Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Fimmtudagur 2. nóvember 1972 Verðtrygging iðnrekstrarlána til framkvæmda bráðlega Stjórnarfrumvarp um málflutning Stp—Reykjavik Varðandi fyrirspurn Péturs Péturssonar um það, hvenær gera megi ráð fyrir, að til fram- kvæmda komi lög nr. 47 frá 1972 um veðtryggingu iðnrekstrar- lána, en þau lög voru samþykkt á siðasta þingi, sagði sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra, Lúðvik Jósepsson, að unnið hefði verið að þvi undanfarið i Seðlabankanum að setja reglur um endurkaup bankans á framleiðslulánum iðnaðarins. Drög hafi veriö samin i þessum efnum og þau borin und- ir iðnaðarráðuneytið, sem fallizt hafi á þau i öllum meginatriðum sem. fyrsta skref. Siðan verði reynslan að skera úr um, hvaða breytinga sé þörf i framkvæmd. Unnið er að þvi um þessar mundir af hálfu Seðlabankans að ná samkomulagi við viðskipta- bankana um framkvæmd þessa máls. Er sem sagt búizt við, að framkvæmd skv. þessum lögum geti hafizt nú næstu daga. Ráðherrann sagði engan vafa á þvi, að þau lög, sem sett voru á siöasta þingi um þetta mál, geti haft mikla þýðingu fyrir islenzk- an iðnað. Það færi þó að sjálf- sögðu eftir þvi, hvernig til tækist með framkvæmd laganna. Sagði hann, að nú væri gengið lit frá þvi, sem sjálfsögðum hlut, að iðnað- urinn búi við jafnréttisaðstöðu við aðra atvinnuvegi varðandi lán út á sina íramleiðslu. Það leiki eng- inn vafi á þvi, að öll sú fram- leiðsla, sem gengur til útflutn- ings, falli undir nákvæmlega sams konar lánareglur og þar með endurkaupareglur eins og nú ætti sér stað hjá sjávarútvegin- um. En auk þess komi svo einnig til lán, eftir þar til settum reglum, út á aðra framleiðslu iðnaðarins. Stp—Reykjavik Ólafur Jóhannesson forsætis- og dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um málflytjendur. Kom fram í ræðu ráðherra, að gildandi lög um mál- flytjendur eru frá árinu 1942. Þá var i fyrsta sinn sett almenn lög- gjöf um starfsemi málflutnings- manna, en áður höfðu meginregl- ur um störf þeirra verið f lögum um Hæstarétt frá 1935 og i lögum um meðferð einkamála i héraði frá 1936. Hefur stjórn Lögmanna- félags Islands um nokkurt skeið talið æskilegt, að lögin yrðu endurskoðuð, en engar verulegar breytingar hafa orðið á þeim á þessu þrjátiu ára timabili frá 1942. Sagði ráðherra það sizt að undra, að einhverra breytinga væri þörf, þar sem miklar breytingar hefðu orðið á aðstöðu Fyrirspurn um áfengismál: Framlag til gæzluvistarsjóðs 20 milliónir króna í ár Stp—Reykjavik Gylfi Þ. Gislason bar i gær fram fyrirspurn til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um áfengismál. Fyrirspurnin var svohljóðandi: 1) Hvað er rúm fyrir marga drykkjusjúklinga á gæzluvistar- hælum? 2) Hversu margir drykkju- sjúklingar hafa veriö fluttir i sjúkrahús á ári siðastliðin þrjú ár, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1964? Svar ráðherra: 1) A gæzluvistarhælum er rúm fyrir 70 menn 40 i Gunnarholti, sem er rikisstofnun, og 30 i Viði nesi, sem er sjálfseignarstofnun. 2) Einu tölurnar, sem tiltækar eru um innlagningu drykkju- sjúklinga á spitala, eru tölur Kleppsspitalans, en það er sá spitali, sem tekur á móti flestum þeim, sem lagðir eru inn á sjúkrahús vegna drykkjusýki. Siðastliðin 5 ár var fjöldi þessara sjúklinga sem hér greinir: Arið AKUREYRI < 1967 333 eða 50% af öllum sjúkl- ingum, sem lagðir voru inn á Kleppsspitalann. Arið 1968 271 eða 39% af áðurnefndri tölu. Arið 1969 362 eða 43%, árið 1970 325 eða 41% og árið 1971 275 eða 39%. — Ráðherrann vakti athygli á þvi, að hér væri um að ræða alla drykkjusjúklinga, og þvi kynni að vera um tvitalningu eða marg- talningu að ræða, þvi að i skýrsl- um Kleppsspitalans sé ekki tekið fram, hvort um itrekaðar hand- tökur sé að ræða. Vakti hann og athygli á hinni geigvænlegu hlut- fallstölu, hlutfall drykkjusjúkl inga væri 39-50% af öllum sjúkl- ingum Kleppsspitalans á þessu árabili. Gæfi það til kynna, hve geigvænlegt þetta vandamál væri. Sagði ráöherrann, að drykkjuskaparvandamálið væri miklu viðtækari og alvarlegri þjóðfélagsmeinsemd en eitur- lyfjavandamálið, þótt ekki bæri að gera litið úr þvi siðarnefnda. Hættan væri sú, að fólk væri farið að taka drykkjuómenningunni sem sjálfsögðum hlut og hætt að hneykslast á henni. Fram kom i svari ráðherra, að fyrirhuguð er geðdeild við Lands- spitalann, er leysa myndi úr hin- um miklu þrengslum á Klepps- spitalanum. Þá vatnaði einng mikið á, að rými væri tiltækt á gæzluvistarhælum fyrir þá, sem þarfnast dvalar á slikum stofnun- um. Sagöi ráðherra framiög til gæzluvistarsjóðs hafa verið allt of lág fram á siðasta ár, til þess að hægt hefði verið að hefjast handa um uppbyggingu stofnana vegna drykkjusjúkra. 