Tíminn - 05.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.10.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. október 1972. TÍMINN 11 Umsjón Alfreð Þorsteinsson: Sjötti keppnisdagur frjálsiþróttamanna bauð upp á ýmislegt skemmtilegt, en senni- lega verður lengst munað eftir verðlauna- afhendingunni i 400 m hlaupi karla. Framkoma Bandarikjamannanna tveggja, Matthews og Collett vakti andúð áhorfenda, svo að um munaði. A meðan bandariski þjóð- söngurinn var leikinn sneru þeir félagar baki i þjóðfánana og settu á svið samtalssenu með handapati og glotti. Ekki er gott að segja hver meining iþrótta- mannanna með þessu var, en einhverju hafa þeir sjálfsagt verið að mótmæla. Að aflokinni verðlaunaafhendingunni kom sterkur og al- mennur flautukonsert frá áhorfendum en Matthews og ColletMétu það ekki á sig fa og steyttu hnefana til áhorfenda. Hlaupiö sjálft var hiö skemmtilegasta, en Vincent Matthews hafði sýnt það i undanrásum, að hann var sá sterkasti, þó að timinn 44,66 sek. væri 0,9 sek. lakari en heimsmetið, sem Evanssettii Mexikó og stendur enn. Collett hljóp á 4430 og Sang frá Kenya var þriðji á 44,92, Þriðji Bandarikjamaðurinn i úr- slitunum, sem flestir álitu sigurstranglegastan, John Smith, varð að hætta vegna meiðsía. Finninn Kukkoaho setti nýtt Norðurlandamet, hljóp á 45,49 sek. og varð sjötti. Vegna áðurnefndrar framkomu Vincent Matthews og Wayne Collett dæmdi al- þjóðaolympiunefndin þá frá keppni á Olympiuleikum framvegis. Rússinn Bondartschuck tryggði sér sigur i sleggju- kastinu i fyrsta kasti, kastaði 75,50 m. Kastseria hans var frábær, stytzta kastið var 71,76 m og það var ekki fyrr en i siðustu umferð að Saehse frá Austur-Þýzkalandi tókst að ná 74,95 m. kasti og komast fram úr Chmelewski, Sovét, sem kastaði 74,04 m. t þriðju tilraun. Þetta voru kraftalegir kallar i sleggju- kastinu og fóru sér að engu óðslega, Bondartschuck liktist einna helzt islenzkum bónda i fasi. Bandar ikjamenn fengu færri gullverðlaun i frjálsiþróttum á 20. Ólympiu- leikunum en oftast áður. önnur gullverðlaun þeirra þennan dag af 5 alls i frjálsum, voru i 110 m grinda- hlaupi og það var svertinginn Rod Milburn.sem vann þau. Hann hafði forystu i hlaupinu frá upphafi, en Frakkinn Drut Þankabrot frá OL í Munchen IV. Furðuleg framkoma Matthews og Collett Zehrt lengst til vinstri sigrar i 400 m hlaupi kvenna. m. en Chrisova , Búlgariu þriðja meö 19.35 m. Sem dæmi um stærð keppendanna má nefna það, aö Maren Seidler Bandarikjunum,sem er 21 árs vegur 93 kg, og er 1,86 m á hæð! Monika Zehrt frá A.-Þýzka- landi var öruggur sigurvegari i 400 m hlaupinu og setti nýtt olympiskt met, timinn var 51,08 sek. Wilden V.-Þýzka- landi hljóp einnig ágætlega og tryggöi sér annaö sæti á 51,21 — landsmet — og Kathy Hammond USA setti einnig landsmet, hljóp á 51,64 sek. Renate Stecher, A.- Þýzka- landi vann öruggan sigur i 100 m hlaupinu, en skyldi henni takast að sigra i 200 m. hlaupinu? Hún kom fyrst út úr beygjunni, en úthald hennar virtist ekki eins gott og i 100 m og ástralska stúlkan Boyle nálgaðist hana mjög siöustu metrana, en ekki nóg. Stecher vann bæöi 100 og 200 m eins og Brozow hjá karlmönnunum. Timi hennar i 200 m. var sá sami og heimsmetið, 22.40 sek, en Boyle hljóp á 22,45 sek. Szewinska, Póllandi, sem vann gull i Mexikó, hljóp á 22,74 sek. og varð þriðja. Þetta var fyrsti keppnis- dagurinn eftir hina óhugnan- legu atburði, sem gerðust i olympiuþorpinu, er israelsku iþróttamennirnir voru myrtir. Blærinn hafði breytzt, bæði á keppendum og áhorfendum, á þvi lék enginn vafi. örn