Tíminn - 05.10.1972, Side 16
Lögregluþjónar og verkfræöingar þinguöu um umferöarskipulagiö á nýju gatnamótunum i gærdag. Vegurinn undir brúna er hægra megin.
K.v. Guttormur l>ormar yfirverkfræöingur, Óskar ólason yfirlögregluþjónn, ólafur Guðmundsson verkfræöingur, mótorhjólalögreglumaöur
og Sverrir Guömundsson aðstoöaryfirlögregluþjónn. (Tfmamynd Gunnar)
YFIR OG UNDIR I NÆSTU VIKU
— þegar gatnamót Miklubrautar og Reykjanesbrautar verða tekin í notkun
KJ — Reykjavík.
i næstu viku veröa ein mestu
gatnamót i Iteykjavik opnuö til
umferöar, cn hér er um aö ræöa
gatnamót Suöurlandsbrautar og
Kcykjancsbrautar, viö Klliðaár.
Mörgum kann að koma undar-
lega fyrir sjónir að gatan undir
brúna heitir Reykjanesbraut, en
það stafar af þvi að i framtiðinni
á þarna að verða aðalleiðin frá
Reykjavik og suður á Reykjanes.
1 dag er aðeins búið að ganga frá
hluta brautarinnar, eða þeim
kafla sem tengir Breiðholtið við
aðra hluta borgarinnar.
Þegar þessi nýju gatnamót
verða tekin i notkun leggst
Skeiðvallarvegur niður, og þar
með hin slæmu vegamót hans við
Vesturlandsveg. Þá má gera ráð
fyrir að umferö minnki um önnur
gatnamót Miklubrautar, en aðal-
straumurinn til og frá Breiðholti,
og reyndar til og frá öðrum
hverfum, mun fara um þessi
gatnamót. T.d. mun umferð frá
Sundahöfn og i Ártúnshöfða fara
undir brúna, og upp á Vestur-
landsveg, svo dæmi sé nefnt.
Kleppsvegur liggur að norðan
undir brúna, en þá tekur Reykja-
nesbraut við. Má þvi búast við,að
umferð um Kleppsveg aukist að
mun með tilkomu hinna nýju
gatnamóta. Vegna brúarinnar
yfir gatnamótin á umferð um
Miklubraut að verða mun
öruggari á þessum slóðum, og
ganga betur fyrir sig.
1 gær voru ráðamenn
umferðarmála i Reykjavik aö
skoða hin nýju gatnamót, en þá
var verið að leggja siðustu hönd á
malbikun, og búið að mála
nokkuð af varúðar og leiöbeininga
linum. Þá er búið að setja upp
nær öll leiðbeiningaskilti, með
nöfnum borgarhluta og aðalum-
ferðaræða. Aftur á móti á eftir að
setja upp sjálf umferðarmerkin,
og einnig er eftir að setja upp alla
lýsingu við gatnamótin.
Umferðarskipulagið virðist
vera frekar einfalt þarna, en þess
ber að geta að gatnamótin eru
ekki komin i endanlegt horf, þar
sem nokkrar hliðarbrautir
vantar. En þrátt fyrir að þær
vantar, þá eru ekki horfur á neinu
„Kópavogsæfintýri” þarna inn
við Elliðaár, og með réttri
kynningarstarfsemi ætti enginn
að þurfa að villast þarna, eins og
enn mun gerast i nágranna-
bænum.
íslendingar efstir
í B-flokki í Skoplje
NTB-Skoplje
íslenzku skákmennirnir á
Olympiumótinu i Skoplje halda
sinu striki i B-flokki. Þeir unnu
sveit Indónésiu með 3 vinningum
gegn 1, og eru þar með efstir i B-
flokki með 19 1/2 vinning. Næstir
Islendingum i B-flokki eru Eng-
lendingar meö 19 vinninga,
Kanadamenn eru með 18 1/2 og
Norðmenn i fjórða sæfi með 18
vinninga.