1 samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans að bæta skyldi úr ástandi i málum drykkjusjúkra, hefði framlag til framkvæmda á vegum gæzluvist- arsjóðs svo verið hækkað upp i 20 milljónir á þessu árt. Arið 1971 var framlagið 12 milljónir, en 1970 8 milljónir. Gerð hefur verið áætlun um byggingu hælis fyrir erfiða drykkjusjúklinga (23 menn),og hefur hælinu verið valinn staður i landi Vifilstaða. Er gert ráð fyrir, > UJ < AKUREYRI AKUREYRI > DANSSKÓLI £ m að hægt verði að bæta þar við allt að þrem jafnstórum einingum, ef þörf krefur. öllum tæknileg- um undirbúningi er að vera lokið og verður bygging húsins boðin út i næsta mánuði. önnur verkefni gæzluvistar- sjóðs á árinu hafa verið þessi: 1 fyrsta lagi: Sjálfseignarstofnun Bláabandsins i Viðinesi áformar að byggja þar elliheimili fyrir 36 drykkjusjúk gamalmenni, og verður rúm fyrir 12 vistmenn i fyrsta áfanga. Er vonast til, að hann verði tilbúinn seint á næsta ári. 1 öðru lagi hefur verið veitt fé til bygginga starfsmannaibúða i Gunnarsholti, en aðstöðuleysi starfsmanna þar hefur verið mjög bagalegt. í þriðja lagi hefur sjóðurinn á árinu staðið straum af byggingaframkvæmdum við Kleppsspitalann, en þar hefur þjónustaaðstaðan verið stórbætt. 1 fjárlagafrumvarpinu fyrir 1973 er aftur gert ráð fyrir 20 millj. kr. framlagi i gæzluvistar sjóð. Meginverkefni þess árs verður bygging hælisins við Vifil- staði og auk þess styrkir til framkvæmda fGunnarsholti eða Viðinesi. á þessu timabiii. Þá hefði lög- mönnum fjölgað og störf stjórnar Lögmannafélagsins orðið vanda- samari og umfangsmeiri. Ráðherra benti sérstaklega á tvær breytingar frá gildandi lög- um, sem ráðgerðar eru i frum- varpinu. 1 fyrsta lagi er sii breyting gerð á meðferð agavalds Stéttarfélags lögmanna, að i stað þess, að stjórn Lögmannafélags- ins fer nú með agavaldið, þá er með frumvarpinu sérstakri stofn- un, lögmannsdómi, falið að fara með úrskurðarvaldumágreining um endurgjald fyrir málflutn- ingsstarf lögmanns, og fer hann með sektarvaldið. Hins vegar er stjórn félagsins áfram falið að hafa almennt eftirlit með starfs- háttum félagsmanna. Um þennan lögmannasjóð eru fyrirmæli i 10. gr. frumvarpsins, þar sem gert er ráð fyrir þvi, að hann sé skipaður þremur mönnum, tveimur frá málflutningsmönnum sjálfum eða lögmönnum, en svo auk þess formanni, sem skipaður á að vera afHæstaréttitil þriggja ára i senn og varaformann til sama tima. Bæði formaður og varaformaður skulu fullnægja skilyrðum til þess að vera skipaðir i fast dómara- embætti. Annað atriði i frumvarpinu, sem ráðherra benti sérstaklega á, er á þá leið,'að felld verði niður málflutningsprófraun héraðs- dómslögmanna. Eins og nánar komi fram i frumvarpinu, hafi prófraunin ekki haft þá þýðingu i reynd að vera staðfesting á stað- góðri starfsreynslu próftaka, þvi þess væru mörg dæmi, að röskir lögfræðingarhefðu lokið prófraun á örfáum mánuðum eftir háskóla- próf. Þvi sé ráðgert i frumvarp- inu, að tveggja ára starfsreynsla a.m.k. komi i stað prófraunar. — Er talið, að með þessu móti verði betur tryggt, að lögfræðing- ar hafi öðlazt næga reynslu til að geta starfað sjálfstætt, er hann hlýtur lögmannsréttindin.— — Ráðherra tók það fram, að engarbreytingar væru skv. frum- varpinu um prófraun til þess að öðlast leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétt, að þvi undanskildu, að skv. frumvarpinu mega próf- raunirnar mest vera tvær, en voru áður þrjár. Frumvarpið er samið af Bene- dikt Sigurjónssyni hæstaréttar lögmanni, en hann hefur langa reynslu sem dómari og málflutn- ingsmaður. Ráðherra minntist einnig á, að á undanförnum árum hefði borið við, að lögmannastéttin hefði orð- ið fyrir aðkasti Sagðist hann telja, að þar hafi stéttin fremur goldið Frarahald á bls. 13 ÁSTVALDSSONAR Innritun fyrir börn4-6 ára og fullorðna (einstaklinga og hjón) fer fram i Landsbankasalnum, simi 21705, Rl. 4-7 til laugar- > C 70 < dagskvölds. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS «*? > AKUREYRI AKUREYRI AKUREYRI Þér laerió nýtt tungumál á 60 tímum! Linguaphone lykillinn að nýjum heimi ENSKA. ÞÝZKA. FRANSKA. SPANSKA. PORTUGALSKA. ITAI.SKA, DANSKA. SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA. RÚSSNESKA, GRlSKA. JAPANSKA o. fl. Veró aóeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKIIMAIAR TungumóloiMimiieid a hljómplötum eðo segulböndumt Hljódíœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.