Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. marz 1973.
TÍMINN
VI
kjallaranum, svo híö aökomna
dót kæmist fyrir.
— Þaö hafa auövitaö allir, sem
ráö áttu á húsnæöi, geymt fyrir
náungann?
— Fyrstvarhér hjá okkurfólk,
og svo fengum viö aö geyma i
tveim stórum sölum hérna niöri.
Þeir uröu fullir, alveg út úr dyr-
um, enda voru þaö margar fjöl-
skyldur, sem viö höföum flutt
fyrir og sem áttu svo húsmuni
sina geymda hér.
Fólksflutningarnir
— En sjálfir flutningarnir.
Hvaö varstu meö marga menn I
feröum þinum á milli lands og
Eyja?
— Fyrst fór ég meö fólk á bát
mlnum, Leó. Þá voru um sjötiu
manns innan borös. En Þórunn
Sveinsdóttur, báturinn sem ég
var að láta smiöa, þegar ég
keypti Ibúöina hérna, — hún mun
hafa flutt um hundraö og tuttugu
manns. Þaö var áreiöanlega ein-
stakt lkn, aö það skyldi vera þessi
himinsins blessuö blíöa, þegar
þettaibar aö höndum. Það hefði
veriö ljótt ástand, ef til dæmis
heföi veriö austan hvassviöri.
— Var samt ekki vont I sjóinn?
— Þaö var brim, en veöriö var
logn.
— Hvers konar furöuleg heppni
var þetta, aö þaö skyldi vera
landlega, og þó ekki illviöri?
— Þaö var nýbúiö að vera rok,
og landlega fyrir þær sakir, en
auk þess voru bátar ekki almennt
byrjaöir róöra. Þvl var til dæmis
svo háttaö um sjálfan mig, aö ég
haföi ákveöiö aö taka mln veiöar-
færi um borð daginn eftir, og
báöir björgunarbátar mlnir voru I
landi, en ekki komnir um borð.
— Hvenær lagöir þú frá landi
meö þaö fólk, sem þú fluttir?
— Þá vantaði klukkuna
fimmtán mínútur I fimm, og voru
þá mjög margir bátar farnir. En
þaö þótti mér merkilegast, aö ég
sá varla hræöslu á nokkrum
manni. Þar held ég að Surtsey
hafi átt hlut aö máli. Fólk var
oröiö vant þvi aö sjá eldgos
nálægt sér.
— Voru menn ekki mjög sjó-
veikir á leiö til lands?
— Þaö læt ég allt vera. Jú, einn
og einn veiktist, en þaö var ekki
mikiö. Eins og ég sagöi áöan, þá
var brim og veltingur, en veöriö
var ágætt.
— Fórstu margar feröir
þennan dag?
— Viö snerum strax frá Þor-
lákshöfn til Eyja aftur og
ætluöum aö ná I meira, en þá voru
ekki fleiri, sem vildu fara, svo aö
til þurfti ekki aö taka. Þá voru
lika flestir farnir. Ég gizka á, aö
þaö hafi verið um fjögur þúsund
manns, sem fóru á eigin spýtur
þarna strax. Ég held, aö þaö heföi
oröiö lltiö úr Almannavörnunum
okkar aö framkvæma þaö i svo
skjótri svipan. Þaö eru sjómenn,
útgeröarmenn og skipstjórar I
Vestmannaeyjum, sem eiga
heiöurinn af því, hversu vel og
slysalaust þessir glfurlegu
flutningar gengu.
,,Þið mannið þá
byssurnar”
Ég vil meira aö segja bæta þvl
við, aö mér finnst þetta blessaða
Almannavarnaráö okkar hafa
nokkuö mikil völd. Það var einn
daginn, þegar ég var I þessum
flutningum á milli, aö ég var aö
fara heim til Eyja. Myrkur var
komið og ég var á siglingu fyrir
Eiöið. Þá lá varðskip þar undir
Eiöinu, kallaöi og spurði, hvaða
bátur þetta væri. Ég svaraöi þvi,
aö þaö væri Leó. Þá spuröu þeir,
hvert ég væri aö fara, en ég sagöi
sem var, að ég væri aö fara til
Vestmannaeyja. Nú spuröu þeir,
hvort ég heföi leyfi, en ég sagðist
ekki hafa það, enda þyrfti ég ekki
neitt leyfi, þvl aö ég væri frá
Vestmannaeyjum, og ætlaöi ekki
aö biöja um neitt leyfi. Þeir
sögöu, aö ég fengi ekki aö fara
inn, nema ég heföi leyfi. Ég sagöi,
aö þeir yröu þá aö manna
byssurnar hið bráðasta, ef þeir
ætluðu aö meina mér inngöngu.
Þá kölluöu þeir I Vestmannaeyja-
radió og spuröu.hvort þeir heföu
heyrt það sem ég sagöi. Já, Vest-
mannaradió svaraöi þvi til, aö
þeir heföu heyrt oröaskiptin, en
ég þóttist skilja á þessu, aö ég ætti
aö fá kæru á mig fyrir framferöiö.
