Tíminn - 11.04.1973, Side 13
MiOvikudagur 11. aprll 1973.
TÍMINN
13
Áætlanagerðí heilbrigðismálum
— segir ályktun frá læknum
FUNDUR stjórnar Læknafélags
islands meö formönnum og full-
trúum frá Læknafélagi Reykja-
vikur, Læknafélagi Vesturlands,
Læknafélagi Vestfjaröa, Lækna-
félagi Norö-Vesturlands, Lækna-
félagi Norö-Austurlands, Lækna-
félagi Austurlands og Lækna-
félagi Suöurlands þann 17. marz
sl., samþykkti samhljóöa eftir-
farandi ályktun:
„Vegna mikilla framfara i
lækna visindum takmarkast
magn og gæöi læknisþjónustunn-
ar um allan heim nú fyrst og
fremst af þvl fjármagni, sem
veitt er til framkvæmda I heil-
brigðismálum.
Hér á landi hefur að undan-
förnu um 6% af þjóðartekjum
verið varið til heilbrigðismála.
Þetta fjármagn hefur þó hvergi
nærri nægt til að fullnægja brýn-
ustu þörfum um viðunandi að-
stöðu til lækninga. Óskum lækna,
bæjar- og sveitarfélaga um fé til
brýnustu þarfa um húsnæði og
tækjabúnað til að annast lækning-
ar og heilsugæzlu hefur ekki verið
unnt að sinna nema að takmörk-
uðu leyti og áætlaðar fjárhæðir til
þeirra framkvæmda hafa verið
skornar niður af fjárveitinga-
valdinu.
Meðan svo er ástatt, þá er það
háskaleg stefna, að leggja i óhóf-
legar fjármagnanir á einstökum
sviðum heilbrigðisþjónustunnar
og vanrækja samtímis aðra þætti
hennar, ekki slður nauðsynlega.
Stjórnvöld verða að taka upp
áætlanagerð I heilbrigðismálum,
sem byggist á ýtrustu hagsýni og
heildaryfirsýn yfir þarfir heil-
brigðisþjónustunnar. Heilbrigðis-
yfirvöld þurfa að kappkosta að
velja sér jafnan ráðgjafa, sem
hafa sem minnstra persónulegra
hagsmuna að gæta, svo að tryggt
sé, að hagur heildarinnar sitji
ávallt I fyrirrúmi.
Fundurinn ályktar, að framan-
greind sjónarmið hafi verið gróf-
lega sniðgengin við skipulagningu
fyrirhugaðrar geðdeildar við
Landspitalann og beinir þeirri
eindregnu kröfu til viðkomandi
yfirvalda, að taka geðdeildarmál
Landspltalans tafarlaust til gagn-
gerðrar endurskoðunar I ljósi
framangreindra sjónarmiða.”
Dómi yfir blaðamanni
í Ródesíu mótmælt
Genf og Salisbury 10/4-NTB, UPI
Alþjóðlega lögfræðinganefndin og
Alþjóölega fjölmiðastofnunin for-
dæmdu á þriöjudag leynileg
réttarhöld og dóm yfir blaöa-
manninum Peter Niesewand I
Rhódesiu. Niesewand var
dæmdur I tveggja ára fangelsi og
nauðungarvinnu.
Lögfræðinganefndin heldur þvi
fram, að dómurinn brjóti I bága
við allar grundvallarreglur, lög-
fræðinga. Létu nefndarmenn I
ljósi von um að sú athygli, sem
mál Niesewands hefur vakið,
minni fólk á þann órétt, sem
afrikanska þjóðin, sem berst fyrir
frelsi slnu, er beitt.
i ummælum Alþjóðlegu fjöl
iniðlastofnunarinnar segir að svo
lengi sem mál Niesewands sé
hjúpað leynd, gangi menn út frá
að hann hafði aðeins verið dæmd-
ur fyrir að gegna starfi sinu. Ef
dómur þessi er I samræmi við lög
Rhódesiu verður stjórnin »ð
breyta þeim ákvæðum, sem
heimila sllk lögregluréttarhöld.
