Tíminn - 29.03.1973, Síða 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 29. marz 1973.
frá Milanó. — En hvernig er hægt
aö fá einkaritara, þegar hver
krókur og kimi i húsinu er fullur
af börnum? — Skrifstofustúlkan
gæti búið á Hótel Lydiu sagði
Fanney og unnið viö borðstofu-
borðið. Við getum borðað úti á
grasflötinni. 1 þessum hita? Um
miðjan daginn? Ég get ekki
unnið, hvort sem er. Börnin eru
búin að leggja undir sig húsið.
Þurfa þau að vera með þennan
andstyggilega hávaða? Vertu
sanngjarn, Rob. Þau eru ekki
hávaðasöm að öllum jafnaöi. —
Þau eru það i dag. Caddie öskrar
úti á grasflötinni, og Pia syngur
eins og munkarnir i Súdan, þegar
þeir eru aö dáleiða. — Ég skil.
Þetta smýgur gegnum merg og
bein. — Hvers vegna læturðu
hana þá ekki hætta? — Af þvi að
það er Pia. Ég verð að fara
varlega. — Þurfum við aö vera
með alla þessa fjárans varfærni
hvort við annars börn? Ég held
það, sagði Fanney þreytulega.
Höfuðverkurinn hafði versnað og
hún var lika með bakverk,
einhvern nagandi seyðing, sem
gerði hana uppstökka, svo að hún
sagði hranalega: Þú veizt ekkert
ekkert um börn. — Vist veit ég
það. Ég hef sjálfur verið barn. —
Hugh, sem var farið að leiðast,
hvað Pia var fáskiptin, tók að
fikta við takkana á útvarpinu, og
hár jass skall allt i einu eins og
flóðalda yfir húsiö — Skrufaöu
fyrir þetta ! Skrúfaöu fyrir!
Skrúfaðu fyrir! æpti Rob. Óttinn
við það, hvað hann tæki til bragös
við miðdegisverðinn lá, eins og
mara yfir öllum. — Heldurðu, að
hann sendi eftir Isella lækni?
spurði Caddie. — Nei, en þau slá
okkur ef til vill, sagði Pia. — í
messusöngsbókinni átti Pia mynd
af heiiagri Agnesi meö lambið.
Hún var deydd, sagði Pia og hún
var ekki miklu eldri en við.
Um hádegið var rifjasteik i
tómatsósu með smábrytjuðu
kjöti. Giulietta bar fatið milli
allra við borðið, eins og hún var
vön. Hugh, sem sat næst henni viö
borðið, fékk sér sjálfur af fatinu
og horfði niður fyrir sig á meðan.
Caddie hristi höfuðið. Rob fékk
sér, og siðan kom Giulietta til Piu
með fatiö. Pia virtist róleg, þó að
hún væri einkennilega andstutt.
Hún var hrein um andlit og
hendur og hárið burstað, en
munnþurrkan lá samanbrotin i
kjöltunni. Það fór hrollur um
Caddie af eftirvæntingu.
Giulietta rétti henni fatið. Pia
hristi höfuðið. Giulietta var i þann
veginn að fara burt með fatið,
þegar Rob sagði: Un moinento
Hann teygði sig eftir diski Piu og
lét sjálfur á hann. — Láttu svolitið
hjá Signorinu Caddie. — Servo la
signoria? spurði Giulietta
skeikuð. —Si. — Permenso.sagði
Giulietta við Caddi og lét svolitið
á diskinn hennar. Rob stráði ost-
mylsnu á diskinn hjá báðum
telpunum. — Boröið þetta, sagði
hann siðan.
Enginn hreyfði sig. Pia og
Caddie horfðu beint fram fyrir
sig. — Ég sagði ykkur að borða
það, mælti Rob. Hann tók smá-
kjötbita i skeið og bar upp að
munninum á PIu. Pia hafði
munninn lokaðan og andaði
gegnum nefið.— Borðaöu það.
