Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.10.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. október. 1972 TÍMINN 13 Þakkir frá Noregi Kveðja frá hinum norsku æsku- lúðssamtökum gegn efnahags- bandalaginu Þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar i Noregi urðu kunn, sendu ýmsir islenzkir stjórnmálamenn Æskulýðssam- tökunum gegn Efnahagsbanda- laginu heillaóskir. Steingrimur Hermannsson, ritari Fram- sóknarflokksins, var einn þeirra. Steingrími hefur borizt þakkar- bréf, sem er jafnframt stflað til Framsóknarflokksins. Fer það hér á eftir: Steingrimur Hermannsson Framsóknarflokkurinn Reykjavik, Island Kæru islenzku vinir, Æskulýðssamtökin gegn Efna- hagsbandalaginu þakkar ykkur kveðjuna i tilefni sigursins i hinni norsku þjóðaratkvæðagreiðslu. Við viljum gjarnan njóta ánægjunnar með okkar norrænu nágrönnum, þvi við erum sannfærð um, að sigurinn mun ekki aðeins þjóna Noregi, heldur öllum Norðurlöndum og leiða til þess, að norrænni samvinnu verður á ný skipað i öndvegi stjórnmálalega. Hallgrímskirkja Framhald af bls. 16. Undanfarin kvöld hefur mátt sjá mikla ljósadýrð efst i turn- inum, en þar hafa rafmagnsmenn verið að reyna flóðlýsingu þá, sem Guðjón Samúelsson, arkitekt kirkjunnar hugsaði sér að streyndi út um op turnsins. Þá skýrði Hermann frá þvi, að Reykjavikurborg hefði nýlega afhent kirkjunni upphæð sem nemur verði stundaklukknanna fjögurra i turninum. Algjör sam staða varð i borgarstjórn um gjöf þessa. Næsta föstudagskvöld eru liðin 288 ár frá andláti sr. Hallgrims Péturssonar og verður þá messað i kirkjunni. Báðir sóknar- prestarnir og biskup munu predika, kirkjumálaráðherra flytja ávarp og tónlistarmenn leggja fram sinn skerf. Þá verður og leikið á klukknaspil kirkjunnar. Framhald af bls. 11. Umbúðasam- keppni tilnefndur áfTél. islénzkra stór- kaupmanna, Rafn Hafnfjörð, fr.kv.stj. tilnefndur af Fél. isl. iðnrekenda, Sigriður Haralds- dóttir. forstöðukona, tilnefnd af Neytendasamtökunum, Stefán Snæbjörnsson, húsgagnaarkitekt, tilnefndur af Iðnþróunarstofnun tslands, Tove Kjarval, leirkera- smiður, tilnefnd af Myndlista- og handiðask. Islands, Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, tilnefnd- ur af Kaupmannasamtökum tslands. Veitir dómnefndin viður- kenningu þeim umbúðum, sem að hennar dómi eru taldar til þess hæfar. Niðurstöður dómnefndar verða birtar opinberlega og efnt verðurtil sýningar á umbúðunum i lok keppninnar. Það er ósk Félags islenzkra iðnrekenda að þátttaka i þessari umbúðasamkeppni verði eins góð og i þeim tveim fyrstu og að hún verði liður i þeirri viðleitni að efla islenzkan iðnað. Á víðavangi Framhald af bls. 3. reisnarstjórnina geta státað sig af samanburði á þessu sviöi. Sé tekið timabilið frá 1959-1969 eða 10 ár af stjórnar- ferli viðreisnarstjórnarinnar til samanburðar þá hefur orðið meiri kaupmáttaraukn- ing á einu ári vinstri stjórnarinnar en varð i heilan áratug undir viðreisn, —TK. Æskulýðssamtökin gegn Efna- hagsbandalaginu voru leyst upp I gær, 27. september. Þar með lýkur jafnframt Islandsstarfsemi Æskulýðssam ta kanna . A lokafundi i gær var Ungum Vinstri f Noregi veitt það verkefni að kalla þátttökuaðila Æskulýðs- samtakanna til fundar til þess að setja á fót stuðningsnefnd við hina íslenzku útfærslu á fiskveiði- lögsögunni. Þessari nefnd ber að halda áfram þvi starfi, sem Æskulýðssamtökin hafa