Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 11. oktdber 1972. Þriggja fyrrverandi þingmanna minnst á Alþingi í gær ÉJ—Reykjavik. Aöur en þingstörf hófust i Sam- einuðu alþingi i gær flutti aldurs- forseti þingsins, Hannibal Valdi- marsson, samgöngumálaráö- herra, minningarorð um þrjá menn, sem látizt höföu frá lokum siöasta þings. Þeir voru Vilhjálmur Þór, fyrrverandi bankastjóri, Jón Sigurðsson, bóndi á Reynistað, og Asgeir Asgeirsson, fyrrverandi forseti Islands. Minningarorðin fara hér á eft- ir: Áður en þingstörf hefjast, vil ég minnast þriggja manna, sem lát- izt hafa frá lokum siðasta þings. Þeir eru Vilhjálmur Þór fyrrver- andi bankastjóri, sem andaðist i sjúkrahúsi i Reykjavik 12. júli, 72 ára aö aldri, Jón Sigurðsson bóndi á Reynistað, sem andaðist i sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 5. ágúst, 84 ára að aldri, og Asgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseti Islands, sem varð bráðkvaddur á heimili sinu i Reykjavik 15. september, 78 ára að aldri. Vilhjálmur Þór átti sæti á Alþingi sem ráðherra um tveggja ára skeið. Jón Sigurðsson og Asgeir Asgeirsson áttu sæti á Alþingi um áratugi. Vilhjálmur Þór var fæddur 1. september 1899 á Æsustöðum i Eyjafirði. Foreldrar hans voru Þórarinn bóndi þar Jónasson barnakennara á Sigluvik á Sval- barðsströnd Jónssonar og kona hans, Ólöf Þorsteinsdóttir Thorlacius bónda á öxnafelli i Eyjafirði Einarssonar. Kimm ára gamall fluttist hann með foreldr- um sinum til Akureyrar. Hann var sendill hjá Kaupfélagi Eyfirðinga sumarið 1912, varð fastráðinn starfsmaður félagsins við verzlunarstörf 1913, fulltrúi 1918, og framkvæmdastjóri þess 1923. Á árunum 1938-1940 var hann aðalframkvæmdastjóri og fulltrúi tslands við heimssýning- una i New York. Hann var verzlunarfulltrúi rikisstjórnar ts- lands i New York frá 1. septem- ber 1939 til 1. mai 1940 og aðalræð- ismaður tslands i Bandarikjunum um fjögurra mánaða skeið á ár- inu 1940. Haustið 1939 var hann skipaður bankastjóri Landsbanka tslands, en tók ekki við þvi starfi fyrr en l.október 1940. Hann var kvaddur til setu i utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar og var utan- rikisráðherra og atvinnumála- ráðherra frá 16. desember 1942 til 21. október 1944. Tók hann þá aft- ur við bankastjórastörfum og gegndi þeim til ársloka 1945. Hann var forstjóri Sambands islenzkra samvinnufélaga árin 1946-1954, bankastjóri Landsbanka lslands 1955-1957, og aðalbankastjóri Seðlabanka Islands 1957-1964. 1 október 1964 var hann kosinn til tveggja ára sem fulltrúi Norður- landa i stjórn Alþjóðabankans i Washington og að þvi timabili loknu skipaður aðstoðarfulltrúi Norðurl. i bankastjórninni til tveggja ára. Siðustu æviárin var hann búsettur i Reykjavik og var þá meðal annars ráðgjafi um bankamál og efnahagsmál á Norðurlöndum fyrir banka i New York. Auk framangreindra aðalstarfa voru Vilhjálmi Þór falin mörg önnur trúnaðarstörf, og verða nokkur þeirra talin hér. Hann átti sæti i bæjarstjórn Akureyrar frá 1934 og þar til hann fluttist frá Akureyri. I stjórn Sambands islenzkra samvinnufélaga var hann 1936-1945, i samninganefnd utanrikisviðskipta 1940-1944 og kosinn af Alþingi 1943 i skipulags- nefnd um byggingar við Lækjar- götu. Hann var formaður stjórnar Samvinnutrygginga, Oliufélags- ins og Liftryggingafélagsins And- vöku 1946-1954. I stjórn Aburðar- verksmiðjunnar var hann ár ár- unum 1951-1964, um skeið stjórn- arformaður, og i atvinnumála- nefnd frá 1955-1964, formaður nefndarinnar frá 1956. Hannn var einn af fulltrúum Islands á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóöanna 1953, 1954 og 1968. Vilhjálmur Þór naut ekki ann- ars skólanáms en fjögurra vetra i barnaskóla. Aö þvi loknu hóthann verzlunarstörf við Kaupfélag Ey- firðinga undir stjórn þjóðkunnra forvigismanna samvinnustefn- unnar á Islandi. Hann var ósér- hlifinn og viljafastur og aflaði sér staðgóörar menntunar af éigin rammleik. Forráðamenn kaup- félagsins sáu fljótt, hvað i honum bjó og hvers mátti vænta af hon- um, og 23 ára að aldri tók hann við forstöðu kaupfélagsins. Hann var stórhuga framkvæmdamað- ur, snjall fjármálamaður og gerði forgöngumaður um stofnun Sögu- félags Skagfirðinga 1936 og i stjórn þess frá stofnun til 1960 var i útgáfunefnd skagfirzkra fræða frá 1936. Hann átti sæti i sauðfjár- sjúkdómanefnd 1938-1942, var i stjórn Stéttarsambands bænda frá stofnun þess 1945 til 1961 og i framleiösluráði landbúnaðarins frá stofnun þess 1947 til 1961. Hann var i nýbýlastjórn á árun- um 1947-1970, var kosinn af Alþingi i milliþinganefnd um brunatryggingar utan Reykjavik- ur 1954 og i milliþinganefnd til að endurskoða ábúðarlög 1959. Hann var kosinn alþingismaður i fyrsta sinn 1919 og sat á þingi á árunum embætti fræðslumálastjóra og gegndi þvi fram á árið 1938. A ár- unum 1938-1952 var hann banka- stjóri útvegsbanka Islands. Hinn 1. ágúst 1952 tók hann við embajtji forseta tslands og gegndi þvi fram á árið 1968, er hann kaus að draga sig i hlé fyrir aldurs sakir, þá kominn nokkuð á áttræðisald- ur. Mörg voru þau störf, sem Asgeiri Ásgeirssyni voru falin jafnframt hinum föstu embættis- störfum og skal nokkuð af þeim störfum talið hér. Hann var kjör- inn alþingismaður 1923, tók sæti á Alþingi hið fyrsta sinn 1924, og var siðan óslitið þingmaður Vest- Asgeir Asgeirsson miklar kröfur til samstarfs- manna sinna jafnt og sjálfs sin, og honum tókst á þeim fimmtán árum, sem hann stjórnaði Kaup- félagi Eyfirðinga, að gera það að stórveldi i verzlun og iðnaði og lyftistöng i atvinnumálum héraðsins. Vilhjálmur Þór varð þjóðkunnur af þessum verkum sinum og var kvaddur til starfa á öðrum vettvangi. Honum var fal- in bankastjórn, forstaða Sam- bands islenzkra samvinnufélaga, og til hans var leitað til að gegna vandas. ráöh.st. i utanþings- stjórn. Alls staðar sýndi hann sömu starfshæfni, stjórnvizku og forustu um framkvæmdir. Hann brast ekki stórhug, og hann fram- kvæmdi ætlunarverk sin af fram- sýni og viljafestu. Honum verður tvimælalaust skipað i raðir hinna stórbrotnustu athafnamanna á tslandi. Jón Sigurðsson var fæddur 13. marz 1888 á Reynistað i Skaga- firði. Foreldrar hans voru Sigurö- ur bóndi þar Jónsson prófasts i Glaumbæ i Skagafirði Hallssonar og kona hans, Sigriður Jónsdóttir bónda i Djúpadal i Skagafirði Jónssonar. Hann lauk gagnfræða- prófi á Akureyri 1904, stundaði næsta vetur nám i búnaðarskól- anum á Hólum og lauk þaðan prófi 1905. Veturinn 1906-1907 var hann við nám i lýðháskólanum i Askov i Danmörku og stundaði siðan búnaðarnám i Danmörku og Noregi 1907-1908. Hann var bústjóri á búi fööur sins á Reyni- staö 1908-1919, en árið 1919 tók hann við búinu og var siöan bóndi á Reynistað. Jón Sigurðsson átti ættir að rekja til skagfirzkra góöbænda og gáfumanna. Hann var einbirni efnaðra foreldra og mun hafa átt kost á hverju þvi skólanámi, sem hugur hans stæði til. Hann kaus að miða skólanám sitt við það að taka við jörð og búi foreldra sinna, og hann rak langan aldur stórbú á Reynistað, siðustu árin á hluta jarðarinnar á móti syni sin- um. Ýmis trúnaðarstörf voru hon- um falin innan héraðs og utan. Hann átti lengi sæti i hreppsnefnd og sýslunefnd og var hreppsstjóri