NTB fréttastofan norska segir
að almennt se Islendingum eða
Englendingum spáð sigri i B-
flokki og fréttastofan segir enn-
fremur, að það verði erfitt fyrir
Norðmenn að halda fjórða sætinu,
þar sem þeir eigi eftir að tefla við
Islendinga og Englendinga.
Júgóslavar eru enn efstir i A-
flokki með 21 vinning, Ungverjar
eru með 19 vinninga og Rússar
eru með 18 vinninga en almennt
var álitið að Rússar myndu sigra
örugglega i A-flokki, en þeim
hefur ekki gengið eins vel og spáð
var i fyrstu.
Elliðavogur
Sundahöfn
Börkur tefst f Noregi
Stór og mikil leiöbciningaskilti eru viöa viö nýju gatnamótin, eins og
hér sést, þar sem vísaö er á Sundahöfn og Breiöholt, sem er i baksýn.
ÞÓ-Reykjavik.
Sem kunnugt er, þá er Sildar-
vinnslan i Neskaupstað búin að
festa kaup á 1012 lesta fiskiskipi i
Noregi. Skipið átti að leggja af
staðtil heimsiglingar nú um helg-
ina, og var áhöfn skipsins komin
út til að sækja það.
Þegar verið var að reynslu-
keyra skipið s.l. laugardag bilaði
Jörgensen í embætti í dag
— viðurkenna Danir nú A-Þýzkaland?
NTB— Kaupmannahöín
Anker Jörgensen gengur á fund
Danadrottningar nú fyrir hádegi
og tekur þar méö formlega við
hinu nýja embætti sinu sem for-
sætisráðherra Danmerkur.
Landsstjórn jafnaðarmanna-
flokksins samþykkti einróma á
fundi i gær valið á Jörgensen sem
eftirmanns Krags.
A blaðamannafundi eftir land-
stjórnarfundinn, sagði Krag, að
stjórnin hefði sett Erling Dinesen
sem formann flokksins. Dinesen
lýsti þó yfir þvi, að hann yrði ekki
i kjöri til formanns á næsta ári.
Anker Jörgensen kvaðst heldur
ekki myndu verða i kjöri. Hann
sagði að embætti forsætisráð-
herra og flokksfomanns ættu að
vera aöskilin.
Krag skýrði frá þvi, að hann
hefði frábeðið sér að taka þátt i
nefndastörfum á þjóðþinginu og
að hann myndi heldur ekki taka
til máls. Er hann var spurður
hvort ekki væri óalgengt, að þing-
menn lýstu þvi yfir, að þeir vildu
ekki vinna þingstörf, svaraði
hann aðeins stuttlega: — jú.
Leiðtogi A-þýzku verzlunar-
nefndarinnar i Danmörku,
Gerhard Lindner, sagði á blaða-
mannafundi i gær, að vonazt væri
nú til þess, að Danmörk viður-
kenndi bráðlega Austur-Þýzka-
land. Lindner minnti á, að
Jörgensen hefði verið framá-
maður i þeirri nefnd, sem vinnur
að viðurkenningu A-Þýzkalands.
WILSON SIGRAÐI
vél skipsins alvarlega, og varð
þvi ekkert úr heimsiglingunni að
sinni. — A íslandi átti að rifa
sildarbræðsluna, sem er i skipinu,
úr þvi og siðan átti að fram-
kvæma nauðsynlegar breytingar
á þvi, annaðhvort hér heima eða
erlendis.
Jóhann K. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðar Sildar-
vinnslunnar i Neskaupstað sagði i
viðtali við blaðið, að nú væri
ákveðið að sildarbræðslan yrði
rifin úr skipinu i Noregi, og þar
yrðu einnig framkvæmdar allar
nauðsynlegar breytingar á þvi.
Þessu verki á að verða lokið fyrir
áramót, en skipið á að fara til
loðnuveiða með nót og flottroll. —
Búið er að gefa skipinu nafn.