Rob sló Piu með hinni þéttings-
fast aftan á hnakkann en við það
hrökk hún svo snöggt að
skeiöinni, að hún opnaði munninn
og skeiðin fór upp i hana. Þegar
Rob tók skeiðina út úr henni, var
honum lika orðið erfitt um andar-
dráttinn. — Kyngdu nú. — Pia leit
á hann litlum svörtum augunum
og spýtti kjötbitanum út úr sér.
Hún spýtti beint. Það var eins og
allt, sem hún geröi. Kjötbitinn
með tómatsósunni lenti á borð-
dúknum. Caddie gaf frá sér
niðurbælt skelfingaróp, en Rob
missti stjórn á skapi sinu.
Hann kippti Piu af stólnum og
andartaki siðar lá hún á grúfu á
hnjám hans. Hann bretti upp
pilsinu hennar, svo aö litli bossinn
kom i ljós i mjallhvitum, blúndu-
buxum. — Þubaðstum þetta. Nú
skaltu fá það, sagði Rob, hann
flengdi hana duglega i viðurvist
allra.— Hugh og Caddie varð svo
mikið um, aðþau gátu ekki komið
upp orði. Fanney var náföl.
Giulietta var sú eina, sem virtist
skemmt. Það var eins og henni
fyndist þetta alveg eölilegt. Að
lokum hættu skellirnir, og Rob
lyfti Piu af voldugum hnjám
sinum. „Jæja, ætlarðu nú að
borða það?” En Pia var lögð af
stað að stiganum. Andlit hennar
var afskræmt, svo að hún minnti
aftur á ljótan apa. A þriöja
þrepinu nam hún staðar og hellti
skömmum yfir Rob. Hún talaöi
itölsku, svo að Fanney, Hugh, og
Caddie skildu hana ekki, en þau
heyrðu, að Giulietta tók andköf.
— Nei. Nei! hrópaði Giulietta með
hryllingi og hljóp til Piu til þess
að þagga niður i henni, en Pia
hristi hana af sér. — Andlit Piu
var með skrýtnum flekkjum, eins
og skellirnir hefðu lent þar.
Léreftsblússan var farin úr
skorðum og hárið úfið, en Piu
hafði ekki einu sinni vöknað um
augu. Siðan sheri hún sér að
Fanneyju. Allt i einu rankaði Pia
við sér, eöa að minnsta kosti hélt
Caddie það, og hún mundi, aö
hún var Pia. Hún lagaði blússuna,
hristi pilsið og sléttaði hárið.
Siðan rétti hún úr sér og talaði viö
Rob með ósegjanlegri fyrir-
litningu. Ég ætla að biðja Guð að
fyrirgefa þér, sagði hún og opnaði
dyrnar með glitrandi hurðinni og
gekk upp á loft. — Caddie starði á
Rob með augun full af skelfingu,
eins og hún væri föst i gildru. —
Borðaðu þá matinn þinn, annars
flengi ég þig lika, þrátt fyrir
mömmu þina. Caddie horfði á
Rob, tók upp gaffalinn sinn og
lyfti upp kjötbita. Hann var
orðinn kaldur og sósan eins og
slim. Caddie mundi allt i einu
eftir snáknum, sem hafði legið
hringaður i sólksininu. Hún varð
sjúk og kastaði upp með háum
hljóðum.
I þetta sinn borðaði enginn einn
einasta munnbita. sagði
Giulietta, þegar hún kom fram i
eldhúsið — Guð forði mér!
hrópaði Rob og ýtti stólnum svo
harkalega aftur á bak, að hann
valt um koll. Þurfa börnin þin
sýknt og heilagt að kasta upp. —
Þetta er ekki sanngjarnt, sagði
Fanney og stökk einnig á fætur. —
Þau eru ekki vön þvi að sjá fólk
barið. Barið! Ég barði ekki Piu.
Ég gaf henni skell, þar sem hún
þurfti þess með. Þu beittir valdi.
— Auðvitað. Hvað gat ég gert
annað? — Það er aldrei réttlátt.
— Réttlátt. Þegar svona er komið
þýðir ekki aö tala um réttlæti.
