Tíminn - 05.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 5. október 1972. Lífbeltin tvö, sem við verðum að skila betri heldur en við tókum við þeim Úr ræðu Halldórs E. Sigurðssonar á þingi Evrópudeildar FAO Dagana 18.-23. september sóttu þeir Ilalldór E. Sigurösson land- búnaöarráöherra og Jónas Jóns- son aöstoöarmaður landbúnaöar- ráðherra S.svæöisþing FAO fyrir Evrópu, sem haldiö var i Mlínch- en i Þýzkalandi. Þing þetta sóttu fulltrúar þeirra 27 þjóöa, sem tcljast til Evrópudeildar FAO, og voru landbúnaöarráðherrar tlu þeirra þar. Eitt aðalmál þingsins var aö- lögun landbúnaðar: og matvæla- framleiðslunnar, en auk þess var rætt um sambandið á milli mjólkur- og nautakjötsfram leiðslu i Evrópu, skipulagningu á mörkuðum fyrir ávexti og grænmeti, framtið Evrópudeildar FAO, aðstoð FAO og UNDP á Evrópusvæðinu og fleira. Til grundvallar umræðunum um aðlögun landbúnaðarfram- leiðslunnar lá skýrsla og áætlun, þar sem megináherzla var lögð á það, að iðnþróuðu löndin leituðust ekki við það að fullnægja öllum þörfum sinum fyrir matvæli með eigin framleiðslu heldur drægju frekar úr landbúnaðarfram- leiðslu sinni, til þess að auðvelda viðskipti sin við þróunarlöndin. Þannig yrði stefnt að þvi, að auka hlutdeild þróunarlandanna i millirikja-verzluninni með mat- væli og landbúnaðarvörur. Flest Evrópulöndin studdu þetta sem megin markmið, sem stefna bæri að með aðlögun land- búpaðarins. Þau höfðu þó mörg hver meira eða minna við skýrsi- una að athuga og þau ráð og leiöir, sem þar var bent á,að nota mætti til að ná fyrrnefndum tak- mörkum. Þýzki landbúnaðar- herrann J. Ertl var fyrsti forseti þingsins. Að ósk hans ræddust þeir við Halldór E. Sigurðsson um landhelgismálið á öðrum degi þingsins, enþá haföi Halldór skýrt sjónarmið tslendinga i ræðu, er hann flutti i almennum umræðum á þinginu. Á siðasta degi þingsins ræddust þeir aftur við um sama mál. Báðar viðræðurnar voru vinsam- legar, og að dómi beggja gagn- legar, þar sem aðilar skýrðu sin sjónarmið og lýstu áhuga sinum að þvi aö leysa deiluna með sam- komulagi. Hér fer á eftir úrdráttur úr llalldór E. Sigurösson. ræðu þeirri, sem landbúnaðar- ráðherra flutti við almennar umræður á þinginu: Þótt tsland sé eitt af elztu með- limum h'AO, hefur það ekki hing- að til tekið virkan þátt i starfsemi þess. tsland er fámennt land og hefur ekki haft efni á að senda nefndir á alla þá fundi og þing, sem haldin eru hjá FAO. Hins vegar hefur ts- land léð FAO fjölmarga sérfræð- inga, flesta á sviöi fiskveiða og hafrannsókna, en einnig landbún- aðarsérfræðinga, sem starfa fyrir FAO. Ég mun stuðla að þvi, að i framtiðinni taki tsland meiri þátt i starfssemi FAO en hingað til. Ég segi þetta vegna þess, að ég trúi þvi, að FAO hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að efla samstarf meðal þjóða, hvar sem þær eru i heiminum, og hver sem er þeirra stjórarstefna i þeim til- gangi að auka matvælafram- leiðsluna og gæði hennar. Og ekki sizt i þeim tilgangi, að hjálpa þró- unarlöndunum að auka velmegun sina og minnka bilið á milli þeirra riku og fátæku. Eins og ykkur er vel kunnugt, eru fiskveiðar aðalatvinnuvegur tslendinga. Við seljum þennan fisk aðallega til iðnþróaðra landa i Evrópu og Norður-Ameriku. 1 mörgum þessara landa erum við að keppa við fiskveiðar þessara sömu landa, og mikið af þeim fiski, sem við keppum við, hefur verið veiddur á miðunum við tsland. Það væri mikil aðstoð við upp- byggingu — ekki eingöngu við fiskveiðar — heldur einnig fyrir landbúnað og iðnað á tslandi, ef þessar iðnvæddu þjóðir myndu draga úr fiskveiðum sinum við ts- land og opna markaði sina fyrir fiski veiddum af lslendingum. Þar sem fiskveiöar iðnvæddu þjóðanna við tsland voru stöðugt að aukast, ákvað tsland að færa út fiskveiðilögsöguna, úr tólf milum i 50 milur, til þess að draga úr þessari samkeppni á heima- miðum okkar. Fyrir tsland var þetta ákvörð- un um efnahagslegt lif eða dauða þjóðarinnar. Fiskur og fiskafurðir eru 85% af útflutningi tslendinga. Stór hluti af þessari veiði var áður sild. Nú er sildin horfin. Mikilvægasti fiskur okkar nú er þorskurinn. Nú á þessu ári hafa þorskveiðarnar verið verulega minni en áður. Visindam. eru sammála um, aö um ofveiði sé aö ræða að undanförnu. Hvað skeöur næsta ár eða hefði skeð, ef ekkert hefði verið að gert? Við gátum ekki beðið lengur með að vernda land- grunnið i kringum land okkar frá ofveiði. 