Ég fór svo leiöar minnar, en
kæran er ókomin til min enn,
hvaö sem seinna veröur.
— Telur þú, aö Vestmannaey-
ingar heföu getaö bjargaö meiri
fjármunum og bjargaö þeim fyrr,
ef minni hömlur hefðu veriö á
feröum til Eyja, en raun var á?
— A þvl er ekki nokkur einasti
efi. Þaö vita allir, aö bátarnir
voru aö þvælast hálftómir á milli,
— bara Vestmannaeyjabátarnir
— en auk þess voru bátar frá Þor-
lákshöfn, sem lágu viö bryggju,
algerlega tilbúnir aö flytja far-
angur, en fengu það hreinlega
ekki. Og eins var þetta meö fólk-
iö. Fjölmargir Vestmannaeying-
ar vildu fyrir hvern mun komast
heim til þess aö bjarga eignum
sinum, en voru ekki frjálsir feröa
sinna, heldur urðu aö biöja leyfis,
eins og öllum er kunnugt.
Þaö er ekki heldur nein fyrir-
myndarstjórn á gámunum. Þann-
ig var þaö einn daginn — eöa nótt-
ina öllu heldur — aö ég og piltar
minir vorum úti i Eyjum og vor-
um búnir aö fylla báöa bátana
klukkan fjögur um nótt, og vorum
auövitað orönir syfjaöir og
þreyttir. Ég sagöi þá viö strákana
mina, hvott þeir vildu ekki, að viö
færum nú allir aö sofa, en á fætur
klukkan átta I fyrramáliö, þvl aö
þá ætti skip aö koma frá Reykja-
vlk meö eitt hundraö og sextiu
gáma, og viö gætum hjálpaö til aö
láta I þá. Jú. En þegar skipiö kom
morguninn eftir, var þaö ekki
meö nema sjötiu gáma, af því aö
verkamenn I Reykjavlk höföu
neitað aö vinna lengur en til
klukkan tlu kvöldiö áöur. Viö ætl-
uöum nú samt aö taka þessa
gáma og fara aö láta i þá, en þá
sagöi fyrsti stýrimaöur, aö viö
fengjum þá ekki, þvl aö þaö væri
aöeins einn maöur, sem ætti aö
taka viö öllum gámum. Þá fór ég
og talaöi við skipstjórann, en þaö
fór allt á sömu leiö, og viö fengum
ekki neina gáma. Þaö var svo
ekki fariö aö láta gámana I land
úr skipinu fyrr en klukkan langt
gengin tiu um morguninn. Mér
fannst þetta illa á málum haldiö,
þaö verö ég aö segja.
Trúði varla
fréttinni
— Þá er nú aö snúa sér aö
frúnni, Þóru Sigurjónsdóttur. Þaö
varst þú, sem vaktir bónda þinn
um nóttina, þegar eldurinn var
laus?
— Já. Sonur okkar, sem bjó á
öörum stað I bænum, hringdi til
okkar, ég svaraöi simanum og fór
svo aö vekja upp fólk.
— Varö þér ekki hverft viö?
— Ég trúði þvi varla fyrst. Svo
fór ég út að glugga og horföi út.
Þaö var eins og aö syði i mörgum
pottum og eldglæringarnar stigu
hátt i loft upp. Þegar ég svo ætlaði
að halda áfram að hringja og láta
vita um þetta, var slmakerfið
oröiö óvirkt, álagiö var svo mikiö.
— Datt ykkur ekki I hug, aö
lifshætta kynni að vera yfirvof-
andi, svo aö segja á stundinni?
— Nei, þaö datt mér ekki i hug.
Óskar fór strax á fætur og út I bil,
og ók svo meö alla karlmenn sem
1 húsinu voru i áttina aö eld-
stöövunum, til þess aö sjá þetta
og sýna þaö öörum, en á meöan
hellti ég upp á könnuna i ró og
næöi og gaf þeim svo kaffi, þegar
þeir komu. Svo kom Ragnar lög-
regluþjónn til okkar og sagði, aö
nú ættu allir skipstjórar aö fara I
báta sina og vera tilbúnir aö
flytja fólk til lands. Ég held, aö
mér heföi ekki dottiö I hug aö nein
ástæöa væri til aö flýja, ef okkur
hefði ekki veriö sagt aö fara. Ef
til vill hef ég ekki gert mér grein
fyrir hættunni, eöa þá aö maöur
hugsar ö'ðru vlsu á sllkum stund-
um en endranær. Ég veit þaö
ekki.
— Likjega hefur Vestmanna-
eyingum almennt dottiö þaö i
hug, að þaö kynni að koma ný
sprunga undir einhverri húsaröð-
inni?
— Nei, alveg áreiöanlega ekki.
