Tíminn - 09.12.1972, Síða 16
16
TÍMINN
l.augardagur il. desember l!)72
Handknattleiksmenn skipu-
leggja langt fram í tímann
Undirbúningur undir HM 1974 og OL 1976 að hefjast
- Rætt við Einar Mathiesen, formann HSÍ
Þegar Valgeir Ársæls-
son, sem veriö hefur for-
maður HSI undanfarin
ár, ákvaö aö gefa ekki
kost á sér til endurkjörs á
siöasta ársþingi HSÍ, var
handknattleiksmönnum
nokkur vandi á höndum
meö aö velja eftirmann
hans. En þegar fréttist,
aö Einar Mathiesen, úr
Hafnarfirði, myndi gefa
kost á sér, létti mörgum,
þvi aö Einar er ötull og
duglegur starfskraftur
og HSí þyrfti því ekki aö
kviöa neinu.
Iþróltasifta Timans sneri sór
lil Kinars nýlega og ræddi vift
hann um helztu verkelni HSI,
en áftur en vió lógðum f'yrir
hann spurningar um þau mál,
spuróum vió hann hvorl ekki
væri erfitl aó samræma störf
lyrir handknattleiksdeild FH
og íþróttahandalag Hafnar-
fjarftar annars vegar, en h.já
báöum þessum aöilum er
Kinar formaður, og starl'a
sem formaöur HSt.
,,i'aó er alveg Ijóst, aö þetta
ler ekki saman", sagfti Einar,
,,enda hef ég tilkynnt, aft ég
muni láta af störfum hjá FH
og ÍBll, eins fljótl og auöiö
verður, og raunar hal'a aðrir
menn nú þegar tjckið við eigin-
legri stjórn á báðum stöðum.
Hins vegar gel ég ekki leynt
þvi, að ég sakna þess hálft i
hvoru að hætta að vinna að
lelagsmálum fyrir iþrótta-
hreyfinguna i Hafnarl'irði, en
þegar unnið er að félagsmál-
um, er eðlilegt, að menn
breyti til.
— Hvað um verkefnin hjá
HSt?
— Starl'semi HSt er mjög
umfangsmikil og unnið er að
verkefnum langt fram i tim-
ann. Næstu stórverkefni eru
Heimsmeistarakeppnin 1974
og Olympiuleikarnir 1976. A11-
flest önnur verkefni okkar
verða liðir i undirbUningi fyrir
þessi tvö stórmót, þ.á.m.
landsleikir fram að þessum
tima.
— Er unnið el'tir einhverju
ákveðnu ..prógrammi" að
þessum málum?
— Að undanförnu hefur
starfað fimm manna nefnd
á vegum HSt við gerð sam-
ræmdar áætlunar um
uppbyggingu landsliðsins fyr-
irþessi tvö stórverkefni. Þetta
er viðamikið verkefni og hafa
þessir fimm menn lagt mikla
vinnu i verkið. og hal'a skilaö
HSÍ skýrslu sinni. Að mörgu
þarf að hyggja. þegar unnið er
að verkefnum svona langt
fram i timann. Hvað þarf að
gera til að ná upp landsliði,
sem heldur sér i hópi beztu
landsliða Evrópu? Hvernig á
að standa á æfingum?
Hvenær er bezt að halda
æfingar, svo að þær rekist ekki
á æfingar félaganna? — og
hvernig eiga æfingarnar að
vera. Svona spurningar, og
ótal fleiri, skjóta upp kollinum
og þessi fimm manna nefnd
leitast við að svara þeim og
leggur siðan tillögur sinar
lyrir stjórn HSt, sem er nU að
vinna Ur þcim og kannar með
hverjum hætti er hægt að
koma þeim i framkvæmd.
— Þá komum viö að fjár-
málunum, Einar. Eitthvað
hlýlur það að kosta að starf-
rækja jaínöl'lugt sérsamband
og HSt?
— Já, það er dýrt að starf-
rækt HSt, eins og önnur sér-
sambönd og fjáröflunarmögu-
leikar takmarkaðir. Þessa
dagana erum við einmitt að
alhuga möguleika til fjáröfl-
unar, þvi að án peninga er litið
hægt að gera. Eg neita þvi
ekki, að fjárhagur HSt er
erfiður og það er höfuðnauð-
syn lyrir okkur að gera stór-
átak i fjármálunum.
— Hyggist þið þá e.t.v.
draga Ur annarri starfsemi en
karlalandsliðsins, t.d. hætta
þátttöku i Norðurlandamótum
unglinga?
— Nei, alls ekki. Sá þáttur er
i augum okkar, sem eigum
sæti i stjórn HSt, svo þýðing-
armikill, að hann er grund-
vallaratriði i starfsemi HSt.
