Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 6
TiMINN Fimmtudagur 19. október. 1972 —— ■ Frumvarp til laga um fiskeldi Stp—Reykjavík t efri deild Alþingis i gær mælti sjávarútvegsmálaráðherra, Lúð- vik Jósefsson, fyrir frumvarpi til laga um fiskeldi i sjó. Frumvarp þetta var lagt fyrir siðasta þing, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Frumvarpið nær aðeins til fisk- eldis i sjó, og eldis sjávarfiska i sjóblönduðu vatni. Það tekur hins vegar ekki til fiskeldis samkvæmt lögum frá 1970 um lax- og silungs- veiði. 1 frumvarpinu segir m.a., að eldi sjávarfiska sé enn á tilrauna- stigi. Rétt þyki þvi, að ráðast ekki i slikar framkvæmdir, nema fengin sé umsögn þeirra aðila, JT ■ JT I SJO sem bezt eiga að þekkja til. Einnig beri að hafa i huga, að um ráðstafanir sé að ræða, sem geta snert almannahagsmuni. Verði handhafar rikisvalds að tryggja, að þeir verði ekki fyrir borð born- ir, en það verði bezt gert með áskilnaði um, að leita þurfi leyfis rikisins til fiskeldis i sjó. Sé þá rétt, að slikt leyfi sé bundið þeim skilyrðum, sem nauðsynleg telj- ast i þessu skyni, t.d. um gerð mannvirkja og sóttvarnarráð- stafanir. Þá sé hugsanlegt, að fiskeldi verði stundað á þeim svæðum sjávarbotnsins, sem is- lenzka rikið telur sina eign, sbr. ákvæði i lögum frá 1969. Þegar svo standi á, sé eölilegt, að rikið hafi hönd i bagga með fram- kvæmdum. 1 frumvarpinu er talið óhjákvæmilegt, að sá aðili, sem fiskeldi stundar, hafi bæði einka- heimild til fikseldis og veiða á þeim svæðum. Sé um nýtingu botnsvæða að ræða, er islenzka rikið á, þurfi að sjáífsögðu að fá til þess leyfi. Einnig geti verið rétt, að leyfishafa sé heimilað eignarnám i þessu skyni, ráði hann ekki yfir nægilegum svæð- um lands, fjöru, sjávar eða sjávarbotns til fiskeldis. Gert er ráð fyrir i frumvarpinu, að nauðsynlegt geti reynzt að vikja frá ákvæðum friöunarlög- gjafar og laga um fiskveiðar, bæði vegna ráðstafana til verndar fiskeldi og til veiða á eldisfiski. — Samþykkt var að visa frum- varpinu til annarrar umræðu og s já varútvegsnefndar. Frumvarp um breytingu á lögum Landhelgisgæzlu ísl. Stp—Reykjavik 1 neðri déild Alþingis i gær flutti Jóhann Hafstein, fyrir hönd 8 þingmanna Sjálfstæðisflokksins, frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25 22. april 1967, um Landhelgisgæzlu Islands. Þetta frumvarp er með nokkurri breyt- ingu frá frumvarpi um sama efni, sem áðurnefndir flutningsmenn báru fram á siðasta þingi. Þá fór það til nefndar, en hlaut ekki af- greiðslu. Það eru 17. og 18. gr. fyrra frumvarps, er breytingar hafa orðið á. Sautjánda grein orð- ist nú: 1 Landhelgissjóð Islands skal renna sektarfé og andvirði upptækra verðmæta vegna brota gegn fiskveiðilöggjöfinni, og enn fremur björgunarlaun, svo sem segir i 12. gr. Rikissjóður leggur Landhelgissjóði til árlegt fram- lag, 75 milij. kr. — 1 fyrra frum- varpi var upphæðin, er tilgreind var, 50 millj. kr. 1 þvi er m.a. sagt að sjóðnum skuli varið til tækja- búnaðar Landhelgisgæzlunnar til gæzlu fiskveiðilandhelginnar og björgunarstarfa. Þá sé heimilt að verja allt að 25 millj. kr. af fé Landhelgissjóös til byggingar fyrir Landhelgisgæzluna á lóð hennar við Selsvör i Reykjavik, og til þess aö búa henni að ööru leyti framtiðaraðstöðu i landi. — Aö loknum flutningi Jóhanns Hafsteins tók til máls forsætis- ráðherra, Ölafur Jóhannesson. Lýsti hann yfir ánægju sinni með frumvarpið og sagðist vona, að sú nefnd, er