Tíminn - 16.01.1973, Qupperneq 10
TÍMINN
Þriðjudagur lfi. janúar 1973
TÍMINN
n
10
Þriðjudagur 16. janúar 1973
70
daga
barátta við hungur og
kulda í Andesfjöllum
Þeir áttu um tvo kosti að
velja, ungu mennirnir frá
Uruguay í flaki flug-
vélarinnar hátt uppi í
Andesfjöllum, þeir einu,
sem lifðu af slysið. Þeir
gátu svelt til dauða, eða
tekið hinn kostinn og étið
lik hinna farþeganna, sem
lágu i snjónum allt i
kringum flakið.
i viðtali við fréttamann
sagði einn þeirra, sem lifðu
af, 24 ára maður að nafni
José Luis Inciarte, en hann
var þá á sjúkrahúsi í San
Ferando, um 110 mílur frá
Santiago, og hafði
skömmu áður verið
bjargað með þyrlu ofan úr
Andesf jöllum, Chile-
megin!
— Við gerðum það, sem
undir öðrum kringum-
stæðum kynni að teljast
sjúklegt og sannkallaður
dauðadans. Þetta var
nokkuð, sem ekki er hægt
aö segja frá og verður
aldrei hægt. Samt sem áður
var það raunverulega mjög
kristið sem við gerðum. Við
snérum beint að grunn-
rótum kristninnar.—
Hugmyndin um, að
Kristur hafi gefið blóð sitt
og likama til að bjarga
mannkyninu, var vakin
upp á blaðamannafundi
með 16-menningunum, sem
lifðu af flugslysið, en það
vareinmitt vegna þessarar
hugmyndar, aö þeir héldu
lifi i 70 sólarhringa, i
nístandi næturkulda á
eyöilegum f jallgarðinum
og urðu auk þess fyrir snjó-
flóði, sem gróf marga
félaga þeirra lifandi.
Já, þeir voru alls 16, er
kusu að lifa, og á blaða-
mannafundi í Montevideo,
höfuðborg Uruguay, játaði
hópur þeirra, hvað þeir
höfðú raunverulega gert.
Einn missti kjarkinn
En augsýnilega voru þaö ekki
allir sem kusu aö lifa. Einn
þeirra, Numa Turcatti að nafni,
sem álitinn var meðal þeirra
kjarkmestu og úthaldbeztu i
hópnum, „missti skyndilega
kjarkinn,,’ sagöi Inciarte. „Við
færðum honum matinn, en hann
faldi hann og kastaði honum burt,
þegar viö vorum farnir. Það var
vegna þess, aö hefðum viö séð
hann gera þaö, heföum við neytt
hann til að éta. Og þannig svelti
hann sjálfan sig i hel.”
Fjörutiu og fimm Uruguayjar
höfðu haldiö frá Montevideo
áleiðis til Santiago þann 12.
október s.l. og flestir höfðu '■
sumarleyfisáform i huga. Meiri-
hlutinn var karlmenn, meðlimir
Old Christian rúgbyklúbbsins
(rúgby-ameriskur fótbolti) og
höfðu nýlokið deildarkeppninni i
Uruguay og hafnað i öðru sæti.
Þeir voru nú að fara til að leika
viö lið i Chile.
Þeir voru ungir og hraustir —
ein ástæðan fyrir þvi, að þeim
tókst að lifa af — og þeir hlökkuðu
til þess að fara á skiði i nokkra
daga eftir leikinn, i fjöllum Chile.
Sumir höfðu mæður sinar eða
systur með sér.
