Tíminn - 26.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 26. október 1972. — — Endurskoðun á að- stöðu aldraðs fólks Stp-Reykjavik Heilbrigöisráöherra mælti i gær fyrir frumvarpi til laga um dvalarheimili aldraðra. 1 fyrstu grein frumvarpsins segir, að dvalarheimili aldraðra sé ætlað öldruðu fólki, sem ekki þarfnast vistunar á sjúkrahúsi. Getur það jöfnum höndum verið ætlað til dagvistunar sem fullrar vistunar. Ibúðir fyrir aldraða geti verið hluti dvalarheimilis. 1 frumvarpinu kemur fram, að enginn má setja á stofn eða reka dvalarheimili fyrir aldraða nema með leyfi ráðherra .Heilbrigðis yfirvöld annast eftirlit með rekstri og fyrirkomulagi dvalar- heimilis. Byggi sveitarfélag dvalarheimili eða hefji rekstur þess skv. lögum þessum skal rikissjóöur þá greiða 1/3 hluta kosnaðar við byggingu og kaup á nauðsynlegum tækjum og búnaði. Skulu dvalarheimili þau, sem starfandi eru við gildistöku þessara laga i hvivetna háð ákvæðum þeirra. — Sumarið 1971 fól Magnús Kjartansson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Vel- ferðarnefnd aldraðra aö semja frumvarp til laga um aðstoð rikisins við byggingu elliheimila. Var frumvarp þetta lagt fram til kynningar á siðasta þingi, en er nd endurflutt. 1 ræðu sinni i gær kom ráðherrann viða við i málum aldraðra og var harðorður i garð almennings og Alþingis vegna af- skiptaleysis þeirra af málefnum og aðstöðu aldraðra i þjóð- félaginu. Hann kvað aldraða hálfgert utangarðsfólk i dag. Þannig væri aðbúnaði þeirra háttað. Þvi væri bægt frá vinnu- stöðum eins og aumingjum, er það hefði náð 70 ára aldri, sbr. reglum um að rikisstarfsmenn verði að láta af störfum 70 ára. Þetta væri neikvæð þróun. Það bæri að koma til móts við aldraða með þvi að veita þeim kost á vinnu við hæfi, er það léti af fyrri störfum. Það verður að koma til móts við aldraða á fleiri sviðum, sagði heilbrigðisráðherra. Veita bæri öldruðum öryggi, án þess að skeröa sjálfforráð þeirra, sem sérhverjum einstaklingi ber að hafa. Minnti hann á, að aldraðir i dag væru þeir einu, sem vissu, hvað væri að eldast í nútima þjóð- félagi. Þvi væri vert að taka fullt tillit til þeirra. Eftir áætlunum myndu þeir, sem aldraðir teljast, (yfir sjötugt) vera tiundi hluti af ibúatölu landsins. Kvaðst ráð- herra þess fullviss, að að þvi kæmi, að aldraðir færu i kröfu- göngu til að fylgja eftir hags- munum sinum, enda væri þeim vissulega vorkunn, sé litið á með hviliku langlundargeði þeir hafa þraukað við skertan hag i ótalin ár. Þess vegna væri mjög brýnt að menn fari að gera sér grein fyrri réttindum aldraðra og ráði bót á högum þeirra hið fyrsta. Sagði ráðherra, að svo virtist sem litið væri á aldraða sem dauða og einskisnýta þjóðfélagsþegna. 1 þvi sambandi minntist hann á það, hve stjðrn- málaflokkar hæla sér löngum yfir friðum hópi ungs fólks i sinum röðum, en sagðist hins vegar ekki minnast þess.að nokkur flokkur. hæli sér af öldruðum flokksmönn- um, rétt eins og þeir væru ekki til. Ráðherra lýsti að lokum þeirri von sinni og sannfæringu, að efnahagur aldraðra batni á næstu árum er saman komi ellílífeyrir og greiðslur úr lifeyrissjóðum. Einnig batni aðstaða þeirra á allan hátt sem einstaklinga i þjóðfélaginu. Auknar lánveitingar húsnæðismálastjórnar TK— Reykjavik Hér fara á eftir s''ör Hannibals Valdimarssonar, félagsmálaráö- herra, við fyrirspurnum Jóns Ar- manns Héðinssonar