Tíminn - 02.03.1973, Blaðsíða 20
Föstudagur 2. marz 1973.
MERKID SEM GLEÐUR
HHtumst i kmtpfélagmu
Ulégarður
Samkomusalir til leigu fyrir:
Arshátlöir, Þorrablót, fundi,
í m>%éf ráöstefnur, afmælis- og ferm-
ingarveizlur. Fjölbreyttar
veitingar, stjórir og litlir salir,
stórt dansgólf. Uppl. og pantan-
hjá húsverði i sima 6-61-95.
^GOÐI
b:
| fyrir góóun niat
$ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS
Hópur brezkra rikisstarfsmanna af verkfallsaögeröum úti fyrir stjórnarbyggingunum f Whitehall I
London. Einn ber skopmynd af Edward Heath umgirta salernissetu. Þetta er f fyrsta sinn, aö rfkis-
starfsmenn f Bretlandi fara I opinbert verkfall.
KINVERJAR BJOÐA FULLTRUUM
TAIWANS TIL VIÐRÆÐNA
NTB—Peking. — Leið-
togar Kinverska alþýðu-
lýðveldisins hvöttu i gær
til þess að fulltrúar
Taiwans kæmu til
meginlandsins til við-
ræðna um endursamein-
ingu Taiwans og Kina.
Litiö er á þetta boð, sem fyrsta
skrefiö I diplómatlskri herferö,
sem fylgir heimsókn Kissingers
ráögjafa Bandaríkjaforseta til
Peking nýskeð.
— Þaö er tími til kominn, aö
Taiwan sameinist fööurlandinu.
Hittumst og ræöum máliö — ann-
aö hvort leynilega eöa opinber-
lega, sagöi Fu Tso-Yi, varafor-
maöur þjóöernisnefndar þings-
ins.
Fu hélt ræöu í Samkomuhúsi al-
þýöunnar i Peking. Og stjórn-
málaskýrendur voru ekki I vafa
um, aö boöiö væri komiö frá Maó
formanni og Chou En-lai forsætis-
ráöherra. beir töldu ræöu Fus
einsdæmi f samskiptum Taiwans
og Kína frá stofnun Alþýöulýö-
veldisins, en þau hafa veriö tak-
mörkuð síöan.
Ef stjórnendur Taiwan eru ekki
reiöubúnir aö hefja formlegar
viöræður geta fulltrúar komiö til
óformlegra viöræöna. Þeir geta
komiö á laun ef þeir kjósa,
heimsótt ættingja og skoöaö sig
um. Klnverska rikisstjórnin mun
halda öllu, sem aö heimsókninni
litur, leyndu og tryggja fulltrúun-
um öryggi og frelsi til aö koma og
fara aö vild sinni.
ÓVÍST UM ÚRSLIT ÞING-
KOSNINGANNA Á ÍRLANDI
NTB, Dublin — Stjórnar-
flokkurinn, Fianna Fail, haföi
flest atkvæöi, er fyrstu tölur voru
birtar I gær frá talningu atkvæöa
eftir þingkosningarnar á Irlandi.
Lltill munur var þó á milli hans
og samsteypu Fine Gael og
Verkamannaflokksins, en leiö-
togar þeirra voru enn sigurvissir.
Atkvæöatalning haföi staöiö I 10
tlma þegar tölurnar voru birtar.
81% hinna 1,7 milljóna atkvæöis-
bærra þegna írska lýöveldisins
tóku þátt I kosningunum.
Talning atkvæöa gengur hægt
vegna flókins kosningafyrir-
komulags. Kosningaúrslit veröa
kunn I dag.
Talsmaöur stærsta stjórnar-
andstööuflokksins, Fine Gael,
sagöi I gær, aö samsteypan myndi
sennilega tapa I Dublin, en
árangur utan höfuöborgarinnar
væri mun betri.
Aöeins þrjár vikur eru liönar
slöan Jack Lynch forsætisráö-
herra ákvaö aö efna til nýrra
kosninga. Flokkur hans. Fianna
Fail, hefur setiö viö völd I 16 ár
Þegar Lynch tók þessa ákvörðun
töldu flestir aö hann ætti sigur
vísan, en tilkoma kosningabanda-
lags Fine Gael og Verkamanna-
flokksins geröi stööu Fianna Fail
og haiis ótryggari.