Liðið fór með flugvél
urugayaska hersins frá
Montevideo og dvaldi um nóttina
á Mendoza, borg i hliðum Andes-
fjalla, Argentinu megin, vegna
þess að varað hafði verið við
slæmu veðri. Þeir héldu af staö
aftur 13. oktober (1972)
Flugvélin, tveggja hreyfla af
Fairchild-gerð, lenti i snörpu
uppstreymi yfir fjöllunum, sem á
þessu svæði gnæfa upp i 21 þúsund
feta hæð. Hún hvarf skyndilega i
blindbyl. Ekki sást meir til flug-
vélarinnar eöa farþeganna, fyrr
en 21. desember, þegar menn
höfðu gefið upp alla von um, aö
þeir væru lengur á lifi. Þann dag
komu tveir þeirra til byggða, eftir
10 daga göngu. Þeir leiðbeindu
siðan björgunarþyrlum til hinna
14 sem eftir lifðu og dvöldu enn
við flugvélarflakið.
Jósé Luis Inciarte, land-
búnaðarfræðistúdent, sagði frá
þvi á blaöam annafundinum,
hvernig flugvélin lenti skyndilega
i loftgati og hrapaði 3.500 fet á
sekúndu. Andartak kom hann
auga á snjóhengjur i minna en 6
feta fjarlægö frá vængbroddunum
og enn seig vélin. Það hvein i-
skyggilega i hreyflunum — og svo
rákust þeir i og stélið skall niöur i
hliðina....
Svefnlaus nótt
„Þeir sem ekki gátu fest
öryggisbeltin i tæka tið, þeyttust
skyndilega út um gat sem
myndazt hafði á flugvélinni, er
stéliö rifnaði af,” sagði Inciarte.
,,Blóðið sprautaöist yfir mig,
fólkið æpti og ég fann lykt af elds-
neytinu og fersku lofti að utan,
sem gustaði inn. Og þá stöðvaöist
vélin að lokum.”
Engum varð svefnsamt fyrstu
nóttina. Flugstjórinn var látinn i
flakinu og aðstoðarflugmaðurinn
hrópaði særður á vatn. Hann dó
daginn eftir. Fimmtán aðrir
dauðir eða deyjandi á tvist og
bast umhverfis flugvélina.
En eitt varð eftirlifendunum til
happs þessa frostköldu nótt. Eins
og áður sagði höfðu þeir ætlað sér
að fara a skiði, er til Chile kæmi,
og nii gátu þeir sveipað um sig
hlýjum skiðabúnaðinum.
Fréttirnar frá Montevideo
Einhver hafði fundið
transistor-útvarpstæki, ferða-
tæki, og það gaf hugmynd um aö
kalla á hjálp, eða a.m.k. að fá i
gegnum það fregnir af þvi, hve
leitinni að þeim liði. En tækið var
straumlaust. Þá stakk Carlos
Roqua, vélamaður, flugvélarinar
og sá eini af áhöfninni, sem lifði
af, upp á þvi, að farið væri út að
stéli flugvélarinnar, en það lá i
um 3 kflómetra fjarlægð. 1 þvi
voru geymdar rafhlöður.
Þrir fóur aö sækja þær, þ.á.m.
Roberto Canessa og Fernando
Parrado, en það voru einmitt þeir
tveir, sem komust niður úr
fjöllunum og létu vita um félaga
sina, eins og áður var greint.
Þetta hafði Alvaro Mangino að
segja, en hann særðist við hrapið
og missti bæði móður sina og
systur: „Nú var sá hængur á að
þeir gátu ekki borið rafhlöðurnar
til baka til okkar hinnar, svo að
þeir urðu að klifra upp aftur og
sækja útvarpstækið og fara með
það niður að stelinu. Að þessu
sinni var Roy nokkur Haley i för
með þeim, en var allnokkuð
fróður um útvarpstækni.”
„Þeir voru alls þrjá daga þarna
niður frá. Fyrst reyndu þeir að
útbúa senditæki en það tókst ekki.
Þá einbeittu þeir sér að þvi að
koma upp góðu útvarpssam-
bandi, sem og tókst. Eftir það
hlustuðum við reglulega á
hverjum morgni á Radio
Spectator i Montevideo.”