Það verður að aga börnin. Aginn
má ekki vera auðmýking. Ég skil,
sagöi Rob og bræðin sauð niðri i
honun. — Þér finnst, að ég heföi
ekki átt að berja Piu. Að ég eigi
að lofa þessum ketlingum að
komast upp með allt, sem þeim
sýnist. — Þau eru ekki kettlingar.
Þau er fólk. Fólk! Og Fanney
bætti viö. — Við höfum aldrei
barið Hugh og Caddie. Það var
eins og orðið ,.við” hljómaði um
allt. — Ég átti ekki við.. Fanney
settist hjá borðinu, þar sem
matarföt og diskar stóðu i óreiðu
og greip annarri hendinni fyrir
augun. — Ef þau hefðu verið
barin, sagði Rob, sem var nú
orðinn rólegur væru þau senni-
lega ekki hérna. Þá væru þau
hlýðin. Komdu, sagði hann. — Við
getum ekki borðað hérna núna.
Við skulum fara og hressa okkur
upp. Ég ætla að bjóða þér á San !gj;!;!;
Vigilio. — Ég gæti ekki borðaö ;;;;;;;;;;
miðdegisverð núna. Þá fóum við ;j;:;j;:í
okkur vinglas. Komdu — ;j;j;j;jí
Caddie... Hugh, farðu með Caddie !;j;:;j;;;:
upp á loft. Sæktu siðan Celestinu. !;!;!;;;:;:
Hún litur eftir Caddie. Fanney ;!;!;!;[;!;
stóð upp, hikaði snöggvast, en fór jgjs!;
siðan á eftir Rob. Þegar Hugh sá, jj;j;j;!;!
að hann var orðinn einn eftir hjá ijjijj;!
Giuliettu þaut hann á fætur, eins j;j;j;j;j;
og hann hefði brennt sig og hljóp jijijijS
niður á bryggju. Þegar Giulietta ;j;j;j;j;j
var búin að hreinsa gólfið, bar ijijijijij
hún burt matinn, sem ekki hafði j;j;j;j;j;
verið snert á. jijijijiji
Pia hafði skipt um föt. Hún var ;j;j;j;j;j
komin i kirsuberjarauðan kjól ijijijijij
með hvitum leggingum.Hún sat á j;j;j;jj;
rúminu sinu, glæsileg að vanda, íSij!
með lokuð augu, en bærði j;j;j;j;j
varirnar. Hún galopnaði augun, !;!;!;!;!;!
þegar hún heyrði, að Caddie kom jjjjj;!
úr baðherberginu. Celestina hafði j!;!;!;i
sagt Caddie að leggja sig. — Létu jjjjji
þau þig borða? — Ég var veik, og jjjjj
Caddie fannst hún mega til að jjjjj
segja: Mér finnst þú hugrökk, jjjjj;
Pia, langtum hugrakkari en ég, ;!;;;!;!;!
sérstaklega þar sem þú ert svona jjjjj
hungruð. — Ég ... Ag. Alltaf jjjjj
grenjandi, sagði Hugh um jjijjj!
Caddie þessa daga. Augu hennar ;!;!;!;!;!
voru að fyllast af tárum, og hún jjjjj
flytti sér að skipta um umræðu- jjjjj;
efni. — Ertu að biðja Guð að jjjjji
fyrirgefa Rob? — Já, og þú gætir jjjjj
ef til vill hjálpað mér, sagði Pia, jjjjj
Biddu Guð að senda mömmu þina jjjjjj
aftur til Englands. — Ég er búin jijjijjj
að margbiðja hann, sagði Caddie. jjjjj
En hann tekur ekki nokkurt tillit jjjjí!
til þess. Ég vildi óska, að ég væri jjjj;!
kaþólsk, sagði hún. — Ég vildi j;!;!;!;!;
óska, ao mamma þin væri það. — jjjjj!
