Tíminn - 24.10.1972, Qupperneq 15
Þriftjudagur 24 október 1!)72
TÍMINN
15
Umsjón Alfreð Þorsteinsson:
Heimsmeistarakeppni stúdenta í handknattleik:
íslenzka liðið valið
nú í vikunni
— kemst beint í 16-liða úrslitin, sem fara fram í Svíþjóð
íslenzka stúdentaliðið,
sem tekur þátt i Heims-
meistarkeppni stúdenta
i handknattleik sem fer
fram i Sviþjóð um ára-
mótin n.k. verður valið
fljótiega og mun liðið
æfa nokkrar æfingar
saman aður en það
heldur til Sviþjóðar.
Áætlað er að hafa
nokkrar æfingar i
mánuði og æfa svo dag-
lega rétt fyrir utan-
förina, en það verður
farið til Sviþjóðar i lok
desember og leikið dag-
ana 28. des. - 5. jan. 1973.
t förinni verða að öllum likum,
fjórtán leikmenn, þjálfari, fara-
stjóri og dómari. öll lið, sem taka
þátt i keppninni, verða að útvega
einn millirikjadómara. Það
verður íþróttafélag Stúdenta sem
sér um islenzka liðið. — Það getur
orðið nokkuð sterkt, þar sem
margir góðir leikmenn eru t.d. i
Háskólanum. Nöfn eins og Birgir
Finnbogason, FH Geir Thor-
steinsson, IR, Ólafur Jónsson Val,
Einar Magnússon, Viking, Jónas
Magnússon, FH, Björn Jóhannes-
son, Ármann, Arni Indriðason,
Gróttu, Bjarni Jónsson, Arhus
KFUM og Jón Hjaltalin, Lugi, svo
eitthverjir séu nefndir.
tslenzka liðið átti upphaflega að
leika i undankeppni, þar sem liðið
átti að leika gegn Belgiu og
Luxemborg. En þar sem nokkur
lönd hættu við þátttöku, komst ts-
land beint i 16-liða úrslitin. Mjög
sterk lið taka þátt i keppninni og
eru austanjárntjaldsþjóðirnar,
með m jög góð lið, þar sem margir
af landsliðsmönnum landanna,
eru háskólamenn. Islenzka liðið
getur orðið nokkuð sterkt og það
getur náð langt i keppninni. SOS
Ilinn margreyndi landsliðsmaður úr Viking, Einar Magnússon, sést
hér i landsleik gegn Bandarikjamönnum. Einar er einn af leikmönnun-
um sem leikur með islenzka stúdcntaliðinu i Sviþjóð.
KR-liðið varði
Bikarkeppni KKÍ:
Bikarmeistaratitilinn
— sigraði Islandsmeisfarana IR 85:80
KR-liðið varði Bikarmeistara-
titilinn á sunnudagskvöldið,
þegar það sigraði iR i spennandi
úrslitaleik i iþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi. Kolbeinn Pálsson,
átti mjög góðan leik fyrir KR og
var bann eins og fyrri daginn,
potturinn og pannan i leik KR-
liðsins. Það sást greinilega á leik
KR. að KR-liðið verður illsigrandi
i vetur — þó að leikmenn liðsins
liafi ekki verið sérstaklega hittnir
á körfuna, þá áltu þeir ekki i
erfiðleikum meðaðsigra ungt IR-
lið.
tR-liðið tók forustuna, snemma
i leiknum og voru yfir fyrstu 13.
min af leiknum, en þá fóru KR-
ingarnir af stað og jöfnuðu. Þegar
El'tir að hafa séð öll Reykja-
vikurliðin i meistaraflokki
kvenna i handknattleik leika —
getur maður ekki lokað augunum
fyrir þvi, að kvennahandknatt-
lcikur er ckki nærri þvi eins góður
nú i dag, eins og hann var fyrir
nokkrum árum. Ungar og cfni-
legar stúikur, sem þóttu mjög
góðar fyrir einu til tvcimur árum,
cru staðnaðar og verða vist aldrei
annað en efnilegac. Tveir leikir
voru leiknir i meistaraflokki
kvenna á sunnudaginn og sigraði
þá Framliðið Viking og Valur átti
ekki i vandræðum með KR-
liðið.Báðir leikirnir, voru litið
skemmtilegir, þar sem yfirburðir
sigurliðanna, voru miklir.
