Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1!). október. 1972 TÍMINN 3 28 þúsund börnum kennd skák í Svíþjóð ÞÓ—Reykjavik. ,,Við dettum fljótlega út af skáksviðinu, ef við gerum ekki eitthvað róttækt'' sagði Guð- mundur G. Þórarinsson i samtali við Timann i gær, en Guðmundur ernú nýkominn heim af Olympiu- mótinu i skák, þar sem hann sat þing Alþjóða skáksambandsins, og á heimleiðinni sat hann einnig þing Norræna skáksambandsins, sem haldið var i Kaupmanna- höfn. Guðmundur sagði, að hinar Norðurlanda þjóðirnar legðu nú mikla áherzlu á að fá börnin til að tefla i skólunum, og til þess legðu þau fram mikla fjármuni. — Guðmundur, sagði ,,bað sem Landvernd hefur gefið út tvö mjög snotur rit, sem eiga að stuðla að aukinni þekkingu á gróðurvernd og umhverfis- málum. Þessi rit eru Mengun, sem raunar kom út siðast liðið vor, safn ritgerða eftir tuttugu og tvo menn, nær allt tslendinga, og Gróðurvernd, ný bók eftir Ingva vakti mesta athygli hjá mér. er hversu hinar Norðurlanda- þjóðirnar virðast taka það alvar- lega að kenna skák i skólum. Rikisvaldið i Noregi, Sviþjóð og einnig i Danmörku, veitir mikið fé til skákkennslu i skólum. Er þetta m.a. gert i þeim tilgangi að fá börnin til að vinna i skólunum og gera eitthvað, sem gaman er að. Til þessarar kennslu hafa verið ráðnir sérstakir kennarar i samráði við skáksambönd land- anna. i skólunum hefur verið byggt upp sérstakt kerfi, sem svipar til þess, sem hefur verið haft i knattspyrnunni hér á landi. Fá krakkarnir, brons-, silfur — og gullmerki eftirárangrinum, og er þetta talið hafa mikil uppeldis- Þorsteinsson magister. Bók Ingva fjallar um gróðurfar á íslandi, eyðingu gróðurs og verndun. Þar er rakin gróður- saga landsins, orsakir gróður- eyðingar og aðferðir við land- græðslu, birtar niðurstöður rann- sókna á beitarþoli og landnýtingu áhrif á unglinga. Nú er dæmið orðið þannig, að Sviar eru með 28 þúsund nemendur i skáktimum i skólunum og i Noregi eru nem- endur niu þúsund, svo að ljóst er að við munum fljótlega detta aftur úr á skáksviðinu, þó að við séum framarlega eins og er, ef við gerum ekki eitthvað”. Guðmundur sagði, að á þessu sviði ættu tslendingar gifurlegt verkefni framundan. Fyrir utan kennsluna eru Norðurlanda- þjóðirnar með norræn mót fyrir börnin, og við getum vel séð, hvar við stöndum að vigi, ef við ættum að keppa við Svia um þessar mundir, þó svo, að við höfum alveg haft i fullu tré við þá fram til þessa i skák. Þvi að nú eru og fjallað um tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að auka og bæta gróðurinn. Ingvi Þorsteinsson hefur haft með höndum gróðurrannsóknir og kortagerð i meira en tug ára á vegum rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, og er bókin rituð, skáksamböndin i Sviþjóð orðin 450 talsins, en siðan eru þau aðilar að Skáksambandi Svi- þjóðar. Þetta þýðir, að skáksam- böndin i Sviþjóð eru orðin fleiri en virkir skákmenn á tslandi. Á fundi Norræna skáksam- bandsins i Kaupmannahöfn var ákveðið að haida næsta Norður- landamót i skák i borginni Grená á Jótlandi, en sú borg er skammt frá Árósum. Nokkrar breytingar voru ákveðnar á framkvæmd mósins, meðal annars verða gerðar grundvallarbreytingar á flokkaskiptingu, og reynt verður að hækka verðlaunin til þess að gera Norðurlandamótið að veiga- meira móti. er hann fékk styrk úr minningar- sjóði Ármanns Sveinssonar árið 1971 til þess að semja greinargerð um gróðurvernd og samskipti manns og náttúru. Þess má geta að i marz eða april i vetur boðar Landvernd til landsráðstefnu, ásamt fleiri aðilum, þar sem rætt verður um nýtingu landsins, meðal annars með landbúnað, skógrækt, virkjanir og útilif i huga. Gæti næsta rit Landverndar orðið safn erinda frá þessari ráðstefnu. 