byrjað. Markmiðið með nefndinni verður að hafa áhrif á það, að okkar sjónarmið verði einnig sjónarmið norskra yfirvalda. Ef til vill á Island framundan erfiða tima. Þið megið vita, að þið eigið marga vini i Noregi. Til hamingju Með vinarkveðju Æskulýðssamtökin gegn Efnahagsbandalaginu, Alf Hildrum, ritari Vilja meiri námslán A fundi sinum 14. okt. s.l. sam- þekkti Stúdentaráð H.I. eftirfar- andi ályktanir: I. Stúdentaráð itrekar fyrri stefnu sina um, að rikisvaldinu beri skylda til að brúa bilið milli aflatekna námsmanna á háskóla- stigi og eðlilegs framfærslukostn- aðar þeirra til þess að tryggt sé að fjárhagsleg eða önnur félags- leg forréttindi séu ekki forsenda aðgangs að æðri menntun. Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með þróun siðustu þriggja ára i átt til aukins menntunarlegs jafnréttis, i formi aukinna námslána og skorar á valdamenn að nema ekki staðar á þeirri jafnréttisbraut, sem mörk- uö hefur verið, þótt stundlegir efnahagsörðugleikar steðji að. Ráðið lýsir yfir fullum stuðn- ingi við siðustu fjárlagatillögur Lánasjóðs islenzkra námsmanna og skorar á alþingi og rikisstjórn að hverfa ekki frá þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið til þessa um, að bilið milli tekna og fram- færslukostnaðar verði að fullu brúað. ekki seinna en 1974 til 1975. II. Stúdentaráð átelur þau vinnu- brögð menntamálaráðherra að hafa ekki samstarf við náms- menn um skipan nefndar til endurskoðunar á lögum Lána- sjóðs islenzkra námsmanna. Ók á bíl í og týndist Kömbum f myrkrinu við Skíðaskálann Lögreglan á Selfossi og i Reykjavik leituðu i gærkvöldi að ökumanni, sem ók utan i bil i Kömbum og hélt áfram ferðinni án þess að aðgæta nánar um af- leiðingarnar. Um kl. átta i gærkvöldi fannst Skorað á Breta Framhald af bls. 1/ Þetta hef ég sagt við skips- hafnirnar sjálfar, þegar ég hef haft tækifæri til þess að tala við þær um borð i varðskipunum sagði forsætisráðherra. Ég hef sagt þeim, að stundum þurfi meira hugrekki til þess að sýna gætni og stillingu heldur en glannaskap. Meðan ég fer með stjórn þessara mála verður ekki breytt frá þessari stefnu, hvað sem hver segir. Þessar umræður urðu við 1, umræðu frumvarps, er Sjálf- stæðismenn flytja um eflingu Landhelgisgæzlunnar. Lýsti for- sætisráðherra sig fylgjandi þeim ákvæðum frumvarpsins, að Land- helgissjóði yrði ákveðinn árlegur og riflegur tekjustofn i stað þeirra óvissu tekjustofna, sem hann hefði nú. Fyrsti flutnings- maður þessa frumvarps er Jóhann Hafstein. Sagðist for- sætisráðherra ekki geta stillt sig um að minna Jóhann á það, að sl. 12 ár. hefðu Sjálfstæðismenn farið með stjórn þessara mála og margt væri léttara i dag ef sá áhugi, sem Sjálfstæðismenn nú sýna til að afla Landhelgissjóði fjár, hefði komið fram á öllum þeim árum, sem þeir fóru með stjórn þessara mála. Það væri of- mælt að Landhelgisgæzlan væri á götunni enda væri það óskemmti- legur vitnisburður um 12ára við- reisnarstjórn, þvi að i engu hefur húsnæði Landhelgisgæzlunnar breytzt frá þvi Jóhann var dóms- málaráðherra, nema ef vera kynni að viðreisnarstjórnin hefði eitthvað að henni þrengt og af henni verið tekið húsnæði, sem hún áður hafði i þessu húsi, sem húnernú, þannig að bezt er fyrir alla að vera ekki með mjög stór orð i þessu sambandi, heldur sameinast um að bæta húsakost og aðstöðu Landhelgisgæzlunnar en allir væru um það sammála nú að svo