Truflanir komu i veg fyrir að
þeir næðu nokkrum af útvarps-
stöðvunum i Uruguay á öðrum
timum dags, né heldur stöðvum i
Chile almennilega. Um miðjan
dag þann 21. október tókst Haley
samtsem áöur að ná útvarpsstöð
i Chile og þeir, sem með honum
voru, heyrðu hann skyndilega
kalla upp: „Þar koma að þvi. Nú
hafa þeir hætt öllum leitar- og
björgunartilraunum.” Vonin um
skjóta björgun hafði endanlega
horfið.
í Santiago skýröi Fjall-
björgunarsveit Chile frá þvi, að
leit yrði tekin upp aftur, er voraöi
og hlánaði, en þ5 myndi veröa
auðveldara að ná til flaksins. A
meðan sendu eftirlifendur flug-
slyssins út smahópa til að kanna
umhverfið, og kusu að lokum
Parrado, þrekvaxinn rugby-
framherja, sem fyrirliða þriggja
manna leiöangurs, er sækja
skyldi hjálp.
Næti áfangi var að gera skrokk
flugvelarinnar þannig úr garði,
að hægt yröi að búa i honum. Um
lOmetrar hans héngu enn saman.
I annan endann var hálfónýtur
stjórnklefinn, en i hinn endann
var aðeins stórt op, sem þó var að
nokkru lokað af ýmsum hlutum.
Allur skrokkurinn var sokkinn i
snjó, er náði upp að gluggum.
Abreiður af sætunum voru
teknar af og notaðar sem
ábreiður. Sumir sváfu i kojum,
sem útbúnar voru með köðlum og
snærum. Aðrir sváfu á málm-
plötum, sem reistar voru upp við
vegginn. Fenguþeir smám saman
sár aftan á hnakkannn af þvi að
liggja stöðugt i sömu stellingu.
Inciarte segir frá: „Við sváfum
eins þétt hvort að öðru og við
gátum til að halda á okkur hita.
Stundum angraði hörð og
kuldabðlgin tá einhvers,. varir
annars. Sviviröingarog móðganir
ýmiss konar byrjuðu brátt að
fjúka, en i rauninni var ekki
rifizt mikið, ekki alvarlega.
,,Og svo fundum við
sigarettur..."
Ferðirnar niður að útvarpinu
voru mjög svengjandi, en mjög
erfitt og seinlegt var að klifra til
baka að flakinu i þunnu loftinu.
Það var kærkominn fundur, er
170 sigarettupakkar komu i
leitirnar. öll föt farþeganna
fundust einnig i töskunum, sem
geymdar höfðu verið aftur i
vélinni. Það varð brátt auðsætt,
aö vatnsskorturinn yrði mikið
vandamál i þessum snævi-
þöktum tindum. Og þegar menn
fóru að éta snjó, þjáðust þeir
mjög af kuldakrampa.
Inciarte: „Við tókum nokkrar
álplötur af flugvélarskrokknum
og komum þeim fyrir ofan á
sætum er viö höfðum tekið út úr
•vélinni. Viö létum snjó á þær,
sem hlýnaði og bráðnaöi niöur i
floskur, sem við komum fyrir
neðan undir.”
Flugvélin hafði fariö frá
Mendoza með mjög litið af mat
innanborðs. Þvi kom það fjall-
göngumönnunum, sem um siðir
komu á vettvang, mjög á óvart,
að mennirnir gátu gengið, þótt
þeir hefðu sumir lélzt um allt að
100 pund, og sýndu engin merki
um andlega vanheilsu.
Snjóflóö eykur á
hörmungarnar
Fjallgöngumennirnir, sem
fyrstir komu á slysastaðinn fundu
mannslimí á viö og dreif utan við
flugvélarflakið. Inni i flakinu
fundu þeir mannakjöt hangandi,
sem auðsjáanlega beið þess eins
að vera étið. Skömmtunartafla
sýndi, að hvert lik átti að endast
eftirlifendunum i fimm daga. En
klukkan sjö að kvöldi 29. október
varð nýtt áfall, sem sló dauða-
sprota sinum yfir nokkra menn.
