Tíminn - 26.10.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.10.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 26. október 1972. „Friðarpipuverksmiöjunum verður bráðum lokað”, sagði ég. „Eg þykist vita, að þú hafir frétt það. Þá verð ég að vera heima meðan Emma frænka og Wallace eru að sætta sig við þessa breytingu. Sjálf- sagt verður það ekki nein skemmtidvöl, en ég ætla samt að fara heim. Ekki kannske eingöngu þeirra vegna — ég þarf sjálf að standa augliti til auglitis við það, sem hefur gerzt. Enginn annar getur leyst mig af hólmi”. í þetta skipti spurði hann mig einskis. „Gott og vel”, sagði hann, „farðu þá heim. Þú verður sjálf að kveða niður þá drauga , sem þér fylgja. Ég skil það. Þú hefur hjálpað mér til þess að losna við ókind, sem fylgdi mér. Ég var að leggja árar i bát, þegar ég sá þig i brautarstöðinni og þú varst rétt að segja orðin undir vöruvagni. Það hleypti i mig þrjózku að sjá þig. Mig langaði til að standa sigri hrósandi andspænis Blairsborg, þar sem foreldrar minir höfðu þolað svo miklar þjáningar. Ég hataði þig þá, þótt heyrnarleysi þitt væri viðfangsefni, sem ég gat ekki setið mig úr færi um að glima við”. Svo varð þögn. Það var svo margt, sem mig fýsti að segja, en mig skorti orð, sem hæfðu tilfinningum minum. Ég held lika, að við höfum bæði saknað litlu lækningastofunnar i Blairsborg, þótt við gerðum okkur ekki grein fyrir þvi. Og við höfðum aldrei verið tvö ein fyrr en nú: Harrý Collins hafði alltaf verið milli okkar, er við töluðumst við. Hann hafði svo lengi verið mér sifelldlega nálægur, hvert sem ég fór og hvað sem ég aðhafðist, en nú var hann skyndilega á bak og burt. Þess vegna var ég nú feimnari og óframfærnari en ég hafði nokkurn tima áður verið i návist Mereks Vance. „Það er kynlegt”, sagði hann, eins og hann hefði lesið i hug minn „að vera hættur að skrifa athugasemdir i dálkana þina i sjúklingaskránni. Ég” — hann þrýsti arminum betur utan um mig — „ég get ekki annað en saknað gömlu daganna, þótt ég sé þvi svo fyrir þina hönd feginn, að þeir eru liðnir. Héðan af verður þetta miklu léttbærara fyrir þig”. Ég skildi strax, hvað hann var að reyna að segja og vissi, að það var min skylda að vekja máls á þvi, þótt ég hefði kosið að komast hjá þvi. „Þú veizt sjálfsagt, að Harrý..að þau búa i Pennsylvaniu”, sagði ég. „Hann vinnur þar við einhverjar járnbræðslur. Hann er bókari”. Vance kinkaði kolli. „Ég sá þau raunar bæöi, er ég kom þangað i siðastliðnum mánuði. Þau hafa átt talsvert erfitt um tima. En þau virtust vera hamingjsöm, og þau eiga áreiðanlega vel saman”. „Já” svaraöi ég, „mér gremst það ekki nú orðið. Mér finnst ég vera orðin allt önnur manneksja en ég var”. „Það var ekki hægt að varna sárum þess að gróa”, svaraði hann, „hvorki á likama né sál”. „Ég varð þvi fegin, að þau fóru frá Blairsborg”, sagöi ég. ,,,Hanna átti þar aldrei heima. Hún er ekki rótföst þar á sama hátt og ég”. Hann yppti óþolinmóðlega öxlum og vatt sér hranalega að mér, eins og hann hafði gert stundum áður. „Heldur þú, aö ræturnar skipti mestu máli?” drundi hann. „Já, þú verður liklega að viðurkenna, að þær séu æðvþýðingar- miklar,” svaraði ég. „Auðvitað. En það eru greinarnar lika. Ég myndi segja, að þvi hærra sem tré yxi frá rótum sinum, þvi meira lifsmagni væri það gætt. Og hið sama er að segja um fólk”. „Stefnir þú þeim orðum til min?” „Já, ég stefni þeim tii þin”. Hann þrýsti mér fastar að sér. „Við höfum lengi eldað grátt silfur, og ég læt þig ekki setjast á rætur þinar heima. Ég veit, hvað þú hefur átt við að striða, en ef til vill er það samt heyrnarleysi þitt, sem hefur bjargað þér frá ennþá sárgrætilegri örlögum. Ef þú hefðir aldrei misst heyrnina og gifzt manninum, sem þú unnir...” „Gerðu það fyrir mig að tala ekki um þetta”, sagði ég. En hann gaf þvi engan gaum. „Ég hef fulla heimiid til þess að tala við þig um ástir og hvað annað, sem mig fýsir. Nú er liðinn sá timi, að ég láti tilfinningar þinar afskiptalausar. Það var ekki auðvelt að sitja auðum höndum og horfa á þig tærast i skugga imyndaðrar ástar. Þvi að þetta var imyndun, það hlýturðu að játa”. „Já, ég sé það nú”, svaraði ég. „En stundum er erfiðara að losna úr skugga imyndunarinnar en raunveruleikans. Það er ástæðan til þess, að ég verð að fara aftur til Blairsborgar”. Hann kinkaði kolli. Ég gat varla greint andlit hans i vorrökkrinu, en þó fannst mér eins og svipur hans segði við mig: „Farðu heim til gamla fólksins i gamla húsinu þinu. Ég get beðið á meðan þú ert að sannfæra