Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. febrúar 1973
TÍMINN
5
Kardimommubærinn
sýndur á Akureyri
Leikfélag Akureyrar
frumsýndi barnaleikritið
Kardimommubæinn eftir
Thorbjörn Egner s.l. sunnu-
dag. Leikritið hefur áður verið
sýnt i Þjóðleikhúsinu og háfa
fá barnaleikrit notið annarra
eins vinsælda. A Akureyri
voru undirtektir áhorfenda
með miklum ágætum.
Magnús Jónsson setti leik-
ritið á svið og Þráinn Karls-
son gerði leikmynd. Alls koma
28 manns fram i sýningunni.
Með helztu hlutverk fara
Sigurveig Jónsdóttir sem
leikur Soffiu frænsku,
ræningjana Kasper, Jesper og
Jónatan, leika Gestur Einar
Jónsson, Viðar Eggertsson og
Þráinn Karlsson. Marinó Þor-
steinsson leikur Bastian
bæjarfógeta og Tóbias gamla i
turninum leikur Kjartan
Ólafsson. Börnin Tomma og
Kamillu leika Nökkvi Braga-
son og Hjördis Nanna Jónas-
dóttir. Stjórnandi hljóm-
sveitar Kardimommubæjar er
Reynir Jónsson.
Sýningar á
Kardimommubænum verða
kl. 2 og kl.5 á laugardögum og
sunnudögum, og einu sinni i
viku verða kvöldsýningar, kl.
8 á fimmtudagskvöldum.
Leikfélagið beinir þeim til-
mælum til skólastjóra i ná-
grannabyggðum, sem hug
hafa á að fara með nemendur
sina i leikhús og sjá
Kardimommubæinn, að panta
miða timanlega og að heppi-
legast er að koma með hópa
sem fyrst, þar sem færð getur
spillzt og sýningum þar með
fækkað.
Höfuðáherzla lögð
á að bjarga þökum k
ÞÓ—Vestmannaey jum.
Almannavarnaráð og bæjar-
stjórn Vestmannaeyja sendu frá
sér skýrslu um ástandið i Eyjum i
gærkvöldi. 1 skýrslunni segir, að
eftir þvi sem bezt sé vitað, hafi
allt ibúðarhúsnæði austan
Heiðarvegar að sjó verið rýmt og
húsmunum ýmist verið komið til
Reykjavikur, eða komið fyrir i
húsnæði sem talið er öruggt, og
verða þeir siðan fluttir til Reykja-
vikur, eftir þvi sem flutningsget-
an leyfir. Einnig segir, að þar
sem svæðið vestan Heiðarvegar
og Strembugötu sé ekki talið á
hættusvæði eins og er, verði hús á
þvi svæði ekki rýmd, nema sam-
kvæmt beiðni eigenda, og skal
koma beiðnum um það á
framfæri i sima 1940 i Vest-
mannaeyjum.
Nú er höfuðáherzla lögð á
björgun þaka, ýmist með gjall-
ruðningi, eða undirslætti og
stundum hvoru tveggja. Mest
hefur verið unnið að þessu við at-
vinnu- og þjónustufyrirtæki og
lögð áherzla á að bjarga þökum
þeirra ibúðarhúsa, sem eru i
mestri hættu að dómi þeirra
þriggja verkfræðinga, sem að
mati þessu vinna. Mjög skipulega
er unnið að þessum verkefnum og
við það starfa þrjú hundruð
manns og fer þeim sifellt fjölg-
andi. Þá er stórvirkum vinnuvél-
um beitt i æ rikara mæli.
Siðastliðinn sólarhring var
slökkviliðið aðeins einu sinni kall-
að út og varð ekkert brunatjón.
1 gær sögðu jarðfræðingar, að
mjög litil breyting hefði orðið á
hraunstraumnum til norðurs og
gosið virtist fara minnkandi er á
daginn leið. Aska er mikil ennþá
og leggur mökkinn út á sundið
Atumein nýju ríkjanna
í þróunarlöndunum
Alheimsráð kristilegrar
bindindisstarfsemihélt heimsmót
sitt i Hamborg siðast i ágúst i
fyrra.
Þar kom skýrt i ljós sú þróun,
að það er ekki einungis hungrið,
sem herjar i „þriðja heiminum”
svonefnda, heldur er þar ekki
siður þörf á hjálparstarfi gegn
þeirri áfengis- og fiknilyfja-
neyzlu, sem ætt hefur með ógnum
og voða eins og flóðbylgja yfir
þessar þjóðir hina siöustu ára-
tugi.
