Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. april 1973.
TÍMINN
9
einstaklingum er varla fært að Eitt af nýjustu verkum Asgerðar Búadóttur.
taka þátt i sýningunum.
Settust sjálfir
við vefinn
„En þrátt fyrir allt finnst'mér
myndvefnaður aldrei hafa staðið
eins sjálfstætt og hann gerir
núna”, segir Asgerður Búadóttir.
„Það held ég að sé fyrst og fremst
vegna þess að listamennirnir
hafa setzt sjálfir við vefstólinn og
komizt i snertingu við efnið”.
Pólverjar og Tékkar hafa
blásið nýju lifi i nútima mynd-
vefnað. Þeir vinna sjálfir verk sin
og eru i sambandi við efnið, sem
þeir nota, hvort sem það er ull,
nælon, hampur, eða eitthvað
annað, en hið margvislegasta efni
er haft til myndvefnaðar nú á
dögum.
I Póllandi og Tékkóslóvakiu er
búið mjög vel að myndvefnaðar-
fólki. Þar situr ekki hver i sinu
horni og vefur, heldur hefur rikið
sétt á stofn tilraunavefstofur. Og
árangurinn hefur ekki látið á sér
standa.
örvandi að fá verkefni
Við vikjum að þvi við Asgerði
hvort farið sé að verða vart
hvatningar frá opinberri hálfu
eða gerðar séu pantanir á mynd-
vefnaði hér á landi. Það kemur á
daginn að slikt er nánast ekki til
og ekki annað að gera fyrir
myndvefnaðarfólk en að vinna að.
sinum hugmyndum eitt og óstutt i
þeirri von að úr rætist i framtið-
inni. En kannski er lika að rofa til
hér.
Fyrsta verkefnið, sem
Ásgerður fékk var teppi, sem nú
hangir i Norræna húsinu Hafði
hún að öllu leyti frjálsar hendur
og mátti sjálf kjósa, hvaða vegg
verk hennar skyldi prýða. Or
þessu varð Stormharpan, sem
hangir i fundarherbergi hússins,
teppi ofið undir áhrifum af þeim
stiþsem Norræna húsið er byggt i
Annað teppi i svipuðum litum,
brúnum, rauðum og hvitum og
einnig úr ull og hrosshári hangir i
stofunni þar sem við sitjum með
Asgerði. Það á að fara i nýbyggt
hús þeirra Þórunnar Jóhanns-
dóttur og Vladimirs Ashkenazy.
Þau sáu teppið i Norræna húsinu
og voru ekki sein að biðja Ásgerði
að vefa fyrir sig, henni væri alveg
frjálst hvernig það yrði. Þetta
verk hefur verið á ýmsum
sýningum m.a. á norrænu
vefnaðarsýningunni i Sviþjóð i
haust. „Þetta er svo gott fólk”,
segir Asgerður, „að það var
gaman að vinna fyrir þau. Og það
er alltaf mikil hvatning að fá
verkefni, þótt oft sé litið um þau
og ekki annað að gera en að halda
sinu striki einn i sinu horni”.
Aldrei fengið góða
hugmynd yfir pottunum
Asgerður hefur fyrst og fremst
helgað starfskrafta sina
vefnaðinum ásamt heimilis-
Dóttur sina, Þórunni, kallar Asgerður sitt bezta verk. Hér er sú fjögra ára meö dætrum sinum
.Iii'a \ artldur.''
Þelta leppi Asgerftar er I Langholtsútibúi Landsbankans.
störfum og fjölskyldu. Hún hefur
oft verið beðin um að kenna, en
alltaf komið sér hjá þvi og ekki
viljað taka að sér þriðja starfið.
„Ég held að hitt sé lika
nauðsynlegt og vona að eitthvað
af þvi, sem maður er að vinna
komi til skila á annan hátt”, segir
hún.
„Stundum eru listamenn
spurðir hvernig gangi að
samræma listgrein þeirra einu
eða öðru starfi, sem þeir hafa sér
til lifsframfæris”, segir
Asgerður. „Ég get eiginlega ekki
hugsað mér að neitt fari betur
með vefnaðinum en heimilis-
störfin. Með þeim hef ég meiri
tima tilað vefa (þo aldrei nógan)
en með einhverju öðru. Ef ég hef
átt góðan dag og getað unnið
ótrufluð, finnst mér ágætt að
stússast i matseld.
En ég tek það fram.að ég hef
aldrei fengið góða hugmynd yfir
matarpottunum”.
—SJ
Texti:
Sólveig
Jónsdóttir
Myndir:
Róbert
Ágústsson
í\*.S.Í