Tíminn - 29.03.1973, Side 7

Tíminn - 29.03.1973, Side 7
Fimmtudagur 29. marz 1973. TÍMINN 7 Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: sfmi 18300. Áskriftagjaid 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. _______________________________ Mjólkurverkfallið Það getur verið afsakanlegur misskilningur hjá vissum reykviskum húsmæðrum að beina óánægju sinni yfir dýrtiðarvextinum gegn landbúnaðarvörum, enda þótt óyggjandi tölur sýni, að þær hafi hækkað sizt meira en margar aðrar nauðsynjavörur, innlendar og erlendar. Ef ástæða væri til að mótmæla verðbólguþró- uninni með þvi að draga úr vörukaupum, væri það áreiðanlega eðlilegra að láta það bitna á öðrum vörum en landbúnaðarvörum. Þær reykviskar húsmæður, sem hér um ræð- ir, hafa þvi leiðzt út á villigötur. En þær hafa þá afsökun að hafa i bráðræði hafizt handa um aðgerðir, sem ekki eru rökréttar. Stjórn- málaforingjarnir og stjórnmálablöðin, sem styrkja þær beint og óbeint i mjólkurverkfall- inu og kjötverkfallinu og hvetja þær til að halda áfram, hafa hins vegar engar afsakanir. Þessir aðilar vita betur. Hjá þeim er ekki um það að ræða að mótmæla dýrtiðinni. Tilgangur þeirra er að reyna að afla sér fylgis hjá bæjar- búum með þvi að ýta undir óánægju gegn bændum og koma sökinni á þá og forustumenn þeirra. Hér endurtaka sig sömu vinnubrögðin og þegar Sjálfstæðisflokkurinn studdi mjólkur- verkfallið 1935 og Mbl. og Visir birtu uppskrift- ir um, hvernig menn gætu sparað sér að kaupa mjólk og kjöt. Sá var munurinn þá, að þá sýndu leiðtogar Alþýðuflokksins bændum fullan skilning og studdu málstað þeirra, þvi að þeim var ljóst, að alþýðan i sveit og við sjó yrði að vinna saman. Þetta hefur gerbreytzt siðan Gylfi Þ. Gislason tók við leiðsögu Alþýðu- flokksins, þvi að enginn annar maður hefur farið með fleiri villandi upplýsingar um land- búnaðarmál en hann eða frekar reynt að nota sér andúð gegn landbúnaðinum og bændum til að afla sér kjörfylgis i Reykjavik. Þeir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason vinna óþarft verk, þegar þeir eru með mál- flutningi sinum að ýta beint eða óbeint undir mjólkurverkfall, sem nokkrar húsmæður i Reykjavik hafa verið að boða. Með þvi er ekki aðeins verið að beina baráttunni gegn dýrtið- inni inn á rangar brautir. Með þvi er verið að vekja upp hinn gamla rig milli sveita og bæja, sem góðu heilli hefur farið mjög dvinandi á siðustu áratugum. Þessu til viðbótar kemur svo, að engir menn ættu siður að láta heyra til sin en þeir Jóhann og Gylfi, þegar dýrtiðarmálin ber á góma. Aldrei hefur dýrtiðarvöxturinn verið hrika- legri en þegar þeir fóru með stjórn saman. Á einum áratug áttu sér stað fjórar stórfelldar gengisfellingar með öllu þvi dýrtiðarflóði, sem þeim var samfara. Vissulega hefur núv. rikis- stjórn ekki enn náð þeim tökum á þessum málum sem skyldi. En dýrtiðarvöxturinn i valdatið hennar hefur þó verið miklu minni en i stjórnartið Jóhanns og Gylfa. En hvað sem þvi liður ættu þeir Jóhann og Gylfi að hætta þvi að styðja mjólkurverkfallið. Þeir ættu þvert á móti að leiðbeina þeim hús- mæðrum, sem fara villar vegar. Af þvi yrðu þeir menn að meiri. En hlutur þeirra verður þvi verri, sem þeir styðja mjólkurverkfallið lengur. ERLENT YFIRLIT Panama leitaði ekki til Alþjóðadómsins Panama fékk góðan stuðning Öryggisráðsins I SIÐUSTU viku lauk auka- fundi öryggisráðs sameinuöu þjóðanna, sem hafði verið haldinn i Panama. Fundur þessi var haldinn að frum- kvæði rikjanna i latnesku Ameriku og var aðalefni hans að ræða sambúðarmál Panama og Bandarikjanna i sambandi við Panama- skurðinn. Niðurstaða fundarins var mjög hagstæö fyrir Panama. Af fimmtán rikjum, sem eiga sæti i öryggisráðinu, studdu þrettán málstað Panama. Eitt riki, Stóra-Bretland, sat hjá. Aðeins Bandarikin ein greiddu atkvæði gegn ályktunartil- lögunni og felldi hana meö þvi að beita neitunarvaldi. Það var i þriðja sinn, sem Banda- rikin beittu neitunarvaldi i öryggisráðinu. Málavextir eru i stuttu máli þessir: A siðustu áratugum 19. aldar hófst Ferdinand de Lesseps, sem byggði Súez- skurðinn, handa um byggingu skipaskurðar i Panama, sem þá var hluti Colombia. Fyrir- tæki de Lesseps varð fjárvana og tók þá við þvi annar Frakki, Jean Bunau-Varilla, að nafni. Hann sá að eina leiðin til að koma verkinu áleiðis, var að fá stuðning Bandarikjanna. Honum tókst aö vekja áhuga Bandarikja- stjórnar á verkinu og hófust þvi samningar milli Banda- rikjanna og Colombia um.aö Bandarikin önnuðust verkiö og hlytu ýmiskonar sérréttindi i sambandi við það, m.a. við- tækan yrirráðarétt á svæðum meðfram skurðinum. Banda- rikjaþing samþykkti samningsuppkastið, sem haföi verið gert, en Colombia hafnaði þvi. Meðal Panama- búa var þá risin hreyfing um aö skilja við Colombia og stofna sjálfstætt riki. Þessa hreyfingu notuðu Bandarikja- menn sér. Uppreisn var gerð i Panama gegn yfirráðum Colombia og lýst yfir sérstakri rikisstofnun 1903. Bandarikin viðurkenndu strax þetta nýja riki. Sama vorið gerðu Banda- rikin við það samning um við- tæk sérréttindi. Samningurinn var gerður til ótiltekins tima og án uppsagnarákvæöa. ÞAÐ hefur lengi verið áhugamál Panama að fá þennan samning felldan úr gildi og gera nýjan samning við Bandarikin. Bandarikin hafa hins vegar notað sér það, að hann er ótimabundinn og án uppsagnarákvæða. Panama hefur einkum hert róðurinn fyrir þessu siöustu árin. Til athugunar hefur komið, að Panama leitaði réttar sins hjá Alþjóðadóm- stólnum og reyndi að fá samninginn ógiltan á þann hátt. Slikt hefur þó ekki þótt vænlegt til árangurs sökum þess hve ihaldssamur dóm- stóllinn þykir og fastheldinn i gamlar lagahugmyndir. Niðurstaðan varð þvi sú, að Panama skyldi sækja rétt sinn á vettvangi öryggisráðsins og fá stuðning þess til að knýja Bandarikin til nýrrar samningageröar. Til þess að koma þessu fram fékk Panama stuðning annarra rikja i latnesku Ameriku. Til að vekja enn meiri athygli á málinu, fengu þau þvi fram- gengt, að fundur öryggis- ráðsins, sem fjallaði um þetta mál, yrði haldinn i Panama. EINS OG AÐUR segir, er þessum fundi nýlega lokið. Niðurstaða hans varð sú, að borin var fram ályktun, þar sem skorað var á Panama og Bandarikin að gera sem fyrst nýjan samning, sem tryggði til fulls, að Panama hefði raunveruleg yrirráð yfir öllu landi sinu. Þessa tillögu studdu eindregið öll þróunar- löndin, sem eiga sæti i öryggisráðinu, auk kommúnistarikjanna og Frakklands. Alls greiddu þrettán riki af fimmtán, sem eiga sæti i öryggisráðinu, at- kvæði meö tillögunni. Stóra- Bretland sat hjá, en Banda- rikin ein greiddu atkvæði á móti og beittu þau neitunar- valdinu til að fella tillöguna. Þessi niðurstaða þykir mikill ávinningur fyrir Panama og styrkja mjög að- stöðu landsins i deilunni við Bandarikin. Jafnframt þykir þessi niðurstaða sýna, að málstaður smárikja njóti orðið mikils stuðnings i öryggisráðinu þegar stórveldi er annars vegar. Þetta gildir þó ekki sizt um nauðungar- samninga, sem stórveldi hafa neytt smáriki til að gera. Full- trúar þróunarrikjanna standa undantekningarlaust með smárikjunum þegar um slikt er að ræða. Munurinn á Alþjóðadómnum og öryggis- ráðinu er sá, að öryggisráðið metur málið frá siðferðilegu sjónarmiði, en Alþjóða- dómurinn frá sjónarmiði laga, sem oft eru orðin úrelt. Þ.Þ. Lega Panamaskurðarins Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.