Tíminn - 09.12.1972, Síða 14
14
TÍMINN
l.augardagur !). desember l!>72
og heyktist niður i sætið, linurnar, sem áður höföu verið svo greini-
legar, leystust upp. Hún leit kviðafull á hann eins og hún hefði lesið
hugsanir hans.
Hún er hraðlygin, hugsaði hann, en það eru ekki venjulegar lygar.
Meira vissi hann ekki um það nú. t>að var eins og hugsanir hans væru
komnar i harðan hnút. Hann gat alls ekki hugsað rökrétt lengur. Hann
gekk fram á brúnina og skyggndist niður i gilið. Dalurinn var liflaus og
litlaus fyrir utan nokkra hrægamma, sem sveimuðu yfir bleikum,
sviðnum palmunum beint fyrir neðan, þar sem hann stóð. Þar var
engan reyk og engan eld að sjá.
,,Það er engin leiö að komast niður,” sagði Tuesday.
Hann brosti, geislandi af gleði.
Ennþá i vafa gekk Paterson með drengnum alveg fram á brúnina,
tuttugu til þrjátiu metra frá bilnum.
„Kemur þú auga á nokkuð”?
,,Nei, þau eru dáin”.
„Sérðu nokkurn eld?”
,,EcH' Nei, ekki vott”.
Paterson hélt höndunum eins og sjónauka fyrir augunum og horfði
lengi niður. Sólin stakk hann i augun, og hann fór að sjá stjör-nur.
Horfi maður nógu lengi, hugsaði hann, gæti maður séð hinar furðu-
legustu ofsjónir.
,,Þú verður hér á verði, þangað til ég kem til baka”.
,,Já,en það er vita gagnslaust, herra Paterson”.
,,Eg kem aftur eftir svo sem hálftima. Þú verður hér og gætir að,
hvort nokkur reykur séí”.
„Reykur, herra Paterson?” svaraði drengurinn. „Fyrst þau eru
dáin, geta þau ekki kveikt bál”.
„Vertu hér á verði eins og ég segi. Ertu viss um, að ekki sé unnt að
komast niður?”
„Já, herra Palson! En það er enginn á lifi þarna, og það verður held-
ur enginn reykur.”
„Vertu hér og hafðu augun hjá þér.”
Drengurinn bað með áhyggjufullu bænarbrosi um, að verða ekki skil-
inn eftir á þessum stað. Ef til vill æki Paterson nú burtu og kæmi aldrei
framar til baka. Það var sem i hann væri rekinn hnifur við þá tilhugs-
un, og kaldur hrollur hrislaðist niður bakið á honum. Andartak stirðn-
aði hann upp, en ennþá var þó skugginn af brosinu á vörum hans. t skil-
yrðislausri hlýðni og án þess að segja eitt einasta orð, stóð hann graf-
kyrr, meðan hann velti fyrir sér, hvað fyrir gæti komið.
Siðan lagði Paterson af stað i áttina til þorpsins. Tuesday stóð og
horfði á eftir bilnum. Það glampaði nokkrum sinnum á hann, áður en
hann hvarf i rykmökkinn á veginum. Tuesday l'annst sem hann sæi bil-
inn nú i siðasta sinn.
Framundan var kröpp bugða á veginum og rykskýið, sem huldi
Paterson og hilinn, hvarf á bak við klettasnös. Lengi hélt rykið áfram
að íalla yfir drenginn eins og gulleit snjókoma. Loks var þó allt rykið
l'alliðog brennandi sólskinið nautsin aftur til fulls.
Tæpum hálflima siðar, þegar Paterson kom til baka, fann hann
drenginn liggjandi á maganum á brekkubrúninni. Hann lá þarna stifur
af spenningi eins og skytta i veiðihug.
Steinþegjandi benti hann hægt og hátiðlega niður i sindrandi hita-
móðuna i dalnum, og Paterson, sem löngu hafði gelið upp alla von um,
að nokkuð kæmi i 1 jós, kraup undrandi niður til að sjá sem nákvæmast i
áttina, sem drengurinn benti i.
„Sérðu eitthvað?”
„Já, herra Patson,” svaraði drengurinn,” sjáið sjálfur þarna niður.” 1
Hann benti af mikilli nákvæmni með visifingri á stað niðri i miðjum
bambusskóginum.
