Tíminn - 11.04.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 11.04.1973, Qupperneq 15
Miðvikudagur 11. april 1973. TÍMINN 15 Suðurland kafla um Vestmannaeyjar, en honum var sleppt vegna þess óvissuástands sem þar ríkir nú. Samgöngumál 1 kaflanum um samgöngumál eru helztu niðurstöður þær, að hagkvæmast sé að ráöast i vega- gerð með varanlegu slitlagi á leiðunum Selfoss—Hvolsvöllur, Selfoss—Eyrarbakki—Stokkseyri og Hveragerði—-Þorlákshöfn. Alls 85 kilómetrar, sem áætlað er að kosti tæplega 400 milljónir miðað viö oliumalarlagningu. Þá er komizt að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að endurbæta malarveginum frá Hvolsvelli til Klausturs, alls 169 km., og kosti það 300 milljónir. í átta kauptúnum á svæðinu þarf að koma gatna og holræsa- kerfi i svipað ástand og i Reykja- vik og er áætlaður kostnaöur við það 430 milljónir króna. A blaðamannafundinum sem haldinn var i gær vegna útkomu Suðurlandsáætlunar i bókar- formi, var upplýst að brú yfir ölfusárósa og vegagerð vegna hennar, myndi kosta um 210 milljónir og er það verk vel fram- kvæmanlegt að mati fróðra manna. Hafnamál 1 Suðurlandsáætlun er fjallað um hafnamál á Suðurlandi og skýrt frá þvi að á Eyrarbakka og Stokkseyri muni þurfa um 30-40 milljónir á hvorum stað til að gera aðstöðuna þar „góða”, og að fyrirhugaðar framkvæmdir i Þorlákshöfn séu nauðsynlegar, hvort sem gerð verði stórskipa- höfn austan ölfusár i framtiðinni eða ekki. Töluverður kafli fjallar um hafnargerð við Dyrhólaey, og er þar einkum borin saman áætlun Vita- og hafnamálaskrif- stofunnar um hafnargerð þar, og svo hins vegar athugasemdir Pálma Jóhannessonar verkfræð- ings og áætlun hans um hafnar- gerðina. í stuttu máli sagt, þá hljóðar áætlun Vita- og hafnar- málastofnunarinnar upp á 2.2 milljarða en áætlun Pálma upp á 1.4 milljarða. Auk þess álitur Pálmi að gera megi fyrsta áfanga hafnarinnar fyrir 250 milljónir króna, og er þá aðeins miðað við innri garða, en stofnunin miðar viðaðfullgera þurfi höfnina strax i fyrsta áfanga, svo hún komi að gagni. Mismunurinn á heildar- kostnaðaráætlunum Pálma og stofnunarinnar liggur aðallega i þvi að Pálmi gerir ráð fyrir að gera höfnina samkvæmt norskum stöðlum en stofnunin gerir ráð fyrir að hafnargerðin verði eftir bandariskum stöðlum. Skólamál ttarleg úttekt er gerð á skólamálum i áætluninni og þar kemur m.a. fram, að heimavistarskólar eru 2-4 sinnum dýrari en heimanakstur, en bæði heimavistir og heimanakstur hafa sina kosti og sina galla. T.d. er ekki heppilegt að ung börn sitji lengi á dag i bfl, og heldur er ekki talið heppilegt að ung börn séu i heimavist. Bent er á hvort ekki sé hægt að aka kennurunum til barnanna eins og að aka börnunum til kennaranna. Landbúnaður bandbúnaður er höfuðat- vinnuvegur Suðurlandskjör- dæmis, og unnu um 40% starf- andi fólks við landbúnað árið 1970, en séu Vestmannaeyjar undanskildar kemur i ljós að 54.4% af starfandi fólki i Suðurlandskjördæmi vann við landbúnaðarstörf það ár. Enginn önnur atvinnugrein nær tiu prósentum. Þá segir i áætluninni: Þýðing landbúnaðar á svæðinu er þannig yfirgnæfandi og kemur raunar einnig fram á samsetningu ann- arra atvinnugreina. Stór hluti iðnaðar á svæðinu er annað hvort úrvinnsla landbúnaðarvara eða starfsemi i þágu búreksturs. Landbúnaðarvörur og það fólk sem við landbúnað starfa hefur auðljóslega grundvallarþýðingu fyrir viðskipta- og þjónustugrein- arnar". Spá um ibúafjölda Aftast i Suðurlandsáætluninni er spáð um ibúaf jölda árin 1980 og 2000. 