Tíminn - 11.04.1973, Qupperneq 5

Tíminn - 11.04.1973, Qupperneq 5
Miðvikudagur 11. april 1973. TtMINN 5 „ . . . sem kemst næst arðbærri eilífðarvél á þessari jörð" A RAÐSTEFNUNNI um landnýt- ingu að Hótel Loftleiðum á föstu- dag flutti Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri ræðu um skógrækt og landnýtingu. t þeirri ræðu sagði hann orðrétt: „Eitt er alveg jafn vist og það að við sitjum hér i dag. Það er að verð á skógafurð- um mun fara hækkandi i hlutfalli við aðrar Hfsnauðsynjar. Bæöi er það, að fólki fjölgar og þarfirnar aukast, en skógarnir ganga til þurrðar og æ meira langræði að sækja viðinn. Hér á landi er viðarnotkunin minni en meðal flestra menningarþjóða sakir þess, hve flutningskostnaður er mikill til tandsins. Þrátt fyrir þetta er viður og afurðir skóga annar eða þriðji hæsti liðurinn i innflutningsskýrslum okkar.” Sagði Hákon, að óunninn eða lltið unninn viður væri i 6. eða 7. sæti, en með pappirsvörum og alls kon- ar spunavörum, væri útkoman eins áður sagði. Hélt Hákon þvi fram, að til þess að rækta það viðarmagn, sem hér er notað ár- lega, þyrfti ekki stærra landsvæði en sem svaraði þrisvar sinnum stærð Þingvallavatns, eða svæði upp á 250 ferkilómetra. Ætti slik landstærð ekki aö vaxa neinum i augum. Eftir fyrirspurn sagði Hákon ennfremur, að til þess að framleiða jafnmikið af viði og við notum i dag, þyrftum við að rækta um 5 milljónir plantna, og er þá miðað viö 75 ára vaxtar- skeið. Margt fleira athyglisvert kom fram i ræðu Hákonar. Beindi hann máli sinu ekki hvað sizt að þætti skógræktar i landnýtingu. Benti hann á, hve litil fyrir- greiðsla hefði fengizt af hendi banka og rikissjóðs til skógrækt- ar. Kvað hann þetta skammsýna pólitik. „Þeir, sem stunda bú- skap, fá hagkvæm lán til langs tima, en ef gera á mikið átak til að lyfta upp og gera atvinnuhætt- ina fjölbreyttari, þá er eins og all- ar dyr séu lokaðar”. Siðar i þessu sambandi sagöi Hákon og: „Góð meðferð og rækt- un skóga er það, sem kemst næst arðbærri eiliföarvél á þessari jörð”. Benti Hákon á, að á siðast- liðnu ári hefði verið unniö fyrir 6 milljónir króna i elztu skóg- ræktarstöð landsins, Hallorms- staðaskógi, en afurðirnar þaðan hafðu á sama tima numið 2,5 milljónum króna. Sagði hann, að þær gætu orðið miklu meiri á næstu árum, ef vel væri að búið. En til þess þyrfti að reisa tvær, þrjár byggingar og fjölga starfs- liði. Skilyrði til skógræktar hér á landi kvað Hákon bezt um ofan- vert Fljótsdalshérað, við há- lendisbrúnina á Suðurlandi og i dölum Borgarfjarðar. Sagði hann, að margir héldu þvi fram, að skilyrðin væru bezt á Héraöi af þessum stöðum, en kvaðst sjálfur ekki telja, aö svo væri, Að feng- inni 70 ára reynslu að Hallorms- stað enaðeins 20 ára fyrir sunnan og vestan sagðist Hákon telja skilyröin öllu betri á ýmsum stöð- um hér syðra. Fram kom i ræöu Hákonar, að nú stendur yfir athugun á stærð skóglendis á íslandi og i hvaða ástandi það er. Hófst sú athugun fyrir rúmu ári. Er búið að skoða nær helming landsins og standa vonir til að þessari fyrstu athugun verði lokið i haust. Samkvæmt loftmyndum hefur skóglendið mælzt um eitt hundrað þúsund hektarareða um 1% af flatarmáli landsins. Hins vegar sagði Há- kön, að birki leyndist viðast hvar enn langt út fyrir hina sýnilegu skógarjarða. Það gæti aukizt mjög, ef landinu væri sýnd meiri hlifð við beit og traðki. Jafnhliða athuguninni er skóglendið flokkað og athugað, hvar mest sé þörf friöunar til varöveizlu og hvar skilyrði séu til reglulegrar skóg- ræktar. —Stp Unnið hefur verið að skógrækt i nær 75 ár hér á landi. Og á þeim tima hafa verið