Tíminn - 05.10.1972, Síða 15
Fimmtudagur 5. október 1972.
TÍMINN
15
BAGGARNIR KOMU í VEG
FYRIR STÓRBRUNA
KJ-Reykjavik
t gærmorgun kom upp eldur i
rjárhúshlöðunni að Bakka i
Austur-Landeyjum i Rangár-
Guðmundur
Böðvarsson
kjörinn heiðursfélagi
Rithöfundafélagsins
A framhaldsaöalfundi Rithöf-
undafélags tslands, sem haldinn
var 21. þ.m., var Guðmundur
Böövarsson skáld á Kirkjubóli
kjörinn heiðursfélagi þess.
Aðrir heiðursfélagar eru:
Gunnar Gunnarsson, Halldór
Laxness, Sigurður Nordal, Tómas
Guömundsson og Þórbergur
Þórðarson.
Stjórn félagsins skipa nú:
Vilborg Dagbjartsdóttir, formað-
ur, Stefán Hörður Grimsson,
varaformaður, Ingólfur Jónsson
frá Prestbakka, ritari, Sigurður
Robertsson, vararitari, Jón frá
Pálmholti, gjaldkeri.
Nýir félagar bættust 7 við á ár-
inu. Félagsmenn eru nú 91 tals-
ins.
vatlasýslu, en vegna þess að allt
heyið i hlöðunni var vélbundið
tókst að tæma hlöðuna á
skömmum tima, og slökkva I
glóðinni i heyinu.
Snorri Óskarsson slökkviliös-
stjóri á Hvolsvelli sagði
Timanum, að slökkviliöið hefði
veriökallað út klukkan hálf ellefu
i gærmorgun. Þegar á staöinn
kom voru nágrannar komnir á
vettvang, og tókst þeim í sam-
vinnu við slökkviliðið frá Hvols-
velli fljótlega að ráða niöurlögum
eldsins. I hlööunni voru 2000 - 3000
baggar, eða eitt þúsund til
fimmtán hundruð hestburðir af
heyi. Var eldurinn i neöstu
bögglunum og var slökkvistarf
inu lokið um kl. tólf. Fremur
litlar skemmdir uröu á heyinu i
hlöðunni og sjálf hlaðan
skemmdist ekki, en hún er úr
timbri og bárujárni.
Þetta er i þriðja skiptiö i haust,
sem slökkviliðiö á Hvolsvelli er
kallaö út vegn a heybruna og
urðu fyrri brunarnir tveir fyrir
hálfum mánuði. 1 annað skiptiö
var eldur i hlööu aö Garösauka i
Hvolshreppi, en i hitt skiptiö var
eldur i hlöðu að Rauöalæk I
Holtum og uröu töluveröar
skemmdir á heyi og hlöðu þar.
Slökkviliðið á Hvolsvelli hefur
nýlega fengið góðan slökkvibil til
umráöa og var þaö góö viðbót við
þann slökkvitækjakost^sem fyrir
var.
10 vestur-þýzkir að veið-
um innan 50 mílna
Guðmundur Böðvarsson.
Kveðjusýning
Vilhjáims
í Galleri SÚM
SB—Reykjavik
Vilhjálmur Bergsson listmálari
opnar i kvöld málverkasýningu i
Galleri SUM við Vatnsstig. Sýnir
hann þar 17 oliumálverk frá sl.
tveimur árum og kallast sýningin
„Samlifrænar viddir”. Aö likind-
um er þetta siðasta sýning
Vilhjálms hér i bráð, þvi hann er
á förum til Kaupmannahafnar til
a.m.k. tveggja ára dvalar.
Sýning þessi er niunda einka
sýning Vilhjálms, hann hefur
haldið sjö hér heima, en tvær i
Höfn og auk þess tekið þátt i
fjölda samsýninga. Vilhjálmur
nam málaralist i Kaupmanna-
höfn og Paris. Honum var i ár
úthlutað starfslaunum lista-
manna og mun hann nota þau til
að vinna að list sinni i Kaup-
mannahöfn.
Málverkin á sýningunni eru öll
til sölu og er verð þeirra frá 16
þúsund krónum til 140 þúsunda.
Sýningin verður opin daglega kl.
16—22 til 19. október.
KJ—Reykjavík
i gær og i fyrradag fór land-
helgisgæzluflugvélin Sýr I
talningar- og eftirlitsflug, og
reyndust 63 brezkir togarar vera
að veiðum innan 50 milnanna, og
af 15 vestur-þýzkum togurum,
sem voru að veiðum viö landið
voru 10 fyrir innan 50 milna
mörkin.
Frá þvi fiskveiðilögsagan var
færð út i 50 milur, munu aldrei
hafa verið fleiri vestur-þýzkir
togarar að veiðum innan við 50
milurnar, þegar talning fór fram.