1 spánni kemur fram að ibúafjöldi i sveitunum mun hald- ast svo til óbreyttur, en þéttbýlis- staðirnir munu vaxa ört. Árið 1970 voru rúmlega átján þúsund ibúar i Suðurlandskjördæmi, en árið 1980 er áætlað að ibúarnir verði orðnir 21 þúsund og árið 2.000 verði þeir orðnir 35 þúsund. 1 þessari spá er reiknað með áframhaldandi byggð i Eyjum og þróun byggðar þar. Harmleikur A blaðamannafundinum voru þeir Jón Eiríksson oddviti Vorsa- bæ, Skeiðum Árn. ölver Karlsson bóndi Þjórsártúni, formaður Samtaka sveitarfélaga i Suður- landskjördæmi, sr. Ingimar Ingimarsson oddviti i Vik, Sigur- finnur Sigurðsson hagfræðingur framkvæmdastjóri samtakanna og Asmundur Stefánsson þjóð- hagfræðingur hjá Hagvangi h.f. Upplýst var á fundinum, að þegar Suðurlandsáætlun hefur verið fullunnin muni hún kosta hátt i þrjár milljónir króna. Að sögn Sigurfinns Sigurðssonar hef- ur þáttur Framkvæmda- stofnunarinnar við kostnaðarhlið áætlunarinnar verið „dálitill harmleikur”, þar sem stofnunin hefur neitað að taka þátt i kostn- aði við gerð áætlunarinnar, og af- staða til framhaldsvinnu við verkið er neikvæð. Þá sögðu Sunnlendingarnir að Suðurland væri mjög afskipt hvað varðaði stjórn og framkvæmdaráð Framkvæmdastofnunarinnar, þvi þar væri enginn Sunnlending- ur og gætti þvi vissrar tortryggni i garð stofnunarinnar frá Sam- tökum sveitarfélaga á Suöur- landi. Phnom Pen dag að allt flug nefndarmanna með þyrlum hefði verið stöövað um sinn vegna þess að þyrla var skotin niður á laugardag og niu manns létu lifið. Úr nefndinni berast einnig þær fregnir að þyrluflug, en það er mjög mikil- vægur liður i eftirlitinu með vopnahlénu, verði ekki hafið á ný fyrr en Þjóðfrelsishreyfingin tryggi að ekki verði skotið á bvrlurnar. Sameiginleg nefnd striösaðila, skipuð fulltrúum Þjóðfrelsis- hreyfingar og Suöur-Vietnam, hélt fund á þriðjudag. Umræður, eru sagðar vera i strandi vegna harðra bardaga við Tong le chan herstöðina 80 km norðan Saigon. Vöruverð ir ibúðaeigendur hefðu staðið i sliku málaþrasi i þrjú ár án árangurs enn sem komið væri. Siðan spurði þingmaðurinn, hvort ráðherra væri umboðsmað- ur Framkvæmdanefndarinnar eða fólksins i landinu. Afstaða hans væri óábyrg. Hann skildi ekki hlutverk sitt sem ráðherra og færi með íhaldssjónarmið hvað réttindi neytenda snerti, enda ætti hann heima i flokki ihalds- manna. Hannibal Valdimarsson kvað það alrangt, að hann hefði gerst verjandi annars aðila málsins. Hann hefði enga aðstöðu til að dæma um málið, en hefði viljað láta allar upplýsingar koma fram. Hins vegar væri augljóst, að ef Bjarni Guðnason keypti ibúð sem siðar reyndist gölluð, þá myndi hann ekki koma til Alþing- is með mál sitt. Skipti þar engu máli þótt um þrjátiu Bjarna Guðnasyni væri að ræða. Loks taldi ráðherra, að ef þing- maðurinn væri að reyna að koma höggi á sig vegna þessa máls, þá væri það bæði vindhögg og klám- högg, þvi hann hefði ekki komið nálægt þessu máli sem ráðherra og það þvi honum óviðkomandi sem slikum. Bjarni Guönason taldi, að þar sem rikissjóður væri i raun meginbyggingaraðili, og félags- málaráðuneytið eftirlitsaðili fyrir hönd rikissjóðs, þá væri eðlilegt að ráðuneytið léti slika athugun sem hann gerði tillögu um fara fram. Um það gildi allt öðru máli