Tíminn - 09.12.1972, Síða 7

Tíminn - 09.12.1972, Síða 7
Laugardagur II. desember III72 TÍMINN 7 Nemendur Tækniskóla islands og kennarar fjölmenntu á fundinn, sem haldinn var til að ræða málefni skólans og framtið tæknimenntunar. Timamynd. Róbert. Fundur tækniskólanema: UNUM EKKI LENGURTIL- VITNUNUM í NEFNDAÁLIT — Ég i'ullyrði, að ef ekki kemst skriður á málefni Tækniskóla islands á næstunni, munum við láta heyra i okkur svo um munar. Við erum orðnir langþreyttir á loðnum loforðum. og tilvitnunum i nefndaálit og munum ekki lengur una þvi skilningsleysi og seinagangi, sem málefnum skólans hafa verið sýnd. Þetta voru lokaorð Sigurðar Hlöðverssonar, eins af nem- endum Tækniskóla islands á opnum fundi, sem haldinn var i fyrrakvöld um framtið skólans. Nemendafélag skólans gekkst fyrir fundinum.og var tilgangur- inn að ræða framtið Tækniskóla islands og stöðu hans i iðnvæddu þjóðfélagi. Þrem ráðherrum og nokkrum framámönnum mennta- og iðnaðarmála var sérstaklega boðið til fundarins. Ráðherrarnir sendu fulltrúa sina, og nokkrir áhugamenn aðrir um tækni- menntun mættu til fundarins, auk fjölmenns hóps nemenda. Umræður voru mjög fjörugar og stóðu yfir i nær fjórar klukku- stundir. Er skemmst frá að segja. að allir ræðumenn, bæði úr hópi nemenda og gesta,voru á einu Framlag SÍS til Alþjóðasamvinnusam- bandsins HBÁ-Reykjavik Sambandsstjórn StS samþykkti fyrir skömmu að leggja á næsta ári fram til Þróunarsjóðs Al- þjóðasamvinnusambandsins upp- hæð, sem samsvarar 10 kr. á hvern félagsmann i Sambands- félögunum. Félagar eru nú 35 þúsund og safnast þvi 350 þúsund kr. Þetta er þriðja árið i röð, sem Sambandið hefur þetta fyrir- komulag um framlag sitt til sjóðsins. Þróunarsjóðurinn er notaður til að fjármagna starf- semi Alþjóðasam vinnusam- bandsins i þróunariöndunum. Sonur Veturliða sýnir á Akureyri SB-Reykjavik Ungur Akureyringur, Valgarð- ur Stefánsson, opnar i dag mál- verkasýningu i Landsbankasaln- um á Akureyri. Sýnir hann þar 30 málverk, sem öll eru til söiu. Er þetta fyrsta sjálfstæða sýning Valgarðs. Þess má geta, að Val- garður er sonur Veturliða Gunn- arssonar, listmálara, en er skirð- ur Valgarður Stefánsson, i höfuð móðurafa sins, heildsala á Akur- eyri. máli um.að tæknimenntun hér á landi væri mjög ábótavant og safnrýmdist hvergi nærri þeim kröfum, sem gera verður til i iðn- væddu þjóðfélagi. Var ræðu- mönnum mjög tiðrætt um hlut tæknimenntunar i menntakerfinu, og þótt ágreiningur væri um ýmis atriði, voru menn sammála um, að tæknimenntunin væri ærið gloppótt og tilviljanakennd og félli illa að öðrum þáttum menntakerfisins. Formaður nemendafélagsins, Brynjólfur Brynjólfsson, flutti framsöguræðu og rakti sögu Tækniskóla tslands i stórum dráttum og sýndi fram á, að allt frá stofnun skólans hafi honum verið sýnd litil rækt af hálfu stjórnvalda, sérstaklega i sam- baridi við húsnæðismál og tækja- búnað. Nú er skólinn til húsa á fjórum stöðum i borginni og ekkert er gert til að bæta úr þvi ástandi. Hann kvaðst vona, að i væntanlegum grunnskólalögum gleymist tæknimenntunin ekki, þvi tæknimenntun hljóti að vera undirstaða i nútima þjóðfélagi. Miðaldakerfi iðnfræðslunnar verður að gjörbreyta , og gera verður