19. nóvember verður haldinn fulltrúafundur Landverndar, þar sem samtökin gera grein fyrir starfi sinu á liðnu ári og marka framtiðarstefnu. Ólöf Þálsdóttir myndhöggvari. Hlýtur lof erlendis Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari tók á siðastliðnu sumri þátt i tveimur stórum listsýningum i Danmörku. Var önnur sýningin haldin i Ripum i Jótlandi á vegum borgarstjórnarinnar þar. Ólöf var eini islendingurinn.sem þátt tók i sýningunni, en margir af þekkt- ustu listamönnum Dana sýndu þar og nokkrir fulltrúar annarra þjóða. Hin sýningin var i Charlottanborg i Kaupmanna- höfn og stóðu að henni lista- mannasamtök, sem nefnast Den Nordiske Udstilling (Norræna sýningin). Þátttakendur voru frá öllum Norðurlöndunum og auk Ólafar sýndu þar islendingarnir Tryggvi ólafsson og Sigurjón Jó- hannsson. i ummælum gagnrýnenda gætir mikillar hrifningar á verkum Ólafar, einkum vakti athygli brjóstmynd hennar af Halldóri Laxness, sem gagnrýnandí Berlinske Tidende segir að sé eins og samþjappað ljóð um hið hvelfda höfuðlag riihöfundarins. Listgagnrýnandi Fredriksborg Amts Avis segir m.a., að á norrænu sýningunni megi sjá list er túlki allar listastefnur samtim- ans og að inni á milli sé góð og vel unnin list, eins og til dæmis brjóstmynd Ólafar Pálsdóttur af Halldóri Laxness, sem samtimis geislar frá sér mildi og myndug- leika. Það er sérstætt og vilja- sterkt verk. ólöf Pálsdóttir hefur á undan- förnum árum tekið þátt i mörgum erlendum samsýningum og jafn- an hlotið mjög lofsamlega dóma. Laxinn fer fljúgandi Unex hefur flutt út 30 tonn ÞÓ—Reykjavik Fyrirtækið Unex hefur i sumar flutt út ferskan lax fyrir erlendan markað. Hefur laxinn verið sendur flugleiðis til Osló, og þar hefur stórt dreifingarfyrirtæki séð um áframhaldandi dreifingu á laxinum og hefur iaxinn farið alla leið tii Italiu, svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastj- Unex, sagði að þeir hefðu flutt út 30 tonn af laxi i sumar, og væri laxinn svo til allur fenginn af ölfus- ársvæðinu, en einnig hefði verið keyptur lax úr Borgar- firði.- Hátt verð hefur fengizt fyrir laxinn erlendis en Ólafur sagði, að ekkert mætti útaf bera ef þessir flutningar ættu að vera arðsamir. Annars hef ég áhuga á að vinna laxinn meira innanlands, en sá galli er á gjöf Njarðar, að kaup- endur eru margir og hver kaupandi vill fá sér verkun. Ef ætti að sérverka allan laxinn, þá yrði það alltof dýrt, þar sem magnið af útflutta laxinum er ekki það mikið enn sem komið er. Barnavöllur borgarinnar \ 20 ár Undanfarin 20 ár hefur þetta drullusvað verið einn af barnavöllum borgarinnar. Varla er þó hægt að kalla þetta barnavöll, því þar eru nær engin leiktæki nema tvær rólur, tvær spitur til að vega salt á og körfuboltastaur, sem er bæði skakkur og brotinn, auk þess sem börnin verða að vaða aur i ökla til að geta komizt að honum. Fyrir nokkrum árum var komið með jarðýtu yfir allt svæðiö, sem er við Stangarholt og er bæði opið og stórt. Slðan hafa aðrar „framkvæmdir” ekki farið þarna fram og engin veit eða getur svarað hvað eigi að gera við þetta svæði. Eins og gefur að skilja er þarna hinn mesti ófögnuður þvi það er allt undirlagt i aur og vatni, og börnin