Eiðs- son. Rod Milburn átti góðan endasprett og vann silfurverðlaun. Timi Milburn var 13,24 sek, en Frakkinn hljóp á 13,34 sek. Þriðji varð Hill, USA á 13,48 sek. Oly mpiumeistarinn frá Mexikó, Davenport varð fjórði, Bandarikjamenn viröast ósigrandi i þessari grein og ávallt eru það svertingjarnir, sem skara fram úr. Kvenfólkiö keppti einnig til úrslita i þremur greinum þennan dag og stóð vel fyrir sinu. Stórviðburðir gerðust i kúlu- varpinu, Nadeshda Tschisowa Sovétrikjunum varpaði 21,03 m, sem er stórkostlegt heims- met og hún er jafnframt fyrsta konan, sem varpar yfir 21 metra. ótrúlegt! Ekki er nú hægt að segja, að þessi iþróttagrein sé kvenleg og þessar valkyrjur, sem þátt tóku i úrslitakeppninni voru hver annarri kraftalegri. Oly mpiumeistarinn frá Mexikó, Gummel, Au.-Þýzka- landi varð önnur, kastaði 20.22 GR sigraöi GS 833 : 854 Um siðustu helgi fór fram klúbbakeppni á velli GR i Grafar- holti milli Golfklúbbs Reykja- vikur og Golfklúbbs Suðurnesja- Fóru leikar svo, aö GR sigraði meö 833 högg gegn 854 höggum Suðurnesjamanna. 1 hvoru liði voru 10 menn og voru högg þeirra allra lögö saman. Beztum hring GR-manna náöi Einar Guðnason — 79 högg og af GS-mönnum lék Þorbjörn Kjærbo bezt, eða á 80 höggum. Þá fór einnig fram um siðustu helgi hin árlega Jason G. Clark- keppni hjá GR, sem er 36 holu keppni með fullri forgjöf. Þar uröu úrslit þau, að Arnkell Guö- mundsson og Vilhjálmur Ólafsson urðu jafnir á 144 höggum nettó. Uröu þeir aö leika 18 holu auka- keppni i vikunni og þar sigraöi Arnkell. 1 þriðja sæti varð Einar Guðnason á 146 hoggum nettó (73:79). Er þaö vel gert hjá honum aö verða þetta framarlega i forgjafarkeppninni, þvi hann er með eina lægstu forgjöf hér á landi — eða 3. Vertiða rlok h j á Golfmönnum. Nú er komiö aö „vertiðarlok- um” hjá öllum golfklúbbum land- sins.Hjá þeim flestum er öllum mótum lokið eða þeim lýkur um næstu helgi.Það er venja að ljúka keppnistimabilinu meö Bænda- glimu, þar sem tvö liö mætast á siðasta keppnisdegi og fara fyrir þeim tveir bændur. Þessi mót fara nú fram hjá Golfklúbbi Reykjavikur og Golf- klúbbi Ness um helgina.Fara þau fram á völlum klúbbanna á laug- ardaginn og hefjast á báöum stöðum kl. 13.30. Hjá GR veröa bændur þeir Sveinn Sveinsson og Vilhjálmur ólafsson, en hjá GN veröa bændurnir ,þeir ólafur Tryggvason og Vladimir Bubnov. Sá siðastrtefndi er fyrsti sendi- ráösritari Sovétrikjanna hér á landi og einn af örfáum Rússum i heiminum sem leikur golf. Hann hefur veriö hér i nokkur ár og eignast margja kunningja meöal kylfinga, en hann fer alfarinn héðan eftir nokkrar vikur. Á velli GK i Hafnarfiröi fer fram keppni á iaugardaginn. Eru það klúbbarnir i Hafnarfirði og Keflavik, sem halda þá keppni sameiginlega. Verða leiknar 18 holur (punktakeppni) með fullri forgjöf og þrenn glæsileg verð- laun i boði. Fundur um OL-leikana Iþróttakennarafélag tslands efnir til fundar uin ólymplu- leikaua I Milnchrn og þátttöku Islcndinga I þeitn, þann 9. okt. n.k. aft llölrli F.sju kl. 21. Kr ttllu áhugafólki unt Iþróttir hrimill aft- gangur. A fundinum munu m.a. flytja rrindi Guftinundur llarftar- son. Jóhannrs Sæmundsson, Jón Krlrndsson og óskar Sígurpáls- son. Valur í 8 liða úrslit Valur sigraði Armann i bikar- keppni ISl, 1-0 i gærkvöldi og er þar með koirinn i 8 liða úrslit og leikur gegn Skagamönnum á sunnudag. Markiö skoraði Her- mann Gunnarsson. Fram vann ÍR og Valur Fylki Fram vann IR i 1. leik Reykjavik- urmótsins i handknattieik 13-10, og Valur sigraði Fylkir 16-4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.