W' ' N0
secret É-'Wm
Almenningur mótmælti dómnum yfir Niesewand. Hér sjást konur
meö mótmælaspjöld úti fyrir réttarsalnum í Salisbury.
320 lesta meðalafli
og bræðslurnar hafa ekki undan
ÞÖ, Reykjavik — Þeir sjá margir
eftir þvi núna útgeröarmennirnir
og skipstjórarnir aö hafa hætt á
A MIÐVIKUDAG kom á markað-
inn ný breiðskifa. Er um að ræða
fyrstu plötu hljómsveitarinnar
ICECROSS.Hljómsveitin dvaldi I
Danmörku allt siöastliðið sumar
og lék þar (m.a. i Revolution-
klúbbnum) við mjög góðan orstir.
Þar ytra notaði hljómsveitin, sem
er skipuð þrem hressum strák-
um, tækifærið og hljóðritaði áður-
nefnda breiðskifu. Fór hljóðritun-
in fram i þekktasta og bezta
„stúdiói” Noruðurlanda. Rosen-
berg i Kaupmannahöfn. Og nú er
árangurinn sem sé kominn i Is-
lenzkar verzlanir.
A skifunni eru 8 lög, öll samin af
meðlimum hljómsveitarinnar, en
hún hefur frá upphafi haft þá
stefnu að flytja aðeins frum-
samda tónlist. Þannig vill til, eins
og lesendur blaðsins minnast ef
til vill, að undirritaður hefur þeg-
ar sent frá sérgagnrýni á þessa.ri
plötu og það fyrir rúmum einum
og hálfum mánuði. Skýringin er
sú, að upphaflega stóð til, að plat-
an kæmi út um það leyti. En
ófyrirsjáanlegar tafir hafa orðið
þess valdandi, að hún kemur fyrst
nú.
Nánar tiltekið birtist gagnrýnin
ásamt viðtali við hljómsveitar-
meðlimina i sunnudagsblaðinu 18.
febrúar, á „dúr og moll-siðunni”.
loðnuveiöunum upp úr 20.marz.
Þeir bátar, sem haldiö hafa
áfram veiðum hafa aflaö mjög
Visast hér með til þessa blaðs, en
ef til vill verður fjallað nánar um
hana hér siðar.
Meðlimir Icecross eru: Axel
Einarsson, gitar, söngur, ömar
Óskarsson, bassi, og Asgeir
Óskarsson trommur. „Rótari”
hljómsveitarinnar er Agúst
Harðarson. — Stp.
vel, og í fyrradag, var einn bezti
veiöidagurinn. Meöalaflinn var
þá 320 lestir, og hefur ekki veriö
meiri i vetur. Nú eru eitthvað um
20 bátar á loðnuveiðum, og fiska
þeir þaö vel aö bræöslurnar á
Reykjanessvæöinu, gera ekki
meira en aö hafa undan, og f gær
var búizt við, aö ef veiöi héldist
góö, aö þá þyrftu bátarnir aö sigla
alla leiö til Siglufjaröar.
Aflinn i fyrradag var 3900 lestir,
og voru bátarnir að veiðum á litlu
svæði við Snæfellsnesið. Búið er
að segja frá þeim bátum, sem
höfðu tilkynnt um afla fyrir
klukkan 16 I fyrradag. Þeir bátar,
sem tilkynntu um afla siðari hluta
dagsins voru Fifill GK 340 lestir,
Gisli Arni RE 350 lestir, ísleifur
VE 250 lestir, Eldborg GK 450
lestir og Súlan EA 370 lestir.
Auglýsing um
greiðslu arðs
Samkvæmt ákvörðun aðalfundar
Verzlunarbanka íslands þann 7. april 1973
skal hluthöfum greiddur 7% arður af
hlutafé fyrir árið 1972.
Arðsgreiðslan miðast við hlutafjáreign 1. janúar 1972.
Verður arðurinn greiddur gegn framvisun arðmiða ársins
1972.
Athygli er vakin á ákvæði 5. gr. samþykkta bankans, að
réttur til arðs fellur niður, ef hans er ekki vitjað innan
þriggja ára frá gjalddaga, og rennur hann þá i varasjóð
bankans.
Reykjavik, 9. april 1973.
Verzlunarbanki íslands HF.