Þrir brezku togaranna voru að
veiðum á Barðagrunni út af Vest-
fjörðum, en hinir 60 voru á svæð-
inu frá Sléttugrunni og að Hval-
Skipstjóri
drukknaði í
Reykjavíkurhöfn
Klp—Reykjavik.
A þriðjudagskvöldið fannst 58
ára gamall skipstjóri, Hjálmar
Eliesersson, Lyngbrekku 19 i
Kópavogi, látinn I Reykjavikur-
höfn við Grandagarð.
Bátur hans mun hafa legið utan
á tveim öðrum við bryggjuna, og
er talið að Hjálmar hafi fallið i
sjóinn þegar hann hafi verið að
fara i land um nóttina, en menn
urðu varir við hann um borð i
bátnum um miðnætti.
Brotizt inn í
Kaupfélagið
á Húsavík
Um siðustu helgi var brotizt inn
hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavik og stolið þaðan nokkur
þúsund krónum^ sem voru
•geymdar i peningakassa. Málið
er i rannsókn hjá lögreglunni á
Húsavik.
A mánudaginn varð umferðar-
slys á Garðarsbraut. Barn hljóp
út á götuna og á bifreið, sem kom
akandi. Var barnið flutt á sjúkra-
húsið á Húsavik en það mun hafa
viðbeinsbrotnað og hlotið áverka i
andliti.
bak, eða fyrir austan og norö-
austan land.
Vestur-þýzku togararnir 15
voru að veiðum undan Suövestur-
landi og Vestfjöröum.
Tværbarnabækur
frá Ríkisútgáfu
námsbóka
A þessu ári kom út hjá Rikisút-
gáfu námsbóka lestrarbók eftir
örn Snorrason, kennara. Bókin
heitir Þegar við Kalli vorum
strákar, og eru i henni þrettán
sögur frá æskuárum höfundar.
Sögur Arnar eru fjörlega sagðar
og liklegar til að veröa vinsælt
lestrarefni barna og unglinga.
Auk þess er i bókinni allmikill
fróðleikur um lif og störf fólks i
sjávarþorpi á öndveröri þessari
öld.
Ekki spillir, að i bókinni eru
teikningar eftir Halldór Péturs-
son listmálara.
Þá hefur Rikisútgáfa náms-
bóka gefið út nýja bók eftir
KristinuS. Björnsdóttur kennara.
Bókin heitir Sóley, og i henni eru
sjö stuttar sögur. Sögurnar heita:
Sóley, Fifili, Kartafla, Dropi
litli, Sólargeislar, Kolur litli og
Ungi litli.
Bókin er einkum ætluð ungum
nemendum barnaskóla, og er
letrið stórt og textinn auðlesinn.
Nöfn sagnanna gefa i skyn, um
hvað þær fjalla, og talar höfundur
til barnanna með þeim hætti, að
ætla má, að efni bókarinnar kom-
ist vel til skila.
Nokkrar teikningar eru i bók-
inni, gerðar af Þorbjörgu
Höskuldsdóttur listmálara.
Viðræður
Framhald
af bls. 1.
John McKenzie sendiherra og
Fowler sendiráðsritari. Auk þess
er Hudson formaður samtaka
brezkra togaraeigenda brezku
nefndinni til ráðuneytis.
Viðræður embættismannanna
fara fram i ráðherrabústaönum
við Tjarnargötu, en fundur ráð-
herranna með aðalsamninga-
manni Breta fer fram i forsætis-
ráðuneytinu.
Myndin var tekin á dögunum viö brakiö af Særúnu, og eins og svo oft
áöur.eru þarna börn aö leik. (Ljósmynd ESE)
Aðeins tvö af sjö
flökum fjarlægð
KJ-Reykjavik
Síöari hluta vetrar komust
skipsflökin viö Elliöavog og þar
um kring mikiö á dagskrá og
leiddi þaö til þess, aö borgaryfir-
völd hétu þvi aö iáta fjarlægja
flökin á næstu mánuöum. Nú eru
aftur á móti liönir sex mánuöir
eða mcira. og enn hefur ekki
veriö fullkomlega staöiö viö þaö,
sem lofaö var.
í upphafi voru sjö skipsflök til-
greind, en aöeins cr búiö aö fjar-
lægja tvö þeirra. Fljótlega cftir
aö umtaliö um flökin hófst. var
byrjaö aö vinna viö niöurrif
Særúnar, sem cr I cigu Kinars
Guöfinnssonar i Bolungarvik. Var
flakiö rifiö, en brakiö skiliö eftir i
fjörunni i misjafnlega stórum
pörtuni, scm nú eru uppáhalds-
leikvangur barna.
Borgarráö gcröi ákveöna
samþykkt_ i máli þessu, og var
hafnarstjora og gatnamálastjóra
falin framkvæmd málsins.