Staðarhrepps 1928-1954. Hann hafði forgöngu um stofnun búnaðarsamtaka i Skagafirði árið 1931 og var siðan lengi i stjórn þeirra, og á búnaðarþingi átti hann sæti frá 1932-1965. Hann var Jón Sigurðsson 1920-1931, 1933-1937 Og 1942-1959, á 35 þingum alls. Jón Sigurðsson var mikill áhugamaður og forgöngumaður um landbúnaðarmál. Hann bjó rausnarbúi á sögufrægu höfuö- bóli. Hann var stjórnsamur og hjúasæll framkvæmdamaður heima fyrir og glöggskyggn og tillögugóður um málefni landbún- aðarins á þeim fjöldamörgu fund- um og þingum, sem hann sat um ævina. Hann var oft kvaddur af stjórnarvöldum og stéttarbræðr- um sinum til aö vinna að undir- búningi löggjafar um landbúnað. A Alþingi beindist áhugi hans og starf um annað fram að þeim málum. Hann átti löngum sæti i landbúnaðarn., og mátu and- stæöingar hans jafnt sem sam- herjar i stjórnmálum jafnan mik- ils það, sem hann hafði þar til mála að leggja. Mikinn áhuga hafði hann á sögulegum fróðleik og varðveizlu þjóðlegra verð- mæta. Hann hafði frum- kvæði að lagasetningu um og átti rikan þátt i stofnun byggðásaf'ns Skagffrðinga i Glaumbæ. 1 Sögufélagi Skagfirð- inga vann hann ósleitilega að þvi að koma á framfæri sögulegum fróðleik og lagði sjálfur hönd aö verki, við ritstörf um búendur i Skagafirði og annan skagfirzkan fróðleik. Hann var vinsæll hérðashöfðingi og skilaði miklu ævistarfi. Asgeir Asgeirsson var fæddur 13. mai 1894 i Kóranesi á Mýrum. Foreldrar hans voru Asgeir kaup- maður þar Eyþórsson kaup- manns i Reykjavik Felixsonar og kona hans, Jensina Björg Matthiasdóttir trésmiös i Reykja- vik Markússonar. Hann lauk stúdentsprófi i menntaskólanum i Reykjavik vorið 1912 og guðfræöi- prófi i Háskóla Islands 1915. Hann var biskupsskrifari 1915-1916, stundaði framhaldsnám i guð- fræði og heimspeki við háskólana i Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916-1917 og var bankaritari i Landsbankanum 1917-1918. Kennari við kennaraskólann var hann 1918-1927. Á árinu 1926 var hann settur fræðslumálastjóri og skipaður i það embætti ári siðar. Frá 20. ágúst 1931 til 3. júni 1932 var hann fjármálaráðherra, en tók þann dag forsæti i nýrri rikis stjórn og var forsætisráðherra til 29. júli 1934. Tók hann þá aftur við Vilhjálmur Þór ur-lsfirðinga fram til 1952, er hann var kjörinn forseti Islands. Sat hann á 36 þingum alls. Forseti sameinaðs Alþingis var hann 1930-1931. Hann átti sæti i milli- þinganefnd i bankamálum 1925- 1927 og aftur 1937-1938, var i alþingishátiðarnefnd 1926-1930 formaðurgengisnefndar 1927-1935 og formaður Stúdentagarðs- nefndar 1937-1952. I gjaldeyris- kaupanefnd var hann 1941-1944, i samninganefnd utanrikisvið- skipta 1942-1952 og i undirbún- ingsnefnd lýðveldishátiðar 1943- 1944. Hann var fulltrúi á fjár- málafundi lýðveldishátiðar 1943- 1944. Hann var fulltrúi á fjár- málafundi Sameinuðu þjóðanna i Bretton Woods i Bandarikjunum 1944, bankaráðsmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins 1946-1952 og i sendinefnd Islands á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948. Ásgeir Asgeirsson valdi sér guðfræöi að háskólanámi og varð siðar kunnur að frjálslyndi i trúmálum. Ungur vann hann bankastörf um eins árs skeið, og siðar varð bankastjórn aðalstarf hans árum saman. Margs konar öhnur afskipti af fjármálum og efnahagsmálum hafði hann um ævina. A Alþingi átti hann lengi sæti i fjárhagsnefnd og var um skeið fjármálaráðherra. Hátt á annan áratug var aðalstarf hans kennsla og fræð^lumálastjórn, og beitti hann sér þá meðal annars fyrir nýrri lagasetningu um fræðslu barna. Hann átti sæti i utanrikismálanefnd