Tíminn - 11.04.1973, Side 7
Miðvikudagur IX. april 1973.
TÍMINN
7
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr.
á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið.
Biaðaprent h.f.
-
Alþingi og Haag-
dómstóllinn
Morgunblaðið birtir i gær furðulega grein
umþáfyrirætlunrikisstjórnarinnar að reyna að
ljúka þingstörfum fyrir páska. Sú fyrirætlun
byggist þó á þeirri eðlilegu ástæðu, að rikis-
stjórnin telur auðvelt að ljúka þeim málum,
sem mest eru aðkallandi, fyrir páska. önnur
mál, sem rikisstjórnin hefur lagt fram, eru
yfirleitt þess eðlis, að ekki er óeðlilegt, þótt þau
verði til athugunar á tveimur þingum, og sum
lika svo umfangsmikil, að ekki er sennilegt, að
þeim verði lokið, þótt þingið standi til mailoka.
Meðal þeirra má nefna grunnskóla frum-
varpið. Við það frv. hafa þinginu borizt svo
margar athugasemdir og ábendingar, m.a. frá
samtökum kennara, að það hlýtur að taka
þingið mikinn tima að fást við þær. Væri það
ekki óeðlileg afgreiðsla, að menntamálan.
þingsins væru látnar athuga þær á milli þinga.
Þegar á þetta er litið, er það fullkomlega
eðlilegt, að rikisstjórnin stefni að þvi að ljúka
þinginu fyrir páska. Þetta gera ritstjórar Mbl.
sér lika ljóst og búa þvi til nýja ástæðu fyrir
ráðgerðum þinglokum. Þessi ástæða er sú, að
rikisstjórnin óttist, ef þingið dregst fram yfir
páska, að tillaga verði flutt um það i þinginu,
að Islendingar breyti um stefnu i landhelgis-
málinu og gangi að nýju undir lögsögu Haag-
dómstólsins, og óttist rikisstjórnin að slik
tillaga verði samþykkt. Þess vegna vilji hún
senda þingið heim sem fyrst.
Með ályktun sinni 15. febrúar 1972 ákvað
Alþingi að losa sig undan lögsögu Alþjóða-
dómstólsins með þvi að lýsa landhelgis-
samningana frá 1961 úr gildi fallna. Af þvi
leiðir, að Islendingar mæta ekki fyrir Alþjóða-
dómstólnum, þar sem þeir viðurkenna ekki
lögsögu dómstólsins i málinu. Rikisstjórnin er
þvi bundin af þessari ályktun Alþingis og getur
ekki látið mæta fyrir Haagdómnum, nema
Alþingi breyti ákvörðun sinni. Ef Alþingi vildi
breyta þessari ákvörðun þyrfti það að gerast
strax, þar sem margvislegur undirbúningur
myndi fylgja þvi, ef mæta ætti fyrir Haag-
dómnum og viðurkenna lögsögu hans. Séu
stjórnarandstæðingar þvi þess sinnis, að
Alþingi eigi að breyta um stefnu i landhelgis-
málinu og ganga undir lögsögu Alþjóða-
dómstólsins,þá eiga þeir að flytja tillögu um
það strax og fá úrskurð um hana sem fyrst. Sú
fyrirætlun rikisstjórnarinnar að ætla að ljúka
þinginu fyrir páska stendur ekki á neinn hátt i
vegi þess, að stjórnarandstæðingar geti fengið
úrskurð Alþingis um þetta atriði, ef þeir hafa á
annað borð einhvern áhuga á þvi að hverfa frá
þessari stefnu, sem var mörkuð með ályktun
Alþingis 15. febrúar 1972.
Staðreyndin er sú, að hér er ekki eftir neinu
að biða, ef menn vilja breyta um stefnu. M.a.
er mjög mikilvægt að fá úr þvi skorið áður en
kemur til nýrra viðræðna við Breta, hvort enn
er ekki samhugur um þá stefnu, að íslendingar
eigi ekki að eiga landhelgismálið undir
úrskurði Alþjóðadómstólsins.
David Buchan, The Scotsman:
Nixon er ekki háður
stuðningi Gyðinga
Hann lætur þá ekki hindra bætta sambúð við Sovétríkin
HENRY Jackson öldunga-
deildarþingmaður berst fyrir
þvi, að fá brottflutnings-
hömlum létt af rússneskum
Gyðingum til endurgjalds
fyrir lán og tollaivilnanir, sem
Sovétrikin eiga að verða
aðnjótandi. Hann nefnir þetta
,,að nota hinn mikla efnahags-
mátt okkar i þágu frelsisins”.
Þessi barátta viröist ætla að
bera nokkurn árangur. 19.
marz voru allmargir Gyð-
ingar kvaddir til Moskvu og
tilkynnt, að kvöðin um endur-
greiðslu menntunarkostnaðar
við brottför úr landi væri ekki
lengur i gildi. (Greiðsluskylda
menntunarkostnaðar við
brottför er aö sjálfsögðu
mi?há, en getur svarað til allt
að> 30. þús. dollara).
