Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.11.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 2. nóvcmber 1972 mátti við annars konar sprengingu en þeirri, sem verið var að undir- búa. Hvirfilvindur þyrlaði upp rykinu úti á flötinni. Snöggvast hvarf jakarandatréð i mökkinn, sem sveif hægt yfir likt og hegri og hvarf að lokum yfir bambusgerðið. Hvilik forsmán, hvernig garðurinn litur út, hugsaði Portman, enginn gróður, engin gluggatjöld, ekki minnsta tilraun til að gera heimilislegt. En hvað það liktist þessum Paterson. Gæti maður hugsað sér eitthvað gert algerlega i bága við viðteknar venjur og venjulega sómatilfinn- ingu, gat maður verið viss um, að einmitt þannig framkvæmdi Pater- son hlutina. Eins og til dæmis þetta burmanska stúlkubarn, en nú tæki þaðenda.þegarþaufæru.Eðahneyksliðmeðhannog ungfrú McNairn, leiðindamál eftir þvi sem hann bezt vissi. Svo var margt annað, sem gerði svo sem engum til. Paterson fór ein- kennilega að þvi að halda upp á friin sin. Meðan allir aðrir höguðu sér skynsamlega og i samræmi við einföldustu hollustuhætti, og fóru upp i Manu i leit að fjallasvalanum, fór Paterson þá ekki i ökuferð með bur- mönsku stelpuna og bróður hennar út i Chinf jöllin og til Norður-Chan til að rannsaka jurta og dýralif og þess háttar kjaftæði, sennilega bara yfirskin.Stundum fór hann jafnvel tilaðkynna sér hausaveiðara. Það var jafnan miklum erfiðleikum bundið fyrir Portman að um- gangast þess háttar fólk. Sennilega hafði ungfrú McNairn verið heppin, að ekkert varð úr þessu milli þeirra. Portman var alveg sannfærður um, aðPaterson hefði aldrei spjaraðsig i Indlandi. Þegar Portman var sem mest þjakaður af vonbrigðunum yfir að hafa ekki fengið þessa stöðu, sem hann keppti að i langan tima, gat hann þó huggað sig við til- hugsunina um þann prýðilega, já, öfundsverða vitnisburð, sem hann hafði fengið i Kalkútta. Ennþá var hann meðlimur f Bengalklúbbnum, þaðgæti Paterson aldrei orðið. í þessum afskekkta litla Burmabæ, þar sem allir þjáðust af gagnkvæmri öfundsýki, hafði Paterson að visu haft heppnina með sér, en svo var guði fyrir að þakka, að það voru til fleiri staðir en Verona. Sjálfur tók hann ekkert svo sérstaklega nærri sér, að annar var tek- inn fram yfir hann i forstjórastöðuna, en það hafði verið Celiu mikið áfall. Þau hafði alltaf langað til að eignast börn, en um það var ekki að ræða núna. Það var ekki hægt að ala börn sómasamlega upp með þau laun, sem Portman haföi nú. Það var algerlega óhugsandi. Verst var, að þau voru auðvitað þess háttar fólk, sem ætti að eignast börn. Það var nú það versta við heiminn, hugsaði Portman stundum. Viðkoman hjá óæskilegu fólki var eins og hjá flugum, meðan rétta fólkið var þvingað til ófrjósemi af fjárhagsástæðum. Sjá nú þennan Paterson, hús á stærð við hlöðu, besta húsið i þessum bæjarhluta, en ekki svo mikið sem gras i garðinum, engin gluggatjöld, helmingurinn af herbergjunum ónotuð og húshaldið allt til háborinnar skammar fyrir mann i hans stöðu. I höndum hans og konu hans hefði þetta verið venjulegt og hlýlegt heimili, verðugur rammi um venjulegt og heiðarlegt enskt fjölskyldulif. Hins vegar varð hann að gæta þess að sýna Paterson sanngirni i dómum sinum. Hann kunni sitt verk. Hann sýndi alveg djöfullegan dugnað, lika, þegar átti að sprengja eitthvað i loft upp. Að visu eyddi hann miklum hluta kvöldanna við að leika knattspyrnu með bur- mönsku verkamönnunum, en árangurinn leyndi sér ekki i rismyllunni. Verkamönnunum likaði vel við hann, og