Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 19
Föstudagur 2. febrúar 1973 TÍMINN 19 Þorrablót Framhald af bls. 9. gengið og sveitin, með fólki sínu og fénaði að baki, finnst manni reyndar, að samkom_an hafi, þrátt fyrir allt, verið alltof fá- menn. Á heimleiðinni er alltaf annað slagið að skjóta upp i hug- ann nýjum og nýjum andlitum, sem gaman hefði verið að sjá, þótt ekki hefði verið nema rétt i svip. Um heimferðina er annars fátt að segja. Að sjálfsögðu var rennt heim að Gunnarstöðum og setið um stund að veitingum og visna- spjalli hjá Óla bónda. Lofaði ég sjálfum mér þvi, að hætta ekki að nauða á honum, fyrr en hann hefði látið mig fá einhverjar linur úr ljóðasyrpu sinni. Svo var enn haldið áfram og náð siðustu hátt- um á Kópaskeri. Voru þá liðin rösklega fimm dægur frá þvi að lagt hafði verið af stað frá Reykjavik, og á þeim tima hafði aðeins verið sofið i tæpar fjórar klukkustundir, sinar tvær i hvort sinn. Var maður þvi hvildinni feg- inn. Nú var ferðazt í björtu. Frá Kóapskeri var haldið siðla morguns. Nú var komið gott veð- ur, bjart og kyrrt — og óskap- legur munur var nú að aka um Axarfjörð, Keldúhverfi og fyrir Tjörnes um hádaginn, heldur en verið hafði i myrkri laugardags- næturinnar. Við stönzuðum hjá barnaheimilinu að Ástjörn i Axarfirði. Það er fagur staður, sem verðskuldar að vera sóttur heim að sumarlagi og að sagt sé frá þeirri þörfu starfsemi, sem þar fer fram. Aftur var ekið framhjá Lóni, og enn voru hlýar hugsanir sendar konunni, sem af- greitt hafði benzinið á föstudags- kvöldið. A Lóni er bæjarstæði frá- bærlega fagurt og snyrti- mennska, hvert sem litið er. Af Auðbjargarstaðabrekkum er útsýni mikið og fallegt — og Mánáreyjarnar voru á sinum stað, Háey nær, Lágey fjær. A Máná sá ég ekki betur en að ný mykjuhlöss væru á túni, enda allt að þvi vor i lofti, þótt enn sé þorri. Annars var það áberandi i allri þessari ferð, að hvar sem komið var, mátti sjá vitnisburð þeirrar miklu árgæzku, sem verið hefur á þessum slóðum að undanförnu. A flestum eöa öllum bæjum voru úti hey, sem ekki höfðu komizt i hlöð- ur, og voru þau betur upp borin og snyrtilegar frá gengin, en oft má sjá i öörum landshlutum. Á einum bæ taldi ég þannig sjö stór hey i hvrifingu skammt frá hlöðu, en að visu mun ekki vera einbýli á þeim bæ, svo að verið getur, að þau hey séu ekki eins manns eign. Andleg sjálfsbjörg. Nú mun bezt að keyra korkinn i tunnuna, áður en þolinmæði hátt- virtra lesenda hefur verið mis- boðið frekar en orðið er. Frá Akureyri var farið með flugvél til Reykjavikur, og var ekki verið á lofti nema réttar fjörutiu min- útur. Vist er það þægilegt ferða- lag, en ólikt er þó skemmtilegra að sitja i bil og njóta landsins i kring, jafnóðum og það ber fyrir augu. Vissulega er alltaf gaman að yfirgefa Reykjavikurþvargið um stund og virða fyrir sér kyrrlátt lif annarra staða. En að fara slika skyndiferð, sem hér var farin á heimaslóðir, er auðvitað ekki til neins annars en að æra upp sult. Hitt var ánægjulegt að sjá, hvernig fólk i afskekktu byggðar- lagi getur verið sjálfu sér nóg, þegar það vill gera sér dagamun. Og þá minnist maður þess, ennþá einu sinni, að meginatriðið er ekki, hvað sýslan eða sveitin heitir, þar sem örlögin hafa skák- að manni niður, heldur hitt, hvort menn hafa til að bera þá skyn- semi og menningu hjartans, sem gerir þeim kleift að vera andlega sjálfbjarga. — PÓSTSENDUM —, Víðivangur Framhald af bls. 3. við þær hugmyndir, sem þar eru settar frain, eða að hve miklu leyti hún vill á þvi byggja, en hvað sem um það er, þá er ég