Tíminn - 05.10.1972, Qupperneq 5
Kimmtudagur 5. október 1972.
TÍMINN
5
10
Skákmaður af hugsjón
Bent Larsen, sem Danir segja,
að sé næstbezti skákmaður i
heimi, á eftir Bobby Fischer, er
i Bandarikjunum um þessar
mundir og tekur þar þátt i
nokkrum skákmótum. Hann
segist búast við að þéna um 12
þúsund dollara fyrir tafl-
mennsku sina á þessu ári. — Ef
til vill þéna ég minna á að tefla,
segir Larsen, en að starfa við
verkfræði, en skákin gefur mér
frjálsari hendur.
☆
Kciknidæmi
Þegar Ringo Starr var 16 ára
gamall ákvað hann að verða
rikur og fann upp einfalda að-
ferð til þess arna. Hann sagðist
hafa ætlað að skrifa Frank
Sinatra, Gary Grant, Paul Getty
og Onassis og biðja þá um að
lána sér eina milljón dollara
hver. Hann ætlaði að lofa að
eyða engu af peningunum,
heldur setja þá i banka og skila
þeim eftir eitt ár, en fá sjálfur
að halda vöxtunum.
— En það tók mig heilt ár,
sagði Ringo, að komast að þvi,
að þeir lifðu einmitt á rentun-
um.
rOOQ,
Tengdafaðir stjúpsonar
síns
Tvenn pör tengdust sterkum
böndum i Englandi. Johan
nokkur Colborn, 46 ára gamall
ekkjumaður, kvæntist æskuvin-
konu sinni Ednu Tiller, sem var
orðin ekkja. Hún á 21 árs
gamlan son, Derride sem varð
ástfanginn af Jackoline, dóttur
Colborns, sem endurgalt ást
stjúpsonar föður sins, og þau
giftust. Þar með er Edna orðin
tengdamóðir stúpdóttur sinnar,
og Colborn tengdafaðir stjúp-
sonar sins. Þegar hjónaböndin
fara að bera ávöxt og börnin
fæðast geta lesendur spreytt sig
á ,,hver er hvers og hvur er
hvurs.”
☆
Atvinnuklækir
Dómari i Amsterdam
úrskurðaði að það væri ekki
saknæmt fyrir gleðikonu, að
sýna á sér þá likamshluta, sem
yfirleitt eru huldir, á almanna-
færi og hún hafði verið kærö
fyrir. — Þetta tilheyrir atvinnu
hennar, úrskurðaði dómarinn.
Ilinn fullkomni glæpur
Svisslendingurinn Marcel
Carron átti hjákonu, sem hann
vildi kvænas^en gallinn var sá,
að hann var kvæntur annarri og
átti tvö börn i hjónabandinu. Þvi
datt honum i hug aö losa sig viö
fjölskylduna á einu bretti og
kvænast hjákonunni.
Carron hugsaöi ráö sitt og
kom þvi siðar i framkvæmd.
Hann var lögregluþjónn að at-
vinnu og þóttist geta framið
glæp án þess að upp kæmist.
Hann ók meö fjölskyldu sina
upp fjallaveg i ölpunum og á
krappri beyju i snarbrattri hlið,
sveigði hann bilnum út af
veginum og kastaði sér út.
Billinn hrapaði 100 metra. Börn
hans tvö, fimm ára og tveggja
ára fórust, en eiginkonan
Carmella, liföi af, þótt ótrúlegt
kunni að viröast.
En samt sem áður virtist sem
ódæðið mundi ekki komast upp,
þvi konan missti minnið. En
einn góðan veðurdag mundi hún
allt i einu hvað skeð hafði og lék
ekki nokkur vafi á að maðurinn
hafði ekið bilnum viljandi fram
af hengifluginu. Hún sagði lög-
reglunni frá og maðurinn var
handtekinn og játaði hann
glæpinn.
Hann afplánar nú lifstiöar-
fangelsi og hvorki eiginkonan né
hjákonan vilja sjá hann
framar.
Kjölgunarvandamálið
enn
Visindamenn i Bandarikjunum
vonast til að geta komizt fyrir
eitt mesta fjölgunarvandamál
sem hrjáir mannkynið, dýralif
og jurtalif i heiminum, en það er
ofsaleg fjölgun á rottum.
Verið er að gera tilraunir á
búgarði einum i Oklahoma, sem
búizt er við að gefi góða raun.
Sautján stæðilegar karlrottur,
sem aldar hafa verið á rann-
sóknarstofu, voru vanaðar, en
eru færar um að lifa miklu
ástarlifi. Þessum
tilraunadýrum var dreift meðal
600 rotta á kjúklingabúgarði.
Arangurinn sem vonast er eftir
er sá, að kvenrotturnar sækist
fremur eftir þessum 17
ástþyrstu, heldur en hinum
vesalingunum sem fyrir eru og
að stofnin eyðist. Heppnist
tilraunin verður hægt að nota
aðferðina á þeim landsvæðum,
sem rottuplágan er hvað mest.
HERAGI
Susan Struck er hjúkrunar-
kona i bandariska flughernum
og liðsforingi að nafnbót. Fyrir
tveim árum varð hún barns-
hafandi og þar sem konan var
ogerógift, þótti flughernum til-
tæki liðsforingjans óviður-
kvæmilegt. Samkvæmt her-
lögum átti hún um tvo kosti að
velja, að láta eyða fóstrinu, og
þá með lagalegum rétti, eða
verða leyst frá herþjónustu með
sæmd, sem þýðir að ekki átti að
reka hana úr hernum, sem
þykir mikill mannorðshnekkir i
þeim löndum, sem burðast með
svokallaðar landvarnir.
En Susan neitaði hvoru-
tveggja. Þar sem hún er ka-
þólskrar trúar, sagðist
hún ekki láta eyða fóstrinu og
samkvæmt landslögum væri
fóstureyðing ólögleg, hvaö sem
herlög kvæðu á um. Málstappiö
hefur staðið yfir i tvö ár, og er
nú málið fyrir Hæstarétti
Bandarikjanna i Washington,
sem er æðsti dómstóll rikjasam-
bandsins, og úrskurði hans
verður ekki áfrýjaö.
Barn Susan, sem er stúlka, er
nú kjörbarn kunningja hennar.
OENNI
DÆMALAUSI
Þú lest aldeilis hratt i kvöld
pabbi, af hvaða mynd ertu að
missa i sjónvarpinu?