Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 2, marz 1973. TÍMINN 5 Tímabundin notkun köfnunar- efnis á úthaga varhugaverð GARÐYRKJUFÉLAG ISLANDS helt aðalfund sinn 19. febr. s.l. Félagið, sem orðið er rúmlega 85 ára gamait, hefur aukið mjög starfsemi sina hin siðari ár og ýmsar nýjungar, sem það hefur tekið á starfsskrá sína, viröast eiga miklum vinsældum að fagna. Félagsmönnum fjölgaði um 400 á s.l. starfsári og eru þeir nú 1436 talsins. A vegum Garðyrkjufélags ts- lands hafa verið stofnaðar deildir á Akureyri, Borgarnesi og á Suðurnesjum. Þá hefur verið gerð tilraun til þess að starfrækja inn- kaupadeild. „Fræþjónustan” er tvimæla- laust sú nýbreytni, sem hvað vinsælust hefur orðið hjá félags- mönnum og er i þvi fólgin að greiða fyrir fræskiptum milli félagsmanna og einnig að útvega þeim fræ af eftirsóttum tegund- um. Selma Hannesdóttir hefur veitt þessari starfsemi forstöðu og hefur ásamt hjálparliði sinu flokkað niður aðsent fræ og sér um dreifingu til þeirra félags- manna sem þess hafa óskað. Ef- ast félagsstjórnin ekki um, að góður árangur verði af starfi þessu. Garðyrkjufélag íslands hefur staðið að fjölmörgum fræðslu- fundum um hverskyns efni er að garðyrkju lýtur og hafa fundir þessir verið afarvel sóttir og ein- att húsfyllir. Arsrit félagsjps, Garðyrkjuritið, hefur margvis legan fróðleik að geyma og’er innifalið i árgjaldi. Sama gegnir um Garðinn, fjölritað fréttabréf með gagnlegum áminningum og auk þess tilkynningum um þá fundi, er félagið heldur. Þess má Trúlofunar• HRWGIR Fljóí afgreiösla Sent ipóstkröfu GUOAAUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 og geta að félagið hefur staðið að útgáfu tveggja meirháttar rita um garðyrkju þ.e. Skrúðgarða- bókinni og Matjurtabókinni. Undanfarin sumur hefur félagið gengizt fyrir fræðsluferðum I gróðrarstöövar og skrúðgarða i Reykjavik og nágrenni. Næsti fræðslufundur og sá fyrsti á þessu ári, verður haldinn i Domus Medica föstudaginn 2. marz Þar ræðir Ólafur Björn Guö- mundsson um islenzk fjallablóm og einnig verður rabbað um frædreifinguna og sáningu. Stjórn Garðyrkjufélags Islands skipa nú: Jón Pálsson formaður, Selma Hannesdóttir varaformaður, Ólafur Björn Guðmundsson rit- ari, Gunnlaugur ólafsson gjald- keri og Einar Siggeirsson með- stjórnandi. Til vara: Ragnhildur Björnsson, Agústa Björnsdóttir og Martha Björns- son. A aðalfundinum var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun félagsins. „Aðalfundur Garð- yrkjufélags íslands 19. febr. 1973 ályktar að innheimta ekki árgjald hjá Vestmannaeyingum i ár”. Einnig samþykkti fundurinn svohljóðandi álitsgerð félags- stjórnar: „Aðalfundur Garöyrkjufélags tslands 19. febr. 1973 leyfir sér að benda gróðurverndarmönnum á þá hættu, sem timabundin notkun köfnunarefnisáburðar getur haft fyrir óræktuð beitilönd, þar sem mjög margar harðgerðar jurtir mundu vikja fyrir gróðri, sem ekki heldur velli, nema með ár- legri áburðargjöf”. Segja má að starfsemi Garðyrkjufélags tslands standi nú með miklum blóma og ánægjulegt fyrir þá, sem að þvi standa hve félagar almennt eru fullir áhuga fyrir ræktun og fúsir til þess að taka þátt i félagsstarf- inu. Skrifstofa félagsins á Amt- mannsstig 2, uppi, er opin á fimmtudagskvöldum milli kl. 8- 10. PILTAR, , EFÞlO EIGIOUNNUSTUNA /f/ /A ÞÁ Á EC HRINOANA /jy/ / f/ !?/ m ÁýörftM ((? . PÓSTSENDUM — VIÐ SMÍÐUM HRINGANA GRÆNAR HEILBAUNIR GULAR HÁLFBAUNIR mmoo ^ 40 w % í.^- ÍX O VEUUM ISLENZKT- fSLENZKAN IÐNAP Timinner peningar Innbú og innstæða Það er dýrt að stofna heimili og margt sem þarf að kaupa. Stundum er ungt fólk bráðlátt. Því finnst taka langan tíma að spara fyrir því, sem það vill eignast. Nú kemur Landsbankinn til móts við sparifjáreigendur með nýju sparilánakerfi Sparilán eru nýr þáttur í þjónustu Lands- bankans. Reglubundinn sparnaður skapar yður rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt. Ungt fólk getur gert áætlun um væntanlegan innbúskostnað. Síðan ákveður það hve mikið það vill spara mánaðarlega. Eftir umsaminn tíma tekur það út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fær Sparilán til viðbótar. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskiptavin- arins. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi í viðskiptum eru einu skilyrðin. Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Kynnið yður þjónustu Landsbank- ans. Biðjið bankann um bæklinginn um Sparilán. lí/VN JJTS tíWN ifrMÍ Baiiki allm landsmanna 5IMI S491Q

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.