Alþingis og var oft i samninganefndum um viðskipti Islendinga við aðrar þjóðir. Hann sat á Alþingi tæpa þrjá áratugi við miklar vinsældir og traust af hálfu kjósenda sinna. Hann var forseti Alþingis á hátiö þess 1930 og skipaði þann sess með miklum sóma. Störf hans á svo mörgum sviðum sem hér hef- ur verið talið og leyst af hendi með sæmd eru augljóst vitni um það traust, sem hann naut, þá hæfileika, sem hann hafði hlotið i vöggugjöf, og þá fjölþættu mennt- un og lifsreynslu, sem hann aflaði sér um dagana. Asgeir Ásgeirsson var um lang- an aldur i hópi mestu áhrifa- manna þjóðarinnar. Hann var hygginn málafylgjumaður, snjall samningamaður og átti gildan þátt i mörgum afdrifarikum stjórnmálaákvörðunum, meðan hann átti sæti á Alþingi. Um slik mál.er einatt deilt hart, og flest mannanna verk á þvi sviði orka tvimælis og skipa mönnum i and- stæða flokka. Þess var ekki að vænta, að Ásgeir Asgeirsson færi varhluta af gagnrýni og ádeilum fyrir árangursrik stjórn- málaafskipti sin. Slikt er hlut- skipti allra mikilla stjórnmála- manna. Asgeir Asgeirsson var höfðing- legur á velli, virðulegur og alúð- legur i senn. Glöggur mannþekkj- ari var hann og fjölfróður um land og þjóð, sögu , bókmenntir og atvinnuhætti, og hann kunni þá viðræðulist, sem við átti á hverj- um stað og hverri stundu. Hann hófst ungur til áhrifa og mann- virðinga og komst siðar til æðstu metorða á landi hér. Forsetinn Ásgeir Asgeirsson naut mikillar hylli að verðleikum. Hann var gæddur þeim mannkostum, sem öfluðu honum vinsælda i embætti forseta tslands, og hann hafði öðl- azt þá lifsreynslu, sem gerði hann færan um að leysa þar störf sin af hendi með ágætum. Ég vil biðja þingheim að minn- ast Vilhjálms Þór, Jóns Sigurðs- sonar og Asgeirs Asgeirssonar með þvi að risa úr sætum. Ekkerf tæki í lagi nema dýptarmælar - segja skipstjórarnir um íslenzku bátana í Madras „Einhver stórvægileg mistök hafa orðið við pöntun eða af- greiðslu á fiskleitar- og siglinga- tækjum, svo og kælitækjum”, segja skipstjórarnir Þóröur Oddsson og Þórir Hinriksson á Vikingi I og II, sem smiðaðir voru hérlendis og seldir ind- verskum manni til útgerðar i Madras. „Ekkert af þessum tækjum er smiöað fyrir svo heitt og rakt loftslag sem hér er”. Þetta er skrifað I tilefni þess, sem sagt var i Timanum 2. september um erindi tækni- fræöings, sem sendur var á vegum Bátalóns h/f i Hafnarfirði til Madras i sumar og veiktist af taugaveiki, þegar hann kom heim aftur. „Tæknifræðingurinn var ekki að kenna eða leiðbeina skipshöfn né eiganda, hvernig með bátana skyldi farið. Hann var mestallan timann i við- gerðum”. Siðan segja skipstjórarnir: „Við teljum að aðalorsök bil- ananna, sem vart hefur orðið i bátunum, sé þekkingarleysi þeirra, er sjá áttu um pöntun eða afgreiðsíu á tækjunum. Nú standa málin þannig, að ekkert tæki nema dýptarmælir er virkt i þessum tveim bátum. Kælikerfi fyrir lest og loftræsting fyrir ibúðir eru óvirk vegna samsetn- ingargalla hjá verksmiðju. Af þessum sökum, og ýmissa annarra orsaka vegna, hefur starf okkar hér ekki borið þann árangur sem skyldi. Þó hefur okkur tekizt að gera sitt hvað, sem að gagni hefur oröið”. Nýr bátur til Vestmannaeyja Stp-Reykjavik Nýr bátur kom til Vestmanna- eyja i byrjun október. Ber hann nafnið Gunnar Jónsson VE - 500. Var hann smiðaður i Slippstöðinni á Akureyri. Eru það skipstjórinn, Jón Valgarð Guðjónsson, og Einar Sigurðsson, útgerðar- maður, sem eiga bátinn. Hann er búinn öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum og er þegar farinn á netaveiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.