Tíminn - 19.04.1973, Síða 13

Tíminn - 19.04.1973, Síða 13
Fimmtudagur 19. april 1973. TÍMINN 13 ÞIÐ vitið það, að ekki eru til ódauðlegir apar, en nú skuluð þið fá að heyra sögu af einum apa, sem var svo lífseigur, að hann gat með réttu kallast ódauðlegur. Það er vanalegt, að apar séu hafðir til skemmtunar, en það var ekki hægt að segja það um þennan apa, — því að hvar sem hann kom fram, þá var það til ills og gerði hann menn hvarvetna reiða og grama. Já, hann var verulegur snillingur i að gera þeim gramt í geði er umgengust hann. Fyrsta sinn, er ég heyrði talað um apa þennan, var hjá trúboða nokkrum, sem hafði fengið hann hjá strokumanni. Það er ekki gott að segja með vissu hversu oft hann hefur komizt í lifshættu áður en trúboði þessi fékk hann. Það mátti sjá það á honum, að hann hafði átt afarilla ævi. Það voru að- eins örfá hár á skrokknúm, á höfðinu hafði hann mjög Ijótt ör, og annað eyrað var illa útleikið. En börnin voru mjög hrifin af honum og þótti vænt um hann og eftir nokkúrn tíma var hann bú- inn að ná sérog fá sitt fyrra skaplyndi. Börnin vildu skýra hannJakob, en eftir að hann var búinn að vera þar nokkrun tíma og búinn að sýna sig i öllum þeim strákapörum, sem ávallt loddu við hann, þá fundu menn, að það var annað nafn, sem fti betur við þetta ærsla-dýr og það var „Lúks'/! (Lúks getur þýtt viðsjálsgripur, eða prakkari) Það var ekki nokkur friður í öllu húsinu, eftir að Lúks kom þangað. Hann át allt, setti allt um koll, reif allt i sundur, stal öllu og gerði allt það illt af sér, sem hann mögulega gat. Væri hann lokaður inni skreið hann út um reyk- háfinn, og væri hann lokaður úti skreið hann inn um reykháfinn aftur. Hvað áttu menn að gera við hann? Það var hvorki hægt aðhemja hannúti eða inni og þess vegna var það af- ráðið að k,oma honum í burtu. En það var það versta, að Lúks var alls all- staðar svo illa þokkaður að enginnvildi hafa hann. Oll- um boðum var neitað, því að enginn vildi þiggja Lúks að gjöf. Seinast var stroku- manninum, sem hafði átt hann áður, bððinn hann, en hann gerði ekki annað en brosa, þegar honum var boðinn þessi gamli félagi aftur, og sagði svo í vesal- legum rómi, að hann gæti ekki tekið hann aftur og alið hann á hnetum og öðru góðgæti. Þá var stungið upp á að flytja hann út í skóg, því að þar gæti hann haft ofan af fyrir sér sjálfur, og það var svo af- ráðið að senda nokkra stráka frá þorpinu með hann. EN það hefði haft jafnmikinn árangur að senda bréfdúfu. Hvert sem drengirnir gengu, þar var apinn á eftir þeim, þegar þeir hlupu, hljóp apinn líka, og loksins þegar þeir komu dauðþreyttir heim, sáu þeir Lúks uppi á kirkjuþakinu þarsem hann glotti framan í þá. Næstu nótt á eftir gerðist það allra versta, sem nokkru sinni hafði komið fyrir. Þegar fólkið daginn eftir fór að safnast að kirkjunni til guðsþjónustu, var þar ekki ein einasta sálmabók öðruvísi en sundur tætt. Það hlaut að hafa verið einher, sem hafði ráðizt á predikunar- stólinn, — hann var mjög illa farinn, tjöldin, sem voru fyrir gluggunum, voru Apinn ódrepandi rifin í ræmurog línkerfið í orgelinu var allt rifið af og eyðilagt. Eftir guðsþjónustuna hélt trú- boðinn fund. Það voru fremur fáir viðstaddir, og stóð ekki yfir nema hálfa aðra klukkustund. Engir nema þeir, sem voru við- staddir fengu að vita, hvað þar gerðist, eða hvað var á- formað að gera. Sá eini árangur, sem menn vissu til að þessi leynifundur þeirra hefði, var það, að um miðnæturskeið næstu nótt var litlum báti ýtt frá landi og út á rúmsjó. Það voru aðeinstveir í bátnum, sá stærri þeirra sat undir árum, hinn líktist litlum dreng, og sat aftur í. II. Það var enn þá ekki tekið að lýsa af degi, þegar varð- maður á Skipinu Vulkan, sem lá langt undanlandi, varð var við hávaða aftur á skipinu. Skipsmaðurinn gekk þangað, sem hljóðið kom frá, og sá sér til mikillar undrunar, blautan og slæptan apa, sem var að nudda ser upp við segla- bunka. Það leyndi sér akki að dýrið hafði langan tima verið í sjó og reyndi nú hvað það gat til að fá blóðið í hreyfingu aftur eftir kalda baðið. Skipsmaður þessi, sem var góður drengur, gaf apanum nokkrar tvíbökur og dálitið cfð drekka, svo að hann náði skjótt kröftum sínum aftur. Það var ekki liðinn langur tími, áður en Lúks var orðinn hæstráð- andi á Vulkan. Tíminn mundi ekki hrökkva til að telja upp öll þau strákapör, sem apinn gerði. En hvað var það, sem verndaði han i þessum sífelldu lífshættum? Það voru uppátæki hans. Þau voru ávallt mjög skrítin og mjög gaman að þeim. Á hverjöm degi fann hann upp á nýjum strákapörum, og á skipi, sem er úti í reginhafi, fagna menn hverju nýju, sem að höndum ber. Skips- mennirnir höfðu fremur lítið að skemmta sér við, en Lúks bætti það upp með fyndni sinni. Enþað var ekki aðalorsökin til þess að hann var látinn lifa. Á milli skipsmanna ríkir oft ósamlyndi. Stýrimaðurinn hlífði Lúks, vegna þess að Framhald eftir pdska r: \ M III i|l í: !ii n §§1 llllllll iiiii illll 1111 1 il :|||:|:| :|ö::l:|: i y Sil lilÉfll iiiiiii ÍÍill :v:::v. , ....vxvíxví DAN BARRY Hvers vegna ættumr Hér er sá dagur /ið að ræða þetta við) einmitt að renna hann. Þeir eru ekkiHlUpp5 sém þeir il annars nýtilegir igera það. Þökk"—N >n þ.ióna okkur^. sé þér > _ Ég hef /stir Guðrún.*S1^7 j/_—-><^( enn gaman hælast Nú eruj konur komnar Og fólk Emhabs i öll ábyrgðarstörf 7 hefur náð til i helztu ! borgum^>f allra, á sama . heims rhátt og farið var v- með Döddu. x Þetta er striðsfólk. ’ Mjög Og þú ert þegar ■< eðlilegur, búinn að niita ) hvað er . karlvélmennið okkar.úm þá . 71 ÆifÁað seeia Þeir eru tæknimennirnir)\ Ég held þér sé sem stjórna striðsflug- alvara. Þú ætlar að vélunum, og sjá til þess ^selja plánetuna i að friður haldist.- •^-■hendur bessara kvenna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.