Inciarte segir svo frá: „Við
vorum öil reiðubúin að fara að
sofa, þegar skyndilega heyrðist
mikill dynkur og siðan annar, og
við vorum byrgð inni i flakinu
undir snjó.” Inciarte lýsir hér
snjóflóði, sem varð 9 manns að
bana og stórskemmdi skýlið, sem
utbúiö hafði verið úr flakinu.
Inciarte heldur áfram:
„Sumir sváfu fyrir utan, og tókst
þeim að bjarga nokkrum okkar
át, en samt fækkaði okkur úr 28
manns niður i 19. Ég hafði eitt-
hvað veriö að fálma með hendina
fyrir andlitinu og bjargaði það
mér þannig, að ég gat rýmkað frá
mér og andað. Ég heyrði öskrað. I
snjónum fyrirframammigkom ég
auga á fót, og ég beit i hann til
þess að vita, hvort maðurinn væri
lifandi. Svo var. Enda þótt ég gæti
hreyft mig nokkuð, tókst mér ekki
að komastút. Ég hygg þetta hafa
verið erfiðasta augnablikið sem
ég upplifði þarna uppi i
fjöllunum, þvi að ég gaf gersam-
lega upp alla von um að vera
bjargað. Þá var skyndilega rótað
við snjónum rétt hjá mér, svo að
mér tókst að troða hendinni út.
Siðan var ég dreginn út, sem og
maðurinn, er var þarna hjá i
snjónum.
Skálað í sherrý „Happy
birthday to you"
Tveim dögum seinna hafði
hópurinn, sem eftir lifði, alls 19
manns, hresstst svo mikið að geta
sungið „Happy Birthday to
You,” á ensku, Alfredo nokkur
Delgado til heiðurs og opnað
flöskur af sherrý. Auk þessa voru
tveir aðrir afmælisdagar haldnir
hátiðlegir þarna.
En nú urðu þeir að þola það að
sjá þrjá félag sina deyja Numa
Turcatti, sem getið var i upphafi
þessarar frásagnar. Andlegur
drungi lagðist nú yfir hópinn og
samræður voru engar lengi vel.
Inciarte sökkti sér niður i
hugsanir um þau verkefni, sem
biðu hans heima á
bógarðinum...Og einn dag fór
hópurinn að dunda sér við það að
gera lista yfir öll beztu veitinga-
húsin i Montevideo. SÍi afþreying
var að mestu leyti runnin frá
Javier Methol, 37 ára gömlum,
en hinir voru allir á aldrinum 19
til 26. Kona Javiers, Liliana, hafði
látizt i snjóflóðinu og lá frosið lik
hennar örskammt frá.
Mynd þessi var tekin á
s.l., og sýnir nokkra þeirra 16
snjóflóðið, sem siðar kom, og
nístandi kulda i 70 daga.
björgunardaginn, 22. desember
manna, er lifðu af flugslysið og
þraukuðu „matarlausir” i
Þeir átu lík félaga sinna
Vitni um ólýsanlega baráttu
manna gegn dauðanum
Þrátt fyrir deyfð þeirra félaga
tóku þeir sig til og rifu
einangrunina af heitaleiöslum
flugvélarinnar. Hana notuðu þeir
siðan til að klæða þá með, sem
fara áttu til að sækja hjálp.Þeir
báðust fyrir „Von okkar og trú
var mjög sterk,” segir Inciarte
— „Þegar við vorum mjög
daufir i dálkinn, báðum við bænir
okkar saman, og við urðum svo
gagnteknir af trúarvissu.að það
ólgaði og sauð i okkur.”
