Tíminn - 11.04.1973, Síða 2
W///////////////////I'
2
TÍMINN
Miövikudagur 11. april 1973.
^f^aupfélag ^Zangæinga
HVOLSVELLl
Notaðar
landbúnaðarvélar
og tæki til sölu
Dráttarvélar:
Dauts árgerö 1965, 85 ha
Dauts árgerö 1955 15 ha meö sláttuvél
Zetor árgerö 1969, 40 ha
Ferguson árgeröir 1955 og 1959
Heybindivélar
International B 47.
New-Holland
Heytætlur:
Kella, 6 stjörnu
Fahr 4 stjörnu
Kartöfluupptökuvélar:
Amason
Ferguson
Undirhaug
Kartöflusetjari:
Faun ineö áburöardreyfara
Faun stærri gerö.
Jeppakerra.
Jeppabifreiðir:
Gipsy árg. 1963 dlsil
I.andröver árg. 1962, 1963. 1965
Upplýsingar gefur Bjarni Helgason simi
99-5121 Og 5225
N\////////////////////////////////////////////////////////////////^
Ef ykkur vantar loftpressu, þá hringið og
reynið viðskiptin.
íiislí Steingrimsson, Sinii 22-0-95.
LOFTPRESSA
<W//////////////////////////////////////Is
Þad ergott
að muna
22-0-95
Engar landbúnaðarvörur...
REYKVISKAR hiísmæöur sam-
þykktu nýlega á fjölmennum
fundi eftirfarandi: „Engar land-
búnaðarvörur aðra hverja viku.”
Benda fregnir til, að um tillöguna
hafi veriö hin bezta samstaða.
„Hugmyndin er ágæt”, er haft
eftir sr. Arna Þórarinssyni.
Sannst það og þarna og sýnir
glöggt, að engir skinskiftingar
hafa verið þar á ferð, enda trú-
lega margar ágætlega
„menntaðar.” Talið er að rúm
96% af matvælum mannkynsins i
dag séu landbúnaðarvörur. Talið
er og, aö mannkynið nálgist nú
óðum þrjá milljarða ef allt
2r taliö. Þessir nær fjórir hundr-
aöshlutar, sem i aörar áttireru
sóttir, eru þvi talsvert margir
málsveröir. Það mun þvi auögert
aö fæða Reykavikinga þó land-
búnaðarvörunum sé sleppt af
matseðlinum aðra hvora viku.
Ein húsmæðranna kom i sjón-
varpiðog ræddi þessa nýjung þar.
En hún leiddi hjá sér að leggja
Iram matseðil, sem ekki væri
með einhverju af landbúnaðar-
vörum i. Það má benda henni á,
að norölendsk húsmóðir gaf hjú-
um sinum ýsusoð.En hún kvaöst
ekki geta gefið það, nema með
dáiitlu „útákasti”. Hún mun aö
visu hafa notaö landbúnaöarvöru
I þetta. Sjálfsagt virðist að reyna
nú ýsusoðiö, þó það kosti ögn af
„útákasti.”
Enn kemur og annað til nokk-
urra álita. „Ollu gamni fylgir
nokkur alvara” sagöi stelpan
þegar hún tók léttasóttina. Sjálf-
sagt er talsvert af þeim hús-
mæðrum mæður og þekkja þvi
hvorttveggja i þessari stað-
hæfingu stelpunnar. En það, sem
verster við siðari liöinn i fullyrö-
ingu hennar er, að hann er ekki
bundinn við léttasóttina eina.
Hann er lika tengdur hugtakinu
uppeldi. „Maðurinn er þaö, sem
hann étur” er gömul staðhæfing,
— trúlega orðin úrelt, ætti liklega
aö hljóða eitthvaö á þessa leið:
„Maðurinn er það, sem hann lær-
ir i skóla.” Þó er ekki liklegt, að
framhjá þessu með matinn verði
gengið fyrst um sinn. Eru drykkj-
arföng ekki undanskilin þar. Frá
landbúnaði, a.m.k. hinum is-
lenska er tæplega um önnur að
ræða en mjólk. Þar er þvi ekki
fjölbreytninni fyrir að fara. Hún
er orðin „voðalega dýr,” —
kostar nú kr. 19,50 eða kr. 20,25
potturinn, eftir þeim ilátum, sem
hún er seld i. En það er
ástæðulaust að kaupa hana. A
boðstólum eru drykkjarföng eins
og hver vill hafa, aðeins dálitið
dýrari, flest hin ódýrustu á rúmar
kr. 50,00 potturinn, eða flest aö-
eins 150% hærri á algengum
markaði. Sjálfsagt eru þessi
drykkjarföng hollari en mjólkin,
en hvort þau eru þeim mun holl-
ari, sem þessum verðmun nemur
mun óvist.