framleiðslan hafði aukizt gifurlega i seinni tið. Nú var hann byrjaður að gera við vegina á myllu- svæðinu. Eftir nokkur ár yrði það liðin tið, að þurfa að basla með vagna og uxakerrur yfir drullupollana, sem alltaf komu i rigningum. Nei, Paterson varð að njóta sannmælis. Samt sem áður þoldi Portman manninn alls ekki. Honum var heldur ekkertgefiðum ráðagerðir hansum sameiginlegan flótta þeirra. Allan morguninn hafði Portman hugsað um, að hann gæti sem bezt farið i bilnum til Mandalay og tekið flugvél þaðan. Eftir fimm eða sex klukkustundir væru þau Celia þá komin til Kalkútta. Það sem kom i veg fyrir þetta var, að að óllum likindum væri Mandalay næst á hernaðaráætlun Japana. Portman var ekki svo heppinn að hafa sömu skoðun og ungfrú Ross á innrásarliði Japana. Hann stóð lengi við gluggann og horfði út i rykið i garðinum, sem var næstum hvitt i glampandi hádegisbirtunni. Hann var þreyttur og þar að auki sársvangur. Matarlyktin angaði, um leið og hann sneri sér viö til- kynnti Tuesday borðstofudyrunum, að maturinn væri tilbúinn. Hann vissi ekki, hvort hann ætti heldur að hlæja eða reiðast við þá sjón, sem við honum blasti. Þetta fannst honum táknrænt fyrir, hvað Paterson var ósmekklegur og tillitslaus. í dyrunum stóð Tuesday gieiðbrosandi, klæddur hvitustu og finustu smókingskyrtunni hans Patersons. Hún sat á honum eins og rykkilin á kórdreng og gaf honum helgisvip, sem var óneitanlega skoplegur. Frú McNairn herti takið á sólhlifinni. Á skorpnum baugfingri hennar skartaði dýrmætur hringur með rúbinsteini, á stærð við hindber. Rúbinar höfðu verið svo gott sem vórumerki herra McNairn. t þrjátiu ár hafði hann rekið umboðssölu fyrir fyrirtæki i Kalkútta. McNairn hafði lifað, starfað og dáið hér i Burma. Hann lifði og hrærðist i sömu hljóðlátu skyldurækninni og olli þvi, að Betteson sætti sig um ára bil með óhreinu og snautlegu skrifstofurnar hjá gufuskipafélaginu. Það hefði vissulega ekki breytt miklu, þótt þessir tveir menn hefðu eytt ævinni heima i Englandi, önnum kafnir frá niu til fimm við að sýsla um annarra manna fjármuni og reikninga. Þetta sjónarmið hafði frú McNairn aldrei viðurkennt.Hún var þeirrar skoðunar, að hlutverk McNairns i lifinu hefði verið að þjóna krúnunni með þvi að leggja sitt af mörkum til útbreiðslu enskra lifshátta og hugsunarháttar, sem fólk vanmat yfirleitt hræðilega. Hún hafði fyrir sitt leyti viljað, að maður hennar yrði háttsettur embættismaður. Hann hefði ekki þurft að helga sig verzlun. Oft sagði hún við Connie: „Faðir þinn var mikill maður og duglegur/heimurinn mathann aldreisem skyldi." Það var til að reyna að halda i þessa hugmynd, að hún ákvað að yfirgefa ekki Burma ásamt þeim sem fyrstir fóru. McNairn með blómakrans á leiði hans, þótt kransinn væri ekki nema klukkutima að visna. ,,Við tilheyrum þessum stað," sagði hún. Kerrumaðurinn stritaði kófsveittur við að komast upp siðustu brekkuna milli hvita hverfisins og myllunnar. Það hefði verið mun skynsamlegra að fá legigubil, hugsaði Connie. Klukkan halut að vera orðin meira en hálf eitt. „Ég þoliekkiaðkomaof seint," sagðihún. ,,Þvi seinna sem við komum, þeim mun betra finnst mér nú. Þegar allt kemur til alls, þá...." Dóttirin sat og starði á bakið fyrir framan sig, það var blautt og glansandi af svita. Hennar vegna þurfti móðirin ekki að ljúka setningunni. Þúsundir af óloknum setningum og hálfkveðnum visum voru svo sannarlega búnar að gera úlfalda úr mýflugu úr sam- skiptum Conniear og Patersons. Hún komst i afleitt skap við tilhugsun- ina. Ósjálfrátt flutti hún sig fremst i sætið og hvildi höfuðið i höndum sér. Það gat móðir hennar ekki látið afskiptalaust. „Látlu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig i gönur." „Ég þoliallsekki að aka i svona kerru. Ég get ekki horft upp á menn erfiða svona." 