Hlaut það nafnið Börkur NK-122
Þegar Börkur verður kominn til
landsins verður hann langstærsta
skip Islands, sem útbúið er til
nótaveiða. Það má t.d. bera stærð
hans saman við togara eins og
Sigurð og Mai, en þeir eru tæpar
1000 lestir að stærð.
Jafnframt nótaveiðunum er
gert ráð fyrir að Börkur stundi
veiðar með flottroll.
NTB-Blackpool.
Harold Wilson, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar i Bretlandi
náði i dag stuðningi verkamanna-
flokksins við stefnu sina i
markaðsmálunum og þar með er
stórt skref stigið i átt að lausn
þeirrar deilu, sem virtist ætla að
kljúfa verkamannaflokkinn.
Wilson lagði jafnvel stoou sina
sem leiðtoga flokksins að veði, en
honum tókst að fá mikinn meiri-
hluta fulltrúa á landsþingi
flokksins til að styðja lands-
stjo'rnaryfirlýsingu, þar sem
staðfest er, að stefna flokksins i
markaðsmálunum sé óbreytt.
Yfirlýsingin fjallar um, að raunar
sé verkamannaflokkurinn
hlynntur aðild Bretlands að EBE,
en skilmálar þeir, sem ihalds-
stjórnin setur, séu óhagstæðir og
þess vegna verði að semja á
nýjan leik.
Tillaga frá vinstri armi
flokksins, þar sem EBE-aðild var
skily.rðislaust visað á bug, var
felld.
Hvalur 9
KJ—Reykjavik
Stöðugt er unnið að þvi að búa
Hval 9 undir landhelgisgæzlu, en
engar meiriháttar breytingar
verða þó gerðar á skipinu. Samt
mun útlit skipsins breytast nokk-
uð, frá þvi sem nú er, þvi land-
heígisgæzlan hefur fengið heimild
til að mála skipið grátt, en það er
nú svart — brúnt og hvitt, eins og
hinir hvalveiðibátarnir.
* .........................'
Fimmtudagur 5. október 1972.
-
Tilræði
við Craig
NTB-Belfast
Tilraun var gerð i gær til að
myrða William Craig, leiðtoga
Vanguard-hreyfingarinnar á N-
frlandi, sem eru samtök öfga-
sinnaðra mótmælenda. Þremur
skotum var skotið aö bil hans, eitt
lenti i aftursætinu og tv.ö i rúður.
Kona i bil viö hliöina skaut, en
Craig sakaði ekki.
öfgafyllri armur irska lýð-
veldishersins, hefur áður sagt, að
meðlimir sinir hafi fullt leyfi til
að myrða félaga i Vanguard-
William Craig
hreyfingunni og Varnarhreyfingu
Ulsters.
Craig, sem er 47 ára, sagði um
tilræðið, að þarna hefði einhver
verið á ferðinni, sem langaði til
að ástandið versnaði enn.
Alls hafa verið framin 67 morð
á N-írlandi, siðan i júli og hafa
yfirvöld lofað 10 milljónum þeim,
sem hjálpað gæti til að finna
morðingjana.
Þakka
drengilegan
stuðning
Landssamband iðnaðarmanna
hefur nýlega sent samtökum
iðnaðarmanna i Færeyjum þakk-
ir fyrir drengilegan stuðning
þeirra við málstað Islendinga i
landhelgismálinu með þvi að
neita að vinna að viðgerðum i tog-
urum, sem hafa stundað ólögleg-
ar veiðar innan 50 milna land-
helginnar.
Bréfsnef
til USA
NTB-Washington
Leonid Brésnef, leiðtogi
sovézka kommúnistaflokksins
hefur i hyggju að fara til Banda-
rikjanna i heimsókn i vor, ef
Nixon sigrar í forsetakosningun-
um i næsta mánuði.
Þegar Nixon fór til Moskvu i
mai s.l. bauð hanrt Brésnef,
Kosygin Gromyko og Podgorny að
heimsækja Bandarikin. Áreiðan-
legar heimildir telja, að aðeins
Brésnef láti þó verða af ferðinni.