ekki i nokkrum vafa um það, að það getur orðið henni til mikiis iéttis við starf hennar að hafa þannig frumvarp fyrir hendi, jafnvel, þó að hún viidi fara inn á annan grundvöll heldur en það frumvarp er á byggt.” -TK. Rithöfundar Framhald af bls. 1. höndum Rithöfundafélags ts- lands, og hefur nú Rithöfunda- sambandið boðað til fundar, þar sem ræða skal um meðhöndlun þessara fjármuna — i trássi við Félag islenzkra rithöfunda, að stjórn þess telur. Finnst stjórn þess félags farið aftan að hlutum, þar sem sniðgengin sé sérstök nefnd, er skipuð hafi verið til þess að gera tillögur um þetta efni, og vill þar af leiðandi engan hlut eiga að fundinum. Sendi það blöð- unum i gærkvöldi svolátandi samþykkt, er gerð hafði verið einróma innan vébanda þess: ,,Þar sem Félag islenzkra rit- höfunda hefur kjörið sérstakan fulltrúa sinn i nefnd, sem fjalla á um meðferð svonefnds sölu- skattsfjár samkvæmt tillögu samþykktri af Alþingi, og þar sem ekki er vitað til, að fyrir liggi neinar niðurstöður af störfum nefndarinnar, litur stjórn FIR svo á, að sameiginlegur fundur félag- anna samkvæmt fundarboði stjórnar Rithöfundasambands ís- lands um þetta mál sé með öllu ótimabær og óviðeigandi, og þvi munu félagar i FIR ekki mæta á þessum fundi”. Aðstoð Framhald af bls. 1. syni hennar, Brini Helgason, er nú búa i Danmörku 20 þúsund krónur. Frá bæjarstjórn Værlöse I Dan- mörku 25 þúsund danskar krónur. Frá ritstjórahjónunum Inger og Alf Schiöttz Christensen, Ála- borg, 3.500 danskar krónur. Frá Lionsfélaginu I Halmstad, Sviþjóð, 5 þúsund sænskar krón- ur. Frá Ernu og Svenn Eske, Dan- mökru, 10 þúsund danskar krón- ur. Frá norskum fiskimönnum, sem eru aðilar að Feitsildfisker- ens salgslag, Norges markellag s/1 og Norges sildesalgslag, sam- tals 100 þúsund norskar krónur. Margvisleg önnur tilboð um að- stoð hafa borizt, m.a. eftirfar- andi: UNESCO, Menningar- og vis- indastofnun Sameinuðu þjóðanna hefir boðið visindalega aðstoð, bæði visindatæki og sérfræðinga. Fulltrúi frá stofnuninni er kominn til landsins út af þvi. Strax á fyrsta degi eldgossins i Ves tm annaeyjum bauð Rikisspitalinn i Kaupmannahöfn aðstoð, ef á þyrfti að halda. Fyrirtækið Parca Norrahamar a/b i Sviþjóð hefur boðið mið- stöðvar og hitatæki i hús, sem kann að þurfa að byggja fyrir Vestmannaey inga. Slysastofnun Stokkhólmsborg- ar hefur sent hingað fulltrúa til að athuga, hvort sú stofnun geti veitt aðstoð. Skipasmiðastöðin I Helsingör hefur boðizt til að taka við 100 fjölskyldum frá Vestmannaeyj- um og útvega atvinnu, húsnæði og menntunaraðstöðu i Helsingör. Lindö-skipasmlðastöðin i Odense býður 25 logsuðu- og raf- suðumönnum atvinnu og húsnæði við skipasmiðastöðina. Falkoner-teatret, stærsta leik- hús Kaupmannahafnar efnir til Islandskvölds 8. þ.m. og á ágóð- inn að renna i Vestmannaeyja- söfnun. Þar koma fram helztu listamenn Konunglega leikhúss- ins og fleiri. Ýmsir aðrir aðilar á Norður- löndum eru að safna fé vegna Vestmannaeyja. Samúðarkveðjur hafa borizt viða að, m.a. frá utanrikisráð- herrum á Norðurlöndum, utanrikisráðherrum Irlands, Frakklands og Israels, frá mörg- um ræðismönnum Islands og ýmsum öðrum. Utanrikisráðuneytið, 1. febrúar 1972. Vikur Framhald af bls. 20. þrærnar, þvi ef það verður ekki gert getur loönan eyðilagzt i þrónum, ef gjallregn skyldi skella yfir bæinn. Menn eru strax farnir að biða eftir að loðnan gangi vestur með landinu, þvi að menn telja að miklu sé bjargað um leið og eitthvað atvinnufyrirtæki fer i gang. Jarðýtur halda áfram að gera varnargarða vestan við Kirkju- fell og er þessi garður nú orðinn allhár. Liggur hann frá norðri til suðurs, og yfir mörg húsanna i nýja hverfinu. Ekki er laust við að mann hrylli við að sjá jarð- ýturnar aka ofan á sumum nýju húsunum, og ryðja um leið veggj- um þeirra um. Þetta verður að gera til að koma i veg fyrir hraunrennsli, ef svo skyldi fara að hraunið tæki upp á þvi að renna i vestur. 