Það var formaður World
Christian Temperance
Federation — Heimsráð krist-
ilegrar bindindisstarfsemi, sem
bezt upplýsti þetta mál.
Hann heitir dr. Hans Schaffner
og á heima I Basel i Sviss, sem
bezt hefur kynnt sér þetta og
unnið gegn þessari óheillaþróun,
með ráðum og dáð sem fram-
kvæmdastjóri Heimsráðsins:
Það er einkum innflutt áfengi,
sem þar á drýgstan þátt, ,,eld-
vatnið”, eins og það kvu vera
nefnt i þessum löndum.
Upprunal. var áfengisneyzla i
þessum hluta heims fremur litil,
næstum eins og barnaskapur i
hefðbundnum veizlum og við
hátiðleg tækifæri i Asiu og Afriku.
En nú er áfengissýki —
alcoholismus — orðin sifelld
plága með stöðugt vaxandi iðn-
væðingu, auknum innflutningi og
innlendri framleiðslu i þar til
gerðum verksmiðjum. Mest er
þetta i Afrikurikjunum. Þar eru
ölkrár og vinveitingastaðir nú
þegar aðalsamkomustaðir fólks
milli rétt austan við Yztaklett.
Nokkuð gjall hefur fallið á nýja
hraunið austast i bænum.
Góður afli
Vestfjarðabáta
- Sólrún fékk 18
tonn á línu
ÞÓ—Reykjavik.
Afli Vestfjarðabáta hefur verið
með eindæmum góður það sem af
er mánuðinum, en flestir Vest-
fjarðabáta stunda veiðar með
linu.
A laugardaginn var Sólrún frá
Bolungavik komin með rúm tvö
hundruð tonn af fiski, frá þvi að
báturinn hóf róðra i byrjun janú-
ar, og er allur þessi afli fenginn á
linu. Sólrún kom til dæmis með 18
tonn á föstudaginn, en það er ein-
staklega góður linuafli. — Reynd-
ar hefur afli bátanna farið mikið
eftir beitunni, t.d. hefur Norður-
sjávarsildin reynzt illa.
VEITINGAHÚSIÐ
Lœkjarteig 2
Hljómsveit
Guömundar Sigurðssonar
Gosar — og
Kjarnar
Opið til kl. 1
og sums staðar einu félags-
stofnanir og skemmtistaðir.
Afrikumenn, er gefa skýrslur
um ástandið telja það eina helztu
orsök alls konar ófarnaðar, allt
frá hruni heimila til hruns heilla
rikja. Sultur og sjúkdómar,
uppreisnir og borgarastyrjaldir
sigla siðan i kjölfarið.
Sumir nefna þetta „svartasta
skugga” hinnar svörtu álfu.
Einkum hindrar þessi óheilla-
þróun viðleitnina til að bæta lifs-
kjörin.
Farsóttir og landlægar plágur
hverfa þarna smám saman fyrir
vopnum visinda og vestrænum
lyfjum og ráöum. En i staðinn
kemur áfengisplágan úr vestrinu
og reynist enn þá óviöráðanlegra
böl.
Hún er nú að dómi sérfræðinga i
þjóðmálum þessara landa orðin
versti óvinur margra þjóða i
Asiu, Afriku og Suður-Ameriku.
En er hún það ekki einnig hjá
hinum svo nefndu menningar-
þjóðum, þótt hún sé þar falin á
bak við falskan ljóma alls konar
glitrandi umbúða?
Þessi áfengisalda steyptist yfir
þróunarlöndin með iðnvæðingu og
vestrænum áhrifum eftir siöari
heimsstyrjöld.
Vissulega á hún upptök sin á
Vesturlöndum. Það er staðreynd,
sem hlýtur að sverta vaknandi
samvizku vestrænna þjóða. Það
er skömm og böl, sem þær verða
að bæta i framtiðinni, ef ekki með
hjálp og handleiðslu, þá með
blóði og tárum.
Árelíus Níelsson.
Drengur
Drengur óskast
strax til land-
búnaðarstarfa.
Upplýsingar um simstöðina i
Reykholti.
ÖLL AFGREIÐSLA
Stofnlánadeildar
landbúnaðarins
OG
Veðdeildar
Búnaðarbankans
hefur verið flutt i hús Búnaðarbankans við
Hlemm (Laugavegi 120).
Simi 2-54-44
rBUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Til sölu
Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu.
SUMARDEKK — SNJÓDEKK
Ýmsar stærðir á fólksbíla á mjög hagstæðú
verði. Full ábyrgð tekin á sólningunni.
Sendum um allt land gegn póstkröfu.
H
F.
ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK.