Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. febrúar 1973 TÍMINN 3 AAikill rausnarskapur grannanna á ströndinni: SUMIR HAFA GEFIÐ AL- EIGU SÍNA í REIÐUFÉ Þaö hefur komið ótvirætt i ljós siöan eldgosiö i V'estmannaeyjum hófst, aö Eyjabúar eiga trausta og fórnfúsa vini uppi á ströndinni, i Iiangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, enda hafa þar löngum veriö mikil tengsl á milli. Sum byggöarlög i þessum héruö- um hafa veriö svo stórtæk i gjöfum sinum, aö annálsvert er, og þaö þeim mun fremur sem ekki hafa allir gefiö af miklum efnum. Timinn getur hér fyrst gjafa, sem fram hafa veriö lagðar i tveimur hreppsfélögum, öðru vestan Sólheimasands, en hinu austan. Við nefnum fyrst Vestur- Eyjafjallahrepp þar sem fram hafa verið lagðar 880 þúsund krónur. Um tvö hundruð og 1 fyrradag rann út sá frestur, sem venju- legum skattþegnum er gefinn til þess að skila skattframtölum sinum, og var þessi mynd tekin seint um kvöldið, er menn komu með nokkrum áhyggjum að fimmtiu manns á heima i sveitinni og svarar þetta til þess, aö hvert einasta mannsbarn hafi gefið 3300 krónur. Af þessu lagði Sveitarsjóður Vestur-Eyjafjalla- hrepps fram 251 þúsund krónur, eitt þúsund á mann, er rann beint til sveitarsjóðs Vestmannaeyja, en 629 þúsund krónur hafa verið fengnar Hjálparstofnun krikjunnar til ráðstöfunar. Þetta er sennilega mesti rausnar- skapur, sem enn eru dæmi um, og vilja Vestur-Eyfellingar með þessu minnast þess með þakklæti, að þeir sóttu um langan aldur lífs- björg út i Eyjar. Hafa ein- staklingar i sveitinni gefið allt að fimmtiu þúsund krónur, þótt þeir svo hafi orðið að tæma spari- sjóðsbækur sinar til þess að reiða slika fjárhæð af höndum. húsakynnum skatt- stofunnar i Reykjavik til þess að skila af sér blessuðu framtalinu sinu. Ekki vitum við um skil á skattskrám, en hætt er við, að talsverð afföll I Hvammshreppi i Mýrdal er um fimm hundruð og tuttugu manns, og er Vikurkauptún kjarni sveitarfélagsins. Hrepps- nefndin lagði þegar i upphafi fram 250 þúsund krónur, Lions- klúbbur byggðarlagsins 100 þúsund krónur og Kvenfélag Hvammshrepps 20 þúsund krónur. Þar að auki hafa 650 þúsund krónur safnazt i frjálsum framlögum. Alls nemur þvi fram- lagið úr Hvammshreppi oröið 1.020 þúsund krónum — nærfellt tvö þúsund krónum á hvert mannsbarn. Þess má geta til dæmis um það, hversu stórtækir sumir hafa verið, að frá einu sveitaheimili i Mýrdal hafa komið 80 þúsund krónur i söfnunina. Þar að auki hefur svo hrepps- hafi orðið að þessu sinni vegna eldgossins i Eyjum, þar eð þeir, er þar hafa verið önnum kafnir við ýmis störf, hafa hvorki haft tima til þess að telja fram né heldur til að sækja um frest til að skila þvi. nefndin tekiö undir tillögu bæjar- stjórnar Húsavikur um aukaálag á útsvör til ágóða fyrir Vest- mannaeyjasöfnunina og útvega fjórar ibúðir, sem nú eru til ráð- stöfunar handa Vestmanna- eyingum, er það kunna að vilja þiggja. Það, sem hér hefur verið sagt tekur aðeins til tveggja sveitar- félaga sunnan lands, en að sjálf- sögðu hafa önnur sveitarfélögin lagt stórmikið að mörkum. Fer hér á eftir frásögn fréttaritara Timans á Hvolsvelli, Pálma Eyjóifssonar, af ýmsu, er gert hefur verið i Rangárvallasyslu, til þess að liðsinna Vest- mannaeyingum. A sameiginlegum fundi stjórnar Rotaryklúbbs Rangæinga og oddvita allra hreppa i Rangárvallasýslu, var ákveðið að hefja þegar i stað'al- menna fjársöfnun til styrktar Vestmannaeyingum svo og að kanna allt ónotað húsnæði i sýslunni bæði til ibúðar og geymslu Söfnunin er i fullum gangi og gengur mjög vel. Sem dæmi má nefna að i Fljótshliðarhreppi námu almenn samskot 500 þúsund krónum og hreppsnefndin ákvað að leggja fram 150 þús. kr, 1 Austur-Eyjaíjallahreppi söfnuðust 290 þúsund krónur i al- mennri söfnun, þá gaf Kven- félagið Fjallkunan i hreppnum 25 þúsund krónur og hreppsnefndin ákvað að gefa 133 þúsund krónur. Þá hefur verið kannað, hvað sé af ónotuðu húsnæði i sýslunni, og sem dæmi má nefna, að i Landsveit eru þrjú eyðibýli, þar sem húsin standa auð, eða i Múla, Lúnansholti og Hvammi. Þá hefur þar i sveit verið boðið fram húsnæði til ibúðar i F^lagbjarnar- holti og til geymslu i F’ellsmúla. 