Fyrri leikurinn var á milli
Fram og Vikings. t þeim leik kom
fyrsta markið á fimmtu min. og
var það Arnþrúður Karlsdóttir,
sem það gerði. Siðan bættu
Framstúlkurnar við fjórum
mörkum, áður en Vikingsliðið
skoraði, — en mark Vikingsliðs-
ins skoraði Guðrún Helgadóttir,
úr vítakasti. Þá skoraði Oddný
Sigsteinsdóttir, fyrirFram 6:1 og
siðasta mark leiksins, skoraði
Þórdis Magnúsdóttir, fyrir
Viking.
fyrri hálfleiknum lauk var KR-
liðið búið að ná forustu 42:38. t
siðari hálfleik fór allt að ganga
hjá KR-liðinu og það náði góðri
forustu. tR-ingar söxuðu for-
skotið undir lokin, en það dugði
ekki, KR sigurinn var staðreynd.
KR-liðið er alltaf skemmtilegt
lið og þegar þvi tekst vel upp, er
það óstöðvandi. Kolbeinn var
bezti maður leiksins, en liðið er
nokkuð jafnt og reyndir leikmenn
eru i hverju rúmi. ÍR-liðið er
nokkuð úngt og kraftlitið. Beztur
hjá tR var Kristinn Jörundsson.
Það háði tR-liðinu mikið, að
Agnar Friðriksson, lékk snemma
i leiknum fjórar villur og fór út af
i siðari hálfleik, með fimm villur.
Framliðið lék þokkalega vörn
og áttu sterkar Framstúlkur ekki
i erfiðleikum með Vikingsliðið,
sem lék frekar lélegan hand-
knattleik. Það vantar allan kraft i
liðið og sóknin hjá þvi, er ekki
nógu ógnandi. Framliðið lék mun
betri sóknarleik og langskyttur
liðsins, þær Oddný Sigsteinsdóttir
og Arnþrúður, áttu ekki i erfið-
leikum, með að finna glufur i
Vikingsvörninni. Arnþrúður, sem
er nú mun betri, heldur en i fyrra,
skoraði tvö mörk, en Oddný, sem
er alltaf hættuleg langskytta,
skoraði fjögur.
Valur og KR, mættust i siðari
leiknum, en i honum var nær ein-
stefna að KR-markinu. Niu
sinnum lá knötturinn i netinu.
KR-stúlkurnar skoruðu tvö mörk
i leiknum og var annað skorað úr
vitakasti. Valsliðið leikur þokka-
legan handknattleik og er það
hreyfanlegt, en kannski með of
einhæfar leikkonur, sem skjóta
allt af sömu fjölunum. KR-
stúlkurnar leika nokkuð
skemmtilegan handknattleik, en
ekki nógu árangursrikan.
Knötturinn gengur vel á milli
stúlknanna — það er ekki nóg þvi
að það er ekki hægt að vinna leik,
ef aldrei er skotið á markið.
Dómarar leiksins voru þeir
Ólafur Thorlacius og Hörður
Thulinius. Það má segja, að
Hörður hafi dæmt leikinn einn, að
mestu.
Luxemborg
vann
lslenzka unglingalandsliðið i
knattspyrnu, sem var almennt
spáð sigri gegn Luxemburg,
mátti bita i það súra epli að tapa
i leiknum i Luxemburg 1:2. Það
voru Luxemburgarpiltarnir, sem
voru fyrri til að skora i leiknum
sem fram fór i Esch. 1 siðari hálf-
leik bættu þeir svo við öðru
marki, en rétt fyrir lok leiksins
skoraði Ásgeir Sigurvinsson, eina
mark tslands. Leikurinn var lið-
ur i undankeppni Evrópu-
keppninnar i knattspyrnu
unglinga. Liðin mætast aftur og
veröur þá leikið hér á landi.
★ ★
Vals bridge
í kvöld
t kvöld íer Iram Bridge-keppni
hjá knattspyrnufélaginu Valur og
hefst keppnin kl. 20.00 i félags-
heimilinu við Hliðarenda. Allir
Valsmenn eru hvattir til að mæta
og vera með frá byrjun.
★ ★
Vannst á
10 rétta
Nú er búið að fara yfir get-
raunaseðlana og kom þá i ljós, að
fjórir miðar voru með 10 rétta
leiki, sem dugði til sigurs og er
vinningsupphæðin 77,500 kr.
56 voru með 9 rétta og er auka-
vinningurinn 2.300 kr. A þessu
sést, að það hafa ekki verið get-
spakir þátttakendur, því að það
er afar sjaldgæft, að hæsti
vinningurinn vinnist á lO rétta. Af
þessum fjórum, sem voru með 10
rétta, voru tvær konur.
Kvennahandknatt-
leikur í öldudal
— lítið nýtt sást þegar Fram vann
Víking 6:2 og Valur KR 9:2