Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 19. október. 1972 Stefnuræða Ólafs Jóhannessonar forsætisróðherra: Óbreytt stefna aukningu aö ræða og neyzlustig nú hærra en það hefur nokkru sinni áður verið. Fjármuna- myndun varð mjög mikil á árinu 1971. 1 ár er búizt við um 1% aukningu frá fyrra ári. Ef frá er talinn innflutningur skipa og flug- véla, er reiknað með 7% magn- aukningu fjármunamyndunar, enda voru flugvélakaup óvenju- lega mikil i fyrra. Raunar verður aukning byggingarstarfsemi innanlands mun meiri en þetta, eða væntanlega 10-12%. Samneyzla, þ.e. útgjöld hins opin- bera til kaupa á vöru og þjónustu vegna rekstrar, eykst væntanlega um 6-7% að magni 1972. Stefna stjórnarinnar er óbreytt. Hún byggist að sjálfsögðu á mál- efnasamningi þeirra þriggja flokka, sem að stjórninni standa. Það verður stefna stjórnarinnar á þessu þingi að vinna að fram- kvæmd máleínasamningsins á þann hátt, sem ástæöur frekast leyfa og að þvi leyti, sem hann er ekki þegar kominn til fram- kvæmda — vitaskuld með hlið- sjón af þeim breytingum, sem kunna að hafa orðið á forsendum. En þegar litið er yfir starfsferil núverandi stjórnar, má með sanni segja, að hún hal'i verið óvenjulega athafnasöm. Það má segja, að ótrúlega margl af' þvi, sem um er rætt i málefna- samningnum sé komið til fram- kvæmda eða sé á undirbúnings- stigi, og er hann þó auðvitað miðaður við kjörtimabilið allt, svo sem margoft hef'ur verið sagt. En það gildir nær einu hvert litið er, hvort heldur til verklegra lramkvæmda atvinnuupp- byggingar á hvaða sviði sem er, félagsmála, tryggingarmála, heilbrigðismála, menntamála eða skattamála. Alls staðar blasa við framfarir, endurbætur i löggjöf og breytingar af ýmsu tagi, sem l'ólkið i landinu er vitni að. En hæst hefur auðvitað land- helgismálið borið. Það má segja, að það hafi verið höfuðviðfangs- efni stjórnarinnar allrar, þó að það hai'i eðli málsins samkvæmt iyrst og fremst komið i hlut utan- rikisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra að sinna þvi. En þessi ræða, sem samkvæmt nýjum þingsköpum á að flytja i þingsbyrjun, og nefnd er steinu- ræða, á ekki, að jnér skilst, að fjalla um hið liðna, heldur fyrst og fremst um það, sem fram undan er gera grein fyrir meginverkefnum og markmiðum á þvi alþingisári, sem i hönd fer. Vitaskuld hlýtur þetla ol't að blandast saman. m.a. þegar um er að ra'ða mál, sem eru i fram- kvæmd og unnið er að, án þess að endanlegu marki sé náð. Landhelgi og utanríkismál Enn sem fyrr verður land- helgismálið efst á blaði á málefnalista okkar. Fyrirheit stjórnarsáttmálans er þar raunar þegar komið til framkvæmda. Útfærsla fiskveiðimarkanna átti sér stað 1. september s.l. sam- kvæmt áætlun og einróma fyrir- mælum Alþingis. Það má segja, að flestar þær þjóðir. sem hlut eiga að máli, hafi viðurkennt hin nýju fiskveiðimörk i verki. Við tvær þjóðir, Færeyinga og Belga, hafa verið gerðir sérstakir samningar til bráðabirgða. En við tvær voldugar nágranna- þjóðir, Breta og Vestur-Þjóð- verja, eigum við i harðri deilu, sem enn sér ekki fyrir endann á. Málið er þvi enn ekki komið heilt i höfn. Að þeirri deilu tel ég óþarft að eyða orðum, þar sem hún er öllum það kunn, svo og allur gangur þess máls. Ég endurtek aðeins það, sem reyndar