Enda þólt það sé kostnaðar-
samt að senda unglingaflokka
til keppni erlendis, þá marg-
borgar það sig og kemur okk-
ur til góða siðar, Næstum allir
landsliðsmenn okkar i dag
hafa fengið sina fyrstu reynslu
á erlendum vettvangi með þvi
að leika með unglingalands-
liði.
— Hvað viltu segja um að-
stöðu handknattleiksmanna til
æfinga og keppni, Einar?
Með tilkomu Laugardals-
hallarinnar og IþrótthUssins i
Hafnarfirði hefur aðstaðan
auðvitað gerbreytzt á allra
siðustu árum. Hitt er jafnljóst,
að við eigum langt i land með
að skapa handknattleiksfólki
okkar svipaða aðstööu og
handknattleiksfólk viðast er-
lendis hefur. Komum við þá að
þessu einkennilega máli, sem
bygging iþróttahUsa hérlendis
er. Byggð eru ný og glæsileg
iþróttahUs viða á landinu, en á
allflestum stöðum vantar
herzlumun á það, að byggð séu
iþróttahUs af þeirri stærðar-
gráðu 20x40 metrar.
Útlendingar furða sig á þess-
um byggingarmáta, sem eöli-
legt er. Hvaða heilvita manni
dytti t.d. i hug að beita sér fyr-
ir byggingu sundlaugar, sem
væri 45 metra á lengd, þegar
vitað er, aö 50 m laug uppfyllir
alþjóðleg skilyrði til keppni?
Sama mætti segja um knatt-
spyrnuvelli. Hræddur er ég
um, að knattspyrnumenn
sættu sig illa við þaö að leika á
völlum, sem væru minni en
alþjóðareglur segja til um.
Mitt álit er það, að það
standi handknattleiksiþrótt-
inni hreinlega fyrir þrifum Uti
á landsbyggðinni, að ekki eru
byggð iþróttahUs, sem henta
handknattleiksiþróttinni. 1
þessu máli verður að eiga sér
stað stefnubreyting hjá þeim
aðilum, sem standa fyrir
byggingu iþróttahUsa.
— Svo við vikjum að öðru
máli, Einar, eru einhverjar
breytingar á döfinni um skipu-
lag Islandsmótsins?
— Það heyrist stundum
kvartað um það, að keppnis-
dagar mótsins séu á óheppi-
legum dögum. Það má vei
vera, að þetta sé rétt.
Undanfarið hafa leikir
farið fram á ákveðnum
keppnisdögum, en eftir ára-
mótin breytist það að ein-
hverju leyti. Auðvitað þarf að
hyggja vel að skipulagsmál-
um eins og þessu, en það, sem
mér finnst skipta mestu máli
er það, að skipulag mótsins sé
með þeim hætti, að stigandi
verði i þvi. Þess vegna má
aldrei liða langt á milli leikja.
En i sambandi við skipu-
lagsmálin almennt hef ég
það aðsegja, að nU hefur verið
samþykkt tillag, sem geri ráð
fyrir þvi, að ársþing HSÍ sé
haldið á vorin, þ.e^ eftir að
handknattleiksvertiðinni lýk-
ur i stað þess að halda þau á
haustin. Þetta tel ég vera afar
þýðingarmikið þvi að með
þessum hætti verður auðveld-
ar fyrir stjórn HSl á hverjum
tima að sinna skipulagsmál-
um. Mesti annatiminn er að
baki og þess vegna meiri timi
til að huga að verkefnum, sem
annars þarf að sinna i byrjun
keppnistimabils.
— Að lokum Einar. — Kemst
Island aftur i hóp 8 beztu
handknattleiksþjóða heims?
— Við stefnum auðvitað að
þvi, og ekki munaði miklu, að
við næðum þvi marki á
Olympiuleikunum sl. sumar.
En til þess að ná þessu marki
þurfum við að leggja talsvert
á okkur i sambandi við
æfingar. Við þurfum aukið
fjármagn og skilning ráða-
manna á gildi iþróta. Vinnu-
timinn hefur veriö styttur og
stefnt er aö auknum fritima
almennings. Þetta er gott og
blessað, en það má bara ekki
gelyma þvi, að jafnhliða þarf
að skipuleggja þennan
fritima. íþróttirnar eru kjör-
inn vettvangur .i þessu sam-
bandi og það á hiklaust að
stefna að þvi að bæta og auka
aðstöðu til iþróttaiðkana i
landinu, sagði Einar að lok-
um.
Þess má geta, að næstu
landsleikir islendinga verða
við GrUsiumenn (eitt af rikj-
um Sovétrikjanna) i janUar i
Laugardalshöllinní. Þá veröur
leikið við Dani ytra 22. febrUar
og loks - verður leikið gegn
Norðmönnum i marz hér
heima. —alf
Kinar Mathiesen á skrifstofu sinni i Hafnarfiröi.