á Alþingi um lánveitingar og stöðu Bygginga- sjóðs rikisins og starfssemi Hús- næðismálastjórnar. Spurn- ingarnar eru feitletraðar: 1. Ilve míkilli fjárhæð samtals iicma lánveitingar Húsnæðis- inálaslofnunar rikisins úr Bygg- ingasjóði ríkisins? a) Miðaö við 15. okt. 1971: kr. 498.419.000.00 b) Miðað við 15. okt. 1972: kr. 538.037.000.00 Annars vegar a) til nýbygginga: kr. 902.596.000.00 samtals bæði árin, þar af kr. 410.519.000.00 á árinu 1971 og kr. 492.077.000.00 á árinu 1972. b) Til kaupa á eldri ibúðum : sam- tals bæði árin 133.860.00 þar af kr. 87.900.000.00 á árinu 1971 og kr. 45.960.000.00 á árinu 1972. í sambandi við lán á eldri ibúðum, sem talin eru nema kr. 87.9 m. kr. á árinu 1971 er rétt að geta þess, að i fjárhæð þessari eru öll slik ián, sem veitt voru frá gildistöku laga nr. 30 12. mai 1970 til ársloka 1971. Hluti af þessum lánum kemur fyrst til greiðslu á árinu 1972. Við þetta má bæta þvi, að miðað við 23. þ.m. voru lán til byggingaráætlunar fram- kvæmdanefndar svo sem hér greinir: Árið 1971 ca. kr. 126.3 m. kr. Árið 1972 ca. kr. 176.7 m. kr. Ennfremur má geta þess, að framkvæmdalán miðað við sama tima námu eftirtöldum fjár- hæðum: Árið 1971 ca. kr. 70.0 m. kr. Árið 1972 ca. kr. 97,6 m. kr. 2. Hvernig skiptast þessar lán- veitingar eftir kjördæmum? 2. Svar: E-lán 1971 Reykjavik Vesturland Vestfirðir Norðurland v. Norðurland e. Austurland Suðurland 28.500.000,- Reykjanes 173.614.000 - 742.600.000.- 1 sambandi við framanskráða greinargerð ber þess að gæta, að hér er um að ræða E-lán allt árið 1971 en E-lán árið 1972 eru aöeins þau lán, sem veitt hafa verið það timabil, sem liðið er af þessu ári. 3. Ilvc margar cru þær lánsum- sóknir vegna nýbygginga, er bori/.t hafa á þessu ári og enn liafa enga afgreiðslu lilotið? Svar: 1049 lalsins.Þar af eru nú aðeins 118umsóknir út á ibúðir, sem fok- heldar hafa orðið frá 1.9 s.l. til 1.10 s.l. og þær einar eru af- greiðsluhæfar nú. 4. ilvc inargar eru þær ibúðir, sem aðcins fyrri hluti heildarláns liefur enn verið vcittur til? Svar: 722 lalsins — og hvenær verða veitt seinni- hlntalán til siníði þeirra ibúða? Svar: Þeir umsækjendur, sem fengu sin frum-byggingarlán borguð út i april á. þessu ári munu fá fram- haldslánin greidd út i desember- mánuði n.k. 5. Ilvenær vcrða vcitt frumlán til smiði þeirra ibúðajsein foklieldar hafa orðið frá og með I. júli s.l. og live margar eru þær nú? Svar: 1 lánveitingu til greiðslu pr. 15.11. n.k. eru þeir sem sóttu um lánin fram til 1.7. s.l. og skiluöu forheldisvottorðum fram að 1.9 s.l. Þær ibúðir, sem fokheldar hafa oröið frá 1. september s.l. og engin lán hafa verið veitt út á enn, eru nstalsins. Samkvæmt reglugerð um út- hlutun ibúðalána er ekki gert ráð fyrir, að lánbeiðnir, sem berast eftir 1 febrúar ár hvert, verði af- greiddar fyrr en eftir 1. febrúar, árið á eftir, þótt stundum hafi tekizt að veita lán til þeirra fyrir G-lán 18.10 3.55 2.80 1.80 5.85 2.25 1.6 m.k. 30.900.000,- 2.55 17.2 m.k. 146.500.000.- 9.05 394.000.000- 14.800.000,- 11.700.000,- 18.000.000,- 78.500.000.- 23.500.000.- G-lán 32.362.000.00 4.5 m.k. 3.9 m. k. 2.2. m. k. 8.6 m. k. 4.3 m. k. E-lán 1972 235.700.000,- 7.300.000,- 8.200.000,- 10.000.000,- 46,000.000,- 15.000.000.