Tíminn - 24.10.1972, Síða 9
Þriðjudagur 24 október 1972
Otgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;
'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns).|
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar^krif-i
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306;
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs -
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300.. Askriftargjalá
225 krónur á mánuði innan lands, i láusasölu 15 krónur ein'
takið. Blaðaprent h.f.
íslendingar láta
ekki bugast
Sennilega vita brezkir verkalýðsleiðtogar
ekki, hvað þeir eru að gera, þegar þeir leggja
bann á innflutning islenzkra vara til Bret-
lands. Þeir eru með þessum hætti að reyna að
þvinga fámenna og fátæka þjóð, sem býr i einu
harðbýlasta landi veraldar, til þess að gera
nauðungarsamning um að eyðileggja helzta
afkomugrundvöll sinn. Þessa hefði mátt vænta
af gömlum brezkum nýlendurkúgUrum á 18.
öld; en ekki af brezkum verkalýðsleiðtogum á
20. öidinni.
Eina afsökunin, sem brezkir verkalýðsleið-
togar geta haft, er sú, að þeir gera sér þetta
ekki ljóst. Þeir hafa ekki kynnt sér siðustu
niðurstöður fiskifræðinga, sem telja fiskstofna
á Norður-Atlantshafi ofveidda og leggja þvi til
að veiðarnar verði minnkaðar um helming
meðan fiskstofnarnir eru að ná sér aftur.
Brezku verkalýðsleiðtogarnir hafa bersýnilega
ekki heldur aflað sér upplýsinga um, hvernig
þorskafli íslendinga hefur farið minnkandi að
undanförnu og hversu örlagarikur þáttur hann
er i afkomu þjóðarinnar. Þeir hafa bersýnilega
ekki heldur aflað sér upplýsinga um þá réttar-
þróun, sem er að gerast i heiminum, og gleggst
hefur komið i ljós i hafsbotnsnefnd Sameinuðu
þjóðanna. Samkvæmt tillögum þeirra þjóða,
sem skemmst ganga, t.d. Bandarikjanna,
hefðu Islendingar skýlausan forgangsrétt til
fiskveiða á landgrunninu, þegar nauðsynlegt
er að takmarka veiðarnar, eins og nú er
óhjákvæmilegt.
Allt þetta virðist hulið brezku verkalýðsleið-
togunum. Þeir annaðhvort hirða ekki um stað-
reyndir eða loka augunum fyrir þeim. A.m.k.
er ekki til önnur afsökun á framferði þeirra, ef
þeir eru þá eitthvað annars sinnis en brezku
nýlendukúgararnir á 18. öld.
Vissulega áttu Islendingar ekki von á
þessum viðbrögðum, þvi að slika sanngirni
hafa þeir sýnt. Ástand fiskimiðanna við ísland
er nú þannig, eins og Hannibal Valdimarsson
sagði á dögunum, að raunverulega geta
íslendingar ekki samið um neinar undanþágur.
Þó hafa þeir boðið,að riflegar undanþágur yrðu
veittar þeim brezkum skipum, sem hér hafa
stundað veiðar og eru minni en 800 smál. Undir
þetta falla allir þeir togarar Breta, sem
erfiðast eiga að sækja á djúpmið. Svarið við
þessu sanngjarna tilboði íslendinga er hafn-
bann og hótanir um valdbeitingu brezka
flotans. Bretar þekkja íslendinga illa, ef þeir
halda að þetta sé leiðin til að beygja þá.
Ef Islendingar verða neyddir til að velja um
það tvennt að fórna lifsafkomu sinni eða að
hætta viðskiptum við Breta, þá er ótvirætt
hvert val þeirra verður. Þó að brezkir verka-
lýðsleiðtogar liti réttilega stórt á sig og þjóð
sina, þá eru Bretar ekki eina þjóðin, sem hægt
er að verzla við.
Það hefur verið trú Islendinga, að vestrænar
þjóðir væru komnar á það stig, að þær gætu
jafnað ágreiningsmál sin með samningum. En
brezkir togaraeigendur og vissir verkalýðs-
leiðtogar vilja hins vegar kúga íslendinga. Is-
lendingar verða að reynast menn til að mæta
þvi.
TÍMINN
9
Kristján ingólfsson kennari:
Framtíð vinstri afla
Undanfarin misseri hefur
mikið veið rætt og ritað um
sameiningu vinstri flokkanna i
landinu. i siðustu kosningum
kom fram nýr stjórnmála-
flokkur, Samtök frjálslyndra
og vinstri manna, sem lýsti
þvi yfir sem höfuöbaráttumáli
að sameina bæri alla þá
islendinga i einum stjórn-
málaflokki, er aðhyllast
HUGSJÓNIR JAFNAÐAR,
SAMVINNU OG LÝÐRÆÐIS.
