Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 2. febrúar 1973 Ertu gift manni, sem á sér aðra? Það er engin örugg leið, sem kona hefur til að komast að þvi, hvort maðurinn hennar sé með aðra konu i takinu, og bui jafn- vel með henni annars staðar. En i hjónabandsleiðbeininga- bæklingum er oft að finna smá- ábendingar, sem ættu að aðvara hana ef maðurinn skyldi eiga heimili heiman að, hvort heldur þar er um aðra giftingu að ræða eöa ekki. 1. Geturðu náð til mannsins þins hvenær dagsins sem er? 2. Lofar hann þér að sjá öli bréf sem hann fær? 3. Ef hann er fráskilinn, veiztu þá hvar fyrri konan hans heldur sig? 4. Hefurðu séð skilnaðarskjöl- in? 5. Veiztu allt um bankavið- skipti hans? 6. Veiztu nákvæmlega hve mikið hann hefur i tekjur? 7. Komu einhverjir ættingjar hans i brúðkaupið ykkar? 8. Veiztu hvar billinn hans er tryggður? 9. Ef hann þarf að ferðast mikið i starfi sinu, veiztu þá hvar hann dvelst á ferðalögum? 10. Ef hann hefur gert erfðaskrá, hefur þú þá séð hana? 11. Vill hann einhverntima eiga fridaga alveg út af fyrir sig? 12. Hittirðu vinnufélaga hans af og til? 13. A hann það nokkurn tima til að kalla börnin örðum nöfnum en þau heita? 14. Eru nokkrir staðir, sem hann neitar að koma á? 15. Biður hann þig alltaf að festa tölurnar á jakkann.? 16. Veiztu hvar hann var i nótt? Ef maki þinn á sér engin leyndarmál ættir þú að hafa svarað spurningum 11 13 og 14 með neii en sagt já við öllum hinum. Teljið einn fyrir bæði spurningar þrjú og fjögur, ef hann hefur ekki verið gif.tur áður. Ef þú hefur fengið 12 eða meira, skaltu ekki hafa neinar áhyggjur. Enginn tveggja kvenna maki gæti verið svo opinskár. 8—11 Flestir vilja eiga ein- hver leyndarmál, svo að þú skalt ekki hafa áhyggjur þótt hann vilji ekki segja þér alveg allt. 4—7 Einkalif hans er mjög lokað er það ekki? bú ættir að opna nokkur bréf, sem hann fær — bara af misgáningi. 0—3 Þú ættir að fara að hafa ofurlitlar áhyggjur og nokkru meiri, ef þú hefur svarað spurningum 3,4 og 7 rangt. Rósin í Róm Þannig er hún nefnd þessi laglega hnáta hér á myndinni. Hún er reyndar bandarisk leik- kona, og heitir Sydne Rome, og býr um þessar mundir i Róma- borg, þar sem hún leitar frægð- ar og frama. Liklega verður framabrautin ekki þyrnum stráð, eöa að minnsta kosti von- um við, að svo verði ekki. óvelkomnir gestir Franska lögreglan hefur látið i Ijós grunsemdir um, að Keith Richard, einn af hljómsveitar- mönnum The Rolling Stones, og vinkona hans Anita Pallenberg, hafði haft undir höndum bæði heroin og hass. Þau Anita og Keith eru ekki þau einu, sem yfirheyrð hafa verið vegna þessa máls, það hafa sömuleiðis allir meðlimir hljómsveitarinn- ar verið, en hljómsveitin kom til Nissa eigi alls fyrir löngu, og lenti þá i kasti við iögregluna. Rolling Stones — menn hafa all- ir fest kaup á stórhýsum iNissa, og það gerðu þeir til þess að losna undan skattpiningunni i Englandi, aö þvi er þeir segja. En ekki verða þessir menn neinir aufúsugestir i Frakklandi ef þeir breyta ekki um háttar- lag. Myndin er af þeim Keith og Anitu. Frá dómssölum Parísar Itétturinn tók fyrir mál hertoga- ynjunnar af Windsor, sem hún hafði höfðað gegn vikublaðinu France-Dimanche. Svo var ákveðið, að öll óseld eintök blaðsins skyldu upptæk gerð, þvi þar væri að finna grein, sem fullyrti, að hertogaynjan væri i gitingarhugleiðingum. Réttur- inn taldi þetta „óþolandi innrás i einkalif hertogaynjunnar” og dæmdi henni bætur fyrir. Þá var og tekið fyrir ákæru- mál á hendur pop-söngvaranum Michael Polnareff. Hann var sektaður um 60.000 franka fyrir að hafa sýnt bera þjóhnappana opinberlega, eöa þvi sem næst, en út höföu verið gefin 6.000 veggspjöld með mynd af rassi þessa fræga manns. — Mikið eru karlmenn allir eins, þegar þeir eru veskislausir. ☆ —Jæja Gunni litli. Nú er kominn háttatimi. Sérðu ekkitað allar konurnar i sjónvarpinu eru að hátta sig? Það átti að fara að fullnægja dauðadómi i litlu riki i S- Ameriku. Aftökusveitin stóð með byssurnar við vangann og beið eftir merki. Fórnarlambið stóð með andlitið upp að vegg og hafði þegar reykt siðustu sigarettuna. Skyndilega kom skrifstofumaður einn hlaupandi með miklu ira- fári og hrópaði: —Stanz, stanz! Fintalningin sýnir, áð hann hefur verið kosinn forseti 4 — Meðmælin yðar eru góð fram til 1945. En hvað hafið þér gert siðan? DENNI DÆMALAUSI ..Farðu i baö! ,,Éttu matinn þinn! Farðu út i horn!" Hva? Ekkert manneskja.... Ég er Inira að tala við sjálfan mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.