iðn- og tækninám eftir- sóknarvert og að verkmenntun og bóknám verði ekki sundurslitið á þann hátt.sem til þessa hefur tið- kazt. Tæknibylting hefur verið boð- uð, sagði framsögumaður, en hverjir eiga að sjá um hana. Nefndi hann , að tækninemar þyrftu að geta valið um fleiri námsleiðir, en litið samband væri milli námsins og atvinnuveg- anna. Færi t.d. engin kennsla fram i matvælatæknifræði, en þó væri matvælaframleiðsla undir- staða atvinnuvega islendinga. Nú væri verið að setja enn eina nefnd á laggirnar til að undirbúa tækni- skóla og tækniháskóla, en til þessa hafi ekki skort nefndaálit um þessi efni, sem sifellt væri verið að vitna til, en raunhæfar aðgerðir væru engar, en það væru þær, sem tækniskólanemar krefðust. Að lokum sagði hann, að rannsóknir i grannlöndunum sýndu, að efnahagsástandið batnar með aukinni tækni- menntun og að lausn á efnahags- hrollvekju framtiðarinnar færi eftir tæknimenntun þjóðarinnar. Bjarni Kristinsson, rektor Tækniskólans, gerði grein fyrir nefndaráliti rikisskipaðrar nefndar, sem falið var að gera til- lögur um tækninám og aðlögun þess að hinu almenna mennta- kerfi, sem i stuttu máli er á þá leið, að tækninemar og aðrir þeir, sem stunda verklegt nám, eigi þess kost að halda áfram námi stig af stigi og geti bætt við menntun sina eftir þvi, sem þeim sjálfum sýnist, en lokist ekki inni i kerfinu.og að tizkuíyrirbrigði eins og landspróf og stúdentspróf veiti ekki ein réttindi til fram- haldsnáms. Sturla Böðvarsson, nem. taldi, að rektor og fleirum hafi enzt þetta pappirsgagn lengi lil að vitna i, en slikt dygði ekki lengur. Nú yrði að gripa lil róttækari að- gerða, eitthvað raunhæft yrði að gera i málefnum Tækniskólans og tæknimenntunar yfirleitt. Sveinbjörn Björnsson, for- maður skólanefndar, sagði, að við stofnun Tækniskólans hafi verið farið fullhratt i fyrstu, og sér væri ekki ljóst, hvort þeir menn, sem undirbjuggu stofnun hans, hefðu raunverulega ætlað að stof na fuli- kominn tækniskóla, sem út- skrifaði sprenglærða tækni- íræðinga, sem lull þörf væri fyrir, eða svonefnda tækna, sem næmu i tvö ár og reiknað væri með.að yrðu milliliðir verkfræðinga eða tæknifræðinga og iðnaðarmanna. Læddist sá grunur að sér, að skól- inn hafi villzt af réttri leið, og væri þvi að ýmsu ábótavant, aðallega hvað snerti húsnæði og tækjakost. Sveinbjörn sagðist hafa tekið að sér að vera fulltrúi menntamála- ráðherra á fundinum, og skýrði frá, að verið væri að stofna nefnd, sem semja á drög að frumvarpi um tækniskóla og tækniháskóla, sem starfa eiga að nútima hætti. Ráðuneytisstjórarnir Árni Snævarr og Jón Sigurðsson tóku báðir til máls. Sá fyrrnefndi kvað ráðuneyti sitt hafa mikinn áhuga á málefnum tæknimenntunar og að þar ríkti lullur skilningur á nauðsyn þess, að bæta tæki og húsakost Tækniskólans. Jón Sigurðsson taldi, að ihalds- semi i skólamálum væri yfirleitt rik.og yrðu nemendur i nýjum skólum, eins og Tækniskólinn er, að fylgja málum sinum vel eftir til að árangur náist. Væri þvi mikilvægt á fundi, sem þessum, að þeir skilgreindu vel hverjar raunverulegar kröfur þeirra væru og hvað nauðsynlegast væri að framkvæma. Fjölmargir aðrir tóku til máls, en eins og áður er sagt,voru