Rússar kvöddu einnig til
vestræna fréttamenn til þess
aö kynna þessa breytingu og
Victor Louis blaöamaður við
Evening News i London og
hálfopinber talsmaður
austanmanna, staðfesti niður-
fellingu endurgreiðslukvaðar-
innar i grein i israelsku blaði.
HITT er svo annað mál, hve
lengi þessi brottfelling muni
gilda. Kvöðinni hefir áður
verið létt af um stundarsakir,
svo sem meðan leiðtogar
Bandarikjamanna og Sovét-
manna ræddust við i maí i
fyrra og eins i haust á meðan á
forsetakosningunum i Banda-
rikjunum stóð. Rússum er
sýnilega kappsmál að auka
viðskiptin við Bandarikja-
menn og auk þess er ef til vill i
ráði, aö Brezhnev fari til
Bandarikjanna i júni i sumar.
Jackson öldungadeildar-
þingmaður er sýnilega stað-
ráðinn i að leggja allt kapp á
að koma fram breytingartil-
lögunni, sem hann ber fram
viö lögin um viöskipta-
samningana. Honum ætti aö
takast þetta þar sem hann
nýtur stuðnings 75 öldunga-
deildarþingmanna og 270
þingmanna i fulltrúadeildinni.
Rússar ættu þó ekki að biða
mikinn álitshnekki við sam-
þykkt ákvæðsisins, þar sem
Jackson segist alls ekki
krefjast opinberrar til-
kynningar þeirra um kvaða-
lausan brottflutning. Hann
segist gera sig ánægðan með,
að Nixon forseti viðurkenni,
að Rússar fari að eins og til er
ætlazt. Breytingartillagan er
einnig mjög rúmt orðuð og
Rússar ekki nefndir beinlinis.
AFORM Nixons um breytta
viðskiptastefnu gagnvart
Rússum ná þvi sennilega fram
að ganga. Breytingartillaga
Jacksons hefur þó valdið
rikisstjórninni nokkrum erfið-
leikum og hún hefir orðið að
hefja' viðræður á báða bóga.
George Shultz fjármálaráð-
herra varð til dæmis aö gera
hlé á viðleitni sinni til endur-
bóta i peningamálunum, þar
sem óhjákvæmilegt reyndist
að senda hann til Moskvu til
þess að gera þar grein fyrir,
að fram komin breytingar-
tillaga hefði óhjákvæmilega
allmikil áhrif samkvæmt
bandariskum stjórnarfars-
venjum. Stjórnin reyndi
einnig að beita sér fyrir þvi
heima fyrir, að fá breyt-
ingartillöguna fellda, en varð
ekki ágengt. Framkoma
breytingartillögunnar hefir
heldur ekki bætt sambúðina
við israel.
ÞegarGolda Meir var á ferð
i Washington i marz var henni
ráðið frá að reyna að berjast
fyrir samþykkt breytingartil-
lögunnar. Henni var meira að
segja bent á, að bandariska
stjórnin teldi israelsmenn
Henry Jackson
bera nokkra ábyrgð á þvi, ef
tillagan yrði samþykkt, þar
sem þeir teldust ráða all-
miklu um baráttu bandariskra
Gyðinga. Israelskir sendi-
menn i Bandarikjunum hafa
afar litið látiðað sér kveða, en
rikisstjórnin telur þá eigi aö
siður nokkru valda vegna
samneytis þeirra við banda-
riska trúbræður sina.
SENDIRAÐ Israels i
Bandarikjunum hefir alveg
sérstaka aðstöðu, likt og
brezka sendiráðið hafði fyrir
heimsstyrjöldina siðari. Flest
sendiráð veröa að fara afar
gætilega ef þau ætla að hafa
einhver afskipti af þinginu,
þar sem umboð þeirra nær
aðeins til handhafa fram-
kvæmdavaldsins, en Gyðingar
hafa ekki af, neinum vand-
kvæðum að segja i þessu efni.
Þeir geta látið baráttumenn
meðal bandariskra Gyðinga
taka af sér allt áróðursómak á
þessum vettvangi, einkum þó
nefndina, sem hefir meö
höndum opinber samskipti
Israelsmanna og Bandarikja-
manna en hún nýtur 175 þús.
dollara fjárveitingar á ári.
Jackson er langsamlega
áhrifamesti fylgismaður
Gyðinga i öldungadeild
Bandarikjaþings vegna
áhrifaaðstöðu sinnar i
nefndum eins og hermála-
nefndinni til dæmis. t
öldungadeildinni eru þó tveir
atkvæðamiklir Gyðingar eða
Abraham Ribicoff og Jacob
Javits, sem nefndur er i
Izvestia „öldungadeildarþing-
maðurinn frá Tel Aviv”.