50 milna landhelgin var lifsnauðsyn. Við gátum ekki beðið með þá ákvörðun. Hins vegar vil ég leggja sérstaka áherzlu á það, að ísland er reiðubúið til að gera bráða- birgðasamkomulag við þær þjóð- ir, sem hafa áður fyrr fiskað við landið, eins og við höfum sýnt með samkomulagi okkar við Belgiumenn. Við skiijum mjög vel, að það tekur tima að gera þær breyt- ingar, sem nauðsynlegar eru, til að beina mannafla og fjármunum inn á aðrar brautir. Jónas Jónsson. Það tekur tima að afskrifa skip og tæki eða finna þeim önnur mið. Við erum þvi reiðubúnir að semja um þessi mál. Við kærum okkur ekki um ..þorskastrið” — við kærum okkur ekki um að beita valdi á miðunum. Enda vald okk- ar litið i samanburði við vald stórþjóðanna. En við förum fram á það, að réttur okkar verði virt- ur. Réttur til fiskveiða i kringum okkar eigið land. Réttur, sem skiptir öllu máli fyrir efnahags- legt lif þjóöarinnar. Þessi réttur viljum við, að sé virtur af öðrum þjóðum. Með öðrum orðum, við erum að gera að raunveruleika „aðlögun landbúnaðar- og matvælafram- leiðslu” til stuðnings við eitt þróunarlandið. Aðalforstjóri FAO, hr. Boerma, minntist lika á það i sinni ræðu, að verndun umhverfisins og náttúrugæða heimsins væru eitt af verkefnum FAO og meðlima þjóða þess. Þetta vil ég taka undir og leggja áherzlu á, að önnur aðal- ástæðan fyrir útfærslu fiskveiði- lögsögunnar er sú, að vernda fiskstofnana i Norður-Atlants- hafinu. Sumar af hrygningastöðvum fiskstofnanna i Norður-Atlants- hafinu eru við tsland. Á meðan hrygningastöðvarnar voru opnar fyrir veiðum hvaða þjóða sem var og engar takmark- anir samþykktar, urðum við lslendingar að keppa við aðrar þjóðir og draga eins mikinn fisk eins og við gátum á þessum svæð- um. Nú höfum við skapað tækifæri til þess að geta skipulagt veiðarn- ar þannig, að verndun stofnanna á að vera tryggð. Við höfum ákveðið að setja lög- gjöf um takmarkanir okkar eigin veiða fyrir næstu áramót. Þannig er þess vænzt, að þessar aðgerðir verði öllu Norður— Atlantshafinu til góðs fyrir allar þjóðir, sem þar vilja veiða. Þetta er m.a. okkar skerfur til verndunar umhverfis okkar hér á jörð. En það er ekki einungis hafið og fiskurinn, sem við viljum vernda fyrir ofveiði og mengun. Við höfum einnig alvarleg vandamál við að etja með að vernda gróðurinn á okkar norð- læga landi, og um leið að geta framleitt af honum búfjárafurðir. Hér um bil 2 milljónir fjár ganga á beit i sumarhögum i islenzkum fjöllum og heiðum. Við viljum gjarnan auka. sauðfjár- framleiðsluna, en hörð veðrátta norður við heimskaut hefur þegar orsakað land og gróðurskemmd- ir. Nú höfum við hafið sókn gegn þvi. Við höfum leitað til FAO eftir tækniaðstoð til að leysa þetta vandamál, og aðstoð við að leysa það verður eitt aðalverkefni i aðstoðaráætlun Sameinuðu þjóð- anna, sem Islandi hefur boðizt. Það eru þessi tvö atriði, sem ég hefi nefnt, sem við viljum leggja áherzlu á. Það er það, sem hefur verið nefnt lifbeltin tvö — miðin i kringum landið og gróðurbeltið um landið. Kynslóðin, sem nú lifir á tslandi, ætlar sér að skila þessu tvennu meira og betra en hún tók við þvi — til þess munum við finna ráð. Að lokum hr. fundarstjóri, vil ég þakka gestgjöfum okkar hér, landbúnaðarráðherra Þýzka- lands og forsætisráðherra Bæ- heims fyrir þeirra rausnarlegu boð og lýsi ánægju minni yfir þvi að hafa komið á þetta 8. svæðis- þing fyrir Evrópu hér i Mtinchen. Karsten Andersen, hljómsveitarstjori og Gunnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar. Siglufjörður