„Þarna, herra Patson," sagði hann, „sjáið þér!” Hann brosti upp til
Patersons. „Bál, eða hvað?"
14. kafli.
Frú Betteson hafði ekki hugkvæmst að kveikja bál, fyrr en komið var
undir kvöld. Hún var að hugsa um Tuesday og hversu oft hún hafði
horft á hann kveikja bál, þegar hún allt i einu mundi eftir þessu.
Hún var farin að hugsa um Paterson og majór Brain, ungfrú Alison,
Burmastúlkuna og bróður hennar, sem hún i huganum kallaði engla-
barnið. Þau hlutu að vera einhvers staðar þarna uppi á veginum, þvi að
varla hafði nokkuð komið fyrir þau. Þar til þá hafði hún haft svo margt
annað um að hugsa. Inni i bilnum lágu Portman, Betteson og frú Mc-
Nairn látin. Ilún hafði breitt teppin, sem lágu á bilgólfinu, og hvita, kin-
verska silkisjalið, sem frú McNairn sveipaði yfir sig til að verjast ryk-
inu, yfir þau. Sjalið var eins og rykið á litinn og vefnaðurinn liktist
einnig fingerðu, duftkenndu rykinu — svó finir og grannir voru
þræðirnir.
Á dauðastundinni hafði frú McNarin baðað út höndunum i ör-
væntingu, hún hafði fálmað upp i loftið og náð taki á rúllutjaldinu fyrir
afturglugganum. Siðustu loftköstin og höggin höfðu reynzt ferköntuðu
bótunum i handarkrikum hennar ofraun, þar voru nú bæði rifur og
saumsprettur. Dauðastriðið og skelfingin voru ekki sýnileg á andliti
hennar, heldur á þvi, hvernig handleggirnir spenntust upp, i örvita
gripi fingranna i rúllutjaldið og rytjulegum hártjásunum i handakrik-
um hennar, sem komu nú svo berlega i ljós. Augun voru lukt og á and-
litinu var mildur og dálitið þreytulegur, en vingjarnlegur svipur, sem
frú Betteson minntist aldrei að hafa séð á frú McNairn i lifanda lifi.
1 framsætinu lágu Portman og Betteson. Á dauðastundinni höfðu þeir
báðir gripið i stýrið, og þaö hafði klemmt þá, þegar það gekk inn i bil-
inn. Þeir sátu þarna eins og i skrúfstykki og útilokað að hreyfa þá, frú
Betteson hætti fljótlega öllum tilraunum i þá átt. Hið eina, sem hún gat
gert, var að hylja þá. Teppið, sem hún breiddi yfir þá, var skreytt með
drekamynstri, stórum, tibetönskum drekum i æpandi gulum og græn-
um litum með isaumaðar rauðar klær. Hvert einast skipti,sem frú
Betteson þurfti að fara að bilnum, blöstu þessir litskrúðugu drekar við
henni. Það var eins og þeir væru að krafsa með rauðu klónum i ólögu-
legt hrúgaldið, sem limlestu likin tvö undir teppinu mynduðu. Og i
hvert skipti forðaðist hún að hugsa um, hvað undir drekunum var.
Hún hafði reynt að loka gluggunum tveim, sem upp sneru, en út-
búnaðurinn hafði eitthvað bilað, og handföngin bognað, svo að hún gat
ekki lokað alveg. Eftir varð um það bil fimm sentimetra rifa á hvorum
glugga. P'rú Betteson vissi bara alltof vel, hvernig likin kæmu til með
að lita út, áður en langt um liði.
í farangursrými bilsins voru kassarnir með matvælunum, vissi hún.
En hlerinn, sem var fyrir farangursrýminu, hafði skekkzt, svo að hann
var blýfastur, og hún gat ekki opnað. Þegar hún hafði bisað við hann
um stund, var hún orðin kófsveitt og ákvað þess vegna að fresta frekari
tilraunum til næsta dags, eða að miimsta kosti til kvölds. Inni i bilnum
fann hún brúsa með 10 litrum af vatni. Hún hafði munað eftir honum,
þegar hún breiddi yfir frú McNairn, vegna þess að frú McNairn hafði
hvað eftir annað kvartað yfir þvi á leiðinni, að brúsinn rækist i fótlegg-
inn á sér hvertsinn,sem bíllinn hossaðist. En Portman hafði svarað þvi
Lárétt
1) Mannsnafn. 5) Illæri. 7
Fugl,- 0) Gimald,- 11) Hita.