Gyðingar eru heldur ekki i
neinum vandræðum i fulltrúa-
deildinni meðan þeir njóta við
manna eins og Wilbur Mills,
formanns fjárhagsnefndar,
sem gengur frá öllum tillögum
i skattamálum. Mills er
hvenær sem er reiðubúinn að
beita sér fyrir samþykkt
breytingartillögu Jacksons.
AHRIF Gyðinga i Banda-
rikjunum eru jafn mikil og
raun ber vitni beinlinis vegna
fjölmennis, en þeir eru 5,8
milljónir eða tvisvar sinnum
fleiri en ibúar tsraels. Þeir
búa flestir i stórborgum eins
og New York, Los Angeles og
Chicago, og margir þingmenn
eiga þvi allmikið undir at-
kvæðafylgi þeirra. Þegar
kosningar eru annars vegar
eru peningar Gyðinga þó enn
mikilvægari en atkvæði
þeirra.
Fjárstraumurinn milli
tsraels og Bandarikjanna er
striður og þungur i báðar áttir.
Arið 1963 var frá þvi sagt, að
Samtök Gyðinga i tsrael hefðu
greitt ráði Zionista i Banda-
rikjunum 5 millj. dollara á
árunum 1955-1961. Hér á móti
kom, að bandariskir Gyðingar
keyptu israelsk rikisskulda-
bréf fyrir 1,4 milljarða dollara
árin 1951-1969 og framlög til
Samtaka Gyðinga eru frá-
dráttarbær til skatts, enda
bera samtökin meginþunga
kostnaðar við heilbrigðis-
þjónustu, félags- og kennslu-
mál i Israel. Vegna þessa
verður aftur fé aflögu til
kaupa á þotum eins og
Skyhawk og Phantom, en þær
eru raunar tiðast seldar undir
kostnaðarverði.
ÞRATT fyrir allt kann svo
að fara, að baráttumönnum
meðal bandariskra Gyðinga
veitist nú erfiðara en nokkru
sinni fyrr að koma sinu fram.
Nixon er ekki háður kjörfylgi
Gyðinga eins og demo-
kratarnir, sem með völdin
fóru á undan honum. Satt er aö
visu, aö fjöldi Gyðinga snéri
baki við Demokrataflokknum
i vetur, en þess gætti naumast
i þvi mikla fylgisflóði, sem aö
Nixon féll.
Forsetinn hefir heldur ekki
gert sér neitt far um að
þóknast Gyðingum. Nú á
enginn Gyðingur sæti i hæsta-
rétti, en þannig hefir tæpast
staðið á áður á þessari öld.
Nixon hefir veitt Gyðingum
ráðherraembætti, en ekki falið
þeim neina ábyrgð þeirra
mála, sem snerta Gyðinga
sérstaklega. Kissinger hefir
að mestu dæmt sjálfan sig úr
leik i afskiptum af deilunum
fyrir botni Miðjarðarhafsins
og utanrikisráðuneytið, sem
teljast verður fremur hlynnt
Aröbum, hefir frjálsari
hendur á þessu sviöi en nokkru
sinni áður siðan fyrir 1960.
ISRAEL átti miklu fylgi að
fagna meðal frjálslyndra
manna i Bandariska þinginu
fyrr á árum, enda virtist það
eitt fremsta lýðræðisrikið i
hinum afturhaldssamari hluta
heimsins. Lýðræðið þar i landi
hefir nú glatað miklu af ljóma
sinum i augum margra frjáls-
lyndra manna i Bandarikjun
um. Margir frjálslyndir
Gyöingar i Bandarikjunum
eru að visu á bandi tsraels i
ýmsum málum. En hvað sem
því liður hneigjast frjálslyndir
Bandarikjamenn i auknum
mæli aö einangrunarstefnu.
Tilkoma Rússa i löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafsins,
einkum þó Egyptalandi, olli
þvi að margir ihaldssamir
Gyðingar i Bandarikjunum
snérust á sveif með Israel.
Hægri menn láta sig þetta
minna skipta siðan að Sadat
visaði Rússum á burt sl.
sumar.
Loks er þess að geta, að
Arabar eiga sér orðið ýmsa
athafnasama fylgjendur i
Bandarikjunum. Bandarikja-
menn af arabiskum ættum
skipta þar minnstu máli.
Þetta lið er þó miklu
fámennara en fylgismenn
Gyðinga og á að ýmsu leyti
erfitt uppdráttar, enda hafa
Arabar ekki átt þar upp á pall-
borðið að jafnaði.
FAIR Arabar hafa komizt til
verulegra áhrifa i Banda-
rikjunum, Najeeb Hallaby
fyrrverandi forstjóri Pan
American og Ralph Nader
baráttumaður neytenda eru
nálega einu áberandi undan-
tekningarnar. Málstaður
flóttamanna frá Palestinu —
góður eða illur — kemur þarna
naumast við sögu. Ef svo væri
hefðu orðið skjót umskipti
þegar útsendarar „svarta
september” myrtu banda-
risku sendimennina i Sudan.
Frh. á bls. 15
Þ.Þ.