalt þú afturkalla seinni
grein þina, ef timi er til aö snúa
þér að óarðbærri fjárfestingu og
óarðbærum rekstri i henni
Reykjavik. Það ætti að vera hag-
kvæintað taka hin nærtæku við-
fangsefni, t.d. fjölda banka og
fjárfestingasjóða i Reykjavik.
Þeir, sem þrauka úti á lands-
byggðinni, sjá um sig. Mikið væri
nú annars gaman að aka Fljóts-
hliðina eða Fnjóskadalinn og'
virða fyrir sér veggjabrotin og
gluggatóftirnar og e.t.v. segja,
„Þarna bjó hann tengdapabbi
þangað til honum var sagt upp af
Seðlabankanum, af þvi það var
svó „óhagkvæmt” að vera bóndi
á Islandi”.
4. október 1972
Reynir Ingibjartsson.
keri Haraldur Henrýsson.
A fundinum var m.a. samþykkt
að viðræðunefnd um sam-
einingarmál, sem kosin var á
landsfundi SFV skuli halda áfram
viðræðum við Framsóknarflokk-
inn og annast aðrar viðræður um
sameiningarmál, sem upp kunna
að verða teknar.
Framkvæmdastjórn
Samfakanna
Þeir, sem aka d
BRIDGESTONE snjódekkjum, negldum
með SANDVIK snjónöglum,
komast leiðar sinnar í snjó og hólku.
Sendum gegn póstkröfu um land allt
Verkstæðið opið alla'daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÚMMIVHNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055