Ég vildiþvf leggja til, að
Rannsóknarráð rikisins gerði
dálitla tilraun i þessu máli hús-
mæöranna, sem yrði hagað á
þessa leið: Einhverjar af hús-
mæörunum hafa húsdýr, sem
ganga undir samheitinu kjöltu-
rakkar. Ég legg til aö fjórir
hvolpar hálfsmánaðargamlir séu
hafðir i tilrauninni. Tveir séu svo
aldir aðeins á nýmjólk, en tveir á
gosdrykkjum einum og standi til-
raunin i tvo mánuði. Væri bezt, að
fá „sosum” eina konu úr stjórn
Húsmæðrafélagsins til að sýna
alla hvolpana i sjónvarpinu að til-
rauninni lokinni. E.t.v. væri rétt-
ara að fá samþykki
Dýraverndunarfélags tslands til
að framkvæma þessa tilraun. —
En eftir á að hyggja. Sú varkárni
er sennilega ástæöulaus. Engri
móður kemur það til hugar að
bera það undir úrskurð
„dýraverndar,” hvort hún megi
gefa barni sinu gosdrykki. En
hvernig, sem niðurstaða tilraun-
arinnar yrði, mega hinar
reykvisku húsmæður vel við una.
Þær eiga þó alltaf eftir sæmdina
af flutningi tillögunnar og þeirri
menntun, sem að baki hennar
stendur.
Guðmundur Jósafatsson,
frá Brandsstööum.
Enn um Dyrhólahöfn
Þáttur Páls Heiðars Jónssonar
1. april 1973 vakti athygli og kom
mörgu til skila, sem til umræðu
er um hafnargerð við Dyrhólaey.
Skoðanamunur var ekki um
nauösyn hafnarinnar, heldur til-
högun verksins. Sjónarmið
heimamanna voru yfirleitt sam-
hljóða og verða þau ekki rædd i
þessari blaðagrein.
Aðalsteinn Júliusson hafnar-
málastjóri var öðrum oftar
kvaddur til svara i áðurnefndum
þætti og voru svör hans óloðin og
greinagóð. Er þvi að vonum að
afstaða hans verðu mér helzt til
athugunar.
Hafnarmálastjóri telur sam-
kvæmt athugunum og kostnaðar-
áætlun skirfstofu hans, að höfnin
muni kosta fullbúin hátt á þriðja
milljarð og taka tiu ár að fullgera
hana. Þa rhundi litlu muna um
kostnaðinn hvoru megin við Eyna
höfnin yröi gerð. En ekki kom
fram, að athugun hefði verið
nokkur á þeim hugsanlega
möguleika að gera skarð i
Lágeyna lyrir innsiglinguna i
höfnina, en það telja margir
heimamenn mjög til athugunar,
ekki sizt þar sem efnistaka i
hafnargarðana er þar hendi næst.
Eins og fram kom i þættinum i
útvarpinu vefengdi ég þessa kost-
naðaráætlum, þvi að á miklu
getur oltið um tækjabúnað við
gerð þessa mannvirkis og alla
framkvæmd sem útlendingar
með starfsreynslu á slikum
verkum hljóta að bera full-
komnara skyn á. A sömu for-
sendu byggist einnig það, hversu
langan tima þarf til að ijúka
hafnargerðinni. Þess vegna taldi
ég og tel , að útlendir menn með
starfsreynslu að bakhjarli ættu að
vfirfara kostnaðaráætlunina og
þær aðstæður, sem hún er reist á.
Að sjálfsögðu yrði þessi endur-
skoðun gerð i samstarfi við þá
islenzku verkfræðinga, sem hér
hafa höndum um farið, enda án
efa rannsóknir þeirra full-
nægjandi grundvöllur til hönnun-
ar að höfninni.
Tregðu hafnarmálastjóra um
rannsókn á hafnarstæðinu við
Dyrhólaey er ég ekki reiðubúinn
að afsaka. ennfremur hitt, þótt
hann sé ekki bjartsýnn á fram-
kvæmdir með þvi fé einu. sem
Alþingi fær honum i hendur til
hafna á öllu landinu. Eru fjár-
öflunarúrræði skvldari yfir-
boðara hans hafnarmálaráð-
herra, en sjón hans i þessu máli
nær ekki út úr augunum.
Ég er algerlega sömu skoðunar
og Aðalsteinn Júliusson um þaö,
að innsiglingu i höfnina verði að
fullgera i einum áfanga. Hætta er
alltaf á þvi, að eitthvað fari i
súginn, þegar hendi er sleppt af
hálfunnu verki. Fráleitt tel ég að
miða hafnargerðina i upphafi að-
eins við fiskihöfn um sumar-
timann, með tilætluðum úrbótum
siðar. Hálfkákið verður alltaf
dýrast að lokum og slysahætta við
ófullkomna aðstöðu alltaf yfir-
vofandi. Höfn við Dyrhólaey
varðar alla þjóðina. Fiskimiðin
fyrir sunnan land eru notuö viðs
vegar að, eftir fiskigöngum á
hverjum tima. Lifhöfn er engin til
á allri Suðurströndinni og hafa
bátaformenn oft fundið fyrir
þeirri vöntun. Dyrhólahöfn
verður að gera með það fyrir
augum strax i upphafi og má
ekkert til þess spara, að innsigl-
ingin verði sem öruggust. A höfn-
inni sjálfri innan við Eyna þarf
ekki að óttast ókyrrð af sjó.