er áður margsagt, að frá markaðri stefnu i þessu stærsta lifshagsmunamáli þjóðarinnar veröur ekki hvikað. En við höfum viljað og viljum enn, sýna öðrum, sem hér eiga sérstakra hags- muna að gæta, fulla sanngirni. Þess vegna lokum við ekki sam- kom ulagsleið, svo lengi sem nokkur von er á sanngjarnri lausn við samningaborðið. Að öðru leyti verður kynningu á málstað okkar haldiðáfram með svipuðum hætti og að undanförnu og unnið að þvi að afla stefnu okkar stuðnings og viðurkenningar, bæöi hjá einstök- um þjóðum og á alþjóðavett- vangi, þar á meðal á hinni fyrirhuguðu hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki vafi á þvi, að þróun þjóða- réttarins er okkur hagstæð, en enginn getur þó fullyrt um það á þessu stigi, hver úrslit hafréttar- ráðstefnunnar verða, eða hvenær hún muni ljúka starfi. Ég hygg, að það sé öllum ljóst nú, að eítir henni gátum við ekki beðið. Hitt er sönnu nær, að útfærslan hefði þurft að eiga sér stað fyrr. Þar tala skýrslur visindamannanna um ástand fiskstofnanna sinu skýra máli. Jafnframt þvi sem fiskveiði- landhelgin hefur verið stækkuð, er það stefna rikisstjórnarinnar, að tekið verði upp stóraukið eftir- lit með ýmsum veiðum innan hinna nýju fiskveiðimarka og settar verði nýjar reglur um hag- nýtingu fiskveiðilandhelginnar og eru þær nú i undirbúningi. Það er stefna stjórnarinnar að efla landhelgisgæzluna svo, að hún geti gegnt sinu margvislega hlutverki á stækkuðu umsjónar- svæði á fullnægjandi hátt og með sóma. Það er trú min, að enginn muni telja eftir útgjöld i þvi skyni. Gera má ráð fyrir, að land- helgismálið verði áfram næsta ár umfangsmesti þáttur utanrikis- þjónustunnar, þvi að eins og ég hefi áður sagt, þá er þar enn langt til lands jafnvel þótt unnt reynist að komast að bráðabirgðasam- komulagi. Auk þess mun utan- rikisþjónustan svo eins og endra- nær sinna margvislegum öðrum mikilvægum störfum, bæði á sviði stjórnmála, viðskipta og upp- lýsingamála, sem hér er eigi kostur að fara nánar út i. Ég vil aðeins taka það fram, að stefnan i utanrikismálum almennt og i öryggismálum verður áfram byggð á þeim grundvelli, sem lagður er i málefnasamningnum og starfað i þeim anda, sem hann gerir ráð fyrir: að mynda sér sjálfstæða skoðun á þvi, sem að höndum ber og ráða fram úr þvi á þann hátt. er samrýmist sjálf- stæðu en vopnlausu smáriki. Efnahagsmál Ég hygg, að efnahagsmál i við- tækri merkingu verði meginverk- efni þings og stjórnar á komandi vetri og á næsta ári. A þvi sviði hei'ur stjórnin það meginmark, svo sem málefnasamningurinn ber með sér. að efla og örva at- vinnulifið. þannig að atvinnu- öryggi sé tryggt, halda verð- hækkunum innanlands i skefjum. svo sem kostur er og tryggja kjarabætur vinnandi fólks eftir þvi sem þjóðartekjur framast leyfa. Jafnframt skal með starf- semi Framkvæmdastofnunarinn- ar stefnt að skipulegum áætlunarbúskap. 