Tíminn - 09.12.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 09.12.1972, Qupperneq 5
Laugardagur !t. desember I!)72 TÍMINN 5 • • MJOG HEFUR FJOLGAÐ A ATVINNULEYSISSKRÁ - Bannið við skelveiðunum hefur áhrif víðar en við Breiðafjörð Erl—Reykjavik. Um siðustu mánaðamót töldust atvinnulausir á landinu alls 519, og hafði i nóvembermánuði fjölg- að úr 130 um mánaðamótin okt- nóv. Viðast hvar hefur atvinnulaus- um á skrá aðeins fjölgað litillega, en á 10 stöðum er um geysilega fjölgun að ræða, og eru það þeir staðir, sem nær öll aukningin liggur hjá. Aðeins á einum stað, Hofsósi, hefur atvinnulausum Asi í Bæ ^ • / •• I A ■ • Sjor, ol og astir — Ási í Bæ á kreiki Erl-Reykjavik. Sjór, öl og ástir nefnist ný bók eftir Ása i bæ, sem nýkomin er á markaðinn frá Iðunni. Við fengum höfund til að lita inn til okkar og eiga örstutt spjall um bókina. — Þetta eru eiginlega ekki smásögur, heldur fremur frásagnir, segir Ási, um leið og hann tyllir sér niður. — Ég hef skrifað þetta á lengri tima, fyrst i landlegum, á meðan ég var á sjónum, en mest eftir að ég kom i land. Frásagnirnar i bókinni eru alls 10, þar af er ein smásaga, sem hlaut verðlaun Samvinnunni fyrir einum 10 ár- um. Hún heitir Kjördagur, og er sú eina, sem ekki er beint tengd sjónum, ölinu og ástunum. Hinar gerast allar við sjó, i verstöð, sem ekki er nein sérstök. — Þetta er fjórða bókin, sem út kemur eftir mig, heldur Ási áfram. Fyrst kom Breytileg átt svo skrifaði ég Sá lilær bezt, þegar ég fór á hausinn. Einu sinni brá ég mér lika til Grænlands og skrifaði um það bókina: Granninn i vestri, sem kom út i fyrra. — Siðustu tvö árin hef ég annars aðallega fengizt við að æfa mig á trélöpp. Það er mikil vinna, en ekki arðbær áð sama skapi, segir þessi lifsglaði fyrrverandi sjómaður, sem skrifar svo lipur- lega og af þekkingu sinni um sjóinn og það lif, sem hrærist við hann. I bókinni gefur hann lesendum hlutdeild i þvi lifi, sem hann þekkir bezt. Árni Elvar hefur teiknað myndir i bókina Það eru lipurt dregnar myndir, sem falla vel að efninu, og prýða mjög þessa annars læsilegu bók. fækkað, svo nokkru nemi, eða úr 25 i 16. Á tveimur öðrum stöðum hefur fækkað um einn. Það.sem einkum vekur athygli, er, að á allmörgum stöðum, þar sem enginn var skráður 31. okt, eru nú margir á skrá. Þvi hafði blaðið samband við fréttaritara sina á þessum stöðum til að vita, hverju þetta skyndilega stökk sætti. Það fór, svo sem flesta grunar, e.t.v. að slæmar gæftir og tregur a'fli á mestan þáttinn i aukning- unni, en eins virðist bannið við skelfiskveiðum á Breiðafirði hafa haft mikil áhrif viðar en á Snæ- fellsnesi. 1 Grundarfirði voru 15 konur á skrá 30. nóv. en engin 31. okt. Þar er nú engin skelfisk- eða rækju- vinnsla i gangi.og stafar atvinnu- leysi kvennanna af þvi. Bregður þeim vafalaust nokkuð i brún, þvi að um uppgripatekjur mun hafa verið að ræða hjá þeim á meðan skelin barst á land. Aftur á móti er ekki til atvinnuleysi karla þar, og vantar frekar menn til starfa. Miklar byggingaframkvæmdir standa þar yfir, og er m.a. verið að stækka og lagfæra öll þrjú fyrstihús staðarins. t Stykkishólmi voru 18 konur og 3 karlar «kráð atvinnulaus. Þar eru orsakirnar hinar sömu og i Grundarfirði, en auk þess hefur ekkert aflazt af fiski, svo að vinna i frystihúsinu liggur niðri. Þar er og litið um byggingar, en margir hafa atvinnu i skipasmiðastöð- inni. Ástandið þar gæti þvi orðið alvarlegt, ef ekki finnast ein- hverjar ráðstafanir til bóta og illa aflast á vetrarvertið. Á Stokkseyri og Eyrarbakka voru skráðir 25 og 29 atvinnulaus- ir. Það er engin nýlunda, en það, Kenndu varnir gegn flugvéla .ránum á Keflavíkurflugvelli- Klp-Reykjavik Nú í vikunni var haldið umfangsmikið námskeið fyrir tollvcrði og lögregluuþjóna á Keflavikurflugvelli, i vörnun gegn flugvélaránum og sprengju- tilræöum i flugvélum. Voru það tvcir sérfræðingar frá Bandarikj- unuin, McMullen og Halligan, sem leiðbeindu á námskeiðinu, en þaö sóttu um 60 manns. Voru flestir þátttakenda lögreglu- þjónar