Hafnarmálastjóri áleit, að bezt
skilyrði fyrir höfn á Suðurströnd-
inni væri við Dyrhólaey og leiddi
að þvi gild rök.
Gunnar Sigurösson verk-
fræðingur taldi, að gera mætti
höfnina i áföngum. Þvi sjónar-
miði hef ég mælt i gegn og ræði
það ekki frekar.
Ingólfur Jónsson fyrrv. hafnar-
málaráðherra áleit að ný höfn
yrði að koma hið fyrsta á Suður-
ströndinni og fé til þeirrar fram-
kvæmdar yrði að vera annað en
veitt er til hafna á fjárlögum yfir-
leitt. Liggur þetta i augum uppi
og er sama sjónarmið og Jón
Kjartansson þingm. Skaftfell-
inga haföi á málinu, þegar hann
fékk aukafjárveitingu til skvndi-
rannsóknar á hafnarstæði við
Dyrhólaev og er sú fyrsta raun-
hæfa athugun. sem gerð hefur
verið En skilningur alþingis-
manna var þá ekki fyrir hendi og
á næsta ári á eftir var málinu
skotið undir stóla hafnarmála-
skrifstofunnar. Tregðan þar er
ekki ný og haggaðist málið ekki,
þó að Skaftfellingar á Alþingi
hreyfðu þvi. Var þá annar
hafnarmálastjóri en nú er.
Hannibal Valdimarsson, nú-
verandi hafnarmálaráðherra
hafði heyranlega ekki snúið frá
þeim dauðadómi á hafnarmáli
Sunnlendinga, að Dyrhólahöfn
sogaði i sig allt fé, sem ætlað væri
til hafna annars staðar á landinu.
Þá vildi hann meina, að tvöfalda
yrði kostnaðaráætlun hafnar-
málaskrifstofunnar til að ljúka
gerð hafnarinnar. Allt var þetta,
sem annað er hann sagði, úr lausu
lofti gripið. Virtist svo sem hann
reikni þá með byggingum, sem
einstaklingar bera kostnað af
annars staðar á landinu. Og loks
kom hann með „stóru bombuna”,
að Dyrhólaey væri á jarðelda-
svæði. Þar með gat hann á einu
bretti afskrifað allt Suðurland og
meginhluta alls landsins til að
gera hafnir á! '
Þó að hafnargerð við Dyrhóla-
ey hafi sérstöðu um fjárþörf, er
engan veginn svo, að ekki megi
miklu áorka á einum stað með þvi
fé, sem veitt er til hafnarbóta, ef
þvi er ekki dreift að óþörfu milli
hafna. Mjög viða er unnið að
hafnarbótum, til að gera góðar
hafnirbetri. Vegna aðstöðumiss-
is i Vestmannaeyjum þyngist
mjög á Þorlákshöfn og óum-
flýjanlegt að gera þar verulegt
átak til hafnarbóta.
Eins og áður segir, verður fisk-
veiðifloti landsmanna að haga sér
i sókninni á miðin eftir þvi, hvar
fiskurinn er hverju sinni. Greini-
legast er þetta I sambandi við
loðnuna og sildina. Með hverju
ári kemur betur i ljós, hversu
nauðsynleg höfn er við Dyrhólaey
með aðstöðu til vinnslu úr
sjávarafla. Treysti ég Norðlend-
ingum ekki siður en Sunnlend-
ingum til að skilja þessa nauðsyn.
Hafisinn lokar stundum
mánuðum saman fiskimiðunum
fyrirnorðan land. Þá þurfa skipin
að geta flutt sig á auðan sjó fyrir
Suðurlandi og hafa þar aðstöðu
með afla. Og seint er að vera
minningur þessa, þegar hafisinn
er kominn.
Byggðajafnvægi er sifellt talað
um og með höfn við Dyrhólaey
yrði það annað og meira en orðin
tóm.
Hlutverk Dvrhólaeyjar með
fiski- og lifhafnar er.svo veiga-
mikið, að þvi verður ekki sinnt frá
sjónarmiði fátæklingsins. Og með
tilliti til þess, að höfn við Dyr-
hólaey er nátengd þvi ástandi,
sem skapazt hefur við eldgosið i
Heimaey. er eðlilegt að nota sér i
þessu efni framboðna aðstoð
Frh. á bls. 15