sjálfa þig um, að þú átt þar ekki lengur heima. Við finnum bæði, hvenær fylling timans er komin”. Ég man ekki, hvort samræður okkar urðu lengri. En ég man glöggt eftir ljósunum á Jerseybakkanum, sem ég virti fyrir mér yfir öxl hans, úðanum úr þokunni og snöggum, þéttum kossi hans, er hann kvaddi mig i dyrunum. Ég horfði á eftir honum niður vota götuna. En jafnvel þá grunaði mig ekki, hve mjög ég hlyti að sakna hans. Ég þorði ekki heldur að vona, að hann myndi þrá mig i fjarlægðinni. En þessir mánuðir, sem liðnir eru siðan, hafa fært mér heim sanninn um það. Nú veitég,að við eigum að þreyta lifsskeiðið saman. Ég sit hér i þessari stofu, sem mér finnst skyndilega ekki vera her- bergi mitt lengur. í kvöld lýk ég frásögninni og legg blöðin til hliðar. Ef til vill var það heimskulegt af mér að halda, að hægt væri að bókfesta sérstaka sögu af fyrsta fjórðungi ævi minnar. Á boröinu fyrir framan mig liggur langur járnbrautarfarseðill með mörgum staðarnöfnum. Þau koma mér ókunnuglega fyrir sjónir, öll nema hið neðsta, sem ég kannast við af póststimplinum á bréfunum, sem ég hef beðið eftir siðustu vikurnar. Sú var tið, að ég hefði hikað við að rifa mig þannig upp með rótum. Sú var tiðin. ENDIR. Við velium millÍBl það borgar sig PUntal - OFNAR H/F. Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00 ■ Lárétt 1) Óeirðir,- 5) Bý,- 7) Eins.- 9) Gera við.- 11) Farða,- 13) Drif,- 14) Skelin.- 16) Ell,- 17) Fiskur,- 19) Siður,- Lóðrétt 1) Veltir,- 2) Ess,- 3) Handa,- 4) Framar.- 6) Reikar,- 8) Her,- 10) Vana,- 12) Skott.- 15) Afsvar,- 18) Röð. X Ráðning á gátu Nr. 1241 Lárétt 1) Platar,- 5) Kór,- 7) NN,- 9) Mara,- 11) Nóg - 13) Rök - 14) Unum,- 16) NN,- 17) Langa.- 19) Fantur. Lóðrétt 1) Pönnur.- 2) Ak.- 3) Tóm,- 4) Arar.- 6) Vaknar,- 8) Nón.- 10) Röngu,- 12) Gula,- 15) Man,- 18) NT,- 111:111 Biillil Fimmtudagur 26. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kí. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðbjörg ólafsdóttir heldur áfram lestri sögu sinnar um „Pilu og Kóp” (4) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Heil- brigðir lifshættir kl. 10.25: Björn L. Jónsson læknir sér um þáttinn. Morgunpoppkl. 10.45: The Beatles og Doors syngja og leika. Fréttir kl. 11.00 Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. . Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.15 Búnaðarþáttur: Um æðardún og dúnhreinsun Gisli Kristjánsson ritstjóri fer með hljóðnemann i dúnhreinsunarstöðina á Kirkjusandi (Áður útv. i siðustu viku). 14.30 Siðdcgissagan: „Draumur um Ljósaland” eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur. Höfundur les: (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Johann Sebastian Bach. Fernando Germani leikur Orgelkonsert i a- moll. Kathleen Ferrier syngur tvær ariur. Glenn Could leikur á pianó Partitu nr. 5. Filharmóniusveit Berlinar leikur Branden- borgarkonsert nr. 6 i B-dúr: Herbert von Karajan stj. 16.00 Fréttir. 16.10 Veðurfregnir. Tii- kynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Barnatimi: Pétur Pétursson stjórnar a. Margrét Jónsdóttir les kafla um Lillu — Heggu úr „Sálminum um blómið” eftir Þórberg Þórðarson. b. Börn segja gamansögur og flytja stuttan leikþátt. cútvarpssaga barnanna: „Sagan af Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson ieikari les (2) 18.00 Létt lög. Tilkynningar 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Gluggin Umsjónar- menn: Agúst Guðmunds- son, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.00 Gestur i Útvarpssal: italski harmonikusnillingur- inn Salvatore di Gesualdo leikur verk eftir Magnante, Fancetti, Auberge og Lecuona. 20.15 Leikrit: „Sómafólk” eftir Peter CokeAður flutt i aprii 1969) Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Ungfrú Nanette Parry (Nan), Anna Guðmundsdóttir,. Albert Rayne, hershöfðingi, Þorsteinn O. Stephensen,. Lily Thompson, Þórunn Sigurðardóttir., Alice, Lady Miller, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir., Lafði Beatrice Appleby (Bee), Nina Sveinsdóttir,. Ungfrú Elizabeth Hatfield (Hattie), Áróra Halldórsdóttir., Pape, Flosi ólafsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfrengir I sjón- hending Sveinn Sæmunds- son talar við Einar Bjarna'son skipstjóra um sjóslys fyrir Norðurlandi og björgun á striðsárunum, fyrri þáttur. 22.45 Mannstu eftir þessu Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréltir i stuttu máli. Dagskrárlok Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.