- l. febrúar næst á eftir til þeirra, sem visað hafa fram vottorði um fokhelda ibúð fyrir 1. nóvember. Spurning: llve margar er talið að þær verði við lok ársins? Svar: Engin kb’nnun hefur farið fram á þvi og þess vegna ekkert hægt að segja um þetta. Spurning: Er ællunin að veita frumlán til smiði þcirra allra, er komi til greiðslu fyrir lok þessa árs? Svar: Gera má ráð fyrir, að stefnt verði að þvi, að i þvi efni verði svipað gert og tekizt hefur að gera undanfarin ár. 6. Hve mikið fjármagn þarf að út- vega nú, svo að unnt sé að veita á þessu ári jafnmörgum bygg- ingarlán og gert liefur verið að meðaltali undanfarin 4 ár? Svar: Á árunum 1968-1971 námu lán- veitingar til nýrra ibúða ca. kr. 562 m. kr. á ári að meðaltali. Til flestra ibúða voru veitt lán árið 1968, eða samtals 1262, en árið 1970 voru þessar ibúðir 1032. Meðaltal var 1160 ibúðir á ári. A árinu 1972 er áætlað að lánveit- ingar til nýrra ibúða nemi ca. 680 m. kr. og að tala nýrra ibúða, sem njóti lána á árinu 1972 verði ca. 1152. 7. Hver úrræði enu á prjónunum nú um frambúðarlausn fyrir Byggingarsjóð rikisins? Svar: Samkvæmt bráðabirgðaáætlun, sem hagfræðideild Seðlabanka Islands hefur gert um Bygg- ingarsjóð rikisins á árinu 1973 er gert ráð fyrir, að á þvi ári verði til ráðstöfunar i útlán kr. 1195,0millj króna. Komi i ljós, að þörf sé auk- innar fjáröflunar til ibúðarlána á árinu 1973 mun rikisstjórnin hlutast til um við- unandi aðgerðir i þvi efni, þegar þar að kemur. Gæti þá orðið að leita ákvörðunar Alþingis. Stp—Reykjavfk. Vistheimili fyrir vangefna. Þingsályktunartillaga þessi er flutt af Helga F. Seljan, Karvel Pálmasyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyr- ir þvi i samráði við Styrktar- félag vangefinna, að komið verði upp vistheimilum fyrir vangefna i þeim landshlutum, þar sem slik heimili eru ekki til nú. Tillaga þessi var flutt á sið- asta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. í greinargerð, sem henni fylgdi þá, kemur m.a. fram, að i landinu eru 4 vistheimili fyrir vangefna: Að Skálatúni, Sólheimum, Tjaldanesi og á Akureyri, þrjú þeirra á Suður- og Suðvestur- landi, en eitt nyrðra. Þá eru tvö dagheimili i Reykjavik á vegum Styrktarfélags vangef- inna. Hins vegar vekur það at- hygli, að i tveim landshlutum, Austurlandi og á Vestfjörðum, eru engar slikar stofnanir til. Flutningsmenn tillögunnar telja rétt að dreifa slikum stofnunum um landið, ekki hvað sizt vegna þess, að að- standendur vistfólks fengju þá bætta aðstöðu til heimsóknar til vistfólksins og gætu fylgzt með liðan þess. Jafnlaunaráð. Svava Jakobsdóttir, Stefán Valgeirsson, Stefán Gunn- laugsson, Bjarni Guðfinnsson og Olafur G. Einarsson hafa flutt frumvarp til laga um Jafnlaunaráð. 1 fyrstu grein þess segir: Konur og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og að öðru leyti sambærileg störf. — Samkvæmt frumvarpinu er atvinnurekendum óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kyn- ferði. Gildir þetta ekki aðeins um launagreiðslur, heldur um hvers konar greinarmun, úti- lokun eða forréttindi vegna kynferðis. Setja skal á stofn Jafnlaunaráð, er hafi aðsetur i Reykjavik, en hafi landið allt sem starfsvið. Verkefni þess skal m.a. vera, að vera ráð- gefandi stjórnv., stofnun um og félögum i málefnum, er varða launajafnrétti með kon- um og körlum i kjaramálum. Þá skal það einnig fylgjast með þjóðfélagsþróuninni i þessum málum og stuðla að góðri samvinnu við samtök at- vinnurekanda og launafólks. Heimild til leigunáms