1 þessa stefnu hefur verið unnið á stjórnartima- bilinu. svo sem verkin bera vitni um. Er eigi unnt að rekja það hér ieinstökum atriðum, en þó kemur sumt af þvi fram i þvi, sem siðar verður sagt um atvinnuvegi, tryggingar og félagsmál. En hér ætla ég að fara örfáum orðum um ástand og horfur i efnahagsmál- um almennt. Þvi að þar er um að ræða verulegar forsendur fyrir þvi hversu vel tekst að ná framangreindum markmiðum. Það skal þó strax tekið fram, að ég mun algerlega sneiða hjá fjár- málum rikisins og þar á meðal skattamálum, þar sem fjárlaga- ræðan er á næsta leiti, og væri það þvi óhagkvæm tvitekning að ræða þau einnig hér. Ég vil aðeins segja það, að það er ófrávikjanleg stefna stjórnarinnar að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög. Ég ætla þá fyrst að vikja að nokkrum atriðum um þróun efna- hagsmála á þessu ári. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur Fram yfir mitt ár var við þvi búizt, að þjóðarframleiðslan gæti aukizt um rúmlega 7% á þessu ári. Léleg aflabrögð á vor- og sumarvertið valda þvi m.a., að nú virðist ástæða til að endurskoða þessar spár til lækkunar, þannig að aukning þjóðarframleiðslunn- ar á árinu verði nálægt 6% að raunverulegu verðgildi. Aukning raunverulegra þjóðartekna verður væntanlega nokkru minni eða 4 til 5%. Hér valda óhag- stæðar breytingar viðskipta- kjara, þar sem við þvi er búizt, að innflutningsverðlag hækki nokkru meira en útflutningsverðlag. Þessi aukning þjóðarframleiðslu og tekna er mun minni en i fyrra, enda var þá hagvöxtur með ein- dæmum mikill hér á landi. Aukning þjóðarframleiðslunnar i ár virðist þó mun meiri hér en nemur meðaltali aðildarlanda OECD og nokkuð yfir meðalvexti á ári siðustu tvo áratugi Sjávarútvegur Einkum vegna aflatregðu á þorskveiðum er nú við þvi að búast. að framleiðslumagn sjávarútvegsins minnki á árinu um 7-8%. Reiknað er þó með að útflutningur sjávarafuröa aukist nokkuð að magni vegna birgða- minnkunar. Verðhækkun á út- fluttum sjávarafurðum er áætluð að meðaltali rúmlega 7% á árinu. Aflaminnkunin til viðbótar veru- legri tilkostnaðarhækkun i landinu hefur þrengt mjög hag sjávarútvegs á siðustu mánuðum. Landbúnaður Árið virðist ætla að verða landbúnaðinum hagstætt. Gera má ráð fyrir, að bæði nautgripa- og sauðfjárafurðaframleiðsla vexi um 5%, en vegna lélegrar uppskeru jarðávaxta verður aukning heildarframleiðslu land- búnaðarafurða varla meiri en 3- 4%. Iðnaður Samkvæmt athugun samtaka iðnrekenda má áætla, að aukning- framleiðslumagns hins almenna iðnaðar hafi numið 10% á fyrra árshelmingi, og má gera ráð fyrir, að sú framleiðsluaukning gildi fyrir árið i heild. Álfram- leiðslan mun aukast á árinu um 15%. Aðrar greinar Byggingarstarfsemi mun lik- lega aukast um 10-12% á árinu, og reikna má með, að umsvif i öðr- um greinum, sem einkum eru háðar innlendri eftirspurn, þ.e. verzlun og þjónustu ýmiss konar, muni aukast um nálægt 9%. Opin- ber starfsemi eykst væntanlega að magni til um 5-6%. Af þvi, sem hér hefur verið rakið, kemur fram, að aukning þjóðarfram- leiðslunnar er nær öll i greinum, sem vinna fyrir innlendan markað. Verðmætaráðstöfun 1 kjölfar kjarasamninganna i árslok i fyrra fylgdi mikil aukning tekna almennings. Áætlað er, að einkaneyzla muni aukast að magni um 14 til 15% á árinu eða svipað og árið áður. Hér er að sjálfsögðu um afar mikla Atvinnuástandið Atvinna hefur verið mikil á þessu ári. Eftirspurn eftir vinnu- afli hefur i raun verið meiri en hægt var að fullnægja. Gera má ráð fyrir, að meðalfjöldi skráðra atvinnulausra verði um 450 manns, sem er rúmlega 100 lægra en 1971. Þessi skráning atvinnu- lausra manna er bæði stað- og timabundin og á