neyðast til aö leika sér I þvi. Þrátt fyrir itrekuð tilmæli ibúa hverfisins um að þetta veröi lagfært, hefur ekkert verið gert, og því eingöngu svar- að með útúrsnúningum. Sjálfsagt verður að bíða fram að næstu borgarstjórnarkosningum eftir svari, og ætti þvi meirihluti borgarstjórnar að hafa góðan tima til að kynna sér aðstæðurnar á þessum „glæsilega barnavelli sinum” Landvernd færist i auka: Bókaútgáfa komin á rekspöl — landráðstefna í vetur Útvarpsumræðurnar Með þeim breytingum, sem gerðar voru á þingsköpum Alþingis í sambandi við út- varp frá umræðum I þinginu, voru felldar niður umræður i útvarpi við 1. umræðu fjár- lagafrumvarpsins en teknar upp i staðinn styttri umræður um stefnuræðu forsætisráð- herra. Þetta er eðlileg breyting eftir að sá siður hefur komizt á, að forsætisráðherra geri i upphafi hvers þings grein fyrir stefnu ráðuneytis sins. Jafnframt ólu þeir, sem fyrir þessari breytingu stóðu, þá von i brjósti, að þessar út- varpsumræður gætu með þessum hætti orðið málefna- legri og meira upplýsandi fyrir útvarpshlustendur um það, sem á döfinni er hjá stjórnvöldum og stjórnarand- stöðu á þvi þingi, sem i hönd fer. Ráðherrarnir, sem tóku þátt i þessum útvarpsumræðum i fyrrakvöld notuðu yfirleitt nær allan ræðutima sinn til þess fyrst og fremst aö skýra frá þvi, hvað hefði verið að gerast i þeim ráðuneytum og málaflokkum, sem undir þá lieyra, en létu hnútukast nær alveg lönd og leið. Ræður þcirra voru þvi mjög upp- lýsandi fyrir almenning um stöðu hinna einstöku mála og málaflokka sem undir við- komandi ráðherra heyra. Ekki fylgdu þó allir ráð- herrarnir, sem þátt tóku i um- ræöunum þessari reglu jafn vel. Ilvað málflutning rikis- stjórnarinnar áhrærði voru þessar útvarpsumræður þvi með nýju sniði og menningar- legra cn verið hefur og af rikisstjórnarinnar hálfu voru þcssar útvarpsumræður þvi ekki i stil eldhúsdagsins. Málflutningur stjórnarandstöðunnar Um málflutning stjórnar- andstöðunnar i þcssum um- ræðum verður hins vegar ekki hið sama sagt. Einkum ber þar að nefna ræður leiðtoga stjórnarandstöðunnar þeirra Jóhanns llafsteins og Gylfa Þ. Gislasonar. Ræður þeirra voru ekkert annað en safn köpuryrða og glósa með ivafi sjálfshóls um þá gömlu góðu daga, þegar Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason unnu af- rek i ráðherrastólum landi og lýð til velfarnaðar. Jnhann Hafstein kom nú fram sem hinn eldheiti and- stæðingur gengislækkana. Deildi hann á stjórnina fyrir að hafa fylgt Bandarikjadollar i þeim gjaldeyrissviptingum, sem verið hafa i heiminum á undanförnum misserum og ávitaði hana fyrir að hafa fellt gengi islenzku krónunnar i þessu sainbandi meira en þörf hefði verið á. Átti þctta að vera eitt dæmiö um ráðleysi rikisstjórnarinnar. Við- reisnarstjórnin var hins vegar aldrei niölaus enda átti hún sinn Kinalifselexir i efnahags- málum. Hún átti ætið eitt úr- ræði i hvert skipti, sem móti blés. Það var gengislækkun, enda felldi hún gengi islenzku krónunnar fjórum sinnum. Gylfi Þ. Gislason varð að visu að játa það að talsverö kaupmáttaraukning hafði orðið hjá launþegum einkum hinum lægst launuðu á þvi eina ári, sem rikisstjórnin hefur setið, enda varð hann að éta Alþýðublaöið og kyngja margföldum fullyrðingum um versnandi hag launþega i sjónvarpi frammi fyrir alþjóð eins og frægt er orðið. Hins vegar taldi Gylfi að þessi kaupmáttaraukning væri ekki þakkarverð og taldi viö- Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.