12) Kusk.- 13) Bók.-.- 15) Tog.
16) Rugga. 18) Hlaðar.
Lóðrétt.
1) Orðljót,- 2) Mánuður.- 3
Hætta,- 4) Oskur,- 6) Kefli.- 8
Strákur,- 10) Fæða,- 14
Islam.- 15) Brún - 17) Fæddi.
X
Ráðning á gátu nr. 1279
Lárétt
1) Hendur,- 5) Air,- 7) Næm.
9) Rel'.- 11) DR,- 12) II,- 13)
UUU.- 15) Uni,- 16) Móri,- 18)
Blóðug,-
Lóðrétt
I) Hundur - 2) Nám,- 3) DI,- 4)
Urr,- 6) Efling,- 8) Æru,- 10)
Ein,- 14) Uml,- 15) Urð,- 17)
óó,-
Visindamaður af þeir honum
jörðinni var boðinn sem l'anga, og
Laugardagur
9. desember
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13,00 óskalög sjúklinga
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.40 islenzkt mál.Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
15.00 Stúdió 3,Jökull Jakobs-
son stjórnar blönduðum
þætti.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Stanz
Arni Þór Eymundsson og
Pétur Sveinbjarnarson sjá
um þáttinn.
16.45 A bókamarkaðinum
17.40 útvarpssaga barnanna:
„Sagan hans Iljaila litla"
eftir Stefán Jónsson. Gisli
Halldórsson leikari les (21)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frcttir. Tilkynningar.
19.20 Við og fjölmiðlarnir
Einar Karl Haraldsson
fréttamaður sér um þáttinn.
19.40 Bækur og bókmenntir.
Rætt um „Járnblómið”,
nýja skáldsögu Guðmundar
Danielssonar.
20.00 IIIjómplöturabb Þor-
steins Hannessonar
20.55 Framhaldsleikritið
„Landsins lukka" eftir
Gunnar M. Magnúss
Áttundi þáttur „Milli leigu-
liðans og kóngsins”. Leik-
stjóri: Brynja Benedikts-
dóttir.
21.40 Gömlu dansarnir. Karl
Groenstedt og harmoniku-
hljómsveit hans leika.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
llliill
Laugardagur
9. desember 1972
17.00 Þýzka i sjónvarpi3. og 4.
þáttur kennslumynda-
flokksins Guten Tag.
17.30 Skákkennsla. Kennari
Friðrik olafsson.
18.00 Þingvikan . Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
18.30 iþróttir, Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
Illé
20.00 Fréttir '
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 lleimurinn minn.Banda-
riskur gamanmynda-
flokkur, byggður á
teikningum og sögum eftir
James Thurber. Þýðandi
Guðrún Jörundsdóttir.
20.50 Kviildstund i sjónvarps-
sal Ágúst Atlason, Helgi
Pétursson og ólafur
Þórðarson taka á móti
gestum. Meðal þeirra, sem
fram koma i þættinum eru
Guðmundur Haukur Jóns-
son, Sverrir Guðjónsson,
Karl Sighvatsson. Gunnar
Þórðarson. Haukur Mortens
og Þuriður Sigurðardóttir.
21.20 \ ströndinni (On the
Beach) Bandarisk biómynd
byggð á sögu eftir Nevil
Shute. Leikstjóri Stanley
Kramer. Aaðalhlutverk Ava
Gardner. Gregory Peck og
Fred Astaire. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson. Myndin,
sem gerð er árið 1960. lýsir
þvi ástandi. er orðið gæti af-
leiöing kjarnorkustyrj-
aldar. Heimsstyrjöld hefur
geisað. Meginhluti jarðar-
innar hefur verið lagður í
rúst og lifDþar tortimt með
kjarnorkusprengjum. 1
Ástraliu er þó allt enn með
eðlilegum hætti, en eftir
nokkra mánuði munu stað-
vindar snúast og bera
geislavirkt ryk og banvæna
úrkomu suður á bóginn.
23.30 Dagskrárlok.