ekkert skylt við almennt atvinnuleysi. Kauptaxtar, tekjur og verðlag: Kaupmáttur Kjarasamningarnir i desember s.l. hafa ráðið mestu um þróun tekna launþega á árinu, en allur þorri launþega fékk verulega kauphækkun þegar i desember eða um áramót. Um áramót tóku einnig gildi lög um styttingu vinnuviku. Vegna þess atvinnu- ástands, sem rikt hefur á árinu er óliklegt, að stytting vinnu- vikunnar komi að fullu fram i raunverulegri styttingu vinnu- timans, heldur gæti hennar að verulegu leyti i aukinni yfirvinnu og þar með hærri tekjum. 1 júni fylgdi siðan almenn kauphækkun, þegar grunnkaup hækkaði sam- kvæmt samningum, og verðlags- uppbót fylgdi hækkun frarh- færslukostnaðar. Verðlagsþróun einkenndist af öðrum verð- hækkunum framan af árinu, en um s.l. áramót gengu verð- stöðvunarlögin frá nóvember 1970 formlega úr gildi. Eftir mitt ár þótti óhjákvæmilegt, að gerðar væru ráðstafanir til þess að draga úr verðhækkunum og stöðva frekari vixlgang verðlags og kauplags á árinu. Voru þá sett bráðabirgðalög um timabundnar efnahagsráðstafanir, og fólst i þeim verðstöðvun til áramóta og binding kaupgreiðsluvisitölu við 117 stig með niðurgreiðslum úr rikissjóði. Til að mæta niður- greiöslum var dregið úr öðrum útgjöldum, en ekki lagðar á nýjar álögur. Þessi bráðabirgðalög Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sina. Fimmtudagur 19. október. 1972 TÍMINN 9 voru sett að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Verður gerð nánari grein fyrir þessum bráðabirgðalögum, er þau verða tekin hér til umræðu innan skamms. En hér var aðeins um bráðabirgðalausn að ræða. Þess vegna var skipuð nefnd sér- fræðinga til að kanna efnahags- ástandið og benda á leiðir og val- kosti til lausnar á aðsteðjandi efnahagsvanda. Er þess að vænta, að álit þessarar nefndar geti legið fyrir innan skamms. Rekstrargrundvöllur atvinnuveganna Skömmu eftir gerð kjara- samninganna i desember s.l. lét ég þau orð falla hér á Alþingi, að með þeim væri gengið á yztu nöf, hvað greiðsluþol atvinnuveganna snerti. Það er þó trú min, að ef þróun efnahagsmálanna hefði orðið sú, sem hún var á siðasta ári og eins og reiknað var með, þegar kjarasamningarnir voru gerðir, þá hefði allt gengið áfalla- laust. En eins og sést af þvi, sem ég hefi rakið að framan, hefur þróunin orðið önnur og lakari en búizt var við. Ástæðurnar eru óumdeilanlega fyrst og fremst tvær: stórkostlegur aflabrestur og tilkostnaðarhækkun af völdum gengisbreytinga erlendis. Til- finnanlegast er, að afla- minnkunin kemur fram á mikil- vægustu fisktegundinni, þorskin- um. Fjóra sumarmánuði þessa árs hefur þorskafli numið um 48.749 lestum á móti 81,741 lest á sömu mánuðum i fyrra, eða hefur þannig minnkað upp undir helming þrátt fyrir aukna sókn. Þetta er alvarleg staðreynd, og svo mikil breyting frá þvi, sem reiknað var með, að ekki verður hjá þvi komizt að taka til hennar fullt tillit. En það er engin ný bóla, að vegna aflabrests eða röskunar af völdum verð- hreyfinga eða gengisbreytinga erlendis þurfi að koma til ihlutunar af opinberri hálfu hér á landi. A þessu stigi er hins vegar ekki timabært að taka ákvarðanir um það, til hverra úrræða þurfi, eða eigi, að gripa. Rétt er að biða þess, að myndin skýrist og álit efnahagssérfræðinga komi fram. Aflavonir