Af hverju? — Kaþólskar mæður jjjjj
1371
Lárétt
1) Viðburöur.- 6) Stök,- 8)
Sekt,- 10) Lærdómur. - 12)
Skst,- 13) Guð,- 14) Sár,- 16)
Gljúfur.- 17) Óhreinki,- 18)
Kvöldi.-
Lóðrétt
2) Nem.- 3) Sex,- 4) Fljót.- 5)
llát.- 7) Fjárhirðir.- 9) Fugl.-
11) Púki.- 15) Biltegund.- 16)
Vin.- 18) Eins.-
Ráðning á gátu No. 1370
Lárétt
1) Indus,- 6) örn.- 8) Lof.- 10)
Agg.-12) At,-13) Og,- 14) KaL-
16) Ósi.-17) Óma,-19) Smári.-
Lóðrétt
2) Nöf,- 3) Dr,- 4) Una,- 5)
Hláka,- 7) Eggiö.- 9) Ota,- 11)
Gos,- 15) Lóm.- 16) Óar.- 18)
Má,-
D
R
E
K
I
11II liliH
i
FIMMTUDAGUR
29. marz
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Guðlaugs-
dóttir heldur áfram lestri
sögunnar af „Litla bróður
og Stúf” eftir Anne Cath-
Vestly (13). Tilkynningar
kl. 9.30. Úingfréttir kl. 9.45
Létt lög á milli liða. Heil-
næmir lifshættir kl. 10.25:
Björn L. Jónsson læknir
svarar spurningunni: Þurfa
ófriskar konur að borða á
við tvo? Morgunpopp kl.
10.45: Carly Simon syngur.
Fréttir kl. 11.00. Hljóm-
plötusafniö (endurt. þáttur
G.G.)
12.00 Dagskrá.Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.15 Við sjóinn (endurt. þátt-
ur). Ingólfur Stefánsson tal-
ar við skólastjóra Stýri-
mannaskólans og Vélskól-
ans um námskeiðahald við
skólann i vor.
14.30 Er lenging skólaskyld-
unnar til bóta? Guðmundur
Þorsteinssop frá Lundi flyt-
ur erindi um atriði i grunn-
skólafrumvarpinu.
15.00 Miðdegistónleikar: Tón-
list eftir Bach. Rosalyn
Tureck leikur á pianó perlú-
diur og fúgur úr „Das wohl-
temperierte Klavier”.Emil
Telmányi leikur á fiðlu Ein-
leikssónötu nr. 1 i g-moll.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Barnatimi: Eirikur
Stefánsson stjórnar. a.
MammaÆvintýri, kvæði og
frásögur, sem Eirikur
Stefánsson og skólabörn
flytja.b. Útvarpssaga barn-
anna: „Nonni og Manni fara
á fjöll” eftir Jón Sveinsson.
Hjalti Rögnvaldsson les (3).
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál. Indriði
Gislason lektor flytur þátt-
inn.
19.25 Glugginn. Umsjónar-
menn: Gylfi Gislason,
Guðrún Helgadóttir og Sig-
rún Björnsdóttir.
20.05 Einleikur og samleikur i
útvarpssal. Einar Jó-
hannesson leikur á klari-
nettu og Sigriður Sveins-
dóttir á pianó: a. Capriccio
fyrir einleiksklarinettu eftir
Heinrich Sutermeister. b.
Litill konsert fyrir klari-
nettu og pianó eftir Tar-
tini—Jakob. c. Tveir
spænskir dansar eftir
Joseph Horovitz.
20.25 Leikrit: „Pianó til sölu”
eftir Ferenc KarinthyÞýð-
andi og leikstjóri: Flosi
Ólafsson. Persónur og leik-
endur:
Kaupandinn .. Erl. Gislason
Seljandinn .... Sigr. Hagalin
21.35 Einleikur á pianó. Moni-
que Haas leikur verk eftir
Debussy, Roussel og Bar-
tók.
21.50 Ljóð eftir Heinrich
Heine. Elín Guöjónsdóttir
les úr óprentuðum ljóðaþýð-
ingum Kristins Björnssonar
læknis.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (33)
22.25 I sjónhending. Sveinn
Sæmundsson talar við Jón
Asmundsson i Hafnarfirði,
sem rifjar upp sitthvað úr
lifi sinu til sjós og lands: —
fyrri þáttur.
22.50 Hljómplötusafnið. i um-
sjá Gunnars Guðmundsson-
ar.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.