Leit hafin á ný
Þann 13. desember bar Radio
Spectator þær fréttir, að leit að
þeim félögum hefði verið hafin á
ný. Flugvél frá flugher Uruguay
hringsólaði yfir svæðið i þrjá
daga meö föður Roberto Canessa,
eins þremenninganna, er fór að
leita hjálpar. Faðirinn, sem er
hjartasérfræðingur, var einn af
allmörgum foreldranna, er neitað
höföu að gefa upp vonina.
En um sama leyti voru eftir-
lifendurnir farnir að leita nýrra
ráða til björgunar. Parrado hafði
lagt af stað með orðunum. „Ég
vonast til að geta bjargað ykkur
héðan fyrir jól.” Þeir lögðu þrir
af stað, en einn þeirra snéri aftur
á staðinn eftir þrjá daga — vegna
ónógs nestis. Félagarnir tveir,
Parrado og Canessa, læknastú-
dent a þriðja ári og sem var
læknir hópsins héldu áfram.
Canessa segir svo frá: „Við
höfðum enga hugmynd um, hvert
við stefndum, en með flugvélar-
áttavitanum vorum við ákveðnir i
þvi að komast áleiðis. Chile var i
vesturátt, og þangað skyldum viö
komast, hvað sem það kostaði.
Við þrömmuðum áfram i enda-
lausa daga, þar sem var nistandi
kuldi á næturna og óþolandi heitt
á daginn. Við skömmtuðum
matinn handa okkur og sögðum
við sjálfa okkur: Ef við komumst
ekki þetta og þetta langt, — þá
engan mat.”
Björgun aö lokum
Þann 20. desember heyrði
Sergio Catalán Martinez,
landbúnaðarverkamaður á litlum
búgarði i grennd við San
Fernando, kallað daufum rómi
handan árinnar Tinguirririca,
þegar hann fór að lita eftir
kindum sinum um kl. 9 um
kvöldið. Hann kom auga á tvo
menn, sem virtust vera
flækingar. Gnýrinn frá lækjum og
ánum, er fossuðu niður Andes-
fjöllin yfirgnæfðu nær veik hróp
þeirra. Hann kallaði þvi til þeirra
og kvaðst myndu koma daginn
eftir.
Morguninn eftir var hann aftur
kominn á staðinn, og enn gat
hann ekki heyrt, hvaö þeir sögðu.
Hann tók þvi blýant og pappir
festi það við stein og kastaði
honum yfir ána. Skilaboðin, er til
baka komu, hljóðuðu þannig:
„Ég kem frá flugvél, sem hrapaöi
i fjöllunum. Ég er Uruguayi. Við
höfum verið á ferðinni i 10 daga
og félagi minn er særður. Það eru
14 særðir menn hjá flakinu. Viö
þurfum að komast héðan sem
allra fyrst, því viö höfum ekkert
að borða. Við getum ekki gengið
meira.”
Maðurinn flýtti sér burt til að
sækja hjálp.
Það var komið miðnætti, er
björgunarmenn komust til tvi-
menninganna, og hjá fólkinu hjá
flakinu voru þegar mikil
fagnaðarlæti, en það hafði fylgzt
með atburðunum gegnum út-
varpið.
Hið daglega verkefni að koma
flugfélasætunum fyrir allt
i kringum flugvélarskrokkinn til
þessa að varna þvi, að snjórinn
bráðnaði i sólinni og skrokkurinn
myndi þar siga af stað niður
hliðina, var gefið upp á bátinn.
Þess i stað voru sigaretturnar,
sem eftir voru, gerðar að nokkurs
konar Havanavindlum, og fólkið
sat siðan og reykti þá og reyndi að
láta fara vel um sig.
Siðdegis 22. desember hafði
flestum verið bjargað. En slæmt
veður olli þvi, að ékki var hægt að
bjarga öllum fyrr en daginn eftir.