þyrfti að gera Nánar verður sagt frá þessari ræðu forsætisráðherra i blaðinu á Volkswagenbill utan við veginn neðan við Skiðaskálann og ber hann þess merki, að hafa lent i árekstri og er talið vist að um sama bil og þann sem ók á I Kömbunum sé að ræa. ökumaður fannst hins vegar hvergi. Virðist hann hafa horfið út i myrkriö og var hans leitað i gærkvöldi. Mikil áfengislykt var i bilnum og er álitið að ökumaður hafi verið mikið ölvaður. Lögreglan i Reykjavik hafði i gærkvöldi samband við skráðan eiganda bilsins, en hann segist hafa verið nýbúinn að selja manni úti á landi farartækið og kæmi sér billinn ekki lengur við. Þegar siðast var vitað,var ekki búið að hafa uppi á meintum eig- anda bilsins og þvi ekki vitað hver ók honum. Þegar komið var að bllnum utan vegarins var hann óökufær, en þá hefur bilstjórinn ekki getað verið langt undan þvi svo skammt var siðan hann lenti I árekstrinum i Kömbunum. Hefur hann annað tveggja verið I hrauninu og falið sig þar eða sofnað, eða komist með öðrum bil til Reykjavikur. GUÐJðN Stvrkárssom HJfSTAktTTAMLÖGHAOUK AUSTUMSTKÆTI é SlMI IBJU ■ ■mimtitn morgun. TRULOFUNAR- HRINGAR Fljót afgreiBsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsm. Bankastræti 12. Jafnframt mælist stúdentaráð eindrégið til þess við ráðherra, að hann gefi námsmannasam- tökunum kost á að tilnefna full- trúa i nefndina. Alyktun fundar Nemendafélags Tækniskóla Islands sem haldinn v.ar að Hótel Esju 13. okt. 1972 barst Timanum i gær. Hún er svo- hljóðandi: „Nemendur i Tækniskóla Islands lýsa furöu sinni yfir þeirri ákvörðun rikisstjórnarinnar að skera fjárlagatillögur stjórnar Lánasjóðs islenzkra námsmanna jafnstórlega niður og fjárlaga- frumvarp þaö, sem nú liggur fyrir alþingi, ber með sér. Meö þessari ákvörðun er stigiö stórt skref til baka á þeirri braút, sem mörkuð hefur verið á undan- förnum árum, þ.e. að ná i áföng- um þvi takmarki að lána náms- mönnum 100% umframfjárþarf- ar. Nemendur i Tækniskóla Is- lands lýsa algerri andstöðu við þá stefnu, sem með þessari ákvörö- un er mörkuð og skora á alla námsmenn að standa saman og berjast fyrir þvi að frumvarpi rikisstjórnarinnar verði breytt I meðförum alþingis.” FRÆÐSLUrUNDIR UM KJARASAMNINGA V.R. 2 fundur fer fram i Félagsheimili V.R. aö Hagamel 4 i kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20,30. — Fjallar hann um launataxta - launaútreikninga Framsögumenn: Sigrún Jóhannsdóttir Elis Adolphsson Helgi E. Guöbrandsson VERIÐ VIRK í V.R. Fix-So fatalímiö auðveldar viðgerðina. Spariö tíma og fyrirhöfn. Notiö Fix-So. Fix-So þolir þvoft. Póstsendum. Málning & Járnvörur Laugavegi 23 — Simar 11295 & 12876 — Revkiavík 12876 — Reykjavík Kaupfélag Rangæinga auglýsir til sölu: Notaðar dráttarvélar: Massey Ferguson 135, árg. 1967 Massey Ferguson 130, árg. 1966 Ferguson 35, árg. 1959 John Deer, 47 hestafla, árg. 1967, með sláttuvél og ámoksturstækjum John Deer, 47 hestafla, árg. 1967, með sláttuvél Zetor, árg. 1963, til niðurrifs Búvélar: Heybindivél, New Holland, árg. 1969 Áburðardreifari, New Idea Kartöfluniðursetningsvél, Faun Heyþyrla, Khun Dráttarvélakerra Bilar og bilahlutar: Land-Rover, disel, árg. 1965 og 1962 Austin Gipsy, disel, árg. 1964 Mótor, girkassar, drif og fleira úr gömlum Volvo-bilum Notuð ísvél Upplýsingar gefur Bjarni Helgason, simar 5121 og 5225

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.