Tíminn - 05.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1972, Blaðsíða 7
7 Kimmtudagur 5. október 1972. TÍMINN Útgefandi: Fra'Tnsóknarflokkurinn j: ? Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-- jxj: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlssoni Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gislasoni. ■ Ritstjórnarskrif-f::::!:::: :j:j:j stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306^:jg|: S:j Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs-j::::::::: :::::j ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300..Askriftargjaldi:j:i:::j: :::: Í35 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-?x:j:j:j takið. Blaðaprent h.f. Herleiðing Alþýðublaðsins Um helgina hélt Samband ungra jafnaðar- manna þing sitt. Þing þetta hafði blæ róttækrar vinstri stefnu og sameiningarmálið svonefnda var rætt á þeim grundvelli, að hinn nýi sam- einingarflokkur yrði róttækur sósialiskur flokkur, ef til kæmi. Ungir jafnaðarmenn álita, að Alþýðuflokkurinn sé alltof langt til hægri og þarf það ekki að undra neinn, þar sem náin samvinna hélzt milli Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins i stjórnar andstöðunni. Eitt af þeim málum, sem þing ungra jafnaðarmanna ræddi og gerði ályktun um, bregður ljósi á þessi óeðlilegu nánu tengsli, en það er hið nýja útgáfufyrirkomulag á Alþýðublaðinu. Um þetta mál, gerði þing SUJ svohljóðandi alyktun: ,,26. þing SUF harmar þá niðurlægingu, sem Alþýðublaðið, sem i meira en hálfa öld hefur verið málgagn jafnaðarstefnunnar, er komið i. í þvi sambandi bendir þingið á þær fráleitu vinnuaðferðir, að Alþýðuflokkurinn ráði ekki i raun nema einni siðu i blaðinu, sem SUJ hefur litinn sem engan aðgang að, auk þess að fyrr- verandi formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis félaganna i Reykjavik sitji fundi blaðstjórnar. 26. þing SUJ telur að breyta þurfi reksturs- fyrirkomulagi Alþýðublaðsins þannig, að flokkurinn hafi full og óskert yfirráð þess, áður en af stofnun nýs flokks jafnaðarmanna, með aðild Alþýðuflokksins, eða félaga hans verður svo Alþýðublaðið geti orðið málgagn hins nýja flokks”. Þessi ályktun ungrá jafnáðarmanna talar ljósu máli um þá herleiðingu, sem Alþýðu- blaðið hefur komizt i. Útgáfa þess er i höndum fyrirtækis, þar sem ihaldsmenn ráða mestu, eins og sézt á þvi, að einn af áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins situr fundi blaðstjórnar. Fyrirætlun Sjálfstæðismanna er, að herða þessi tök og gera Alþýðublaðið að einskonar morgunútgáfu Visis, þar sem lögð yrði stund á æsifréttir til að auka sölu blaðsins. Alþýðu flokkurinn á að fá að ráða yfir einni siðu i blað- inu, en annað efni verður matreitt, eins og út- gefendur telja sér henta bezt. Fréttir blaðsins yrðu með öðrum orðum samræmdar fréttum Mbl. og Visis. Það er engin furða, þótt ungum jafnaðar- mönnum falli illa þessi herleiðing Alþýðu- blaðsins. í reyndþýðir hún að Sjálfstæðismenn hafa i raun og veru náð megintökum á mál- gagni Alþýðuflokksins, þótt að nafni til ráði hann yfir einni siðu. Frá sjónarmiði sumra nú verandi leiðtoga Alþýðuflokksins þykir þetta sennilega ekki neitt varhugavert, sökum þess hve náið er samstarf þeirra við forustumenn Sjálfstæðisflokksins, og hversu svipuð er barátta flokkanna i stjórnarandstöðunni. En frá sjónarmiði óbreyttra liðsmanna Alþýðu- flokksins hlýtur þetta að horfa öðru visi við, eins og lika ályktun SUF bendir til. Alþýðublaðið hafði þá mest áhrif, er það barðist skeleggast gegn ihaldinu undir rit- stjórn manna eins og Ólafs Friðrikssonar, Haraldar Guðmundssonar og Finnboga Rúts Valdimarssonar. Á þeim tima hefði aldrei komið annað til mála en að flokkurinn réði yfir þvi óskiptu. Á þeim tima höfðu forustumenn Alþýðuflokksins ekki nein tengsli við ihaldið. — Það gerði gæfumuninn. p j> Þórarinn Þórarinsson: Ferðaþættir frá Síberíu IV Baikalvatn hefur verið nefnt perla Síberíu Þar lét Krústjoff byggja hús fyrir Eisenhower ÞEGAR komið er að Baikal- vatni eftir þjóðveginum frá Irkutsk, blasir við allstjórt hvitt hús i fallegri skógar- brekku. Þetta hús kalla Siberiumenn Eisenhower- villuna. Krustjoff lét byggja þetta hús, þegar hann átti von á Eisenhower i heimsókn, þvi að aétlunin var ekki aðeins að sýna honum ýmis stærstu mannvirki Sovétrik janna, heldur einnig mestu náttúru- fegurð þeirra, en margir telja, að hana sé að finna við Baikal- vatn. Af ferð Eisenhowers varð ekki, en húsið hefur samt haldið áfram að bera nafn hans. Margir tignir gestir hafa hinsvegar búið i húsinu. I sumar var Castro þekktasti gesturinn, sem bjó þar um skeið. FRA Irkutsk til Baikalvatns er um 40 km. vegalengd. Ekið er meðfram