geta glæðzt, og auk þess koma ný og betri skip i gagnið á næsta ári. Við þau eru miklar vonir bundnár. Það er þvi engin ástæða til hrollvekjutals eða kviða, eins og nú standa sakir. Þegar litið er til efnahags þjóðarinnar, atvinnuástandsins, neyzlustigsins og lifsafkomu fólksins, er enginn voði á ferð, þó að við yrðum að lækka ofurlitið seglin um stundarsakir. En grundvallarboðorðið er og verð- ur, að hvað, sem á dynur, verður að halda atvinnutækjunum i full- um gangi og tryggja atvinnu- öryggi um allt land. Ef það á eftir að sýna sig, að fiskimið okkar séu þegar að verulegu leyti eyðilögð, þá fyrst er útlitið alvarlegt, en við skulum i lengstu lög vona, að ekki sé svo illa komið. Einstakir málefnaflokkar Ég ætla þessu næst að vikja að einstökum málaflokkum, fyrir- huguðum framkvæmdum i þeim og að hverju þar er sérstaklega unnið og i einstaka tilfellum að þvi, sem þegar hefur verið gert. Sú greinargerð er þó að sjálf- sögðu viðs fjarri þvi að vera tæmandi. Landbúnaður Stefnan i landbúnaðarmálunum verður að sjálfsögðu byggð á fyrir heitum málefnasamningsins, auk þess sem ný mál koma til sögunnar vegna breyttra að- stæðna og nýrrar þekkingar. Af landbúnaðarmálum, sem fyrirhugað er að flytja á þessu þingi má nefna: 1. Frumvarp til framleiðslu- ráðslaga. sem byggt verður á þeim grundvelli, sem lagður er i stjórnarsáttmálanum. 2. Frumvarp til laga um orlof bænda. 3. Frumvarp til búfjárræktar- laga. 4. Frumvarp til laga um Stofn- lánadeild landbúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar i sveit- um. Verður þar um að ræða endurskoðun og breytingar á eldri löggjöf. 5. Frumvarp til jarðalaga, en það verður lagabálkur um kaup- rétt og ábúðarrétt jarða og e.t.v. fleira. Eitt af höfuðatriðum í stefnu stjórnarinnar er stóraukin land- græðsla og skipuleg nýting lands- gæða. Þetta er i minum huga eitt allra stærsta málið. Það er i rauninni hliðstætt stækkun land- helginnar. Hvort tveggja eru líf- tryggingarmál framtiðarinnar. Hinn 30. nóv. s.l. var skipuð 7 manna nefnd til þess að vinna að heildaráætlun um landgræðslu og gróðurvernd og alhliða skipu- lagningu á notkun landsgæða. Stefnt er að þvi að minnast ellefu alda byggðar á Islandi með stór- átaki á þessu sviði. t stjórnarsamningnum segir, að stuðlað skuli að aukinni fjöl- breytni landbúnaðar m.a. með yl- rækt, fiskirækt og eflingu innlendrar fóðurframleiðslu. Að þessu hefur verið unnið og er unnið. Má m.a. nefna það, að nefnd hefur verið skipuð til að at- huga möguleika á útflutningi gróðurhúsaafurða. Að þeim mál- um er einnig unnið af starfs- mönnum Rannsóknaráðs rikisins. Landbúnaðarráðherra hefur fallizt á áætlun um byggingu þriggja nýrra grænfóðurverk- smiðja á næstu árum. i nýjum jarðræktarlögum má nefna stuðning við félagsræktun, hagaræktun, hagagirðingar, vatnsveitur til einstakra bænda, kölkun túna o.fl. Varðandi lánamál land- búnaðarins vil ég 'aðeins geta þessa: Jarðakaupalán hafa verið hækkuð úr 200 þúsundum í 400 þúsund að viðbættu 100 þúsund króna bankaskuldabréfi. tbúðar- húsalán hafa verið hækkuð úr 450 þúsundum i 600 þúsund. Framlög til ibúðarhúsa i sveitum hækkuðu úr 60 þúsundum i 120 þúsund. Rekstrarlán til landbúnaðar — sauðfjárframleiöslu - voru aukin verulega á s.l. vori. Fjárveiting