1 Fljótshliðarhreppi buðu 13 fram húsnæði af ýmsu tagi, allt upp i heil ibúðarhús. I Austur-Eyjafjallahreppi buðu 26 fram húsnæði til margskonar nota og 6 ibúðarhús voru boðin fram i Vestur-Eyjafjallahreppi. öllum þessum upplýsingum um húsnæði hefur verið komið til Rauða krossins og ber fólki, sem áhuga hefur,að snúa sér þangað. A fundi oddvitanna voru sam- þykkt þau tilmæli samb. is. sveitarfél. að hrepparnir leggðu fram sem svarar fimm hundruð krónum á hvern ibúa til Vest- mannaeyjasöfnunarinnar. 1 Rangárvallasýslu eru mörg félagsheimili og hafa nokkur þeirra verið boðin undir geymslu fyrir búslóð Vestmannaeyinga. Þá má geta þess, að gosnóttina var björgunarsveit SVF"I á Hvols- velli kölluð út, og voru 20 björgunarmenn reiðubúnir á Landeyjasandi, ef fólk yröi flutt til lands i þyrlum. Öskar Sigur- jónsson sérleyfishafi á Hvolsvelli, fór með fjóra af áætlunarbilum sinum niður undir sandinn, og var tilbíiinn að flytja fjölda fólks til byggöa, ef á þyrfti að halda. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og slysavarnasveitin Dagrenning i Hvolsvelli hafa báðar veriö til hjálpar, svo og deildin úr Austur- Landeyjunum, bæði i Vest- mannaeyjum og Þorlíkshöfn. Takmörkun á loðnuveiðum Sjávarútvegsráðuneytið hefir i dag sett reglugerð um ráðstafanir til verndar islenzku loðnu- stofnunum. Reglugerðin, sem sett er að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar og Fiski- félags íslands, en samkvæmt henni eru loðnuveiðar, algerlega bannaðar frá 15. mai til 15. ágúst 1973 og 1. marz til 15. máí 1973, frá linu réttvisandi norður frá Horni að linu réttvisandi suð- austur frá Eystra-Horni utan linu, sem dregin er 12 sjdmilur utan við grunnlinu samkvæmt reglugerð nr. 189/1972. Þingmannanefndin hraðar störfum Þinginannanefnd sú, sem kosin var samkvæmt ályktun Alþingis um neyöarráð- stafanir vegna jarðelda i Vest- mannaeyjum settizt að störfum strax og inun reyna að hraða störfum sinum svo sem kostur er, enda er kveöið á um slikan hraöa i ályktun Alþingis. Formaður þessarar nefndar er Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs Alþinigs. Einnig eru i henni Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráð- herra, Lúðvik Jósefsson, sjá varútvegsráðherra og llannibal Va Id im a rsson, félagsmálaráðherra, báðir formenn stjórnarandstöðu- flokkanna, þcir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gíslason og I. þingmaður Suðurlands- kjördæmis, Ingólfur Jónsson. Ncfndin á að gera tillögur um neyðarráðstafanir vegna cldgossins i Heimaey og um fjáröflun þeirra vegna. Eiga tiilögur ncfndarinnar að iniðast við það, að búsifjar af völdum náttúruhamfaranna séu bornar af þjóðinni allri s a in e i g i n I e g a . S k v . þingsályktunarlillögunni á mcð þcirri fjáröflun einnig að greiða þau hráðabirgðalán, sem rfkisstjórnin tekur vegna þcirra ráðstafana, sem gerðar hafa vcrið og verið er að gera vegna náttúruhamfaranna. Forsætisráðherra, sem flutti tillöguna um skipun þingniannanefndarinnar, lagði áherzlu á að neyðarráð- slafanirnar byggðust á sani- ciginlcgu átaki þjóðarinnar allrar og að um það átak þyrfti að vera cinhugur þings og