1248 Lárétt 1) Sikring.- 5) Fugl.- 7) Skst.- 9) Jurt.- 11) Blóm.- 13) Verk.- 14) Vökvar,- 16) Röð.- 17) Trosna,- 19) Gljáber.- Lóðrétt jjDrykkjarilát.- 2) Varma.- 3) i munni.- 4) Staur,- 6) Gleðst.- 8) Veiðarfæri,- 10) ar.- 12) Kona.- 15) Eins,- X Lóðrétt 1) Eintak.- 2) Ny'.- 3) Fró.- 4) Ætta.- 6) llsára,- 8) Bug.- 10) Stvik.- 12) Vatn,- 15) Tvo.- 18) Ek.- Kveðskap- Dreif.- 18) Ráðning á gátu Nr. 1247 Lárétt 1) Einfær.- 5) Yrt.- 7) NB. Ótal.- 11) TUV.- 13) Ats.- Agat.- 16) Vá.- 17) Tveir.- Hnokka.- • 9) 14) 19) ¦ 1 * > 5 ¦H£v B /C / Y i H ¦r Aðeins þeir af ætt-~ bálki minum, sem er fórnað, hingað Það er furðu- legtaðnokkur skuli komast héðan lifandi, við þessa miklu geislavirkni FIMMTUDAGUR 2 . nóvember. 7.00 Morgunutvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15. og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Liney Jóhannsdóttir heldur áfram 'lestri þýð- ingar sinnar á sögunni um „Húgó og Jósefinu" eftir Mariu Gripe (5) Tilkynning- ar kl. 9,30. Létt lög milli liða. Þáttur um hcilbrigðis- málkl. 10.253 Geðheilsa, I: Gylfi Ásmundsson sálfr. svarar spurningunni: „Hvað er andleg heilbrigði" Morgunpopp kl. 10.40: Leon Russel syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.15 Búnaðarþáttur Vinir Hrafna-Flóka, pistill eftir Helga Haraldsson á Hrafn- kelsstöðum. — Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöð- um flytur. (endurt.) 14.30 Bjallan hringir Annar þátturum skyldunámsstigið i skólum. Móðurmáls kennsla. Umsjón hefur Steinunn .Harðardóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist Léontyne Price og Placido Domingo syngja ariur eftir Handel. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. ingar. Tilkynn- 16.25 Popphornið Pétur Stein- grimsson kynnir 17.10 Barnatími: Soffia Jakobsdóttir stjórnar a. Veturinn og börnin Frásagnir , þulur og sitt- hvað fleira. Solveig Halldórsdóttir og Iris Erlingsdóttir (8) ára les auk Soffiu. b. Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla" eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (5) 18.00 Létt lög. Tilkynningar 18,45 Veðurfregnir . Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.20 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn 19.25 Glugginn Umsjónar- menn Ágúst Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.00 Frá vorhátiðinni i Prag i mái s.l. Vlach-kvartettinn leikur 20.35 Leikritið: „Rosenbergs- hjónin skulu ekki deyja" eftir Alain Decauxþýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri: Gisli Halldórsson Persónur og leikendur: Július Rosenberg/Þorsteinn Gunnarsson Ethel Rosen- berg/Kristbjörg Kjeld Dómarinn/Steindór Hjörleifsson Verjand- inn/Guðmundur Pálsson Ákærandinn/Jón Sigur- björnsson Fréttamaður- inn/Guðmundur Magnússon David Greenglass/Sigurður Karlsson Ruth Green- glass/Hrönn Steingrims- dóttir Tveir rikislögreglu- menn/Rúrik Haraldsson og Pétur Einarsson Max Elitcher/Karl Guðmunds- son McCarthy, öldungar- deildarþingmaður/Helgi Skúlason 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Reykja- vikurpistill Páll Heiðar Jónsson leggur leið sina i myndlistarsal SúM og talar við Stefán Jónsson frá Möðrudal. 22.45. Manstu eftir þessu? Tón listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.