að vakna af Þyrnirósarsvefni Góðum gestum fagnað VS-Reykjavik. Til landsins er kominn góður gestur, Karsten Andersen frá Noregi. Hann mun stjórna fyrstu reglulegu tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar Islands, á þessu Starfsári, sem haldnir verða fimmtudaginn fimmta okt. næst komandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 — hálfniu — og er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á þvi, þar sem það er breyttur timi frá þvi, sem verið hefur undanfarin ár. Segja má, að þessir fyrstu reglulegu tónleikar hljóm- sveitarinnar beri sérlega norskan svip, þar sem stjórnandinn, Kar- sten Andersen, einleikari Eva Knardahl og tónskáldið Arne Nordheim, eru öll frá Noregi. Er sérstök ástæða til þess að bjóða þetta ágæta listafólk velkomið til Islands. Karsten Andersen er óþarft að kynna fyrir Islendingum. Hann er okkur að góðu kunnur, og er þess skemmst að minnast, er hann stjórnaði Sinfóniuhljómsveit Is- lands á Listahátiðinni i Reykjavik á siðast liðnu sumri. I heimalandi 1 sinu, Noregi, er hann þjóðkunnur tónlistarmaður. Nitján ára að aldri kom hann fram með Fil- harmóniuhljómsveitinni i Osló og var strax ráðinn starfsmaður hennar. Hann lék með þeirri hljómsveit, unz hann var ráðinn hljómsveitarstjóri til Stavanger árið 1945. Þar starfaði hann að tónlistarmálum i niu ár, eða þar til hann varð aðalhljómsveitar- stjóri tónlistarfélagsins „Har- monien” i Bergen. Eva Knardahl er fædd i Osló. Hún kom fyrst fram á tónleikum aðeins sex ára að aldri, og kom einnig fram á þrennum opinber um tónleikum með Filharmóniu- sveitinni i Osló, þegar hún var að- eins ellefu ára. Eftir það komu tónleikar i Sviþjóð, Danmörku og Frakklandi. Arið 1947 fluttist Eva Knardahl til Ameriku og starfaði i fimmtán ár sem einleikari með Sinfóniuhljómsveitinni i Minne- apolis. Árið 1967 hvarf hún á ný til heimalands sins og hefur leikið á hljómleikum um þveran og endi- langan Noreg og komið fram i út- varpi og sjónvarpi, auk þess sem hún fer i hljómleikaferðir til vel- flestra Evrópulanda. Starfsárið 1967/68 voru henni veitt verðlaun tónlistargagnrýnd- enda i Noregi. Arne Nordheim^sem verða mun viðstaddur flutning verks sins, Canzona, hér, fæddist árið 1931 i Larvik i Noregi. Hann lagði stund á hljómfræðinám, pianó- og orgelleik við Tónlistarháskólann i ósló og hefur siðan verið tón- listargagnrýnandi jafnframt þvi sem hann hefur unnið að tónsmið- um sinum. Verkið, sem Sinfóniu- Stp-Reykjavik —Það hefur algjörlega skipt sköpum hér á siðasta ári. Nú rikir hér bjartsýni og athafna- semi, fólkið hefur vaknað upp af drunganum. Og þessu valda ráð- stafanir hínna nýju stjórnvalda. Þau hafa hrist upp i athafnalifinu. Hér hafa allir atvinnu, enda þótt atvinnuleysisskrár sýni e.t.v. 10 - 15 menn án atvinnu, en það eru aðeins gamalmenni og óvinnu- færir mewi. Aðalvinnan er við frystihúsin tvö og niður- hljómsveit íslands leikur að þessu sinni, samdi Arne Nord- heim árið 1960 og fékk fyrir það tónskáldaverðlaun Listahátiðar- innar i Bergen árið eftir. Hann var þá þegar orðinn velþekktur sem tónskáld á Norðurlöndum fyrir lagaflokk sinn, „Afton- landet” og tvo strengjakvartetta. Siðan hafa verk hans verið flutt bæði á norrænum og alþjóðlegum tónlistarhátiðum. Eitt verka hans „Response”, varflutt i Reykjavik árið 1967. Arne Nordheim voru veitt tónskáldaverðlaun Norður- landa fyrir verk sitt „Eco” i janúarmánuði siðast liðinn, svo sem kunnugt er. —VS. lagningarverksmiðjuna Sigló. — Þetta er haft eftir Jóhanni Þor- valdssyni, kennara á Siglufirði nú fyrir skömmu. Þá má einnig geta þess, að i smiðum eru 5 hús á Siglufirði og næg atvinna hefur verið i sumar. Almennt má segja, að kaup- staðurinn sé allur á uppleið og al- menn gróska riki, eftir atvinnu- leysi og seinagang i fram- kvæmdum á siðustu árum. — Undanfarið hefur staðið yfir slátrun sauðfjár, sem veitt hefur fjölda fólks atvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.