þjóðar. Var það ósk allra þingflokkanna að þannig yrði að inálum staðið. Þingfiindir voru stuttir i gær, vegna þess að þing- Ílokkarnir þurftu að koma saman til að ræða um þær fjáröflunarleiðir, scm til greina koma og samkomulag ga-ti lcki/.t um. IVlun verða stefnt að þvi, að þingmanna- ncfndin geti jafnvel lokið slörfum sinuin uú um helgina, og málið komið fyrir Alþingi til afgreiðslu í byrjun næstu viku. Heppilegustu vinnubrögðin Er forsætisráðherra mælti fyrir lillögu sinni á Alþingi sl. mánudag um þessi vinnu- briigð, sem slefndu að einingu þingmanna um þetta mál sagði hann m.a.: „fcg fæ ekki séð, að önnur starfsaðferð geti betur tryggt sainstöðu allra þingmanna um þetta mál, lieldur en sú, sem hér er stungið upp á, að þing- mcnn allra flokka eigi þess kost að vinna að undirhúningi þeirra tiilagna, sem á að byggja neyðarráöstafanirnar á, jafnt stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar. Astæðan fyrir þvi, aö ég bcr þessa tillögu fram ersú, að ég vil vinna að því að heilum hug, að alger samstaöa geti orðið á Alþingi um þær ráöstafanir, sem endanlega verða geröar. Ilitt er annað mál, að stjórnin hefur látið vinna að þcssu máli og stjórnin hcfur algcrlega til- húið frunivarp um neyöarráö- stafanir i Vestmannaeyjum. Eg tel ekki viöeigandi, þegar sá háttur er hafður á sem hér er gcrt, aö ætla þingnefnd að semja frumvarp um þetta efni, að fara hér að rekja efni þess frumvarps sem rikisstj. hefur látið semja. Fln sú þing- nefnd, sem hér verður kjörin fær að sjálfsögðu i hendur frumvarpiö og það verður svo hennar að meta það að hve miklu leyti hún getur stuðzt Framhald á bls. 19 Athugasemd frá B. í. Vegna ummæla ýmissa aðila að undanförnu, og þá sérstaklega i sjónvarps- þættinum Setið fyrir svörum, 30. janúar sl. vill stjórn Blaða- mannafélags Islands taka fram eftirfarandi: 1. Furðulegt má teljast að ýmsir aðilar, sem ættu að vita betur, skuli eigi hafa skilning á þýðingu og nauðsyn frétta- miðlunar af slikum atburðum sem nú eru að gerast. Það sem gerzt hefur varðar ekki aðeins alla þjóðina, heldur og umheiminn, og það er verk- efni starfsmanna fjölmiðla og skylda þeirra að skýra frá slikum atburöum eins fljótt og ítarlega og auðið er. Látið hefur verið að þvi liggja aö fréttamenn hafi verið til óþurftar í Eyjum, en stjórn Blaöamannafélagsins biöur menn að hugleiða, hvernig ástandið hefði verið, ef fréttaflutningur hefði ein- skorðast við stuttorðar til- kynningar opinberra aöila. Jafnframt vill stjórnin leggja á það áherzlu, að fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmynda- tökumenn hafa i Eyjum safnað heimildum, upplýsingum og myndaefni sem ómetanlegt verður siöari timum. Þegar saga þessara atburða verður siðar skráð i heild, mun mikilvægi þessa starfs koma enn betur i ljós. 2. 1 ljós kom við upphaf at- burðanna i Vestmannaeyjum, að ekki hafði verið gert ráð fyrir tengslum milli almanna- varnaráðs og fjölmiðla. Þetta leiddi til árekstra og misskilnings, sem koma.hefði mátt i veg fyrir, ef slik tengsl hefðu verið fyrir hendi i upphafi. 3. Látið hefur verið að þvi liggja, að fréttamenn hafi gerzt brotlegir við lög i Vest- mannaeyjum. Stjórn félagsins krefst þess, að færðar verði sönnur á þessar fullyrðingar, en þær lýstar marklausar reynist ekki fótur fyrir þeim. 4. Að endingu vill stjórn félagsins minna á mikilvægi fjöimiðla i frjálsu þjóðfelagi og nauðsyn þess, að frétta- menn eigi óhindraðan að- gang að upplýsingum og geti þannig sinnt störfum sinum og skyldum gagnvart al- menningi. Samþykkt einróma á stjórnarfundi B.l. 1. febr. 1973. 1973. Sértu nú guði beföluð!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.