Tíminn - 24.10.1972, Síða 19

Tíminn - 24.10.1972, Síða 19
Þriðjudagur 24 október 1972 TÍMINN 19 Fjárlogaræða^1?. fjárveitinganefndar og alþingis- manna yfirleitt mun auðveldara en áður hefur verið. Leitazt er við að haga svo fjárveitingum til framkvæmda, að þær nýtist sem bezt, þannig að annað tveggja ná- ist, að ljúka viðkomandi fram- kvæmdum alveg eða ná við þær ákveðnum áföngum, sem koma viðkomandi framkvæmd i gagnið. Þá er gert ráð fyrir þvi, nú við þessa fjárlagaafgreiðslu, að jafn- hliða geti verið afgreidd fram- kvæmdaáætlun fyrir árið 1973. Áætlað er að leggja fram- kvæmdaáætlunina sem fyrst fram á háttvirta Alþingi. Útgjöld frumvarpsins eru við það miðuð, að kaupgreiðsluvisitala haldist i 117stigum útárið 1973. En tillit er tekið til þeirrar 7% grunnkaups- hækkunar, sem verður 1. marz n.k. Ennfremur er annar kosnað- ur við það miðaður, að um 13% hækkun hefur orðið á visitöluvöru og þjónustu frá gerð siðustu fjár- laga. Frumvarpið hækkar frá siðustu fjárlögum um 3 miljarða 318,3 millj. kr. eða 20,1%. Séu markað- ir tekjustofnar dregnir frá, er hækkunin 3 miljarða 44 millj. kr. eða 21,3%. Orsakir hækkananna. Rek ég þá helztu orsakir hækkananna: 1 fyrsta lagi hækkar fjárlaga- frumvarpið vegna launaútgjalda um 990 millj. kr. Þetta er fyrsta heila árið, sem launahækkanir samkvæmt kjarasamningum frá 1970 koma allar fram. Til viðbót- ar þessu kemur svo 7% hækkun grunnlauna hjá rikisstarfsmönn- um frá 1 marz á næsta ári. Frá þessu má draga 263 millj. kr., sem eru útgjaldaaukningin á launalið vegna lögreglumanna, sem áður hafa þegið laun frá sveitarfélögum. Nú greiðir rikis- sjóður lögreglumönnum að öllu leyti. 1 öðru lagi hækka útgjöld verulega til almanna trygginga. Framlag til þeirra hækkar um 734 millj. kr. Er þar haldið áfram á þeirri braut, er mörkuð var i fyrra með þvi að tryggja lág- markslaun til aldraðra og öryrkja og með hækkun á bótum 1. júli s.l. Niðurgreiðslur á vöruverði hækka um 374 millj. kr. og er þá miðað við að halda þeim að mestu óbreyttum eins og þær voru fyrir setningu bráðabirgðalaganna um verðstöðvun i sumar, en þeim lögum er ætlað að gilda til næstu áramóta. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir útgjöldum i þessu fjár- lagafrumvarpi, til að halda áfram þeim niðurgreiðslum, sem komið var á i tengslum við bráða- birgðalögin. Fé til þeirra ráðstaf- ana var fengið með niðurskurði á útgjöldum rikissjóðs á þessu ári, m.a. á framkvæmdaliðum, eins og ég hef þegar gert grein fyrir. Nú hafa þær fjárveitingar hins vegar verið teknar upp aftur. Það verður þvi á valdi Alþingis, ef fjármagna á efnahagsaðgerðir með svipuðum hætti á næsta ári og nú er gert. Nefnd vinnur nú að athugun á ástandi efnahagsmálanna. Gert er ráð fyrir, að ákvarðanir verði teknar um efnahagsaðgerðir, þegar tillögur nefndarinnar um valkosti i þeim liggja fyrir. Þvi þótti ekki rétt að taka tillögur þar að lútandi i fjárlagafrumvarpið nú. Þá hækkar framlag til vega- framkvæmda um 120 millj. kr. og er það i samræmi við siðustu vegaáætlun. Útflutningsuppbætur hækka um 110 millj. kr. Framlag til lánasjóðs islenzkra náms- manna hækkar um 83 millj. kr. og er þá gert ráð fyrir að mæta þeirri fjölgun, sem verður i hópi námsmanna. 1 öðru lagi, erlendri verðhækkun og þeim viðbótarút- gjöldum, sem lögð voru á sjóðinn með löggjöf frá siðasta Alþingi. Hins vegar er ekki tekið með i þennan útreikning, hækkun á inn- lendum framfærslukosnaði, en við meðferð fjárlagafrumvarps- ins hjá háttvirtu Alþingi, mun það verða gert og þeirri fjárhæð þá bætt við. En ástæðan til þess að það var ekki gert, þegar fjárlaga- frumvarpið var samið, var m.a. sú, að ekki bar saman útreikningi sjóðsins á verðlagsbreytingunni og þeirri reglu, sem Hagsýslan fylgdi við undirbúning fjárlaga- frumvarpsins. Lögin um Lána- sjóð islenzkra námsmanna verða tekin til endurskoðunar nú á þessu hausti. Hækkun á framlagi til bygging- ar barna- og gagnfræðaskóla er 79 millj. kr. Ný löggjöf var sett á sið- asta þingi um aðstöðujöfnuð ungs fólks til náms og hækkar framlag vegna hennar úr 25 i 50 millj. kr. Er þá gert ráð fyrir, að lögin komi til fullra framkvæmda á 3 árum. Sett var löggjöf um Sölustofnun lagmetisiðnaðarins og er veitt til hennar 25 millj. kr. i þessu fjár- lagafrumvarpi. 