ágreiningsefnin smávægileg, en allir voru á einu máli um, að að- búnað Tækniskólans þyrfti að bæta og það sem fyrst, og að endurskoöa ætti menntakerfið með tilliti til aukinnar og hagnýtari tækni- og verkmennt- unar til hagsbóta fyrir þjóð- félagið. Að siðustu má geta þess, að islenzkir verkfræðingar eru nú 462 talsins, en tæknifræðingar 263. En á fundinum kom fram sú skoð- un, að eðlilegt væri i iðnvæddu þjóðfélagi, aö þrir tækni- fræðingar væru á móti hverjum verkfræðingi. —Oó Leikfélag Horna- fjarðar 10 ára - sýnir Gullna hliðið Framlag SÍS til Alþjóðasamvinnusambandsins Leikfélag Hornafjarðar er 10 ára um þessar mundir og minnist þessa afmælis á veglcgan hátt með sýningu á hinu vinsæla verki Daviðs Stefánssonar, Gullna hlið- inu. Á þessu 10 ára timabili hefur verið scrstaklega vel að málum staðið hjá þeirh Hornfirðingum, sem bezt má marka al' þvi, að Gullna hliðið er 16. verkefni þeirra. Verkel'naval hefur verið býsna fjölbreytt og m.a. má geta þcss, að islenzk leikrit eru 5 að tölu þ.e. Delerium bubonis, Kjarnorka og kvenhylli, Piltur og stúlka, Allra meina bót og nú Gullna hliðið. Einhver merkasta sýning félagsins var á Andorra, sem sýnt var á siðasta leikári við mikla hrifningu og aðsókn. Kristján Jónsson leikstýrði An- dorra af mikilli kunnáttu og vandvirkni,og hann er einnig nú leikstjóri hjá þeim Hornfirðing- um. Skaftl'ellingar hal'a löngum halt á sér mikið og gott orð fyrir myndarjegt og þróttmikið menn- ingarlif.og óha'tt mun að fullyrða, að starf Leiklelags Hornafjarðar siðustu tiu árin sé einhver óræk- asti vottur þess, að hér sé um annað og meira að ræða en orð- sporið eilt. Leikfélagið hefur átt mörgum ágætum kröltum á að skipa, og einnig mjög samstilltum hóp áhugafólks. Núverandi formaður telagsins er Haukur Þorvaldsson. Gullna hliðið er að vonum eitt viðamesta og skemmtilegasta viðíangsefni félagsins.og frum- sýning á þvi er ráðgerð i kvöld, laugardaginn 9. des. Með aðal- hlutverk lara: Gisli Arason, er leikur Jón bónda, Sigrún Eiriksdóttir er i hlutverki kerlingarinnar, Ásgeir Gunnarsson og Sigurður Geirsson leika þá postulana, Pétur og Pál, og óvininn leikur Haukur Þor- valdsson. Ég vildi nota tækifærið og óska þeim Hornl'irðingúm innilega til hamingju með almælið og sýn- inguna. Ég vona það eitt, að næstu tiu ár verði engu siðri i slarfi lelagsins en þau lyrstu.og óska þvi alls vellarnaðar i fram- tiðinni. Ég vil einnig þakka leik- sljóranum Kristjáni Jónssyni fyr- ir hans góða skerf i þágu áhuga- leiklistarinnar hér á landi,og vona um leið, að við fáum notið hans sem lengst i þeim störfum. Undir það veit ég, að Hornfirðingar taka heilshugar. Helgi Seljan. Frá ælingu á Gullna hliðinu. K.v. Sigrún Kiriksdóttir, Gisli Arason, og Ásgeir Gunnarsson. Síðasta sýning á „Rjúkandi ráð” Kins og kunnugt er, standa yfir i Keflavik sýningar á leikritinu „Rjúk- andi ráð”. Siðasta sýning verður i kvöld i Félagsbiói. Hér að ofan gefur að lita mynd af einu skemmtilegasta atriði leiksins. Talið frá vinstri: Kggert Ólafsson, Ólafur Sigurvinsson, Július Baldursson, Þórdis Þor- móðsdóttir, Finnur Magnússon, Ilrefna Traustadóttir, Þorsteinn Kggertsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.