1 öðru lagi má bú- ast við þvi, að, þó að hægt væri að grafa upp þessi hús, yrðu þau ekki ibúðarhæf aftur. Byggðin undir Helgafelli, eins og t.d. Gerðisbraut, er að mestu leyti i kafi. A þessum stað upp- götvaðist i gær eitt hús, sem var að mestu leyti horfið undir gjall- ið, og gleymzt hafði að taka bú- slóðina úr. Er menn urðu þess varir, var strax brugðið við og jarðýta fengin á staðinn. Var strax byrjað á þvi að ryðja frá húsinu, og var grátlegt að sjá rúðurnar spýtast inn i stofuna, þegar jarðýtan fór meðfram hús- inu. Við sömu götu tókst ekki að bjarga búslóð úr einu húsinu, áður en gjallregnið dundi yfir bæ- inn um helgina. I gjallregninu fór húsið i kaf, og I gær ætlaði eigand- inn að gera tilraun til þess að bjarga út úr húsinu þvi sem eftir var. Það var ekki auðvelt, þvi að hvergi bólaði á húsinu. Jarðýta og skurðgrafa kom á vettvang, og var lengi leitað. Loks þegar skurðgrafan var búin að grafa fimm metra djúpa gjótu, var komið niður á þak hússins. Menn geta þvi rétt imyndað sér, hve mikið gjallið er á þessum slóðum, þegar fimm metrar eru orðnir niður á þökin. Þótt merkilegt megi virðast, þá hefur aldrei orðið rafmagnslaust i Eyjum i þessum hamförum, en vararafstöðin hér hefur verið i gangi allan timann, þannig að ekki á að verða rafmagnslaust, þótt svo kunni að fara að raf- magnslinan úr landi fari úr sam- bandi. Enn er unnið að þvi að skipa út sjávarafurðum i Eyjum. I gær- morgun kom Jökulfell til Vest- mannaeyja til að lesta það sem eftir er af frystum sjávarafurð- um. Talið er að skipið taki sjö hundruð lestir, og með skipinu komu þrjátiu verkamenn úr Reykjavik til að flýta fyrir út- skipuninni. Reiknað var með þvi að búið yrði að lesta skipið i morgun. Þá eru skip Skipaútgerðar rikisins og varðskipin i stanzlaus- um ferðum. Esja og Herjólfur voru hér i gærkvöldi, og átti Herjólfur að fara um kvöld- matarleytið, en Esja um mið- nættið. Þá kom varðskipið öðinn hingað og tók 40 trésmiði, sem hér hafa verið siðan um helgi. Hafa þeir varla litið upp þann tima, sem þeir hafa verið hér að störf- um. I fyrrinótt tókst aö ná fyrsta bátnum niður úr Slippnum, það var Meta, sem fyrst fór á flot, og i gær var verið að hlaða bátinn allskonar varningi, en siðan átti að draga hann til lands. Siðari hluta dags i gær, var annar bátur kominn i sleðann, og er það Sindri. Atti að koma honum niður á flóðinu i nótt. Þá má geta þess, að búið er að koma dráttarvélum með skóflu upp á steinsteypt þök hér i bæn- um. Dráttarvél var td. að moka fram af þakinu á fiskiðjunni i gær, og gekk það verk mjög vel. Minningargjafir um próf. Snorra Hallgrímsson Minningarsjóði Dr. Victors Urbancic hafa borizt all- margar minningargjafir, samtals um 12.000 krónur, i tilefni af andláti prófessors Snorra Hallgrimssonar, en hann var formaður sjóðstjórnar frá stofnun hans. Sem kunnugt er, er það hlut- verk sjóðsins samkvæmt ósk Dr. Urbancic, að styrkja lækna til sérnáms i heila- og taugaskurðlækningum, og hefur þegar áunnizt nokkuð i þvi efni. Minningarspjöld sjóðsins fást I Bókaverzlun ísafoldar, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4, og á aðalskrif- stofu Landsbankans, Ingólfs- hvoli. Hjálparstarfsemi Rauða krossins í