fluttar til landsins 35 tegundir barrtrjáa og a.m.k. 21 tegund lauftrjáa, auk fjöida viðitegunda og margs konar runna. Hafa þessar tegundir verið sóttar til um 300 staða viðs vegar um heim. Hér er aðeins átt við það, sem flutt hefur verið inn til skógræktar. Tilraunir einstakl- inga I þessu efni fyrr og siðar eru að mestu óskráðar. Aukið samstarf Veljið yður í hag — Nivada OMEGA ©IHKiMlÍl JUpineu agnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Sími 22804 úrsmíði er okkar PIERPOÍIT Reykingafólk 5 daga áætlunin til að hætta reykingum hefst i Háskóla íslands, Arnagarði, sunnudaginn 15. april, kl. 18. Innritun i sima 13899 á venjulegum skrifstofutima og 83738 kl. 14-20. íslenzka bindindisfélagið. U 'l' t '■& i $ vy.. Auglýsing um úthlutun verzlunarlóða Á þessu ári er áætlað að úthluta lóðum undir margs konar verzlanir og þjón- ustu viðs vegar um borgina. Taka skal fram I umsókn hversu stórt húsnæði sótt er um. Ennfremur fyrri verzlunarrekstur eða störf um- sækjanda. Þá skal geta þess, hvernig byggingarmögu- leikum umsækjanda er háttað. Umsóknarfrestur er til 20. april næstkomandi, og eru umsóknir dags. fyrir 10. apríl 1973 ekki teknar til greina, nema þær séu endurnýjaðar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings i Skúlatúni 2, þriðju hæð. Borgarstjórinn Reykjavik. v%> ¥ k íi M É? ivr & m $$ Tk'<. s n m 'j-a! :-t r. If rV-> Náttúruverndarróðs JOHNS-MANVILLE og verktaka „VIRKJANIR, verksmiðjur og önnur stór mannvirki skulu hönnuð I samráði við Náttúru- verndarráð. Sama gildir um vegaiagningu tii slíkra mannvirkja.” Svona hljóðar ákvæði I lögum um náttúruvernd, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1971. 1 umræðum, sem urðu á eftir framsöguerindum á ráðstefnu um landnýtingu, sem haldin var i Reykjavik s.l. föstudag, kom fram hjá Eysteini Jónssyni, for seta sameinaðs Alþingis og for- manns Náttúruverndarráðs, að með tilliti til fyrrnefnds ákvæðis náttúruverndarlaga, hefur Náttúruverndarráð beitt sér fyrir stofnun samstarfsnefnda þeirra aðila, sem sjá um flestar stór- framkvæmdir hér á landi annars vegar og Náttúruverndarráðs hins vegar. Er hlutverk þessara samstarfsnefnda, að tryggja þegar við upphaf hvers verks, að fullt tillit veröi tekið til náttúru- verndarsjónarmiða, en þau ekki látin mæta afgangi, eins og allt of oft hefur viljaö brenna við. Skýrði Eysteinn frá þvi, að þegar heföu verið myndaðar tvær slikar nefndir, önnur i samvinnu við Vegamálastjórn, en hin i samráði við Orkumálastjórn. Þessar sam- starfsnefndir munu starfa sam- fellt allt árið, og öll verk, sem unnin eru af þessum tveimur stóru aðilum, eru tekin til með- ferðar i samstarfsnefndunum. Sagði Eysteinn, aö ætlunin væri að reyna að koma upp fleiri slik- um föstum samstarfsnefndum og þá væntanlega í samráði við aðra stóra framkvæmdaaðila hér á landi. -GI. IW m »S •vTl; ',;v ; Læknaritari Staða læknaritara við Grensásdeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Stúdentspróf eða önnur hliðstæð menntun, ásamt vél- ritunarkunnáttu áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Borgarspltalans fyrir 16. april n.k. Reykjavik, 9. april 1973. Borgarspitalinn. *y .' h h i & i glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Jll :=z:Ei=::S:: = E = = g= iíímmlB II JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 . Sími 10-600 Hjólbarða- viðgerðir Hjólbarða- sólun Sala r a sóluðum hjólbörðum BARÐINNf rmúla 7 • Reykjavík • Sími 30501 Verkstæðið opið alla daga kl. 7,30-22,00 nema sunnudaga Snjómunstur fyrir 1000X20 1100X20

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.