Kigendum flakanna var gefinn
ákveöinn frestur til aö fjariægja
þau og siöan var gefinn viöbótar-
frestur, en eins og áöur segir,
hafa aöeins 2 flök veriö fjarlægö.
Flökin, sem fjarlægö voru, eru ts-
lendingur, sem var I eigu Baldurs
Guömundssonar og Bjarnarey,
talin eign Kinars M. Jöhannsson-
ar. IIin flökin eru af Visundi,
eigandi Siguröur Magnússon,
Bliöfara, eigandi Sindri h.f., Leó,
cigandi Björgun h.f. og Laxfoss,
eigandi Baldur Guömundsson.
Þaö hlýtur aö vera krafa al-
mennings, aö þær stofnanir
borgarinnar, sem falin var umsjá
málsins, láti fjarlægja flökin sem
eftir eru þegar I staö, þar sem
borgarráö hefur fyrir löngu gcrt
samþykktir þar aö lútandi.
S.I.N.E. mótmælir
Stjórn SINE mótmælir harð-
lega þeim niðurskurði á fjárlaga-
tillögum Lánasjóðs íslenzkra
námsmanna, sem felst i drögum
að fjárlagafrumvarpi rikisstjórn-
arinnar:
„Einkum krefjumst við þess, að
á fjárlögum sé gert ráö fyrir
verðlagsbreytingum. Niðurfell-
ing hækkana á námslánum vegna
verðlagsbreytinga er bein kjara-
skerðing fyrir námsmenn, jafnt
innan lands sem utan. Allur þorri
manna þekkir þá skerðingu, sem
verður á kaupmætti launa, þegar
verðhækkanaskriðan fer af staö
eftir kjarasamninga.
Þá eru breytingar á verðlagi
mismunandi eftir löndum,
og mundi niðurfelling hækkunar á
námslánum vegna verðlags-
breytinga valda þvi, að kjör
námsmanna yrðu skert mismikið
eftir þvi, hve miklar verðlags-
breytingar eiga sér stað i hverju
landi.
Jafnframt krefjumst við, að
þær breytingar á hlutfallstölu
umframfjárþarfar, sem ráðgerð-
ar eru i tillögu Lánasjóðs, séu
ekki felldar niöur á fjárlögum.
Krafan um að námslán nái 100%
fjárþarfar umfram eigin tekjur
var fyrst sett fram af SINE 3.
nóvember 1969. Siðan hefur það
verið stefna SINE, aö þessu
marki verði náð i siöasta lagi viö
aðalúthlutun 1973-74. Vorið 1970
samþykkti stjórn lanasjóðs að
gera takmarkið 100% umfram-
fjárþarfar að sinu og miðaði þá
við aðalúthlutun 1974-75. Voriö
1971 báru Magnús Kjartansson og
Þórarinn Þórarinsson fram
frumvarp til laga, þar sem gert er
ráð fyrir, að umframfjarþörf
verði fullnægt á námsárinu 1974-
75. Þáverandi stjórnarflokkar vis
uðu frumvarpinu til þáverandi
rikisstjórnar. En núverandi rikis-
stjórn framfylgdi þessari stefnu
að fullu á fjárlögum 1972, þegar
hlutfallstala umframfjárþarfar
var hækkuð i samræmi við óskir
stjórnar lánasjóös. Með tillögum
sinum nú, hverfur rikisstjórnin
frá stefnu sem stjórnvöld hafa
fylgt siöan voriö 1970''
Reynslusigling
Þórs gekk vel
skipið væntanlegt á mánudag eða þriðjudag
: íÆmhhha
Vilhjálmur við verk sin. Stóra myndin heitir „Afangar” og kostar 140 þúsund kr. (Timamynd Róbert)
KJ-Reykjavik
Varðskipið Þór fór i reynslu-
siglingu um Limafjörðinn i gær,
og gekk sú sigling ágætlega, að
þvi er Landhelgisgæzlan sagði
Timanum igær. Er skipið
væntanlegt til Reykjavikur á
mánudag eða þriðjudag i næstu
viku.
Settar hafa verið nýjar vélar i
Þór, og töluverðar breytingar
gerðar á yfirbyggingu skipsins
aftan til, auk annarra endurbóta
og breytinga.
Þá er stöðugt unnið að þvi að
útbúa Hval 9 til landhelgisgæzlu,
en skipið mun þó varla verða til-
búið fyrir næstu helgi, en i næstu
viku ætti skipið þó alia vega að
vera tilbúið, og geta haldið á mið-
in.
Það veröa þvi væntanlega tvö
skip, sem bætast við til gæzlu-
starfa i næstu viku, og veitir
sannarlega ekki af, þegar land-
helgin er orðin svona stór.
Engin sérstök tiðindi voru af
miðunum við landið i gær, en bú-
izt er við að brezki togaraflotinn
sé enn i tveim stórum hópum fyr-
ir austan land.