Vestmannaeyjum Búizt er við að 1000 manns muni verða i fæði hjá mötuneyti Rauða krossins i Vestmannaeyjum fram yfir helgi. Mötuneytið tók til starfa undir umsjón Rauða kross- ins fyrir þremur dögum, en fram að þeim tima hafði Sigurgeir Jó- hannsson annazt matseld fyrir björgunarmenn i Eyjum. I gær og i fyrradag voru gestir i mötu- neytinu afgreiddir við mjög erfið- ar aðstæður um 5000 sinnum hvorn daginn með mat og hress- ingu, en i Eyjum voru þá 1000 manns, 22 við björgun á búslóð- um, 200 við önnur björgunarstörf og 600 Vestmannaeyingar, sem heimild höfðu fengið til að fara til Eyja. Þeir Erling Aspelund, hótel- stjóri á Hótel Loftleiðum, og Stefán Ölafsson, eigandi Múla- kaffis i Reykjavik, fóru til Vest- mannaeyja á þriðjudaginn sem sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins. Var verkefni þeirra að skipuleggja mötuneytisrekstur i Eyjum, sem hafði reynzt erfiður, vegna skorts á starfsfólki og bún- aði. Fyrst var kannað, hvaða hús- næði myndi henta fyrir rekstur mötuneytisins og var afráðið að það skyldi vera i húsakynnum Is- félagsins. Þar hefur verið rekið mötuneyti fyrir starfsfólk fyrir- tækisins, en aðeins miðað við 150 manns, þannig að afkastagetan hafði ekki fullnægt þeirri þörf, sem var i Eyjum siðustu daga. Að sögn þeirra Erlings og Stefáns voru afgreiddar 675 máltiðir i mötuneytinu á tveim klukkustundum, á timabilinu frá Kl. 20 til Kl. 21. á þriðjudag, en 40 sendar út til slökkviliðsmanna. Lögð er áherzla á að bjóða heitan og næringarmikinn mat, og má geta þess að i kvöldmáltið hafa farið 200 lambalæri og 300 kiló af pylsum. A miðvikudaginn borð- uðu 1500 manns i mötuneyti Rauða krossins i Vestmannaeyj- um. Matvælainnkaupin annast skrifstofa Rauða krossins i Reykjavik og eru þar nú birgðir, sem endast munu fram yfir helgi. Matsveinar af hótelum i Reykjavik og nemar úr Hótel- og veitingaskóla Islands hafa unnið mjög mikið og gott starf i mötu- neytinu, en Sigurgeir Jóhannsson er þar bryti. Mötuneytið er opið frá kl. 7 að morgni til 1 eftir mið- nætti og starfa þar rúmlega 30 manns á hvorri vakt. Við af- greiðslu á slikum fjölda hefur ekki verið hægt að nota venjuleg- an borðbúnað. Loftleiðir hf., gáfu pappa- og plastilát og bakka, sem notað hefur verið til þessa, og sömuleiðis mjólkurduft. Þá hefur Chef Orchid, matvælafyrirtæki á Kennedy-flugvelli, sem Loftleiðir verzla við, sent rúmlega 200 kiló af plastilátum að gjöf til mötu- neytisins. A morgun eru svo væntanlegar 15000 einingar af plast borðbúnaði með flugvél frá Bandarikjunum. Verksmiðjan Vifilfell hefur lika gefið talsvert magn af drykkjarilátum. Þeir Erling Aspelund og Stefán Ólafsson munu verða áfram til aðstoðar við rekstur mötuneytisins og ætluðu til Eyja i dag að huga að frekara skipulagi þessara mála, en þeir áætla þó að verði björgun búslóða lokið um næstu helgi muni fólki i Vest- mannaeyjum fækka um 500 frá þvi sem nú er. Ráðleggingamiðstöð fyrir Vest- mannaeyinga Rauði kross íslands hefur haft forgöngu um, að opnuð verður ráðleggingamiðstöð fyrir Vestmannaeyinga i Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig. Tekur hún til starfa föstudaginn 2. febrúar og verða þá læknar, félags- ráðgjafar, lögfræðingar og endurskoðendur til viðtals kl. 17-20. „SÓLARKAFFI” ARNFIRÐINGA verður að Hótel Borg sunnudaginn 4. febrúar kl. 20,00 Skemmtiatriði. Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri hótelsins frá kl. 16,00 og borð verða tekin frá milli kl. 16,00 og 18,00 sama dag. Mætum vel og stundvislega. NEFNDIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.