Innanríkisráð-
herrar farast
í flugslysi
NTB, Varsjá— Innanrikisráö-
herrar Póllands og Tékkó-
slóvaklu, Wiesla Ociepka og
Radko Kaska fórust i flugslysi i
fyrrinótt, er flugvél frá pólska
hernum af sovézkri gerö,
Anatonov 24 hrapaöi I nágrenni
Stettin, eöa Szczecin viö Eystra-
salt.
Slysiö varö rétt áöur en flug-
vélin átti aö lenda. Pólsk flug-
málayfirvöld gáfu ekki I gær upp
fjölda þeirra, sem heföu látizt.
En útvarpsfregnir I Varsjá
hermdu aö allir um borö heföu
farist. Enn er ekki vitaö hvaö olli
flugslysi þessu.
Kaska var I opinberri heimsókn I
Póllandi, Hann haföi áður starfaö
I þágu öryggisþjónustu lands sins.
Siöari fregnir herma, aö
fimmtán manns hafi verið vélinni
auk utanrlkisráðherranna. Allir
fórust.
ÁGÆTT VERÐ
FYRIR MINKASKINN
Af um 2 milljónum miukaskinna,
sem seld voru á uppboöi i London
nýveriö, voru seld um 10 þúsund
skinn úr Islenzkum minkabúum.
Af islenzku minkaskinnunum
náöisl sala á 99% á mjög góöu
verði. og hefur verö þeirra hækk-
aö um sem næst 25% siöan I fyrra.
Uppboðið var haldið 19. til 28.
febrúar hjá Hudson Bay & Ann-
ings i London Aö þvi er forráöa-
menn sölufélagsins segja hefur
verö á minkaskinnum ekki veriö
jafn hátt siöan áriö 1965. Meöal-
verð á seldum skinnum var 6
sterlingspund, eða um kr. 1440,00.
A uppboðinu voru islenzku skinn-
in flokkuð með skinnum frá öðr-
um Noröurlöndum. A uppboöi
sem haldið var I desembermán-
uði 1972, var verð islenzku skinn-
ana 5 til 10% hærra en meðalverð,
og er reiknaö meö svipuöu hlut-
falli núna.
Nálægt 65% minka, sem
ræktaðir eru á Islandi er svart-
minkur. Meðalverö slikra skinna
voru á uppboöinu kr. 1938 fyrir
skinn af karldýrum og 1198 af
læöum. Um 25% Islenzku mink-
ana er svokallaður Pastelminkur.
Meðalverð hans var 1958 kr fyrir
skinn af karldýrum og kr. 1235,00
af læðum. Meðalverö á skinnum
karldýra safirminka var kr.
1850,00 og læöuskinnum 1132.00.
Nokkuð er ræktaö hér af hvitum
mink og seldist hvert skinn af
slikum fyrir kr. 2589. karldýrum
og af læðum 1690.00.
Verö á villimink er einnig hátt.
Skinn af karldýri seldist á kr,
2232.00 og af læöu kr. 1390.00.
06
Bretland:
Mesta verkfallsalda
síðan fyrir
NTB—London. — Mörg þúsund
sjúklingar voru i gær sendir heim
af sjúkrahúsum I Bretlandi, eftir
að starfsmenn yfir 250 sjúkrahúsa
höföu gert verkfall og gengiö til
liös viö aögerðirnar gegn launa-
og verölagsstefnu rikisstjórnar-
innar. Aðeins vár hægt aö taka
við sjúklingum, sem þörfnuöust
meðferðar þegar I staö.
Ræstingafólk, matsveinar og
annaö starfsfólk, sem ekki til-
heyrir lækningastéttum, gekk i
gær til liðs viö þá sem þegar voru
I verkfalli. Bifvélavirkjar hófu
einnig verkfall i gær. 750.000
manns hafa nú lagt niöur vinnu.
Er þetta alvarlegasta verkfalls-
alda, sem gengiö hefur yfir Bret-
land eftir siöari heimstyrjöld.
Edward Heath forsætisráö-
herra lýsti þvi yfir I gær aö ríkis-
stjórnin hyggöist halda áfram
stríð
baráttu sinni gegn verðhækkun-
um og ekki láta undan kröfum
verkfallsmanna.