tæki frumvarpið til meðferðar, sýndi þvi skilning. Þá ræddi forstætisráðherra nánar um einstök atriði frumvarpsins og siðan um landhelgismálið i heild. Nokkrir þingmenn aðrir tóku til máls um landhelgismálið, og bar þar ýmislegt á góma. Fram komu vitur vegna þess að tvö erlend að- stoðarskip, brezkt og þýzkt, skyldu hafa verið afgreidd um vatn og oliu hér á landi um dag- inn. Jón Skaftason lýsti fylgi við að- gerðir til eflingar landhelgissöfn- unininni og minntist á, að hann hefði itrekaðfyrr á árum flutt til- lögur um eflingu Landhelgis- gæzlunnar að skipakosti og flug- vélum, sem ekki hefði fundið náð fyriraugum fyrri valdhafa. Hann taldi óráðlegt, að ákveða með samþykkt þessa frumvarps óbreytts, að höfuðstöðvar Land- helgisgæzlunnar skyldu endilega risa i Selsvör i Reykjavik. Taldi hann eðlilegt, að aðsetur hennar yrði ákveðið eftir þá athugun, sem nú væri i gangi á þessum málum. Gat hann um sérstakan áhuga bæjaryfirvalda i Hafnar- firði fyrir þvi, að aðalstöðvar Landhelgisgæzlunnar yrðu i Hafnarfirði. og vildu Hafnfirð- ingar mikið á sig leggja til þess, að það gæti orðið. — Samþykkt var að visa frum- varpinu til annarrar umræðu og allsherjarnefndar. Framleiðslan gengur mjög vel en erfitt er að slá vegna bleytu Stp—Reykjavik Grasköggla- og þangverk- siuiðjan i Lindurholti vestur i Dalasýslu liefur nú verið sett i gang og gcngur vinnslan að óskum. og cr danski sérfræð- ingurinn. sem verið liefur til að- stoðar við uppsetningu á vélum verksmiðjunnar og gangsetningu nú farinn utan. Nýverið var safnað saman einu.bilhlassi af þangi og það siðan unnið i verksmiðjunni. Gekk það allt eftir beztu vonum. Kins og áður hefur verið sagt, á hlutafélagið, sem stendur að verksmiðjunni. geysimikið land- flæmi. er rækta á i framtiðinni. 1 vor var sáð grænfóðri i 30 hek- Stúdentaráð: Herinn burt fyrir 1974 Skall með höfuðið í gluggapóstinn Klp—Reykjavik Um kl. 18,00 i gær varð ung stúlka fyrir bil á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Hamra- hliðar og mun hafa slasast mikið. Bifreiðinni var ekið noröur Kringlumýrarbraut á hægri ak- rein en stúlkan mun hafa verið á leið yfir götuna i austurátt. Varð hún fyrir vinstra framhorni bif- reiöarinnar og skall með höfuðiö i gluggapóstinn og þaðan i götuna. Eftirfarandi tillögu samþykkti Stúdentaráð Háskóla Islands, á fundi sinum þ. 14.okt. s.l.: „Stúdentaráðsfundur 14. okt. 1972 krefst þess að rikisstjórnin hefji þegar i stað endurskoðun herstöðvarsamningsins með upp- sögn i huga. Stúdentaráð lýsir yfir fullum stuðningi við þann lið stjórnar- sáttmálans, sem fjallar um þetta mál og væntir þess fastlega að brottflutningur bandariska her- liðsins hefjist hið bráðasta og tara, sem nú fyrst er byrjað að slá, en grasið er tekið nýslegiðtil vinnslu, og var þvi ekki hægt að hefja slátt, fyrr en verksmiðjan komst i gang. Vinnsla þess grass, er slegið hefur verið undanfarna daga. hefur gengið mjög vel. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að slá sökum mikillar bleytu á svæðinu. þannig að dráttavél- arnar hafa festst hvað eftir annað. Þrátt fyrir það er áformað að reyna hið ýtrasta til að slá allt svæðið. en grænfóðrið hefur ekki spillzt til muna enn. Þó má búast við. að brátt fari að gera frost svo að hafa verður hraðann á við að ná upp grænfóðrinu. verði lokið i siðasta lagi 1974. Þvi aðeins getum við kinnroða- laust fagnað ellefu hundruð ára afmæli byggöar á Islandi, að þeirri smán linni sem