Tíminn - 24.10.1972, Side 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 24 október 1972
Merek Vance var eini maðurinn, sem ég gat talað við, án þess að ótt-
ast samræðuefnið. t návist hans þurfti ég ekki sifellt að vera að rifja
upp sárindi orðinna atvika, sem héðan af varð ekki um þokað. Sérhver
ný prófun leiddi i ljós, að heyrn min var óðum aö glæðast. Ég var tekin
að heyra tal fólks, þótt eigi greini .ég orð i samhengi nema ég fylgdist
lika með varahreyfingum þess.
Ég var stödd i lækningastofunni daginn, sem mestar óeirðirnar urðu
við verksmiðjuhliðið, þegar hljóðmerki lögreglubifreiðanna kváðu allt
i einu við og skothriðin hófst handan árinnar. Okkur varð litið hvoru á
annað, þvi að nú vissum við, að það, sem við höfðum lengi óttazt, hafði
gerzt. Hann lagði frá sér dæluna og þreif tösku sina. Hann mælti ekki
orð frá vörum, en ég sá, að hann bætti i hana sárabindum, áður en hann
snaraðist út.
,,Þú ert að fara þangað”, sagði ég. „Lofaðu mér að fara með þér”.
En hann hristi aðeins höfuöið, og ég varð að hlýða. Ég horfði á eftir
honum. Hann hljóp niður stiginn og settist inn i bifreið sina og ók á
brott. Ég varð eftir, einmana og til einskis nýt, þegar á reyndi.
Eg mun hafa beðið i margar klukkustundir, og ekki veit ég, hve oft ég
gekk milli stóls og glugga. Rökkrið seig yfir, og götuljósin voru tendr-
uö, en samt beið ég og kveikti ekki einu sinni á borðlampanum. Þeir
voru hættir að skjóta handan árinnar, og ég hlustaði sljóvum eyrum á
þögnina.
„Hvað? Ertu hér enn?” Vance gekk beint á mig i myrkrinu. Hann
kveikti i skyndi. Ég sá, aðandlit hans var illa leikið. Á annarri kinninni
var stór, blá skráma.
„Þetta er ekkert”, sagði hann, þegar hann tók eftir augnaráði minu.
„Ég varð fyrir smáhnjaski, er varð ætlað einhverjum öðrum. Ég hel'ði
átt að vera i hvitum slopp, svo að ég væri dálitið læknislegri”. Hann
reyndi að brosa, en brosið var dapurlegt. „Það urðu óeirðir, og þátttak-
an var almenn — ekki vantaði það. Verkfallsmenn réðust á verka-
mannahóp, sem kom úr verksmiðjunum, og hervörðurinn ætlaði að
hrinda árásinni. Þá þyrptist mannfjöldinn úndir eins að, og hermenn-
irnir gripu til skotvopnanna. Þeir skutu reyndar mest upp i loftið, en
nokkrir verkfallsmenn urðu þó fyrir kúlum, og fjölmargir hlutu meiðsl
og áverka af kylfum og hnefahöggum og grjótkasti. Við höfðum ei séð
fyrir endann á þessu, þvi miður”.
Það var satt. Ég vissi það þá, og ég sé það þó enn betur nú, þegar
Friðarpipuverksmiðjurnar hafa verið lokaðar i sex mánuði og helftin
af verkafólkinu er flúin til annarra borga. Verksm.flauturnar eru
alveg hættar að hljóma kvölds og morgna. Engan reyk leggur upp úr
reykháfunum, og engar vélar eru á hreyfingu innan múrsteinsveggj-
anna. Ain streymir óhindruð undir brýrnar. Flóðgáttirnar standa opn-
ar, þvi að nú erekki lengur þörf á orkunni.
Ég ætla mér ekki þá dul að segja, hverjum hrunið i Blairsborg var
að kenna. Wallace l'rændi og framkvæmdastjórnin halda þvi fram, að
verkamönnunum sé um að kenna. Aðrir, sem þeim eru hlynntir, telja
að öllu hefði verið borgið, ef gengið hefði verið að réttarkröfum þeim,
sem félag þeirra gerði. Enn aðrir yppta öxlum og segja, að viðskipta-
kreppan hafði lengi verið að leggja hvert iðjuverið af öðru i auðn. En
HÚSBYGGJENDUR - VERKTAKAR
Kambstál: 8,10,12,16,20,22 og 25 m/m.