og tollverðir, en einnig menn frá flugfélögum, alinanna- vörnum og einnig nokkrir Banda- rikjanienn af Keflavikurflugvclli. Námskeiö þetta stóð yfir i tvo daga. Þar lýstu séríræðingar helztu aðferðum sem beitt er i Bandarikjunum gegn flugvéla- ránum, og útskýrðu fyrir mönnum varnir gegn þeim, svo og aðferðir við sprengjuleit i flug- vélum. Björn Ingvarsson lögreglustjóri á Keflavikurflugvelli boðaði blaðamenn á fund á fimmtudag- inn og sagði þar frá námskeiðinu. Hann gat þess, að búið væri að setja uppi i Flugstöðvar- byggingunni leitartæki til að auðvelda löggæzlum. að finna vopn á farþegum. Einnig að i sambandi við námskeiðið, hefðu varnarliösmenn sýnt algengustu sprengjur og sprengjuefni, sem notað væri um þessar mundir. Björn sagði, að sérfræðingarnir hefðu haldið erindi, sýnt kvik mynd, og annað á námskeiðinu. Einnig hefðu þeir farið með þátt- takendur út i flugvélar frá Loft- léiðum og FI, sem þarna hefðu verið, og sýnt þeim helztu felu- staði i þessum flugvélategundum. Hefði það verið mjög fróðlegt og lærdómsrikt fyrir starfsfólkið, sem aldrei vissi hvenær til kasta þess kæmi i sambandi við svona mál. FERSKIR AVEXTIR Nútímafólk borðar meira og meira af ferskum á- vöxtum. Holl og góð fæða, fyrir börnin, fyrir alla. Ferskir ávextir eru mjög viðkvæmir, en nútímatækni í flutningum og SAMVINNA í innkaupum tryggja mestu mögulega fjöl breytni og gæði, hjá okkur. h sem olli að enginn var á skrá þar i októberlok, er flutningur á skel- fiski vestan frá Breiðafirði til beggja þessara staða. Þá flutninga hefðu þó vetrarveðrin komið til með að stöðva, og er þvi ekki hægt að rekja atvinnuleysið beint til bannsins við skelfisk- veiðunum. Þetta atvinnuleysi mun þó hverfa um leið og gefur á sjó og eitthvað aflast. Á Eyrar- bakka er nú unnið að endurbótum á frystihúsinu. 1 Vestmannaeyjum voru 43 á skrá og hafði íjölgað um helming i mánuðinum. Þar munu orsak- irnar einkum vera slæmar gæftir og tregur afli. Slikt hið sama má segja um orsakirnar fyrir atvinnuleysinu á Vopnafirði, en þar er það lang- mest á landinu, 75 skráðir. Þar eru litlar úrbótavonir fyrr en með komu nýs skuttogara frá Japan, sem væntanlegur er i marzlok. Frá Vopnafirði er nú enginn stór bátur gerður út, og ekkert hefur gefið á sjó fyrir litlu bátana. Dalvikingar höfðu 24 á atvinnu- leysisskrá. Þar eru orsakirnar enn hinar sömu, gæftaleysi og aflatregða. Dalvikingar missa annan togbát sinn um áramótin og mun þá ástandið versna enn til muna. Engar úrbótaleiðir eru enn fundnar, og' virðist þvi sá staður ætla að lenda einna verst út úr vetrinum, ásaml Vopnafirði, Sauðárkróki, þar sem 46 'voru skráðir, og Olafsfirði, þar sem 54 voru á skrá, en þar var enginn um mánaðamótin áður. Allar þessar tölur mun mega rekja til litils afla, og sannast bezt með þeim, hversu háðir við erum veðrinu. Þá voru i Hafnarfirði skráðir atvinnulausir 42, þar af 39 konur. Mun orsakanna þar vera og að leita i minni umsvifum i fiskiðnaði. Sunnan- og vestanlands mun þetta atvinnuleysi að mestu tima- bundið og hverfa um leið og afli glæðist og gæftir batna, (ef það þá verður), en austan og norðan- lands verður að finna einhver ráð lil úrbóta. Það vekur athygli, að á Skaga- strönd er aðeins ein kona al- vinnulaus, og 12 manns á Siglu- firði, en þessir staðir höfðu fyrir skömmu flesta atvinnulausa inn- an sinna vébanda. Þar hefur þvi greinilega verið unnið ötullega að viðreisn atvinnulifsins. Ævintýragetraun Samvinnubankans 5. BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI Getið þið fundið í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er nú? — Nú eru all- ar 5 getraunamyndirnar komnar. Skrifið nú allar lausnirnar númeraðar 1—5 á blað og merkið blaðið með nafni ykkar og heimilisfangi. Stingið því síðan í umslag merktu: „Ævintýragetraun Samvinnubankans" og sendið Samvinnubank- anum, Bankastræti 7, Reykjavík, eða einhverju útibúa hans, fyrir 20. desember n. k. — 100 vinn- ingar verða dregnir út.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.