tveggja hvalveiðiskipa. Flutt hefur verið frumvarp til laga um heimild fyrir rikis- stjórnina til að taka leigunámi tvö hvalveiðiskip hf. Hvals. — Rikisstjórninni er heimilt að taka á leigu um ótiltekinn tima 1 eða 2 hvalveiðiskip hf. Hvals á Miðsandi til notkunar fyrir Landhelgisgæzluna, enda komi fullt endurgjald fyrir afnotin eftir mati dóm- kvaddra manna, samkvæmt ákvæðum laga nr. 67 1917 um framkvæmd eignarnáms. — 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Fiskveiðar og fiskvinnsia i Norðurlandskjördæmi vestra. Pétur Pétursson alþingis- maður hefur flutt tillögu til þingsályktunar um fiskveiðar og fiskvinnslu i Norðurlands- kjördæmi vestra. — Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að hlutast til um, að stofnað verði sameignarfélag allra þeirra aðila i Norðurlands- kjördæmi vestra, sem annast fiskveiðar á stærri fiskiskip- um, reka frýstihús til fisk- vinnslu, fisksöltun eða herzlu. Rikissjóði eða Framakvæmdastofnun rikis- ins er heimilt að eiga verulega hlutdeild i félaginu, þó ekki meiri hluta. — Sú hugsun er á bak við þessa tillögu, að hagkvæmt sé fyrir þá aðila að vinna saman, sem nú stunda fiskveiðar og fiskvinnslu á Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki og Skagaströnd. Breyting á orlofslögum. Flutt hefur verið frumvarp um breytingu á lögum frá 1971 um orlof. Samkvæmt frum- varpinu skal sú breyting verða, að ekki verði reiknað orlofsfé af orlofslaunum og or- lofsfé. Nýtt ákvæði skal koma inn i gildandi lög þess efnis, að heimilt verði að taka vangreitt orlöf lögtaki. Við samningu reglugerðar um nýtt orlofskerfi, er taka skyldi gildi. með 1. mai 1973, kom i ljós, að nauðsyn bar til að gera breytingar á gildandi lögum um orlof og felast þær i þessu frumvarpi. Hið nýja kerfi er fólgið i þvi, að launa greiðandi skal skila orlofsfé, sem honum ber að greiða, til næstu póststöðvar innan þriggja daga frá útborgun vinnulauna, samkvæmt nán- ari ákvæðum i reglugerð. Reikningshald fer fram i skýrsluvélum og hver laun- þegi fær reikningsyfirlit árs- fjórðungslega yfir orlofsfé sitt. FYRIRSPURNIR Á ALÞINGI Dómsmál Gylfi Þ. Gislason hefur borið fram fyrirspurnir i fjórum liðum til dómsmálaráðherra. Fjalla þær um fangelsismál, um rúm i islenzkum fangelsum, hve margir eigi óafplánaða fangelsisdóma o.fl., um dómsmál, hversu margar kærur hafi borizt Sakadómi Reykjavikur s.l. fimm ár og hve margar þeirra hafi hlotið endanlega af- greiðslu; um ölvun á almanna- færi.hversu margir hafa verið handteknir vegna ölvunar á almannafæri i Reykjavik oftar Um málefni geðsjúkra Frú Ragnhildur Helgadóttir bar fram fyrirspurn til heil- brigðisráðherra um það hvenær vænta megi þess, að bætt verði úr brýnni þörf á auknu sjúkrahúsrými fyrir geðsjúka. Um hafrannsóknir Fyrirspurn frá Eysteini Jónssyni til sjávarútvegs- málaráðherra um það, hvað liði gerð þriggja ára áætlunar um hafs- og fiskirannsóknir, fiskileit, veiðitilraunir og aðra þjónustu við fiskiflotann skv. þingsályktun frá 5. april 1971. Þá er einnig spurt, hvenær megi vænta, að áætlun þessi verði lögð fyrir alþingi. Um rekstur hraðfrystihúsanna Fyrirspurn frá Þórarni Þórarinssyni. — Hefur verið gerð athugun og samanburður á rekstri hraðfrystihúsanna með það fyrir augum, að hag- nýtt verði reynsla þeirra frystihúsa, sem bezt og ha- gkæmast eru rekin?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.