en þegar einstaklingur seldi öðr- um einstakling ibúð. Nokkur frekari orðaskipti urðu, en siðan var tillögunni visað til nefndar. Breiðholt manna milliþinganefnd til þess að: 1. Kanna þátt flutningskostnaðar i mismunandi vöruveröi i land- inu. 2. Skila áliti um, hvort tiltækt væri aö jafna kostnað við vöru- flutninga með stofnun og starf- rækslu verðjöfnunarsjóðs, þannig að verð á allri vöru verði hið sama á öllum stöðum á landinu, sem vöruflutningaskip sigla til og flugvélar og vöruflutningabif- reiðar halda uppi áætlunarferð- um til. 3. Kanna, hver kostnaður væri af rekstri sliks sjóðs og hver ætla mætti að yrðu þjóðhagsleg áhrif af starfrækslu hans. 4. Gera tillögur um bætt skipulag vöruflutninga á sjó og landi og i lofti. Skulu þá m.a. haföar i huga breytingar á tilhögun flutninga frá helztu viðskiptaborgum Is- lendinga erlendis til hinna ýmsu hafna á landinu. Kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr ríkissjóði.” O (þróttir út af þessu máli, var KSI. 1 svarbréfi KSI kemur fram, að það véfengi rétt ÍSt til samn- ingsgerða fyrir hönd sérsam- bandanna. Er gefið fyllilega I skyn, að KSI muni ekkert tillit taka til gildandi samninga, hvorki varðandi ,,2ja minútna rétt” sjónvarpsins né annarra atriða, sem samið hefur verið um. Búizt var við, að fulltrúi KSI á sambandsráðsfundinum myndi leggja fram nýjar til- lögur i málinu, en það gerði hann ekki. Ekki er vitað, hvernig fram- kvæmdastjórn ISl mun bregð- astviö málinu. ISt er, eins og kunnugt er, æðsti aðili iþrótta- mála hérlendis, og ber stjórn KSI að hlýta ákvörðunum ISt. Er þetta ekki i fyrsta sinn, sem stjórn KSI véfengir rétt ISl. Fróðlegt verður að vita, hvernig þessu sjónvarpsstriði ISI og KSI lyktar. O Útlönd Þarna hefir einfaldlega mest að segja sú staöreynd, að Bandarlkjamenn verða að auka mjög oliuinnflutning sinn i framtiðinni og þeirri auknu þörf verður tæplega fullnægt nokkurs staðar annars staðar en i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins. Jackson öldungadeildar- tiingmanni er þetta mætavel jóst. Hann er formaður innan rikisnefndar öldungadeildar- innar og gegnir þvi mikilvægu hlutverki við mótun stefn- unnar i orkumálum, enda hefir hann hvatt eindregið til þess, að Bandarikjamenn fullnægi sjálfir þörfum sinum I þessu efni eins og framast er kostur. En Gyðingum og Aröbum er báðum jafn ljóst, að heita má tómt mál að tala um slikt. O Framkvæmdir annarra þjóða, er óska eftir svari tslendinga i hvaða formi hún skuli veitt. Of litið kveður að varanlegri uppbyggingu, sem Vestmannaeyingar geti horfið að og haldið hópinn. Vangaveltur um framkvæmdir mega ekki dragast á langinn og hraði þeirra fer mikið eftir þeirri tækni og þvi fjármagni, sem unnt er að leggja til verksins- Hér er um að ræða málefni, sem Alþingi verður að láta til sin taka, og hafði fyrr átt að vera. Vonandi verður ekki stærilæti og þjóörembingur i vegi fyrir þvi að þiggja alla framboðna aðstoð, hvaðan sem hún er boðin. Slikt væri beinlinis ókurfeisi og gæti haft margs konar óheillaáhrif á viðskipti okkar og álit út á við. 1 landhelgismálinu hafa tslendingar sýnt festu, sem er til sóma.en það mál er óskylt eld- gosinu i Heimaey og hafnar- málum 3/4'73 Þórarinn Helgason Dyrhólahöfn væru um 300 manns komnir i félagið eða æsktu þess að gerast félagar. Þar með er ekki sagt að allur sá hópur sæki þegar um ibúðir á vegum