A flokksþingi Framsóknar-
flokksins skömmu fyrir sömu
kosningar samþykkti einnig
Framsóknarflokkurinn eftir-
farandi:
„F R A M S ÓK N A R -
FLOKKURINN MUN A
KOMANDI KJÖRTÍM ABILI
VINNA AÐ ÞVt AÐ MÓTA
SAMEIGINLEGT STJÓRN-
MALAAFL ALLRA ÞEIRRA,
SEM ADHYLLAST HUG-
SJÓNIR JAFNAÐAR, SAM-
VINNU OG LÝÐRÆÐIS”.
Frá þvi á sl. hausti hafa
nefndir frá vinstri flokkunum
4 ræðst við um þessi mál i um-
boði flokkanna. Að sjálfsögðu
er hér ekki um auðvelt mál að
ræða. A.ffi.k. 3 þessara flokka,
þ.e. Alþýðubandaíag, Aíþýðu-
flokkur og Framsóknar-
flokkur byggja á allþróaðri
hefð hver og einn og hafa
gegnum árin mótað sin eigin
kenningarfræði, sem þeir
grunndvalla baráttu sina á.
Þannig er það ekkert leyndar-
mál að Alþýðubandalagið
byggir á fræðilegum sósia-
lisma, Alþýðuflokkurinn á
hægrisinnuðum sósialdemó-
kratisma, meðan Fram-
sóknarflokkurinn grund-
vallast á félagshyggju og
sam vinnustefnu. Samtök
frjálslyndra og vinsti manna
teija sig jafnaöarmannaflokk,
þ.e. sósialdemókrata.
A ýmsan hátt er hér um ólik
sjónarmiðað ræöa, sem búast
mætti við að ekki færu rétt vel
saman i einum og sama
flokknum, þegar til lengdar
léti.
Beisk reynsla
En vissulega er reynslan
beisk. Flokkur peninga- og
auðhyggjumanna, Sjálf-
stæðisflokkurinn lék af snilli á
þetta sundraða vinstra lið,
meðan sá flokkurátti foringja.
Og þó litið fari fyrir þeim hjá
ihaldinu i dag, þá getur það
eignast nýjan spámann fyrr
en varir, spámann sem léki á
vinstri flokkana i landinu að
hætti Ólafs Thors, eða Bjarna
Benediktssonar, ef þeir stæðu
jafn sundraöir og verið hefur
til þessa.
Það er þvi engin goðgá,
þótt einlægu vinstra fólki
verði á að spyrja: Er ekki
bezt að sameina alla flokkana
i eitt sterkt og voldugt bar-
áttutæki islenzkrar alþýöu til
sjávar og sveita?
Og sé það haft i huga að á sl.
33 árum hefur ihaldið um 27
ára timaskeiö stjórnað
landinu i samvinnu viö vinstri
flokkana gömlu til skiptis, þá
verður spurningin enn
áleitnari.
Benzín og vatn
Ekki gengur billinn
óhindrað lendi vatn i
benzininu. A sama hátt eiga
vinstri flokkarnir islenzku sin.
séreinkenni „líkt og vatnið og
hcnziniö, ýmist fræðileg, eða
skipulagsleg, sem gætu eins
vel orðið eðlilegu samstarfi til
trafala, ef búa ætti um þá alla
i einni flokkssæng. Hitt er ann-
að, að margt sameinar þá, svo
margt, að þeir eiga hiklaust að
stjórna landinu saman, og láta
ekki flokkslega singirni trufla
þar samstarfið.
Rlkisstjórn sú er f dag situr
er prófsteinn i þessum efnum.
Það má segja að hún hafi
fæðzt nokkuð óvænt inn i
þennan heim. Þvi skorti
ýmislegt á að hún væri eins vel
undir það búin að taka við
stjórnartaumunum og skyldi.
M.a. kom hún að innilokuðum
upplýsingum um mörg veiga-
mikil málefni, uppiýsingum
sem fráfarandi stjórn hafði
ekkert verið að flika framan i
stjórnarandstöðuna.
Og þó að örðugleikaisteðji að
i dag, þá hafa örðugleikar
steöjað áður, og ekki sizt á
dögum fráfarandi stjórnar.
Slikt þarf ekki að ryfja upp,
það er mönnum i vei fersku
minni.
Núvcrandi rikisstjórn hefur
þegar margt og mikið gert til
gagns á 15 mánuðum og þó
hún sé ekki enn búin að taka til
i eldhúsinu eftir 12 ára Við-
rcisn og dæmalausan við-
skilnaö, þá mun henni efalaust
takast að koma þar á reglu, fái
hún til þess eðlilegan frið og
tima. En kjörtimabilið er 4 ár,
og nú væri eölilegt að vinstri
flokkarnir4, Alþýðuflokkurinn
mcðtalinn, settust niður og
störfuðu að þvi með
heppilegum vinnubrögöum aö
byggja upp sameiginlega
stcfnuskrá, sem yrði málefna-
skrá áframhaldandi vinstri
stjórnar að kosningum
loknum. Væri að þvi gengiö af
heiluin hug væru þau vinnu-
brögö mjög skynsamleg og
mætti búast við mun
jákæ-eoðari og raunsæari
árangri, en ef gera á stjórnar-
sáttmála rétt eftir kosningar
mcðan kosningageirarnir
syngja enn i höndum manna.
Undirstaðan sé réttleg
fundin
Vilji vinstri flokkar félags-
lega sameiningu þá skyldi vei
grundað. Fátt yröi meiri
óvinafögnuður, en sameining
sem endaði með sprengingu
eftir stuttan leik. Hversu yrði
þá farið samvinnu þeirra afla
eftir á á öðrum sviöum?
Þvi skal á það bent aö auk
samstöðu um málefnalega
stefnuskrá sem hér var vikið
að er flcira til, svo sem kosn-
ingasamvinna af ýmsu tagi,
allt til þess kerfis, sem brezki
Verkamannaflokkurinn bygg-
ir á, en hann samanstendur af
mörgum stjórnmáiasamtök-
um, hagsmunasamtökum og
a.m.k. tveimur sjálfstæðum
stjórnmálaflokkum.
En fyrst og siðast eru það
málefnin sjálf, sameiginlegt
takmark og viljinn til að berj-
ast sameiginlega að þvi, sem
úr sker.
Að sameinast um gjána
Tveir vinstri flokkanna, Al-
þýðuflokkur og Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna hafa
þegar boðað landslýð, að þeir
hyggi á sameiningu sin i milli.
Landsfundur SFV og flokks-
þing Alþýðuflokksins hafa i
haust gert samþykktir er að
þvi lúta, þrátt fyrir mótstöðu-
arma i báöum flokkunum.
Er af samþykktum þeirra
að sjá, að nú verði endanlega
sezt á rökstóla og reynt að ná
samkomulagi. Ýmisíegt virð-
ist þó óráðið i þeim efnum, og
verður ekki annað séð, en hér
séum hreina pólitiska biðskák
að ræða, þar eð annar aðilinn
situr i rikisstjórn, heilshugar,
en hinn hefur rekið stjórnar-
andstöðu eftir fremsta megni.
Viljinn til sameiningar
byggist hins vegar á tilfinn-
ingunni fyrir sameiginlegri
fræðilegri undirstöðu,
jafnaðarstefnunni.
En fræðilega undirstöðu má
ekki skilja á þann hátt, að hún
sé einhver alvis draumaráðn-
ingabók, sem gefi á svip-
stundu svör viö öllum stjórn-
málalegum atriðum.
Nýlega gekk hinn gamli og
voidugi Norski Verkamanna-
flokkur i gegnuin hrikalega
eldraun, og óvfst er hversu
liann kemur út úr henni. Hann
skiptist sem sé upp I tvær fylk-
ingarog þær aðskildi óbrúanl.
gjá. önnur fylkingin vildi að
Noregur gengi i Efnahags-
bandalagiö, en hin ekki. Sigur
þeirra siðarnefndu olli þvi að
rikisstjórn Verkamanna-
flokksins varð að segja af sér.
Þegar úrslit voru ljós sendi
formaður Samtaka frjáls-
lyndra og vinstrimanna á Is-
landi i nafni samtaka sinna
sigurvegurunum norsku
bróðurlegar fagnaðarkveðjur,
en formaður Alþýðuflokksins
islenzka úthellti tárum i
flokksblaði sinu yfir sömu
úrslitum, sem honum fundust
vcra hræðilegur sigur aftur-
haldsafla.
Eitthvað virðist skorta á
málefnalega samstöðu þess-
ara aðila.
Af ró og skynsemi.
Ég benti I upphafi á flokks-
þingssamþykkt Framsóknar-
flokksins um „að móta sam-
ciginlcgt stjórn má laafl”
vinstri manna. Fram-
kvæmdastjórn flokksins kaus
á sinum tima nefnd til að fjalla
um þessi mál. Hún hefur tekið
þátt i viðræðum viö hina
vinstri flokkana. Formaður
hennar er sá þingmaður
flokksins, sem mesta stjórn-
málareynslu hefur að baki,
Eysteinn Jónsson. Fram-
sóknarflokkurinn mun áreið-
anlega ekki láta sitt eftir
liggja til að treysta möguleik-
ana á þvi að félagshyggjufólk-
ið i landinu fái stjórnaö þjóð-
félaginu á komandi tímum.
En bezt er að athuga allar
leiðir af ró og skynsemi, vit-
andi það að tilfiningarnar ein-
ar leysa engan vanda. Einmitt
þcssvegna m.a. ber okkur
Framsóknarmönnum að sjá
um, að um þessi mál verði
cðlilega skoöanamyndun I
flokknum. Og hún verður að
mótast af raunsærri hlutlægni
og af hreinskilinni einurð.
Hvernig sem alit fer skulum
við sýna það og sanna, að við
metum málefnin og afstöðuna
til þeirra öðru meir.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Þ.Þ.