Tíminn - 19.04.1973, Síða 10
101
TÍMINN
Fimmtudagur 19. april 1973.
f #'
vex ar
Eins og öllum er kunnugt, þá fljúgum við íslend-
ingar mjög mikið. Hitt er lika vist, að við höfum
ekki öll sætt okkur enn við þá samtöngutækni, og til
eru þeir, sem ekki ferðast i lofti ótilneyddir. Hér er
þó fremur um tilfinningalegt viðhorf að ræða en
rökrænt, þvi að eftirlit með flugvélum og öryggis-
búnaði öllum er geysilega sterkt hér á landi.
Um þau mál hefur þó of litið
verið skrifað, og þvi var það, að
gengið var á fund Grétars H.
Óskarssonar, flugvélarverk-
fræðings, og beðinn aö segja les-
fræðings og hann beöinn að segja
lesendum Tlmans frá þessum
veigamikla þætti islenzkra flug-
mála
Lög um loftferðir
— Segðu mér fyrst, Grétar:
Hver eru meginatriðin I lögum
um lofthæfi flugvéla hér á landi?
— Það má byrja á þvi að minna
á 25. grein laga nr. 34/1965 lög um
loftferðir. Þar segir svo: „Flug-
málastjórnin framkvæmir skoð-
anir og hefir eftirlit með þvi, að
loftför, sem notuð eru til flugferða
eftir lögum þessum, séu lofthæf.
Flugmálastjórninni er rétt ab
láta Islenzkan eða erlendan kunn-
áttumann, er hún skipar til þess,
og svo erlent stjórnvald fram-
kvæmda skoðun og eftirlit”. Á
þessu byggist hinn lagalegi
grundvöllur þess, að Flugmála-
stjórnin hefur eftirlit með þvi, að
öll loftför séu lofthæf. Þetta þýðir
meðal annars, að allar íslenzkar
flugvélar eru skoðaðar af Flug-
málastjórn að minnsta kosti einu
sinni á ári. Litlu flugvélarnar,
sem eru um sjötiu talsins, ganga I
gegnum svo kallaða ársskoðun
einu sinni á ári, og er það þá
annað hvort ég eða minir að-
stoðarmenn, sem skoða flug-
vélina einnig. Siðan er flugvélin
send I reynsluflug, og ef hún
reynist hafa þá flugkosti, sem
krafizt er, fær hún endurnýjað
lofthæfnisskirteini til eins árs.
Stóru vélunum hjá Flugfélagi
Islands, Loftleiðum, Cargolux,
Fragtflugi og Landhelgis-
gæzlunni er haldið við samkv.
samfelldum skoðunaráætlunum.
Viö, sem búum viö suð-austan
rigningu, slyddu, skammdegi og
svartnætti, eigum sannarlega allt
hiö bezta skilið í næringar-og
fjörefnum. Sum okkar þurfa vafalaust
á öllum fáanlegum fjörefnum aö
halda, þegar veöurfræöingar okkar
geta ekki mælt sólskin aöneinu ráöi,
dag eftir dag. Þeir, sem drekka jú
glas af TROPICANA appelsínusafa,
ferskum og bragögóöum, á hverjum
morgni tryggja sér um leið fjörefni
og næringarefni gegn veöravarginum
í hverjum dl. af TROPICANA er um
þaö bil 40 mg. af c-vítamíni og ^
allt að því 50 hitaeiningar.
sólargeislinn
frá Florida
co
03
Við að minnsta kosti eina skoðun
á ári skoðar eftirlitsmaður Flug-
málastjórnar hverja flugvél.
Þegar svo kemur að endurnýjun
lofthæfnisskirteina þessara stóru
flugvéla einu sinni á ári, þá
gengur það sjálfkrafa fyrir sig.
— En er nóg að skoða flugvél
einu sinni á ári?
— Nei. Það þarf að fylgjast með
þvi, að þær séu alltaf lofthæfar,
og þvl eru gerðar skyndiskoðanir
hér og þar. Maður heimsækir
flugskólana og litlu flugfélögin og
skoðar bækur flugvélanna, hvort
þær hafi ekki fengið fimmtiu
tima skoðun, hundrað tima
skoðun og svo framvegis. Siðan er
farið i flugvélarnar sjálfar og
þær athugaðar, meðal annars
farið I reynsluflug. Ég hef flug-
próf, og við hér á loftferðaeftir-
litinu, og við tökum oft flugvélar
og förum á þeim reynsluflug-
ferðir til þess að ganga úr skugga
um, að allt sé i lagi.
Reglubundnar skoðanir
— Þú nefndir þarna fimmtiu
tima skoðun. Hvað táknar það?
— Það þýðir, að skoðunin er
gerð á fimmtiu flugtima fresti.
Það er fremur lausleg skoðun,
tekur um það bil hálfan dag fyrir
flugvirkja að gera hana. Hún er
meðal annars fólgin i smurningu
og lagfæringu ýmissa smávægi-
legra hluta, sem úrskeiðis hafa
gengið.
Svo er hundrað tima skoðun.
Það er viðamera verk, sem getur
gjarna tekið tvo daga, þegar um
þessar litlu flugvélar er að ræða.
Að lokum er ársskoðunin, sem
er tveggja til þriggja vikna verk,
og getur jafnvel tekið enn lengri
tima. Það er sem sagt hin fasta,
árlega skoðun.
— Er ykkur leyfilegt, eða jafn-
vel skylt, að fylgjast með öllum
flugvélum hér á landi, i hvers
eigu sem þær eru?
— Já. Að sjálfsögðu fylgjumst
við með öllum flugvélum, hvort
sem þær eru i einkaeign eða i far-
þegaflugi. Við sjáum um, að
skoðanir séu gerðar á réttum
timum, og eins ef eitthvað bilar,
að þegar i stað sé gért við það. Við
gætum þess einnig, að ekki séu
aðrir en flugvirkjar með réttindi
látnir sjá um skoðanir eða
viðgerðir á flugvélum. En réttindi
gagnvart þessum litlu flugvélum
geta flugvirkjar fengið með þvi
að framkvæma hundrað tima
skoðun eða ársskoðun á ákveðinni
flugvélategund undir eftirliti
flugmálastjórnarinnar. Siðan
taka þeir flugvirkjapróf gagnvart
þessari ákveðnu flugvélategund.
Standist maðurinn prófið, bæði
hið verklega og eins skriflega
prófið, sem hann tekur hér hjá
mér, þá gef ég honum réttindi til
viögerðar og eftirlits á þessari
tegund flugvéla, og upp.frá þvi
getur hann gert á henni fimmtiu
og hundrað tima skoðun fram-
vegis.
— Hvað er nám flugvirkja
annars langt?
— Flestir Islenzkir flugvirkjar
hafa stundað nám sitt erlendis,
og yfirleitti Bandarikjunum. Þeir
koma þar af leiðandi með
amerisk flugvirkjaskirteini
hingað til lands og þurfa að vinna