25 millj. kr. eru veittar vegna reksturshalla tog- aranna á yfirstandandi ári. Auk þess, sem nú hefur verið talið eru ýmsar breytingar og hækkanir, vegna aukins reksturskostnaðar, aukins viðhalds og hækkana á gjaldfærðum stofnkostnaði, sem samtals nema um 240 millj. kr. Rekstrarafgangur er sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu nú 580 millj. kr., en greiðsluafgangur um 104 milljónir. Með þessum sundurliðunum hef ég gert grein fyrir einstökum þáttum i rekstursreikningi fjár- lagafrumvarpsins er til hækkun- ar horfa, en skal nú i ræðu minni hér á eftir ræða nánar um fjár- lagafrumvarpið og einstaka þætti þess. Sundurliðun heildarútgjalda. Launagreiðslur samkvæmt frumvarpinu eru 4 milljarðar 359 millj. kr. eða 21% af heildarút- gjaldaliðum. Onnur rekstrargjöld eru 1 milljarður 38 millj. kr. eða 5,2%. Til viðhaldskostnaðar er varið 514 millj. kr. eða 2,6% og til vaxtagreiðslna 330 millj. kr. eða 1,6%. Gjaldfærður stofnkostnaður samkvæmt frumvarpinu, er 1 milljarður 460 millj. kr. eða 7,3%. Til fyrirtækja i B-hluta er varið 8 milljörðum 843 millj. kr. eða 44%. Til sveitarfélaga 633 millj. kr. eða 3,1%. Til fyrirtækja og atvinnu- vega 2 milljörðum 508 millj. kr. eða 12,5% og til einstaklinga, heimila og samtaka 397 millj. kr. eða 2%. Til nánari glöggvunar og sundurliðunar vil ég nefna, að til Háskóla Islands er varið á þessu fjárlagafrumvarpi i heild 256,7 millj. kr. og er hækkunin 33,7%. Til menntaskólanna er varið 257,5 millj. kr. og er hækkunin þar 16,3%. Til kennaraskólanna er varið 110,054 millj. kr., hækkunin er 38,7%. Til iðnskólanna er varið 89,3 millj. kr., hækkun 25,8%. Húsmæðraskóla 42,8 millj. kr. og er hækkunin 14,7%. Til héraðs- skóla er varið 104,8 millj. kr. og er hækkunin 11,6%. Til barna- og gagnfræðaskólastigsins er varið 1 miljarð 794,7 millj. kr. og er hækkunin 26,8%. Og til búnaðar- skóla 48,8 millj. kr. og er hækkun- in 13,1%. Til annarra skóla svo sem Tækniskólans og Stýri- mannaskólans og Fiskiðnskólans er varið i heild 67,5 millj. kr. og hækkar það um 45,8%. Um önnur framlög er þetta að segjaað framlög til Lánasjóðs is- lenzkra námsmanna eru 273 millj. kr. og hækka um 43,7%. Til að jafna námsaðstöðu ungs fólks úr dreifbýlinu er varið 50 millj. kr. og er hækkunin 100%. Til Náttúruverndarráðs og Þjóð- garða er varið 21.3 millj. kr. og er það 416% hækkun frá fyrri fjár- lögum. Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir eru áætlaðar 433 millj. kr. og er hækkun um 34%. Til Framleiðnisjóðs land- búnaðarins er áætlað 30 millj. kr. er það hækkun upp á 36.4%. Til Hafrannsóknarstofnunarinnar er varið 119,3 millj. kr. og er hækkun um 26.3%. Til að mæta rekstrar- halla á togurunum á árinu 1972 er varið 25 millj. kr. en fjárveiting var ekki nema á heimildargrein til þeirra á yfirstandandi fjárlög- um. Afgreiðslubann Framhald af bls. 1. sem Eimskipafélaginu barst skeyti þess efnis, að Dettifoss fengi ekki afgreiðslu i Felixstowe. Umboðsmenn Eimskips gáfu einnig þær upplýsingar, að sömu sögu væri að segja frá Weston Point. Má þvi segja að algert af- greiöslubann sé komið á islenzk skip og vörur, sem koma frá Is- landi og á vörum, sem þangað eiga að fara. Eimskipafélag Islands hefur verið með vikulegar ferðir til Felixstowe, en þar hafa skip Eí alltaf verið á þriðjudögum. Til Weston Point hefur verið siglt hálfsmánaðarlega Skip Eim- skipafélagsins hafa mest flutt út sjávarafurðir til þessara staða. Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri Skipadeildar SIS sagði, að þeir hjá SIS biðu rólegir og ætluðu að sjá hver framvinda mála yrði. Eitt skipa SIS, Arnarfell, á að koma við i Hull i fyrstu viku nóvember. Annars hefur það oft komið fyrir á undanförnum ár- um, að islenzk skip hafa orðið að hætta við að fara inn á brezkar hafnir. Þá hefur ástæðan verið sú, að Bretar hafa verið að slást inn- byrðist út af launamálum, en ekki við lslendinga. Við spurðum Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóra Llú, að þvi, hvort hann væri hræddur um að islenzku sildveiðibátarnir i Norðursjó fengju ekki þjónustu i Leirvik á Hjaltlandi vegna af- greiðslubannsins. Kristján var ekki trúaður á, að afgreiðslubannið myndi ná til Leirvikur, þar sem afgreiðslu- bannið væri aðeins i stóru hafnar borgunum. Islenzku sildveiði- skipin hafa fengið ýmis konar þjónustu i Leirvik, eins og t.d. vistir, vatn, oliu, hafnaraðstöðu og alls konar viðgerðarþjónustu hafa sfldveiðiskipin einnig fengið þar. Athugasemd Fyrirsögnin á grein minni, ,,Þar sem að þögnin talar..” sem birtist i Timanum sunnudaginn 22. okt. siðast liðinn, er tekin úr eftirmála Guðmundar skálds Böðvarssonar, við siðara bindið af Saltkorn i mold. Ég lét þvi fyrirsögnina að sjálfsögðu vera á milli gæsalappa, en einhverra hluta vegna hafa þær dottið niður i prentverkinu. Ég vil biðja Guðmund Böðvars- son afsökunar á þessu, þótt ég gæti að visu ekki að þvi gert. Mér fannst þessi ljóðlina Guðmundar eiga sérlega vel við það efni, sem ég var að skrifa um, en vissulega datt mér aldrei i hug að fara ófrjálsri hendi um ljóð hans. -VS. Ólafsvik Hjólbarðaviðgerðir - Hjólbarðasala Bridgestone hjólbarðar með og án snjó- nagla. Iljólbarðaverkstæði Marteins Karlssonar, Ólafsvik. Framhaldsaðalfundur Vélstjórafélags islands verður haldinn að Hóteí Sögu, sunnudaginn29. október kl. 14. Stjórnin Sölu- og sýningarsalur 28 fyrirtækja Vöruskrá Gluggar Svalahurðir Eiuangrunargler Miðstöðvarofnar Rafmangsþilofnar Inuihurðir Útihurðir Bvlgjuhurðir •Bilskúrshurðir Viðarþiljur Loftklæðning Einangrunarplast Hreinlætistæki Blöndunartæki Polyureþan-einangrun Byggingapanilar Frysti & Kæliklefar llilaveitulagnir Eldhúsinnréttingar Fataskápar Sólbekkir Elshúsborð Eldhússlólar Skólaborð Stólar Gluggakappar Gluggatjaldabrautir Gluggatjöld Kæliskápar Frystiskápar Þvolta vclar Uppþvottavélar Eldavélar Eldavélasett Frystikistur Eldþúsviftur Hitunardúnkar llandrið Dælur Lofthreinsitæki Vinnuhlifar Gólfdúkar Veggklæðning Teppaflisar Teppi Eldvarnarhruðir Málmhurðir Eldvarnarplötur Þakrennur Þakkilir Loftventlar Silicone utan húsmálning Þakjárn Þakpappi Stey pustyrktarjárn Sauniur Múrhúðunarnet Tiin bur Pipur Nótavir Bindivir Þak-þétliefni Hleðslusteinar Milliveggjasteinar Gangstéttarhellur IÐNVERK HF. ALHLIDA BYGGINGAÞ3ÓNUSTA | Engin álagning. Aðeins þjónusta. NORÐURVERI v/Laugaveg & Nóatún Pósthólf 5266 Símar 25945 & 25930 Rafeindavirkjar Óskum eftir að ráða rafeindavirkja til starfa á mæla- og rafeindaverkstæði voru % Straumsvik. Til greina koma útvarpsvirkjar, radio- simvirkjar eða aðrir með tilsvarandi menntun. Æskileg er, að viðkomandi hafi sem viðtækasta reynslu á sviði nútima rafeindatækni. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim, er eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband við starfsmanna stjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti, Reykjavik og bókabúð Oli- vers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar til tslenzka Álfélagsins h.f. sem fyrst og eigi siðar en 31. október 1972 i pósthólf 244, Hafnarfirði. islen/.ka Álfélagið h.f. Straumsvik E HURDA- PUMPUR í MIKLU URVALI PÓSTSENDUAA Málning & Járnvörur Laugavegi 23 — Simar 11295 & 12876 —Reykjavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.