Sjötiu þjáningardagar, 70 dagar
ógnaratburða, sem aldrei verður
sagt frá að fullu, voru liðnir.
(Þytt-Stp)
Peningarnir og myndlistin:
Norskur banki
sýningarsalur
frægasta
myndhöggvara
Hringaríkis
Kona.
Þegar þú ferð i banka til þess að
fá vixil eða leggja inn
sparipeningana þina, blasa við
þér listaverk á veggjum. Það er
stúlkan og kálfurinn i Búnaðar-
bankanum, svipmyndir úr at-
vinnulífinu i Landsbankanum og
þar fram eftir götunum. Það er
aftur á móti ekki orðin tizka hér
að halda beinlinis listsýningar i
salarkynnum banka. Það gera
þeir aftur á móti i Noregi.
Nú á dögunum var stór list-
sýning haldin i nýjum banka i
Hænufossi I Hringariki, og var
það raunar eins konar vigsluhátfö
þessa norska peningamusteris.
Þetta þótti vel til fundiö, en hitt
ber mönnum ekki fyllilega saman
um, hvort nýlunduna ætti frekar
að skilja sem áminningu um þaö,
að fjármuni þarf til þess að list
verði til eöa fólgin væri i þessu sú
merking, að það sé lika list að
stjórna peningamálum, svo að i
lagi sé. En hvort heldur hefur á
bak við búið, þá er það sjálfsagt
jafnréttmætt.
Bankastjórnin og samtök lista-
manna i Hringariki höfðu sam-
vinnu um undirbúning
sýningarinnar og voru þarna
jöfnum höndum höggmyndir
teikningar og sýningin helguð
StSle Kyllingstad, frægasta lista-
manni Hringarikisins og trúum
þegn listagyðjunnar á sjötta
tug ára. Elztu verk hans á
sýningunni voru frá árinu 1916.
Kyllingstad er raunar ættaður
af Jaðri og talar þá málýzku,
sem þar tiðkazt, þó að hann hafi
Stale Kyllingstád hjá módeli, sem gert hefur verið af einu minnis-
mcrkja hans um Norömenn, sem féllu I heimsstyrjöldinni.
unnið sér slikan þegnrétt i
Hringariki sem raun ber vitni. En
verk hans má sjá viða um Noreg
— ekki sizt fjölda minnismerkja
frá styrjaldarárunum, krikju-
myndir margvislegar og alls kyns
skreytilist.
Vinnustofa hans er i útjaðri
Hænufoss, og hann gerir jöfnum
höndum litlar myndir og griðar-
stórar höggmyndir, sem vega allt
að tuttugu smálestir, höggnar i
granit. Konur og hestar eru
honum kærkomin viðfangsefni,
og það getur allt eins vel verið
heilög guðsmóðir, sem hann
mótar og heggur i stein, eða
einhver önnur koma, sem minni
helgi hvilir á. Hann er natúralisti
fram i fingurgóma, og segir, að
annað sé sér ekki skapi og henti
sér þess vegna ekki.
Það er talið, að hann hafi á lifs-
leiðinni breytt fimm hundruð sm-
álestum af grjóti i fagrar
höggmyndir, sem hafa glatt fleiri
en tölu verið á komið, og meira
en tvö þúsund teikningar hafa
orðið til hjá honum. Við þetta
bætist, að hann hefur mjög
fengizt við tréskurð, og eru sum
myndaskurðarverk hans meðal
hinz bezta, er Norðmenn eiga af
þvi tagi.
Eitt er skrítið: Þessi athafna-
sami og dáði listamaður hefur
ekki haldið neina sýningu i
þrjátiu og sex ár. Arið 1936
gengust listamannasamtökin i
Osló fyrir sýningu á verkum hans
—-siðan ekki söguna meir fyrr en
nú, að bankastjórnin leiðir hann
inn i sali sina.
Ein margra teikninga Kyllingstáds af dýrum.