Klippum og beygjum stál og járn eftir
óskum viðskiptavina.
STÁLBORG H.F.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.
hvernig sem þvi er farið, komust Friðarpipuverksmiðjurnar i greiðslu-
þrot, og ég hef heyrt orðróm um það, að þær muni brátt verða samein-
aðar fyrirtækjum voldugs félags, sem ræður yfir eigi færri en tuggugu
iðjuverum, þar sem vefnaðarvörur eru framleiddar. Hinn fjaður-
skreytti Indóánahöfðingi og orðin „Friöarpipur — gæðin tryggð” er
ekki lengur tákn arfgengs metnaðar og arfbundinna venja. Hann er á
fleiri en einn hátt tákn hverfandi kynslóðar.
Ég heyri nú orðið sjaldan minnzt á Jóa Kellý. En fyrir handan ána,
i litlu skuggal. húsunum, þar sem þreyttar konur hengja þvott sinn til
þerris á snúrur og biða þolinmóðar eftir matar- og kolaskammti sinum
og langsoltnir verkfallsmenn vaka yfir hverju handarviki, sem kann
að fást að gera, lifir minningin hans. Þar er þess minnzt, hvað hann
var og hvað hann vildi i rauninni vera. í vitund minni mun hann alltaf
verða einn af þessu fólki og ég get mæta vel hugsað mér, að hann standi
enn, einn og ósýnilegur, verkallsvörð við mannlaus verksmiðjuhliðin.
Við Merek Vance töluðum saman um Jóa Kellý, er við sáumst siðast,
fyrir mörgum mánuðum. Það var seint á vori i New York, og við sátum
saman i litlum garði, stutt frá sjúkrahúsinu, er hann hafði komið
mér fyrir i, þar sem var verið að taka lækningaaðferð hans i notkun við
hinn fullkomnustu skilyrði. Hann hafði talið mig á að fara þangað til
rannsókna og framhaldslækninga, auk þess sem ég skyldi vera til að-
stoðar við að koma þessari nýju stofnun á laggirnar. Lengi vel hafði ég
þrjóskazt við að verða við óskum hans, en þar kom að lokum, að vilja-
þrek hans varð þrákelkni minni yfirsterkari.
Svo hafði ég farið til New York, er hann hvarf til nýrra starfa. Það
fór eftir atvikum vel um Emmu frænku i umsjá Weeks læknis og
Möngu, þóttsýnilegt væri, að fóturinn mundi aldrei verða henni að not-
um. Beinið var gróið saman, en þess voru engar likur, að henni yrði fót-
urinn þrautalaus né þjáll að beita. Hún hlýtur að verða hálfósjálf-
bjarga, það sem eftir er ævinnar, og það veit hún sjálf. Við vitum það
öll, þótt við forðumst að tala um það.
Wallace frændi var þvi andvigur, að ég færi til New York en að lok-
um varð hann þó að leggja sitt samþykki á það. Friðarpipuverin og
ógæfan, er yfir þeim vofði, var hið eina, sem hann gat hugsað um
þessa daga áður en þeim var lokað fyrir fullt og allt. En Manga Flynn
studdi það mjög eindregið, að ég færi. Hún myndi, held ég, hafa tekið
sópinn og rekið mig út á undan sér, ef ég hefði ætlað að hætta við ferð-
ina á siðustu stundu.
„Það er nóg búið að dynja yfir þig hér”, þusaði hún, þegar hún var að
hjálpa mér til að búa um farangur minn. „Ekki þar fyrir: það er viðar
andstreymi. En þú ert of ung til þess að verða að einhverju stofugagni
hér. Það er nógur timi til þess, þegar þú ert orðin gömul og ldin, eins og
ég, sem rétt dregst þetta áfram af vana”.
Hún brosti beisklega um leið og hún sagði þetta, og ég varð þess vör,
að hún forðaðist að lita á mig.