A mörgum sjúkrahúsum var
þeim tilmælum beint til ættingja
sjúklinga, að þeir tækju sængur-
föt meö sér heim og þvoöu þau og
kæmu meö heitan mat til sins
fólks. Læknar og hjúkrunarkonur
keppast við aö þvo þvotta og elda
mat til að koma i veg fyrir aö
senda veröi enn fleiri sjúklinga
heim, eða neitaö aö taka viö nýj-
um sjúklingum.
47.000 starfsmenn gasstööva
voru i gær enn i ,,leti”-verkfalli
16. daginn I röð og yfirvofandi
hætta var á að brezkur iönaöur
færi að lamast af þeim völdum.
Leiötogar stéttarfélaga koma
saman til ráöstefnu innan fárra
daga. Búizt er við aö þar veröi
krafizt mikilia launahækkana
fyrir láglaunafólk.
Samkomulag á
Víetnamráðstefnu
NTB-Paris Þátttakendur i Vietnamráöstefnunni i Paris komu
sér i gær samanum yfirlýsingu I niu liðum, sem tryggja á varan-
legan friö I Vietnam. Fulltrúar þátttökurikjanna tólf sömdu yfir-
lýsinguna, sem utanrikisráöherrar rikjanna undirrita i dag.
1 yfirlýsingunni segir, aö ráöstefnan veröi kölluð saman á ný,
ef friöi I Vietnam veröi ógnað, og koma skal á fót stofnun, sem á
aögefa skýrslur um vopnahlésbrot, sem framin kunna að veröa.
HÚNAFLÓABÁTAR
MOKVEIÐA RÆKJU
Veiðiheimildir senn fullnýttar
og sótt um viðbótarleyfi
í FYRRA, á vertföinni 1971-1972,
var leyft aö veiöa átta hundruö
lestir af rækju á Ilúnaflóa. Nú var
heimildin hækkuö upp i tólf
hundruð lestir. En aflinn hefur
veriö svo mikill, aö ekki vantar
nema á annað hundraö lestir upp
á, aö veiðileyfin hafi þegar veriö
notuö til fullnustu. Og nú siöustu
dagana er mokafli.
Sextán bátar hafa stundað
rækjuveiðarnar. Ellefu þeirra
veiöa á Steingrimsfirði og leggja
afla upp til vinnslu á Hólmavík og
Drangsnesi. Fjórir eru geröir út
frá Höfðakaupstað og einn frá
Hvammstanga, og lögöu þeir allir
upp i Höfðakaupstaö, þar til i
byrjun febrúarmánaðar, að verk-
smiöja tók til starfa á Hvamms-
tanga.
Bátar Strandamanna veröa aö
láta sér nægja að veiöa hálfa
fimmtu lest á viku hver um sig,
þar eð vinnsluafköst eru ekki
meira en þvi nemur. Aftur á móti
geta bátarnir viö austanveröan
Framhald á bls. 18
24 fórust í
janúar og febrúar
Klp—Reykjavik. — A tveim fyrstu mánuðum
þessa árs hafa 24 íslendingar látizt af slysför-
um. Mun þetta vera einhver mesta slysaalda,
sem hér hefur orðið á ekki lengri tíma en þetta.
Má sem dæmi nefna að þetta er nánast þrefalt
hærri tala látinna en á sama tima i fyrra, en þá
höfðu átta manns farizt i slysum.
Af þessum 24 Islendingum,
sem hafa farizt frá áramót-
um, fórust niu meö skipun-
um Mariu og Sjöstjörnunni.
Fjórir hafa drukknað i höfn-
um, ám eða vötnum, einnig
hafa fjórir farizt i umferðar-
slysum, tveir af völdum
y voðaskota og fimm af ýms-
um öðrum völdum, eins og af
völdum sprenginga, kafnað i
reyk eða hrapað til bana. 1
janúarmánuði fórust 9
manns en 15 i febrúar.
Fjölda manns hefur einnig
verið bjargað úr bráöum
lifsháska, og er þar skemmst
að minnast, er 11 mönnum
var bjargað af Gjafari VE i
Grindavikurhöfn. Þá hefur
tveim öðrum skipshöfnum
verið bjargað úr lifsháska.
Lætur nærri, að sú tala sé á
milli 30 og 40 manns, en þaö
segir ekki alla söguna, þvi að
mörgum er bjargað án þess
aö þess sé getið opinberlega.