Breiðskífa lcecross
komin á markaðinn
Tilkynning
um aðstöðugjald
í Reykjavík
Ákveðið er að innheimta i Reykjavik að-
stöðugjald á árinu 1973 samkvæmt
heimild i V. kafla laga nr. 8/1972 um
tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr.
81/1962 um aðstöðugjald.
Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar
verður gjaldstigi sá sami og fyrir árið
1972, eða eins og hér segir:
0.130% | Rekstur fiskiskipa.
0.325% Rekstur flugvéla. Matvöruverzlun I smásölu.
Kaffi, sykur og kornvara til manneldis I heild-
sölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar.
0.650% Rekstur farþega- og farmskipa. Sérleyfisbif-
reiöir. Matsala. Landbúnaður. Vátryggingar
ót.a. Útgáfustarfsemi. útgáfa dagblaöa er þó
undanþegin aöstööugjaldi. Verzlun ót.a. Iönaöur
ót.a.
0.975% Sælgætis- og efnageröir, öl- og gosdrykkjagerö-
ir, gull- og silfursmföi, hattasaumur, rakara- og
hárgreiöslustofur, leirkerasmföi: Ljósmyndun,
myndskuröur. Verzlun meö gleraugu, kven-
hatta, sportvörur, hljóöfæri, snyrti- og hrein-
lætisvörur. Lyfjaverzlun. Kvikmyndahús. Fjöl-
ritun.
1.300% Skartgripa- og skrautmunaverzlun, tóbaks- og
sælgætisverzlun, söluturnar, blómaverzlun, um-
boðsverzlun, minjagripaverzlun. Listmunagerö.
Barir. Billjaröstofur. Persónuleg þjónusta.
Ennfremur hvers konar önnur gjaldskyld starf-
semi ót.a.
Með skirskotun til framangreindra laga
og reglugerðar er ennfremur vakin
athygli á eftirfarandi.
1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar-
skatts, en eru aöstööugjaldskyldir, þurfa aö senda
skattstjóra sérstakt framtal til aöstööugjalds, sbr. 14.
gr. reglugerðar nr. 81/1962.
2. Þeir, sem framtalsskyldir eru f Reykjavik, en hafa
með höndum aöstööugjaldsskylda starfsemi f öörum
sveitarfélögum, þurfa aö senda skattstjóranum f
Reykjavik, sundurliöun sýni, hvaö af útgjöldum þeirra
er bundiö þeirri starfsemi, sbr. ákvæöi 8. gr. reglu-
geröar nr. 8/1962.
3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavfkur, en
hafa meö höndum aðstööugjaldsskylda starfsemi I
Reykjavik, þurfa aö skila til skattstjórans I þvf um-
dæmi, þar sem þeir eru heitilisfastir, yfirliti um út-
gjöld sfn vegna starfseminnar I Reykjavik.
4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig aö útgjöld
þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, samkvæmt
ofangreindri gjaldskrá, þurfa aö senda fullnægjandi
greinargerð um, hvaöaf útgjöldunum tilheyri hverjum
einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar nr.
81/1962.
Framangreind gögn ber að senda til skatt-
stjóra fyrir 25. april n.k., að öðrum kosti
verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i
gjaldflokka áætlað, eða aðilum gert að
greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum
skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er.
Reykjavik, 11. april 1973.
Skattstjórinn i Reykjavik.
$
Rx.
vi
(E
'É
;V r ' .
\ f‘S
i, y
VVv
Aðstoðarlæknir É
Staða aðstoðarlæknis við skurðlækn-
ingadeild Borgarspitalans er laus til
umsóknar.
Staðan veitist frá 1. mai n.k., til allt aö 12 mánaða, eftir
samkomulagi.
Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur
við Reykjavikurborg.
Umsókni r, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist Heilbrigðismalaráði Reykjavikurborgar fyrir
25. apríl n.k.
Upplýsingar um stöðunaveitir yfirlæknir deildarinnar.
Reykjavik, 9. april 1973.
Heilbrigðismálaráð
Reykjavikurborgar.
■M
W
g
$
fi
i
■y~'
v>.A
\y,
'V/r
&
SK&'