til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er 22 milljónir i gildandi fjárlög- um en var engin árið 1971. Ýmsir þættir þessara lánamála land- búnaðarins eru i frekari athugun. Sjávarútvegsmál Mikilvægustu málin, sem unnið verður að i sjávarútvegi eru: 1. Stórfelld endurnýjun fiski- skipaflotans og dreifing nýtizku skipa til allra landshluta og skapa þar með grundvöll að hráefnisöflun frystihúsa og aukinni atvinnu. Hefur rikis- stjórnin beitt sér fyrir marg- vislegri fyrirgreiðslu um skipa- kaup. Lán út á innanlandssmiði hafa m.a. verið hækkuð úr 85% i 90%. Kaupendum skuttogara hefur verið tryggð lánsfyrir- greiðsla, sem nemur 85% kaup- verðs. Auk þess hefur verið veitt viðbótarfyrirgreiðsla til nokkurra staða á landinu vegna atvinnuástands og fjárskorts heima fyrir. Þessi fyrirgreiðsla rikisins hefur orðið til þess, að i tið núverandi rikisstjórnar hafa verið keyptir, eða gerðir smiða- samningar, um 29 nýja skut- togara, þar af einn innanlands. Auk þess hafa veriö keyptir til landsins 3 skuttogarar 3 - 6 ára gamlir, eða þá samtals 32 skip. Auk þessara skipa eru svo 8 skuttogarar, sem samið var um i tið fyrrverandi rikisstjórnar. Þessi skip munu fara að koma smám saman til landsins á næsta ári. Ég held, að þau muni hafa i för með sér hreina byltingu i atvinnulifi ýmissa staða út á landsbyggðinni. Þess má og geta, að rikisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir raðsmiði meðalstórra skuttogara hjá islenzkum skipasmiðastöðvum. 2. Stórfelldar framkvæmdir i frystihúsarekstri landsmanna, bygging nýrra frystihúsa i stað gamalla og miklar endurbætur, m.a. til að fullnægja ströngustu hreinlætiskröfum. Hefur lánsfé Fiskveiðisjóðs verið stóraukið, m.a. til aukinna lána til umbóta i frystihúsum. Lán vegna hollustuháttaframkvæmda i fiskiðnaöi hafa verið hækkuð úr 60% - 70%. t sambandi við sjávarútvegs- málin má geta þess, að i stofn- lánum til sjávarútvegs, hefur lánstimi veriðlengdur og vextir lækkaðir. Afuröalánin hafa einnig verið hækkuð og vextir lækkaðir á endurkaupalánum Seðlabankans. Varðandi launakjör sjómanna skal þetta tekið fram: 1 ágúst 1971 var skiptaverði breytt með lögum og ráðstafanir gerðar til að hækka fiskverð um 18-19% og kaup sjómanna þar með hækkað um sömu prósentu. Um siðustu áramót var fiskverð hækkað um 10-12%. Þá var og lágmarkskauptrygging hækkuð i um 30 þús. kr. á mánuði fyrir háseta. Af málum á vegum Sjávarút- vegsráðuneytisins, sem væntan- lega koma til kasta þessa Alþingis, má nefna: 1. Frumvarp um hagnýtingu' fiskimiðanna við landiö. 2. Auknar fiskirannsóknir og fiskimiðaleit. 3. Vátryggingarmál fiskiskipa. 4. Tæknistofnun sjávar- útvegsins. Iðnaðar- og orkumál Á sviði iðnaðar- og orkumála má af málum þeim, sem unnið er að, efna: Gerð iðnþróunaráætlunar, sem ætlað er að ná fram til 1980. Er haft samráð við samtök iðnaðarins og ýmsa fleiri aðila um undirbúning hennar. Með gerð slikrar iðnþróunar- áætlunar til lengri tima mun ein- stökum iðnfyrirtækjum, samtök- um iðnaöarins og stjórnvöldum ljósara en áður, hverjar ráð- stafanir þarf að gera á næstu ár- um til eflingar islenzkum iðnaði. Áætlunin hefur þann tilgang að stuðla að skipulegri uppbyggingu og eflingu iðnaðarins i landinu, og er þess vænzt, að um áfram- haldandi aðstoð