Angarafljóti um skógivaxna ása og litil dal- verpi. Vegurinn er steyptur, en þó ekki góður. Umferðin er litil og það nota bilstjórarnir sér óspart. ökuhraöinn er geysilegur, svo að ég hef hvergi kynnzt honum meiri. Ef til vill stafar það af þvi, að vegalengdir eru miklar i Sibe- riu. Það er fögur sjón að koma að Baikalvatni, þar sem An- gara rennur úr þvi. Angara fellur um einskonar skarð, sem hefur myndast i skógi vaxinn fjallgarð, fremur lág- an og mishæðóttan. En hand- an vatnsins hyllir undir hærri fjöll. Fljótið er allbreitt fyrst eftir að það fellur úr vatninu og er skemmtileg siglingaleið þaðan til Irkutsk. Veður var gott, þegar ég kom að Baikal- vatni, og var ógleymanleg sjón að horfa yfir það af allhá- um tindi skammt frá Eisen- howervillunni. Bláttvatnið féll ótrúlega vel inn i dökkgrænar skógivaxnar hliðar, sem liggja niður að vatninu, en i fjarska blasti við mikill og margbreytilegur fjallahring- ur. Annars er landslag talið viðar fallegra og stórbrotnara við Baikalvatn en á þessum slóðum. Og varast skyldu ferðamenn að reyna að lýsa litnum á vatninu, þvi að hann er sagður breytast stöðugt, eftir þvi hvernig sólin fellur á það eða vindátt er háttaö. Þessvegna kvartá málarar mjög yfir þvi, að erfitt sé að festa lit vatnsins á léreft. Veðrabrigði eru sögð vera tið- ari og skyndilegri við Baikal- vatn en viðast annars staðar i veröldinni. Þvi eru siglingar um vatnið oft erfiðar og sjó- menn, sem stunda þar veiðar, þurfa að vera veðurglöggir og snarráðir. MARGAR þjóðsögur eru til um Baikalvatn og Angara. Ein þeirra er á þá leið, að Baikal gamli hafi átt ekki færri en 333 syni, en aðeins eina dóttur, Angara. Synirnir þræluðu og söfnuðu gersemum og gulli, en Angara var að sama skapi eyðslusöm, enda eftirlæti föð- ur sins. Dag einn færði fugl henni gjöf frá Jenissey prins, sem átti heima i fjarlægu landi. Gjöf þessi hafði þau áhrif, að Angara gat ekki hugsað um annað en að kom- ast á fund prinsins og ná ást- um hans. Baikal gamli var hins vegar andvigur ráða- hagnum og lokað dóttur sina inni i djúpum dal. En hún lét ekkert aftra sér, heldur braut skarð i fjöllin, þar sem Angara fellur nú úr Baikalvatni. Hún náði fundi prinsins og þau hafa ekki skilið siðan. Ekki er ósennilegt, að þráðurinn i þessari sögu reki rætur til þess, að rúmlega 300 ár falla i Baikalvatn, en An- gara er eina áin, sem rennur úr þvi. BAIKALVATN hefur á margan hátt sérstöðu meðal stórvatna heimsins. Það er dýpsta vatn heimsins, en mest dýpi þess er um 1620, m, en yfirleitt er það mjög djúpt. Það er eitt af köldustu eða kaldasta vatn heimsins, en þó er þar meira af margbreyti- legu lifi en i nokkru vatni öðru. Þar hafa fundizt milli 1700- 1800 mismunandi lifverur og um 1000-1100 þeirra hafa ekki fundizt annars staðar i heiminum. Af þessum ástæð- um og mörgum öðrum er það óskastaður fyrir náttúrufræð- inga. Náttúrufegurð við vatnið er mikil og breytileg, svo að hún þykir óviða meiri i heiminum. Baikalvatn hefur ekki að ástæðulausu verið nefnt perla Siberiu. Að stærð er Baikalvatn hið áttunda mesta i heiminum. Það er um 34 þúsund ferkm.að flatarmáli, eða sem svarar þriðjungi tslands. Lengd þess erum 640 km, en breidd frá 30- 80 milur. Yfirborð vatnsins er um 500 m yfir sjávarmál. Við- ast liggja hliðar eða klettar að vatninu. Yfirleitt er það um- lykt fjöllum, sem ná sumstað- ar allt að 2500 m hæð. HEITA má að allt umhverfi vatnsins sé skógi vaxið og viða liggja að þvi mjög miklar skógabreiður. Hvergi má heita fjölbýlt við vatnið, þótt sumstaðar sé sjómannaþorp. Fyrst og fremst eru það hirðingjar og veiðimenn, sem hafa tekið sér bólfestu við vatnið. Það má þvi heita enn að mestu óspillt af manna- völdum. Þó hefur veiði minnk- að allmikið i vatninu og hafa þvi fyrir nokkru verið settar strangar reglur til að koma i veg fyrir rányrkju. Margir nytjaliskar eru i vatninu, en aðalnytjafiskurinn er laxteg- und, sem kallast omul. Eins og áður segir, er Baikalvatn sérstaklega kalt. Sumarið er þvi öllu kaldara i nágrenni þess, en þegar fjær dregur. Hins vegar er vetrar- kuldinn mun minni við vatnið en þegar fjær kemur. Vatnið er oftast isilagt frá þvi i nóvemberlok og þangað til i maibyrjun. Þar sem vatnið og umhverfi þess má enn heita að mestu eða öllu óspillt af mannavöld- um, hafa Rússar uppi ráða- gerðir um að gera það að eins- konar þjóðgarði og auka þang- að komur ferðamanna, en þó innan vissra takmarka. Það er ekki ósennileg spá, að þegar fram liða stundir, verði Baikalvatnið og i umhverfi þess eitt af eftirsóttustu stöð- um fyrir þá, sem vilja kynnast fjölbreyttri fagurri og óspilltri náttúru. h h Frá Baikalvatni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.