Og þaö datt aldrei neinum I hug,
aö Helgafell tæki upp á þvi að
fara að gjósa eftir meira en fimm
þúsund ára hvlld, eða hvaö sem
það á nú aö vera langt, siöan þaö
gaus slöast. Aftur á móti varö
okkur stundum hugsaö til Vikur i
Mýrdal — aö hún Katla gamla
færi að bæra á sér. Okkur fannst
alveg nóg að vera búin aö eignast
Surtseyna, og þaö datt víst engum
manni i hug, aö næsta gos yröi á
sjálfri Heimaey.
— Létti ykkur nú ekki samt,
þegar þiö lögöuð frá landi I Eyj-
um, þótt þú værir ekki neitt
hrædd?
— Jú, þvi neita ég ekki. Ég var
ósköp fegin, þegar landfestar
voru leystar, enda var ég nú líka
búin aö blöa meira en klukku-
tima niöri I bát, flestir hinir bát-
arnir voru farnir og ég haföi horft
á eftir þeim út úr höfninni. Þegar
viö komum fyrir Heimaklett, var
þar svo mikiö vikurregn, aö öllu
kvenfólki var sagt aö fara niður I
lúkar eöa káetu, en karlmennirn-
ir voru uppi á dekki til þess aö
horfa á ósköpin.
— Hvaö voruö þiö svo lengi til
1 Þorlákshafnar?
— Viö vorum fjóra klukkutima.
— Myndir þú ekki vera hrædd
viö aö flytjast út I Vestmannaeyj-
ar aftur?
— Nei, alls ekki.
— Langar þig jafnvel aö fara
aftur aö búa þar?
— Já, ef vikurinn væri hreins-
aður I burtu. Viö eigum nú llka
heima vestast i bænum, og þar er
bezt að vera, eins og nú er.
Verjum gjafafénu
skynsamlega
— Nú er þetta alla vega gifur-
legt fjárhagslegt áfall, hvaö sem
öllu ööru liöur. óskar, ert þú ekki
ánægöur meö þann mikla efna-
hagslega stuöning, sem þiö Vest-
mannaeyingar eigiö kost á?
— Jú, auövitaö er ég ánægöur
meö þá hluti. Fyrst og fremst hef-
ur rikisstjórn okkar teklð vel og
skynsamlega á þessum málum,
en auk þess eru vlöa hendur á
lofti, eins og fram hefur komiö I
blöðum og útvarpi.
En ég óttast, aö ekki veröi fariö
nógu vel meö allt þetta fé. Það
þarf að reisa skorður viö sllku nú
strax, og fá þar góöa menn og
staðfasta til stjórnar. Mér hefur
verið sagt, og ég er hræddur um
aö það sé satt, aö nú þegar sé far-
iö aö sækja um lán úr viölaga-
sjóöi til þess aö byggja upp hafnir
annars staöar en I Vestmanna-
eyjum, jafnvel fyrir noröan land.
Ég hef llka heyrt um einn fisk-
verkanda, sem á aö hafa fengið
lán úr sjóönum — auðvitaö I þvl
skyni aö fá Vestmannaeyinga til
starfa.
Aö visu hef ég ekki staöfestar
sannanir fyrir þessu, og vera
má, aö þaö sé eitthvaö oröum
aukiö, en hræddur er ég þó um, aö
þaö eigi viö talsverö rök aö styöj-
ast. Og ef þetta er rétt, þó ekki
væri nema aö nokkru leyti, þá er
augljóst, aö hér er vá fyrir dyr-
um. Þessara hluta veröur aö gæta
stranglega.
— Hefur þú trú á þvl, aö þær
fyrirbyggjandi aögeröir, sem nú
er veriö aö reyna I Eyjum, geti
haft varanleg áhrif til þess aö
stööva hraunrennsli?
— Ég veit þaö ekki. Viö sáum,
hvaö geröist I dag (20/2.) Þá fór
fjalliö á staö og ýtti þessum görö-
um öllum I burtu eins og fiöur-
poka. Þarna eru aö verki öfl, sem
viö ráöum ekkert viö, þaö veröur
maöur aö játa.
Þaö eina, sem viö vitum, er að
viö vitum ekki nokkurn skapaöan
hlut, hvernig þetta kann aö haga
sér. Einasta von okkar núna er,
aö hrauniö fari ekki I höfnina. Ef
þaö gerir þaö ekki, þá er allt I
lagi. Þaö er alltaf hægt aö komast
út úr Eiöinu. Hrauniö er nú þegar
búiö aö gera miklu betri höfn, en
viö áöur höföum.
-VS.
Auglýs
Lækkað verð á
LITA-
auglýsingum
Vegna aukinnar hagræðingar með fenginni
reynzlu í rekstri prentsmiðju offset-blaðanna
getum við nú boðið lægra élag é litaauglýsing-
ar.
Þannig verður aðeins reiknað 20% álag á
grunnverð auglýsinga fyrir hvem aukalit frá
og með l. marz 1973.
Athugið að hjá okkur er hægt að hafa auglýs-
ingar í litum alla daga — nema laugardaga og
sunnudaga — en þá er blaðið 40 síður.
19SD%18300