Lárétt
1) Dansar,- 5) Fiskur,- 7) EIL-
9) Slys,- 11) úrskurð.- 13)
Óhreinka.- 14) Skraf.- 16)
Keyr,- 17) Hoppaði,- 19) Leift-
ur,-
Lóðrétt
1) Kjörinna,- 2) Féli- 3)
Barði - 4) Óskerta,- 6) Tali.- 8)
Fugl,- 10) Afreks,- 12) Snarl,-
15) Leikur,- 18) Þröng,-
X
Ráðning á gátu Nr. 1239
Lárétt
l) Undrun,- 5) Don,- 7) Lá,-
9) Gnýr - 11) Ina,-13) Asa.- 14)
Naga,- 16) TS,- 17) Tuðra,- 19)
Barðar.-
Lóðrétt
1) Ullina,- 2) DD,- 3) Rog,- 4)
Unna.- 6) Hrasar,- 8) Ana,- 10)
Ýstra,- 12) Agta,- 15) Aur,- 18)
ÐÐ,-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
Þ RIÐJUDAGUR
24. október.
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréitir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið.
14.30 Siðdegissagan „Draum
ur um Ljósaland" eftir Þór-
unni Elfu Magnúsdóttur.
Höfundur les (6).
15.00 M iðdeg is tón 1 eika r.
16.00 Frétiir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Framburðarkennsla i
tengslum við bréfasknla ASÍ
og SiS. Þýzka, spænska,
esperanto.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Sagan af Hjalta litla” eftir
Stefán Jónsson. Gisli Hall-
dórsson leikari byrjar lest-
urinn.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
19.35 Umhverfismál.
20.00 F"rá listahátið i Helsinki.
Emil Gilels leikur á tónleik-
um 4. sept. sl. a. Tvær
pianósónötur eftir Beethov-
en, i C-dúr op. 53 og A-dúr
op. 101. b. „Svipmyndir”
eftir Debussy. c.
„Petrúshka” eftir
Stravinsy.
21.15 Skyr og skyrgerð.Baldur
Johnsen læknir flytur
erindi.
21.40 iþróttir. Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Tækni og
visindi. Guðmundur Egg-
ertsson prófessor og Páll
Theódórsson eðlisfræðingur
sjá um þáttinn.
22.35 Harmonikulög.
23.00 Á hljóöbergi.The James-
town saga: Saga landnáms i
Jamestown 1605 til 1620 i
orðum landnemanna
sjálfra. Philip L. Barbour
tók saman efnið en Nigel
Davenport o.fl. leikarar
flytja.
23.50 Fréttir i stuttu máii.
Dagskrárlok.
þriðjudagur
24. október
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Ashton-f jölskyldan
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 26. þáttur. Talinn
af. Þýðandi Heba Július-
dóttir. Efni 25. þáttar. Faðir
Edwins er látinn og Ashton-
hjónin fara til Yorkshire til
að ganga frá eigum hans.
Þar ræða þau. saman og
nálgast hvort annað á ný.
Davið kemur heim i orlof og
heimsækir Sheilu i von um
sættir, en Colin er þar fyrir
og Davið hraðar sér á brott.
Tony Briggs er lika i or-
lofi og vonkona hans með
honum. Shefton vonast eftir
að Tony kvænist henni og
komi til starfa i prent-
smiðjunni, en það virðist ó-
sennilegt. Edwin fær stað-
festingu á fréttunum um, að
John sé á lifi, og tilkynnir
Margréti það.
21.25 Nýjasta tækni og visindi.
Skylab — rannsóknastöð
i geimnum. Öryggi á vegum.
Land varið ágangi sjávar.
Umsjónarmaður örnólfur
Thorlacius.
21.50 Fangelsin.
Umræðuþáttur i umsjá
Ólafs Ragnars Grimssonar.
í sjónvarpssal verða, auk
Ólafs Jóhannessonar,
dómsmálaráðherra. lög-
fræðingar, dómarar, sál-
fræðingar fangaverðir og
ýmsir aðrir, sem láta sig
fangelsismál varða. Einnig
verður rætt við nokkra
fanga.
22.50 Dagskrárlok