Tíminn - 09.12.1972, Side 4

Tíminn - 09.12.1972, Side 4
Nýja ástin hennar Laureen Stundum íurðum við okkur á þvi, hvað orðið heíur af gömlu góðu leikurunum; sem sáust hvað oltast i kvikmyndum fyrir 1 ()-2()-:íO árum, eftir þvi hvað gömul við erum sjálf orðin. Kin slik stjarna er Laureen Bacall, sem gift var kvikmyndaleik- aranum Humphrey Bogart, sem nú er látinn fyrir nokkru. Nýlega skaut hún upp kollinum á nýjan leik við hlið ti/.kukóngs- ins Ungaros, og mjög vel klædd að auki. Sagt er,að þau sóu be/tu vinir. Ýmsir á lista til kosninga Haö kennir margra grasa á lista yfir frambjóðendur til kosninga þingmanna i Nýja Sjálandi. Á irambjóðendalistunum mátti meðal annars sjá nafnið Mikki mús, en er Hr. Jesús Kristur bauð sig fram sem 442. fram- bjóðanda, var framboði hans haínað. Aðeins átti að kjósa 37 þingmenn i þessum kosningum. Krókodilstár frá Ilúss- landi Sovétmenn geta gert að gamni sinu, og meira að segja á eigin kostnað, eins og be/t má sjá á eftirfarandi frásögnum, sem nvlega birtust i blaði einu þar i landisem nefnist Krókódillinn. í Sovétrikjunum verður fólk að gera skrillega grein fyrir þvi, hvers vegna það mætir ekki til vinnu, ef það er f jarverandi einn eða fleiri daga. Ein skýringin hljóðaði á þessa leið: ,,bað var engin ástæða fyrir fjarveru minni önnur en sú, að ég hafði ekki áhuga á starfinu”. Og svo var frásögn af manni, sem lög- reglan haföi handtekið, vegna þess að hann hafði verið að gelta og spangóla á almannafæri. Maðurinn sagði: ,,Nú er ég allsgáður, og verð að halda fast við fyrri frásögn mína um það, að ég hafi verið að gera það eina rétta við þetta tækifæri. Ég ætlaði mér og framkvæmdi það einnig, sem ég hafði fyrirfram ákveðið, að gclta hástöfum heila nótt að hundi manns nokkurs, sem býr i sama húsi og ég. Ástæöan er sú, að ég er þvi al- gjörlega andvigur, að fólk geymi hunda sina úti á svölum sambýlishúsa. Ég hafði hugsað mér að vekja athygli yfirvalda á þessari meðferð á hundinum, en þvi miður var ég undir áhrifum áfengis, þegar að þvi kom, að framkvæma ákvörðun mina, og það sem verst var, eigandi hundsins var ekki heima, og vissi ekki um mótmæli min.” ★ Mislagóar hendur begar Sid Clark ætlaði að hleypa niður úr klósettinu i fyrsta sinn i nýja húsinu sinu, kom ekkert nema gufustrókur úr vatnskassanum. Pipulagn- ingamennirnir höfðu eitthvað ruglazt i riminu, og i stað þess að tengja kassann við kalda- vatnslögnina i húsinu.höfðu þeir tengt hann við heitavatnskerfið. Nágranni Sids, sem bjó i næsta húsi, sem byggt hafði verið af sömu verktökum, átti þó eftir að lenda i enn meiri vandræðum. begar hann skrúfaði frá vatninu og ætlaði að fá sér bað i baðkar- inu, kom ekki dropi i karið, en vatn fór að streyma upp úr bað- gólfinu, þvi þar haföi pípurun- um láðzt að tengja pipurnar nægilega vel saman. bað er ekkert nýtt, þótt sagt sé, að tizkan endurtaki sig. bessi mynd er af tizkukjól i ár, og hann er sagður nákvæm eftir- liking kjólanna, sem leikkonan Betty Grable, sem mest var i sviðsljósinu á árunum 1940 til 50, notaði. Betty var sögð með fegurstu fætur i heimi og gerði þvi allt til að láta þá sjást. Nú er möguleiki á að láta fallega fætur njóta sin á nýjan leik i þessu undarlega pilsi, sem er stutt að framan, en sitt að aftan. Svo er lika talið tilheyra að vera með gerfirós i barminum, eða i bandi um hálsinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.