erlend her- seta er. Ráðið vill ennfremur leggja rika áherzlu á þá skoðun sina að hernaðarbandalög séu i reynd kúgunartæki og sizt til þess fallin að stuðla að friöi. Orsögn Islands úr NATO er skerfur til eyðingar hernaðarófreskjunnar.” Frumvarp til laga um breytingu á fiskveiðilögum 1948” komi orðin ,,nr. 189 14. júli 1972.” Þá komi nýr liður inn i aðra grein laganna svohljóðandi — Frá linu, réttvisandi vestur frá Bjarg- töngum að linu rétt — visandi norður frá Horni er heimilt að veiða með botnvörpu og flotvörpu utan linu, sem dregin er 12 sjó- milur utan við grunnlinu sam- kvæmt reglugerð nr. 189/1972. — Frumvarpið er borið fram til staðfestingar á bráðabirgðalög- um frá 30. ágúst i sumar. Samþykkt var að visa frumvarp- inu til annarrar umræðu og sjávarútvegsnefndar. Stefán Jónsson tekur sæti á Alþingi Stp—Reykjavik Fyrsti varamaður Alþýðu- bandalagsins, Stefán Jónsson dagskrárfulltrúi tók i gær sæti á Alþingi i stað fjórða landskjörins þingmanns, Svövu Jakobsdóttur, sem dvelja mun erlendis á næst- unni. Stp—Reykjavik Sjávarútvegsmálaráðherra, Lúðvik Jósefsson, bar i gær fram frumvarp til laga um breytingu á lögum frá 1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flot- vörpu, sbr. lög frá 1969 og 1971. Samkvæmt frumvarpinu breytist 1. málsgrein 1. gr. laganna þann- ig, að i stað orðanna „settri samkvæmt lögum nr. 44. 5. april Viðræður um brottför hersins hefj- ast í janúar i útvarpsumræðunum á Alþingi s.l. þriðjudagskvöld kom fram i ræðu Kinars Agústssonar utan- rikisráðherra að fyrirhugaðar viðræður við Bandarikjastjórn um brottför bandariska hersins hér á landi, hefjist siðari hluta janúarmánaðar n.k. Myndin er tekin á æfingu Sinfóniuhljómsveitarinnar I Háskólabiói. Klarinettleikarinn Gervase de Peyer og Sverre Bruland, hljómsveitar- stjóri. Timamynd GE. Klarinettukonsert á Sinfóníuhljómleikum 2. tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitarinnar á þessu starfsári verða i Háskólabiói fimmtu- daginn 19. október og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi verður Sverre Bruland og einleikari Gervase de Peyer. Á efnisskránni er Sorgar- forleikur eftir Brahms, Klari- nettukonsert Mozarts og Sinfónia nr. 5 eftir Prokofieff. Norski hljómsveitarstjórinn Sverre Bruland er islenzkum hlustendum að góðu kunnur siðan hann var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar á fyrra hluta starfsársins 1968/69. Hann hefur verið aðalhljóm- sveitarstjóri sinfóniuhljóm- sveitar norska útvarpsins siðan árið 1965 en hefur einnig stjórnað ýmsum hljómsveitum viðsvegar á Norðurlöndunum og á fjöl- mörgum stöðum á meginlandinu og Englandi og hvarvetna hlotið lofsamlega dóma. Einleikarinn Gervase de Peyer er talinn einn merkasti klari- nettuleikarinn i tónlistarheim- inum i dag. Hann hefur i mörg ár starfað sem fyrsta klarinetta hjá London Symphony Orchestra og komiðfram sem einleikari hljóm- sveitarinnar viða um heim. Hann er einn aðalstofnandi Melos Ensemble i London og er auk þess meðlimur i Chamber Music Society i ILincoln Center i New York. Gervase de Peyer hefur leikið inn á fleiri hljómplötur en nokkur annar klarinettuleikari, og er túlkun hans almennt viður- kenndsem sú algilda túlkun hlut- aðeigandi verka. Meöal lista- manna, sem koma fram á hljóm- plötum með Gervase de Peyer eru Daniel Barenboim, Jacqueiine du Pré, Gerald Moore, Christa Ludwig og Benja min Britten.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.