af hálfu Sam- einuðu þjóðanna geti oröið að ræða á næstu árum um fram- kvæmd þeirra stefnumiða, sem af iðnþróunaráætluninni leiða. Gera má ráð fyrir, að iönþróunar- áætlunin kalli á ýmiss konar lög- gjöf, en óvist að hún komi til kasta þessa þings. Á siðasta Alþingi voru afgreidd tvenn lög um niðursuðu og niður- lagningariðnaðinn, þ.e. um lag- metisiðju rikisins á Siglufirði og um sölustofnun lagmetis- iðnaðarins. Hefur sölustofnunin nýlega tekið til starfa, og eru vel- flest fyrirtæki á þvi sviði aðilar að henni. Standa vonir til, að fyrir- hugaðar framkvæmdir á þessu sviði geti jafnvel valdið stökk- breytingum á skömmum tima, enda verulegu fjármagni verið beint inn á þessar brautir. Unnið er að framkvæmd lag- anna um veðtryggingu iðn- rekstrarlána, sem sett voru á sið- asta þingi. Er með þvi mörkuð sú stefna, að iðnaðurinn skuli njóta jafnréttis við aðrar aðalatvinnu- greinar á þessu sviði. Á næstunni mun verða lögð sér- stök áherzla á rannsóknir, sem hafa staðið yfir um skeið, á is- lenzkri framleiðslu, sem byggist á gosefnum, svo sem perlusteini og vikri. Ennfremur fer fram at- hugun á möguleikum á orku- frekum iðnaði með það fyrir augum að nýta sem bezt orku- framleiðslu stórvirkjana. Með fjárhagslegri tilstuðlan hins opinbera hefur Útflutnings- miðstöð iðnaðarins nú starfað i rúmt ár. Fyrstu tólf mánuði starfseminnar jókst útflutningur iðnaðarvara um 48%), að áli undanskildu. Mesta gróskan hefur verið i útflutningi á fullunn- um skinna- og iðnaðarvörum. Verður stefnt að þvi, að auknar verði fjárveitingar til að efla út- flutningsstarfsemi iðnaðarins. Stefnumörkun rikisstjórnarinn- ar i raforkumálum kom fram i stórum dráttum i þingsálykt- unartillögu á siðasta Alþingi. Get ég visað til hennar, en segja má, að meginstefnan sé samtenging orkuveitusvæða, aðkomið sé á fót landshlutafyrirtækjum með aðild rikissjóðs og sýslu- og sveitafél- aga i viðkomandi landshlutum og með samruna þeirra orkuvera, sem fyrir hendi eru, þó aðeins með samningum en ekki vald- boði. Aðalatriðið er nægileg raf- orka á hverjum stað á sama verði og annars staðar. Hitt skiptir minna máli, hvar sjálft orkuverið er byggt. Um meginstefnuna i raforkumálum og framkvæmdir þær, sem eru á döfinni, þ.á.m. stórvirkjun við Sigöldu, Lagar- fossvirkjun og fleira, læt ég nægja að visa til þess, sem þar um hefur áöur komið fram á Alþingi. Um sveitarafvæðinguna vil ég segja þetta: f ágústmánuði 1971 samþykkti rikisstjórnin áætlun um lúkningu sveitarafvæðingar á næstu þrem- ur árum. Nær sú áætlun til 765 býla, en eftir verða þá utan sam- veitna 158 býli. Þá er i greinar- gerðinni gert ráð fyrir að veita bændum á afskekktum jörðum betri lánakjör til kaupa á mótor- rafstöðvum, en hingað til hafa gilt. Lýkur á þessu ári fyrsta áfanga þessarar rafvæðingar. Samgöngumál Að samgöngumálum verður unnið i samræmi við málefna- samninginn. Vegaframkvæmdir hafa verið meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt vegaáætlun er stefnt i sömu átt næstu árin. Ég vil sérstaklega minna á fyrirheitið um að ljúka skuli hringvegi um landið. Þar er vegur og brúargerð á Skeiðarár- sandi erfiðasti áfanginn. Hinn 4. febrúar 1972 ákvað ráöuneytið á grundvelli frumáætlana þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.