félagsins. Reiknað er með að félagsmenn geti keypt ibúðir i sambýlishús- unum, sem sérstaklega verða teiknuð og smiöuð með þarfir aldraðs fólks I huga. Samtökin hafa eftir sem áöur ráðstöfunar- rétt á ibúðunum, þannig, aö þær veröi ekki siðar seldar einhverj- um aðila, sem ekki fullnægir þeim skilyrðum, sem sett verða fyrir búsetu i húsunum. I húsunum er gert ráð fyrir tveggja og þriggja herbergja ibúðum. Ibúarnir munu eiga kost á einni heitri máltiö á dag i sam- eiginlegu mötuneyti, þarna verð- ur heildbrigöisþjónusta litil sundlaug verður við húsin, nudd- stofur, læknisaöst. og yfir- leitt alla nauðsynlega þjónustu fyrir aldrað fólk. Ekki er enn búið að setja skýrar reglur um hús þessi^og starf- rækslu þeirra, en gera má ráð fyrir að aldurstakmark ibúa þar verði 50 ára og eldri. Verður leitazt við að þeir sem þarna búa verði sem sjálfstæðastir og eng- um háðir ef þeir óska þess en hins vegar veröi öll þjónusta og aöstoð við lasburða og aldrað til reiðu innan stofnunarinnar eftir þvi sem við verður komið. — OÓ. gjöfin sem gleður allir kaupa hringana hjá Skólavörðustíg 2 Brezk flugvél ferst í Sviss Bern 10/4-NTB Brezk leiguflugvél með 139 farþega um borð og niu manna áhöfn hrapaði I morgun nálægt bænum Solothurn i Sviss. Flestir létu llfið. Talið er að 10-20 manns hafi komizt llfs af, allir ai- varlega slasaðir. Flugvélin, Turboprop Vanguard, kom niður á hæð, sem þakin var 1 metra þykkum snjó, er torveldaði björgunarstarf. Vélin fannst nokkrum stundum eftir að slysið varö. Skyggni var slæmt og snjókoma á slysstað. Vélin var að koma frá Bristol með Englendinga, sem ætluöu á vefnaðarvörusýningu i Basel. Þeir særðu voru fluttir i húsa- skjól þar sem þeim var veitt að- hlynning eftir föngum meðan beðiö var eftir læknishjálp. Að sögn loftferðaeftirlitsins á Baselflugvelli flaug vélin svo lágt að hún sást ekki á radar, en skyggni var aðeins 600 metrar þegar slysið varð. o Víðivangur frumvarp frá rikisstjórninni um stuðning við sveitarfélög til byggingar leiguhúsnæðis og gerir frumvarpið ráð fyrir að byggðar yerði 1000 leigufbúöir á vcgum sveitarfélaga á næstu 5 árum. — TK. r i j bekkir til sölu. — Hagstætt verö. Sendi I kröfu, ef óskað er. j Upplýsingar aö óldugötu 33 ^ slmi 1-94-07. ^ Bændur, athugið Ung hjón með barn á öðru ári óska eftir atvinnu úti á landi, helzt við landbúnað. Hringið i sima 84984 eða 33254. f|| ÚTBOÐ ||i Tilboð óskast um sölu á rafmótorum fyrir dælur vegna Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 30. aprfl n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvogi 3 — Sími 25800 Húseigendur — Umráðamenn fasteigna Við önnumst samkvæmt tilboðum hvers konar þéttingar á steinþökum og lekasprungum i veggjum. Höfum á liðnum árum annast verkefni m.a. fyrir skólabyggingar, sjúkrahús, félags- heimili, hótel, ásamt fyrir hundruð einstaklinga um allt land Tökum verk hvar sem er á landinu. 10 ára ábyrgðarskirteini Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. Verktakafélagið Tindur Simi 40258 — Fósthólf 32 — Kópavogi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 10. april 1973. LAUS STAÐA Staða fulltrúa i heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 10. mai 1973. Umsækjendur skulu hafa lögfræði- eða viðskiptafræði- menntun. Umsóknir sendist ráðuneytinu. mssmwmmÉmmmmssm

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.