Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.05.1973, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR SÍMI: 19294 SÍMI: 26660 - Hálfnað erverk þá hafið er <«. I I I sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn . I SOLBAÐI OG SUNDI Á „GAAALA VERÐINU' Sundlaugar Reykjavikur og útivistarsvæðið umhverfis þær yfirfylltist I góða veðrinu i gær. Gunnar ljósmyndari Timans tók þessa mynd af einum baðgesta, Guðrúnu að nafni,þegar sólin skein hvað heitast um nónbilið. Borgarstjórn samþykkti f fyrradag að heimila hækkun á gjaidi sund- laugagesta og verður þaðá næstunni 30 kr. fyrir fullorðna, en kort fyrir 10 skipti hækkar i 210 kr. Þessi hækkun er þó enn ekki komin til framkvæmda og en um sinn geta menn spókað sig i góða veðrinu fyrir gamla verðið 25 kr. fyrir full- orðna og 10 kr. fyrir börn. Allt rólegt í landhelginni Landhelgisgæzlan varð ekki vör við neina brezka togara að veiðum innan 50 milna markanna i gær. Úti fyrir Austurlandi! og austanverðu Suðurlandi var dimm þoka og ekki hægtað fljúga yfir svæðið. Fyrir austan voru tvö varð- skip, og urðu þau hvergi vör við togara að veiðum, og ekki var að heyra, að Bretarnir væru komnir inn fyrir aftur. Ekki er gott að segja hvað þeir ætlast fyrir. Samkvæmt fréttum frá Bretlandi snéru nær 40 togarar við, þegar þeim var lofað herskipavernd við veiðarnar og ákveðið að senda eina freigátu til viö- bótar á íslandsmið. Verða herskipin þá þrjú hér við land en þriðja freigátan á að koma að landinu i dag, laugardag. Ólafur Jóhannesson, forsætisróðherra: Mótmælum kröftuglega — ef flotinn blandar sér í deiluna SENDIHERRA Breta i Reykjavik gekk i gær á fund Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, og afhenti honum orð- sendingu frá brezku stjórninni. í orðsendingunni var vakin athygli á yfirlýsingu frá togara- eigendum. Yfirlýsingin er svo- hljóðandi: Togaraeigendur munu gera sitt itrasta til að láta verulegan f jölda togara hefja fljótlega aftur veiðar á Islandsmiðum. Ef frekari alvarlegir árekstrar verða á úthafinu eins og til dæmis ef skotið verður föstum skotum eða aðrir árekstrar, sem stofna ■ i hættu lifi áhafna skipanna og rikisstjórinn liti svo á að mót- tekinni skýrslu yfirmanns eftir- litsskipanna að flotaaðgerðir væru réttmætar mundi hún hafa fullan stuðning togaramanna til að gera viðeigandi ráðstafanir. Ólafur Jóhannesson sagði i gærkvöldi, að á meðan herskipin halda sig utan 50 milnanna sé út af fyrir sig ekkert hægt við þvi að segja, og á meðan þyrlurnar frá herskipunum blanda sér ekki i sjálfa deiluna né hafi bein afskipti af henni sé heldur ekkert við þvi að segja. En jafnskjótt og skipin kæmu inn fyrir og flugvélarnar færu að blanda sér i deiluna er full ástæða til að mótmæla þvi kröftuglega. Vestur-þýzki sendiherrann gekk einnig á fund forsætisráð- herra i gær. óskaði hann eftir þvi að ákveðinn verði dagur til við- ræðna á ráðherrastigi milli tslendinga og Vestur-Þjóðverja. Verður tekin ákvörðun um það atriði siðar. 40 SÍÐUR í DAG VIÐBRÖGÐ BREZKRA BLAÐA BIs. 3. BRÚÐHJÓN MÁNAÐARINS BIs. 9 LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ÁN ENDURGJALDS Bls. 11. BATNANDI MANNI ER BEZT AÐ LIFA Ritdómur um ljóða- bók Steinunnar Guð- mundsdóttur Bls. 12. ÍÞRÓTTIR Bls. 19, 20 og 21. LESBÓK Brezka stjórnin reiðubúin að senda herskip inn fyrir I GÆR skýrði brezka utanrikis- ráðuneytið svo frá, að þyrlur frá brezkum herskipum væru byrjaðar að fljúga innan 50 mílna markanna við Island. Er þetta i fyrsta sinn,sem flotinn tekur þátt i landhelgisdeilunni. Þyrlurnar fljúga frá herskipum, sem eru skammt utan við fiskveiðilög- söguna. I yfirlýsingu brezka utanrikis- ráðuneytisins segir m.a., að um 40 brezkir togarar hafi þegar snúið við áleiðis til veiðisvæðanna við tsland sem þeir yfirgáfu i fyrradag. Brezka ,stjórnin hefur lýst sig reiðubúna að senda herskip inn i landhelgina ef islenzku varð- skipin halda áfram að áreita brezka togara að veiðum. 1 gær var haldinn blaðamanna- fundur i brezka utanríkisráðu- neytinu og þar var gerð grein fyrir hinni nýju afstöðu brezku stjórnarinnar. Þar kom fram að Joseph Goddard, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Breta, hafi lofað forráðamönnum fisk ■ iðnaðarins þvi, að við ákveðnar aðstæður myndi stjórnin senda herskip inn fyrir 50 milna mörkin til verndar brezkum togurum. Meðal þess,sem nefnt var sem næg ástæða fyrir afskiptum her- skipa var eftirfarandi: Ef islenzk varðskip gera eitt- hvað sem stofnað gæti lifi brezkra sjómanna i hættu. Ef ein- hver sá atburður gerðist innan fiskveiðimarkanna.sem að mati brezku stjórnarinnar gæti réttlætt afskipti herskipanna, og ef ein- hver sá atburður yrði, sem brezki fiskiðnaðurinn teldi að krefðist afskipta herskipa. Brezku togaraskipstjórarnir heimtuðu i fyrradag herskipa- vernd, þegar i stað, er þeir fóru út úr landhelginni, og voru það mótmæli skipstjóranna gegn vilja togaraeigenda. Brezk stjórnvöld töldu aðgerðirnar styrkja stöðu tslendinga og var málið rætt I skyndi við fulltrúa fiskiðnaðarins. Árangur þeirra viðræðna var eftirfarandi yfir- lýsing: Vegna stöðugrar áreitni Islendinga, sem hefur komið i Framhald á bls. 23 SVIAR STYÐJA OKKUR HJ Uppsölum— Wichman, utanrikisráðherra Sviþjóðar, lýsti þvi yfir í sænska þinginu i gær, að Sviar teldu íslendinga hafa á réttu að standa i landhelgisdeilunni, og myndu þar af leiðandi styðja kröfur íslendinga i fiskveiði- málum á hafréttarráðstefnunni i Chile. Það er sérstök ástæða fyrir íslendinga að fagna þessari yfirlýsingu sænska utanrikis- ráðherrans, þvi þetta er i fyrsta sinn, sem frændur vorir á Norðurlöndunum, að Færeyingum undanskildum, lýsa yfir af- dráttarlaust opinberum stuðningi við okkur hvað snertir 50 milna fiskveiðilögsöguna. Vonandi fylgja aðrar Norðurlandaþjóðir for- dæmi Svia i þessu efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.